Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 „Með sameiginlegu átaki sigrumst við á erfiðleikunum" Uúsfvllir var á stjórnmálafundi, sem Vorboði, félag sjálfstaeóiskvenna í Hafnarfirði, efndi til sl. mánudagskvöld. „Stjórnmálaflokkar eru tæki, verk- færi lýðræðisins. Kjósendur sem að- hyllast lík sjónarmið sameinast um þann flokk sem þeir telja fylgja þeim sjónarmiðum á þingi eða í lands- stjórn. Auðvitað eru kjósendur sama flokks ekki sammála að öllu leyti og hver kjósandi fær ekki skraddara- saumaðan flokk eftir eigin höfði. Stjórnmálaflokkur er að vissu leyti samnefnari og getur sem slíkur oftast náð mciru fram í anda fylgismanna sinna þegar á heildina er litið, en þótt menn stofnuðu fleiri og smærri flokka um sérsjónarmið sín. Það er erfitt að sjá, að nokkur kostur sé nú vænlegri til þess að skapa festu og tiltrú í stjórnmála- starfseminni en einmitt sá að efla samhentan Sjálfstæðisflokk ... “ Þannig komst Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að orði í ræðu sem hann hélt í upphafi kosningabaráttunnar á Akureyri. Segja má að þetta hafi verið þráð- urinn í baráttu flokksins fyrir þess- ar kosningar, að um tvo kosti sé að ræða: Sjálfstæðisflokkinn annars vegar og vinstri flokkana hins veg- ar. Þessa stefnu hefur Albert Guð- mundsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins, notað sem forsendu fyrir yfirlýsingum sínum um það að í þessum kosningum geti sjálfstæðismenn fengið meirihluta á alþingi. Geir Hallgrímsson vekur máls á því í hinum tilvitnuðu orðum hér á ofan, að stjórnmálaflokkar séu samnefnari svipaðra sjónarmiða. Stærð Sjálfstæðisflokksins sýnir að stefna hans er þannig úr garði gerð að hún höfðar til flestra íslendinga, jafnt til sjávar og sveita og í hvaða stétt sem þeir starfa. Og það hefur verið eitt af einkennum Sjálfstæð- isflokksins undanfarin ár, þegar barátta einstaklinga innan hans um sæti á framboðslistum, völd og áhrif, hefur farið fram fyrir opnum tjöldum, að máiefnalegt starf á veg- um flokksins hefur verið unnið í kyrrþey og góðum friði. Á síðasta landsfundi flokksins þegar í senn var tekist á um menn í trúnaðar- stöður og afstöðuna til ríkisstjórn- arinnar voru jafnframt samþykktar einum rómi ítarlegar yfirlýsingar um einstaka þætti þjóðmála. Og þótt andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins kenni hann við „íhald“, leiðir gaumgæfileg athugun á stefnuskrám flokkanna fyrir þessar kosningar lesandann óhjákvæmi- lega að þeirri niðurstöðu að í stefnu Sjálfstæðisflokksins: Frá upplausn til ábyrgðar felist fleiri nýmæli en í stefnuyfirlýsingum vinstri flokk- anna. Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart, því að vinstri flokkar eru í eðli sínu kreddufastir og nýju flokkarnir tveir á vinstra kanti eru þar að auki til orðnir í kringum eins konar „idée fixe“ kvenfrelsi og af- nám þingræðis, raunar verður ekki heldur annað sagt um álmálið og Alþýðubandalagið eða framsókn og SÍS. Yrði stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins hrundið f framkvæmd myndi það breyta meiru í íslensku þjóðfélagi en ef vinstra moðið yrði enn haft að leiðarljósi. í Sjálfstæðisflokknum er óskýr- anlegur slagkraftur sem getur bæði komið fram í öflugri stöðu undir forystu sterkra leiðtoga og mál- efnalegri skírskotun sem verður öll- um ljós þegar flokksforystumenn leggjast á eitt. Þess hefur orðið vart í seinni tíð að einskonar goðar verði til innan