Morgunblaðið - 21.04.1983, Síða 44

Morgunblaðið - 21.04.1983, Síða 44
^/\skriftar- síminn er 830 33 oimtrolþlíi&ifo K juglýsinga- siminn er 2 24 80 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 Sumardagurinn fyrsti er í dag Og þótt fátt minni á sumarkomu í veðráttunni, þá heldur lífið sínu striki, eins og mynd Ól. K.M. af dorranum og drengnum í Fjár- borgum ofar Reykjavík ber með sér og einnig mynd Emilíu af lóun- um á Álftanesi. Ævar Petersen hjá Náttúru- fræðistofnun sagði í gær í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, að nokkuð væri síðan frést hefði af lóu, líklega rétt fyrir páska. Af öðr- um farfuglum sagðist hann hafa mjög litlar fréttir, þó væri grágæs eitthvað farin að koma, og frést hefði af hrossagauk. Um aðra fugla sagðist Ævar lítið vita, en hrafninn ætti að vera byrjaður varp — hvort sem kuldar að und- anförnu hefðu tafið það eða ekki. Einnig ætti skarfur að vera byrjað- ur, hafnrn og fálki, og jafnvel skógarþröstur, auðnutittlingur og starri. „Við höfum hins vegar enn sem komið er litlar sem engar fréttir af þessum fuglum,“ sagði Ævar, „en komu farfugla getur seinkað hingað til lands vegna kulda. Vel er hugsanlegt að þeir leggi síðar upp, til dæmis frá Bretlandseyjum, ef kalt er hér norður frá“. Friðjón Þórðarson, dómsmálaráðherra: Möguleiki að bæta við einum kjördegi — hamli veður kjörsókn „ÞETTA mál var rætt á ríkis- stjórnarfundi í dag og voru þar töluverðar vangaveltur um hvað gera skyldi. í framhaldi þess, sem þar kom fram var ákveðið að Ólaf- ur Walter Stefánsson, skrifstofu- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, héldi fund með framkvæmdastjór- um eða umboðsmönnum allra flokka í dag. Á þeim fundi urðu einnig miklar vangaveltur og sann- leikurinn er sá, aö mönnum er fremur illa við að bæta við kjör- degi, en vilja þó jafnframt að allir , sem vilja geti kosið,“ sagði dómsmálaráðherra Friðjón Þórð- arson í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var inntur eftir því hvort eitthvað yrði gert vegna hugsanlegrar ófærðar á kjördag. „Sumir fundarmanna óskuðu eftir því, að ákvörðun yrði frestað til morguns, sumardagsins fyrsta, eða jafnvel til föstudagsmorguns. Þetta er því endanlega ekki ákveð- ið. Það er tvennt, sem kæmi til mála, annað að bæta sunnudegin- um við sem kjördegi utan kaup- staða og kauptúna og ef til vill að rýmka heimildir til utankjör- staðaatkvæðagreiðslu þó kannski nokkuð seint sé. Ég býst við því að bráðabirgðalög þurfi til verði þetta tvennt gert. Ég vil auðvitað að allir geti kosið, sem vilja það og það mun að sjálfsögðu verða mitt megin sjónarmið þegar endanleg ákvörðun verður tekin," sagði dómsmálaráðherra. Húsnæðismálastofnun ríkisins: Atvinnuleysisbæturnar minnka ráðstöfiinarféd STJÓRN Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs ákvað á fundi á þriðju- dag að mælast til þess við ríkis- sjóð, að hann innleysti skulda- bréf Húsnæðismálastofnunar og greiddi sjóðnum í staðinn 10 til 15 milljónir í reiðufé til þess að sjóðurinn gæti staðið við skuld- bindingar sínar þar til næstu stóru innborganir berast honum undir lok júní. Slæm lausafjár- staða Atvinnuleysistrygginga- sjóðs á rætur að rekja til þess, að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hefur hann greitt 45 milljónir króna í atvinnuleysis- bætur sem er svipuð fjárhæð og hann greiddi í slíkar bætur allt síðasta ár. Fyrstu þrjá mánuði ársins hafa 1.800 manns verið skráðir atvinnulausir að meðal- tali. Lögum samkvæmt ber ríkis- sjóður ábyrgð á greiðslugetu Atvinnuleysistryggingasjóðs. Samkvæmt þeirri áætlun sem fyrir liggur um fjármögnun lána- sjóða Húsnæðismálastofnunar, en þeir eru Byggingasjóður ríkis- ins og Byggingasjóður verka- manna, þá er ráðgert að Atvinnuleysistryggingasjóður kaupi af stofnuninni skuldabréf fyrir andvirði 76 milljóna króna í ár. Hin slæma greiðslustaða Atvinnuleysistryggingasjóðs og innlausn ríkissjóðs á bréfum Húsnæðismálastofnunar í eigu hans bendir til þess, að Húsnæð- ismálastofnun verði af þessum 76 milljónum króna