Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 Janúar-marz: Helmings samdrátt- ur í bílainnflutningi MIKILL samdráttur varð í inn- flutningi á bílum fyrstu þrjá mánuði ársins, samkvæmt upp- lýsingum Hagstofu íslands. Fyrstu þrjá mánuði ársins voru samtals (luttir inn 1.553 bílar, en til samanburðar voru seldir 2.913 bílar á sama tíma í fyrra. Fjárnám í undirbúningi: Ríkissjóður lagði ekki vextina við höfuðstól — ágreiningur um vaxtaútreikning af skaðabótum fjórmenninganna vegna Geirfinnsmálsins FJÓRMENNINGARNIH sem sátu í gæsluvarðhaldi um tíma fyrir nokkrum árum vegna gruns um aðild að „Geirfinnsmál- inu“ svokallaða, hafa ákveðið að krefja ríkissjóð um frekari vaxtagreiðslur af skaöahótum sem þeim voru dæmdar vegna málsins. Er uppi ágreiningur um vaxtaútreikning af upphæð- inni. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Hafsteini Bald- vinssyni lögfræðingi eins aðila málsins, er ágreiningurinn fólg- inn í því að ríkissjóður reiknaði ekki vaxtavexti af upphæðinni, þ.e. lagði ekki vexti hvers árs við höfuðstól. Hafsteinn Baldvinsson sagðist telja að reikna ætti út vexti á sama hátt og gert væri hjá innlánsstofnunum, en sam- kvæmt ákvæðum laga nr. 56/1979, á dómari að ákveða eftir kröfu aðila að dæmdir vextir fyrir tímabilið frá birtingardegi stefnu til greiðsludags, skuli vera jafn háir hæstu innlánsvöxtum við innlánsstofnanir, eins og þeir eru ákveðnir samkvæmt lögum á hverjum tíma, þannig að sem fyllst tillit sé tekið til varðveislu á verðgildi fjármagns. Sagði Hafsteinn að innláns- stofnanir hefðu bætt vöxtum við höfuðstól á 12 mánaða fresti og síðar á 6 mánaða fresti. Sagði Hafsteinn að þeir hefðu reiknað út upphæðina með fyrrgreindum hætti, en ríkissjóður hefði ekki fallist á það sjónarmið og sagst vilja reikna vextina eins og þeir eru ákvarðaðir á hverjum tíma á höfuðstólinn, án þess að bæta vöxtunum við. Hafsteinn sagði að ríkissjóður hefði talið sig þurfa að greiða um 682 þúsund í tilfelli síns skjól- stæðings, en hann kvaðst telja að ríkissjóður ætti að greiða 1.378 þúsund krónur. Sagði Hafsteinn að menn hefðu tekið við greiðslu með fyrirvara um innheimtu þess sem talið væri að ógreitt væri af kröfunni. Kvaðst Hafsteinn helst búast við því að látið yrði reyna á að fara í fjárnám fyrir eftirstöðvun- um og bjóst hann við að það yrði gert fljótlega. Höskuldur Jónsson, ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði að vextir í þessu máli hefðu verið reiknaðir út á sama hátt og gert hefði verið í öðrum dóms- málum. Ef menn hefðu aðra skoð- un á því máli, væri þeim frjálst að leggja það fyrir dómstóla. Sagði Höskuldur útilokað að rík- issjóður færi öðru vísi með vaxta- greiðslur í tilfellum sem þessum, en í öllum öðrum málum sem áð- ur hefðu verið til meðferðar. Economist um ísland: „Áhyggjulaus dans á barmi eldgígs“ „í MESTA eldfjallalandi Evrópu átti síðasta meiriháttar eldgos sér stað fyrir aðeins 10 árum. Síðan þá hefur jafnvægi í rauninni ekki komizt á á íslandi. Pólitískt jafnvægisleysi hefur leitt af sér röð af veikum ríkisstjórnum, sem hefur mistekizt að stöðva hraðstíga verðbólgu," segir í nýju tölublaði hins virta brezka tímarits, Economist, um stjórn- málaástandið á íslandi. Blaðið segir, að Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, hafi við embættistöku sína lýst því yfir, „að hann hygðist koma verðbólgunni niður í sem svaraði meðaltali þess, sem gerðist á Vesturlöndum 1982. í staðinn óx árleg verðbólga úr 42% á árinu 1981 upp í 60% 1982 og stefnir nú í 70%.