Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 33 Áttræð á morgun: Sigríður Erlingsdóttir fv. yfirhjúkrunarkona liðsmaður, hógvær í málflutningi en rökfastur með afbrigðum og ákveðinn væri skoðun hans mótuð. Minni Þorsteins er trútt og glöggskyggni hans viðbrugðið. En þó að Þorsteinn sé hógvær og hlédrægur að eðlisfari hefur hann komið víðar við en líklega allir aðrir um framvindu og þróun sveitarstjórnarmála á Selfossi. Þannig hefur hann starfað í bygg- inga- og skipulagsnefnd Selfoss um 30 ára skeið og á þar enn sæti. í einkalífi hefur Þorsteinn Sig- urðsson verið gæfumaður. Kona hans, Guðrún Valdimarsdóttir, hefur búið honum fagurt heimili og hlýlegt að Birkivöllum 18. Þar er gott að vera gestur. Þeim hefur orðið fimm barna auðið, sem öll eru uppkomin og hafa stofnað sín heimili. Þau eru: Valdimar, vélvirki hjá Hitaveitu Selfoss, býr á Selfossi, kvæntur Guðrúnu Sveinsdóttur. Þorsteinn, rafvirki og verkstjóri hjá Rafveitu Selfoss, býr á Selfossi, kvæntur Sjöfn Jónsdóttur. Erlingur, tré- smiður, starfar með föður sínum í trésmiðju ÞÁ, býr á Selfossi, kvæntur Hlín Daníelsdóttur. Trausti, skólastjóri, býr á Dalvík, kvæntur Önnur Báru Hjaltadótt- ur. Guðfinna, starfsmaður Pósts og síma, býr á Selfossi, gift Jens Uwe. Barnabörnin eru 15. Þorsteinn Sigurðsson hefur vissulega fulla ástæðu til að gleðj- ast yfir góðu gengi á þeim tíma- mótum, sem nú eru í lífi hans. Ég færi honum, Guðrúnu konu hans og fólki hans öllu hugheilar afmæliskveðjur í tilefni sjö- tugsafmælis Þorsteins frá okkur Svövu og fjölskyldunni allri. Kærlega þakka ég honum alla lið- veislu og leiðbeiningu fyrr og síð- ar. Megi hann njóta farsældar og starfsþreks um mörg ókomin ár og umfram allt una sem lengst við ávöxt elju sinnar. Óli Þ. Guðbjartsson Það er sérstakur unaður að standa á hlaðinu á Ytri-Sólheim- um í Mýrdal og sjá opinn himinn Guðs á fögru sumarkveldi. Sigríður Erlingsdóttir fv. yfir- hjúkrunarkona við Sjúkrahús Hvítabandsins hér í Reykjavík er fædd 22. apríl 1903 að Kaldrana- nesi, Hvammshreppi, V-Skaft, en tveggja ára að aldri fluttist hún með foreldrum sínum og systkin- um að Ytri-Sólheimum í Mýrdal, landnámsjörðinni og höfðingja- setrinu. Foreldrar hennar voru hjónin Erlingur Brynjólfsson bóndi og Hallbera ísleifsdóttir. Sigríður ólst upp hjá foreldrum sínum og í góðum hópi kærra systkina. Sigríður stundaði nám í Flensborg í Hafnarfirði og við Kvennaskólann á Blönduósi. Lauk hjúkrunarnámi við Rigshosp. í Kaupmannahöfn 1932. í meira en hálfa öld hefir frk. Sigríður starf- að að hjúkrun. Það hefir verið yndi hennar að hlynna að sjúkum og er hún mjög dáð af sjúklingum sínum, enda rækti hún starf sitt vel. Allir hafa dáðst að enda er það áberandi í fari hennar, hve skyldurækin hún er, stappar nærri ofurkappi. Skylduræknin er frk. Sigríði í blóð borin og hún rækir öll sín hjúkrunarstörf svo afburða vel. Þess vegna er og var svo oft til hennar leitað, þessarar ágætu konu. Hún hefir aldrei brugðist, henni má alltaf treysta. Frk. Sigríður er mjög vel gefin kona til sálar og líkama, fjölhæf, fróð og drengur góður, glöð og reif; hún flytur gleðina með sér, þar sem hún kemur og léttir yfir. Frk. Sigríður er sérstakur unn- andi tónlistar gömlu meistaranna, en alveg sérstakt er ennfremur, hvað hún er dugleg að ferðast, og hefir mikið yndi af ferðalögum. A heimili hennar er hógværð og mikil kyrrð sem gerir það að björtum dvalarstað. Allir sem koma á heimili hennar, finna yl- inn, yl hjartans, koma á móti sér, finna að þar er gott að vera. Frk. Sigríður er alltaf logandi af áhuga, iðandi af fjöri, full af gleði og góðsemi. Ég óska frænku minni allra heilla á þessum merkisdegi. Helgi Vigfússon Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! Sumarkaffi Skátafélagið Kópar og kvennadeildin Urtur halda sína árlegu kaffisölu í Félagsheimili Kópavogs (uppi) frá kl. 3—6. Hlaðborð með girnilegum kök- um. Styrkið okkur í starfi. Kvennadeildin Urtur og Skátafélagið Kópar. Búnaðarfélag Dyrhólahrepps: Skora á ríkisstjórnina að út- vega Aburðarverksmiðjunni fé MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun frá Búnaðarfé- lagi Dyrhólahrepps: Aðalfundur Búnaðarfélags Dyrhólahrepps haldinn í Ketils- staðaskóla 30. mars 1983 skorar á ríkisstjórnina að útvega fé til reksturs Áburðarverksmiðjunnar eins og annarra ríkisfyrirtækja sem rekin eru með tapi, því ef það áburðarverð sem kynnt hefur ver- ið kæmi á áburð í vor væri hætta á að það kæmi mjög illa við bændur og gæti valdið röskun á hinum hefðbundnu búgreinum. Telur fundurinn að ríkið verði að laga hallarekstur verksmiðjunnar svo áburður hækki ekki til bænda um- fram almennar verðhækkanir í landinu. Þá mótmælir fundurinn harð- lega að það fé sem tekið er með kjarnfóðurskatti sé notað til að greiða niður áburðarverð og telur að sá skattur kæmi að meirihluta frá mjólkurframleiðendum. Því telst óréttmætt að ein búgrein greiði meira í áburðarverði en aðrar, þar sem ýmsar búgreinar greiði alls ekki kjarnfóðurskatt svo sem garðyrkjubúin. Einnig nota Vegagerðin og Landgræðslan áburð og framleiðendur garð- ávaxta í þéttbýli sem greiða held- ur ekki skattinn. IVIUNIÐ LANDSSÖFNUNINA Eflum einn flokk til ábyrgðar SJÁLFSTÆDISFLOKKURINN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.