flokksins, það sem helst hefur ýtt undir þessa þróun í Sjálfstæðisflokknum eru prófkjör- in. Reynsla flokksins á Vestfjörðum nú sýnir að þessi aðferð við val á frambjóðendum ræður úrslitum um að flokksmenn gangi saman í einni fylkingu. Ætli Sjálfstæðisflokkur- inn að afnema prófkjörin verður að gera það samtímis um land allt á grundvelli breiðrar samstöðu til að halda frið og sættir. Með þetta í huga verða menn að lesa þá setningu í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins sem er lykill- inn að aðgerðum flokksins í efna- hagsmálum, að „verðbólgunni verði náð niður með samstilltu átaki allr- ar þjóðarinnar". Þetta átak er síðan skýrt nánar í 10 liðum. Það sem þar segir er raunar aukaatriði þegar til þess er litið að það sem mestu skiptir er að geta myndað hið „sam- stillta átak“, að geta skapað þær pólitísku aðstæður í þjóðfélaginu að menn sætti sig við þá erfiðleika sem átakinu fylgja. Til eru fjölmargar leiðir vilji menn sigrast á verðbólg- unni. Hvað gera menn ekki ef þeir lifa um efni fram? En það er erfið- ara í að komast en um að tala. Van- máttur þeirrar ríkisstjórnar sem enn situr sannar að við vandann verður ekki ráðið um leið og Sjálf- stæðisflokknum er ögrað eins og gert var við myndun ríkisstjórnar- innar. Hvað svo sem líður tali fram- sókn-.manna um niðurtalningu í 12 vikur 1981 á 12 ára stjórnarferli þeirra, þá er ljóst að á þessum 12 árum miðaði best fyrri hluta árs 1977 undir forystu Geirs Hall- grímssonar í viðleitninni við að ná tökum á verðbólgunni. En þá um vorið hoppaði Ólafur Jóhannesson, samráðherra Geirs og formaður Framsóknarflokksins, inn á verð- bólgna kröfu um 100 þús. gkr. lág- markslaun með alkunnum afleið- ingum. Kosningastefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins skiptist í þessa kafla: Tveir kostir; leið Sjálfstæðisflokks- ins; bætt lífskjör; eign fyrir alla — átak í húsnæðismálum; betra mannlíf; friður og frelsi; bjartari framtíð. Kostunum tveimur er lýst með þessum orðum: „I alþingiskosning- unum standa íslendingar frammi fyrir tveimur kostum. Þeir geta kosið breytingu með stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn eða óbreytt ástand með stuðningi við vinstri flokkana." Flokkurinn boðar engin töfralyf gegn verðbólgu en stefna hans byggist á því að fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar sé tryggt á ný og efnahagslegu jafnvægi náð. Ríkið á að ganga á undan með því að draga úr eyðslu sinni og skatt- heimtu. Gengi á að skrá miðað við stöðu atvinnuvega og jafnvægi í milliríkjaviðskiptum. Aðilar vinnu- markaðarins komi sér sjálfir saman um kaup og kjör er samræmist getu atvinnuveganna. Eðlilegt verðlag sé fryggt með frjálsri verðmyndun, þar sem samkeppni er næg. Orku- '83 lindir landsins á að hagnýta til að leggja grundvöll að nýrri framfara- sókn. Við byggingu orkuvera skal þess gætt vað samræmi sé milli markaðsöflunar fyrir orku og virkj- unarframkvæmdir. Sjálfstæðis- flokkurinn bindur sig ekki við það atriði, að íslendingar eigi meiri- hluta í stóriðjufyrirtækjum heldur segir að eignaraðildin skuli ráðast hverju sinni af því sem hagkvæm- ast er og áhættuminnst fyrir þjóð- arbúið. Eins og málum er nú komið vegna óhóflegrar skuldasöfnunar vinstri stjórna í útlöndum gefst varla svigrúm fyrir íslenska aðila til lántöku erlendis í því skyni að reisa sjálfir áhættusöm stóriðju- fyrirtæki. Sjálfstæðisflokkurinn vill af- nema tekjuskatt á