“ Economist segir, að landið sökkvi „dýpra í skuldir, jörðin dynur undir hærra og hærra og kjósendum er boðið að taka þátt í því, sem líkist áhyggjulausum dans á barmi eldgígs". Stúlkan sem lést STÚLKAN sem lést er ekið var á hana á gangbraut í Breiðholti um hádegisbil á þriðjudag, hét Sigyn Oddsdóttir. Hún var fædd hinn 28. mars ár- ið 1978 og var því aðeins fimm ára gömul. Hún var dóttir hjónanna Odds Sigurðssonar og Kolbrúnar Hjaltadóttur. Vegna þessa slyss óskar lögregl- an í Reykjavík eftir ,því að þeir sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu gefi sig fram. Ekið var á stúlkuna á gangbraut á Breið- holtsbraut, gegnt Engjaseli. Bíllinn sem ók á stúlkuna var lítill sendiferðabíll af Simca-gerð. Samdrátturinn milli ára er því um 46,7%. Ef aðeins eru teknir nýir fólksbílar, er samdrátturinn um 48%, en fjöldi nýrra fólks- bíla í ár er 1.234, en til sam- anburðar voru þeir 2.373 á sama tíma í fyrra. Mest var selt af Lada-bílum fyrstu þrjá mánuði ársins, eða 158, sem jafngildir um 5,42% markaðshlutdeild. í öðru sæti er Mazda með 154 bíla, sem jafngildir um 5,28% mark- aðshlutdeild. Mazda var mest seldi bíllinn á síðasta ári. I þriðja sæti er Volvo, en alls seldust 144 bílar fyrstu þrjá mánuði ársins, sem jafngildir um 4,94% markaðshlutdeild. í fjórða sæti er Daihatsu með 111 bíla, sem jafngildir um 3,81% markaðshlutdeild. Þá kemur Toyota með 107 bíla, sem jafngildir um 3,67% markaðshlutdeild. Dimmis ÍMH Dimmission var í Menntaskólanum við Hamrahlíð á þriðjudaginn. Nemendur gerðu sér þá glaðan dag, klæddu sig upp í ýmsa búninga, sungu og trölluðu. Nokkrir dimmittanta MH sóttu Morgunblaðið heim og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Matthías Á. Mathiesen f sjónvarpsumræðum: Sjálfstæðismenn reiðubúnir að mynda minnihlutastjórn — ef meirihlutastjórn tekst ekki MATTHIAS A. Mathiesen, efsti maður á lista Sjálfstæð- isflokksins í Reykjaneskjör- dæmi, lýsti því yfir í sjón- varpsumræðum í gærkvöldi, að sjálfstæðismenn yrðu reiðubúnir til þess eftir kosn- ingar að mynda minnihluta- stjórn, ef ekki tækist það sem þeir telja æskilegast að mynda meirihlutastjórn und- ir sterkri forystu sjálfstæð- ismanna. í lokaorðum sínum í sjón- varpsþættinum sagði Matthías Á. Mathiesen, að í kosningabar- áttunni hefði upplausnarástand- Matthías A. Mathiesen ið í röðum vinstri manna verið undirstrikað, þeir byðu fram á fimm listum og milli þeirra væri mikil sundurþykkja. Síðan sagði Matthías Á. Mathiesen orðrétt: „Gegn áframhaldandi upp- lausn og stjórnleysi er því val kjósenda auðvelt. Það er að veita Sjálfstæðisflokknum þann styrk að eftir kosningar verði landinu stjórnað skv. stefnu hans. Við teljum æskilegast að mynduð verði meirihlutastjórn undir sterkri forystu sjálfstæð- ismanna. Fáist það ekki, eru sjálfstæðismenn reiðubúnir að axla ábyrgðina og mynda minni- hlutastjórn, sem takist á við að- steðjandi vandamál með stuðn- ingi ykkar.“ Breti stakk íslending með hníf í fyrrinótt: Krafa um gæsluvarðhald lögð fram í gærkveldi TUTTUGU og sex ára gamall maður varð fyrir árás í kjallara- íbúð hússins númer 33 við Lauf- ásveg á fimmta tímanum í fyrri- nótt. Var hann stunginn í brjóstið með hnífi, en árásarmaðurinn er Breti, þrítugur að aldri, og er hann fyrrum starfsmaður breska sendiráðsins. Var hann handtek- inn á vettvangi og viðurkenndi þá verknað sinn og stóðu yfirheyrsl- ur yfir honum í allan gærdag og lagði rannsóknarlögreglan fram kröfu um gæsluvarðhald yfir hon- um í gærkveldi, samkvæmt upp- lýsingum sem Mbl. fékk hjá Kannsóknarlögreglu ríkisins í gær. Rannsóknarlögreglunni barst tilkynning um atburð þennan um klukkan 4.30 í gærmorgun. Var tilkynnt um mann sem fengið hafði hnífsstungu í lunga og blæddi honum mikið. Maður- inn mun ekki vera í lífshættu. Bretinn bar því við við yfir- heyrslur að hann hafi hitt ís- lendinga á skemmtistaðnum Óðali og boðið fjórum eða fimm þeirra heim ásamt þeim sem fyrir árásinni varð. Síðan fór fólkið úr íbúðinni á Laufásvegi, að undanskildum Bretanum og þeim sem fyrir árás hans varð. Ekki er vitað um tilefni árásar- innar, en málið er í rannsókn. MYNDASÖGUR Morgun- blaðsins fylgja blaðinu ekki í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.