í ár. Miðað við útlánaáætlun Húsnæðismála- stofnunar hefur þetta í för með sér, að skera verður lánveitingar hennar niður um 12,6%, það er áttunda hvert lán, eða afla fjár- ins með öðrum hætti. Staða ríkissjóðs sem lögum samkvæmt ber ábyrgð á greiðslugetu Atvinnuleysis- tryggingasjóðs, er mun verri nú en á sama tíma í fyrra, eins og fram hefur komið og hefur skuld ríkissjóðs við Seðlabanka íslands hækkað úr 630 milljónum króna 7. apríl 1982 í 1.200 milljónir króna sama dag í ár. Lánskjaravísitala: Verðbólgu- hraðinn nú um 112,9% SEÐLABANKINN hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir maí- mánuð og reyndist hún vera 606 stig, hafði hækkað um 6,5% frá apríl, og er þetta mesta hækkun lánskjaravísitölu á einum mán- uði frá upphafi. Framreiknað er verðbólgustigið metið út frá hækkun lánskjaravísitölu um 112,9%. Ef litið er á hækkun láns- kjaravísitölu sl. tólf mánuði, kemur í ljós, að hún hefur hækkað úr 345 stigum í 606 stig, um 75,65%. Ef litið er á verð- bólguhraðann metinn út frá hækkun lánskjaravísitölunnar sl. þrjá mánuði kemur út um 96,25% hækkun. Til samanburðar má geta þess, að byggingarvísitala hækkaði um 19,7% í þessum mánuði, fór úr 1.482 stigum í 1.774 stig. Ef sú hækkun er framreiknuð og verðbólguhrað- inn metinn samkvæmt því kem- ur út 105,3% hækkun. Ef litið er á hækkun byggingavísitölunnar sl. tólf mánuði kemur í ljós, að hún hefur hækkað úr 1.015 stig- um í 1.774 eða um 74,78%. Hækkun framfærsluvísitölu verður ef að líkum lætur í kringum 20% 1. júní nk., sam- kvæmt spám Þjóðhagsstofnun- ar, iðnrekenda og VSÍ. Verð- bólguhraðinn metinn sam- kvæmt því yrði um 107,3%. Hækkunin á umliðnum 12 mán- uðum yrði miðað við þessar for- sendur um 81,5%. Fjárhagur sveitarfélaga: Framkvæmdir skornar niður og í mörgum tilfellum engar — segir Björn Fridfinnsson, formaður Sambands íslenzkra sveitarfélaga „FJARHAGSSTAÐA sveitarfélag- anna er mjög alvarleg, en sveitarfé- lögin reiknuðu með um 50-55% verð- bólgu í sínum fjárhagsáætlunum, en nú stefnir hún miklu hærra, eins og Ijóst er og talað er um 80% verðbólgu á milli ára. Þess vegna neyðast sveit- arfélögin til að endurskoða fjárhags- áætlanir á næstu vikum og þar sem lánsfé liggur ekki á lausu, virðist ekkert hægt annað en að skera fram- kvæmdir niður og í mörgum tilvikum alveg,“ sagði Björn Friðfinnsson, formaður Sambands ísl. sveitarfé- laga, er Morgunblaðið innti hann eft- ir fjárhagsstöðu sveitarfélaganna í tilefni þessa ræddi Morgun- blaðið við sveitarstjórnarmenn víða um landið. „Mér heyrist það á framkvæmdastjórum sveitarfélaga hér á Suðurnesjum, að það stefni í að framkvæmdir á vegum þeirra verði nánast engar eða jafnvel minna en það. Það er fyrst og fremst verðbólgan, sem veldur þessu, en einnig slæm fjárhags- staða fyrirtækja í sjávarútvegi, sem eiga erfitt með að standa í skilum með gjöld sín,“ sagði Eirík- ur Alexandersson, framkvæmda- stjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Haraldur L. Haraldsson, bæjar- stjóri á ísafirði, sagði, að miðað við síðasta ár hefði framkvæmdaáætl- un verið skorin verulega niður og yrði varla dregið frekar saman á því sviði. Hins vegar væri fyrir- sjáanlegur samdráttur í rekstri bæjarins og uppsagnir væru á döf- inni. Aðalsteinn Valdemarsson, for- seti bæjarstjórnar á Eskifirði, sagði, að fyrirsjáanlegur væri tals- verður samdráttur á vegum bæjar- ins á þessu ári. Það væri helzt verð- bólgan, sem ylli þessu og erfið fjár- hagsstaða fyrirtækja í bænum gerði alla innheimtu erfiðari en áð- ur. Ingimundur Sigurpálsson, bæj- arstjóri á Akranesi, sagði, að við gerð fjárhagsáætlunar bæjarins hefði verið stuðst við verðlagsfor- sendur síðastliðið haust, en nú væri einsýnt að verð- og launahækkanir yrðu mun meiri en þá var gert ráð fyrir. Það væri því ljóst að endur- skoða yrði fjárhagsáætlunina. Ef fram héldi, sem horfði, mætti reikna með verulegum samdrætti í framkvæmdum og erfiðri fjár- hagsstöðu sveitarfélaga, sem ekki hefði verið björguleg fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.