almennum launatekjum, jafnframt því sem persónufrádráttur nýtist láglauna- fólki að fullu. Tekjum hjóna á að skipta á milli þeirra fyrir álagningu skatts og lækka skal eignarskatta á íbúðir. í kaflanum um bætt lífskjör er að finna sextán áhersluatriði um hina ýmsu þætti og verða þau ekki talin hér. Af kjördæmaþáttunum í sjónvarpinu má ráða að menn telji skipta miklu til að draga úr við- skiptahallanum að kaupa íslenskt. Um það segir Sjálfstæðisflokkur- inn: „Samkeppnisaðstaða íslensks iðnaðar sé styrkt og innkaupum opinberra aðila sé að öðru jöfnu beint til innlendra fyrirtækja. Skil- yrði séu sköpuð til að endurnýjun og viðgerð á skipastólnum geti farið fram hér á landi. Lögð sé áhersla á að nýta þau tækifæri sem innlendur markaður gefur fyrir fiskvinnslu- tæki, veiðarfæri og rafeindabúnað, jafnframt því sem stuðlað sé að út- flutningi í þessum greinum." Starf- semi opinberra stofnana á að at- huga og endurskoða og eru Fram- kvæmdastofnun, Húsnæðisstofnun, fjárfestingarlánasjóðir og ríkis- bankar nefndir þar til sögu. Hús- hitunarkostnað á að lækka þar sem hann er óeðlilega hár og orkujöfn- unargjald á að nota svo sem ætlað var. Stefna Sjálfstæðisflokksins í hús- næðismálum hefur verið rækilega kynnt, þeir sem eru að eignast sína fyrstu íbúð fái 80% lán með betri kjörum en aðrir. Athyglisverð er tillaga flokksins um að sérstakar skattaívilnanir verði veittar þeim einstaklingum, sem leggja reglu- lega fé inn á bundna reikninga. Þá aukningu frjáls sparnaðar sem af þessu hlýst á að nota til að standa undir auknum þörfum húsnæðis- lánakerfisins. Vakið er máls á því að í umróti þjóðfélags í mótun og þeirri upp- Vinstri stjórnir & verðbólga: íslandsmet í óðaverðbólgu Vinnuveitendasamband íslands spáir 110% hækkun framfærsluvísitölu frá upphafi til loka árs 1983, en að meðalhækkun hennar milli áranna 1982 og 1983 verði 90%. Helztu forsendur fyrir þessari spá eru að 15% hækkun verði á Bandaríkjadal í júní nk. og gengissig í samræmi við launa og verðbreytingar í öðrum mánuðum, sem og að áhrif frá hærri launakostnaði og orlofslengingu komi fram í maí og ágúst. Miðað er við óbreyttar niðurgreiðslur vöruverðs og núverandi vísitölureglur. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Davíðssonar, framkvæmdastjóra FÍI, hefur þróun verðbólgu verið sem hér segir að undanförnu: 1) síð- ustu 3 mánuði 100—120%, 2) síð- ustu 6 mánuði 90—100%, 3) síðustu 12 mánuði 82—85%. í stjórnarsáttmála núverandi rík- isstjórnar frá í febrúar 1980 er meginverkefni hennar tilgreint svo: „Ríkisstjórnin mun vinna að hjöðn- un verðbólgu, þannig að á árinu 1982 verði verðbólga orðin svipuð og í helztu viðskiptalöndum Islend- inga.“ Verðbólga í þessum ríkjum er 5-7%. Hér stefnir hún hinsvegar — frá upphafi til loka árs — yfir 100% markið, ef ekki koma til sér- stakar viðnámsaðgerðir, og í 80—90% hækkun milli ára. VERÐBOLGA1960-1983 VIÐREISN VINSTRI '61 63 65 67 69 71 73 GEIR VINSTRI----j\ ^0 75 '77'79 ‘m ffí í rúman áratug viðreisnar, 1959 — 1971, var meðalverðbólga á ári hérlendis um 10% og stöðugleiki í efnahagsþróun. Vinstri stjórn, sem hér var mynduð 1971, tók við um 5% verðbólgu en skilaði af sér rúmlega 50% verðbólgu 1974. Ríkis- stjórn Geirs Hallgrímssonar, sem mynduð var 1974, tókst að ná verð- bólgu niður í um 26% á miðju ári 1977. Þá var verðbólguskriðunniu hleypt á fulla ferð á ný með óraun- /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.