Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 13 Skyggnst undir skelina Myndlist Valtýr Pétursson Einn af okkar einstæðustu listamönnum, Ágúst Petersen, hefur efnt til sýningar á por- trettum sínum í Listmunahúsinu við Lækjargötu. Ágúst Petersen er afar sérstæður persónuleiki, sem skapað hefur sér stíl á myndlistarsviðinu, sem er full- komlega í samræmi við persónu- leika hans, og svo lengi sem ég man sýningar hans, hefur ætíð blasað við á þeim sterkur og við- kvæmur listamaður í senn. Nú hefur Ágúst valið að sýna ein- göngu mannamyndir. Á því sviði er hann mjög framarlega og beitir þar tækni og litrofi, sem hann sækir einvörðungu í eigin barm. Picasso lét Gertrud Stein sitja hérumbil hundrað sinnum fyrir, er hann málaði hið fræga por- trett af henni á fyrstu áratugum þessarar aldar. Cézanne átti það til að láta fyrirmyndir sínar sitja lengi og oft fyrir hjá sér. Aðrir málarar láta fyrirmyndir sínar ekki sitja fyrir, og mála þá það sem þeir hafa fest í huga sér, og ná þannig fram séreinkenn- um hvers og eins. Ágúst Peter- sen er í þessum flokki. Hann seg- ist leita og finna fyrirmyndir sínar í sjálfum myndfletinum, og jafnan nær hann því fram í myndgerð sinni, sem einhverju máli skiptir. Það hefur líka verið haft eftir vitrum manni, að öll góð portrett hafi verið gerð eftir minni. En portrett er meir en svipur hvers og eins. Það er einnig málverk á fleti, og því verður allt að spila saman til að verkið verði heilsteypt og megi flokkast undir málverk, fyrst og fremst. Þannig er það hjá Ágúst Petersen, hann kann þá kúnst að gera málverk út frá fyrirmynd og láta fyrirmyndina samt halda sínum persónueinkennum. Sú sýning, er nú stendur, er að mínum dómi sú merkilegasta, er Ágúst hefur haldið. Ég held að ég muni flestar sýningar hans og fari því ekki með neitt þvaður. En það er alltaf nokkuð mikið sagt, er það er iátið flakka, að þetta og hitt sé það besta. Að þessu sinni er freistingin of mik- il, og ég læt það flakka. Það eru 72 verk á þessari sýningu Ág- ústs, og þar kennir margra grasa. Þarna eru kunnugleg and- lit, og allt þekkist þetta, þótt listamaðurinn notfæri ekki nema það allra nauðsynlegasta til að láta hlutina skila sér. Ef náið er skoðað, eru þessi verk full af litbrigðum, sem hafa sterk áhrif og skila raunveru- legum boðskap. Hér er mál- verkið eitt á ferð, og allir ismar látnir lönd og leið. Það er málari af guðs náð, sem hér er að verki, en ekki tískufyrirbæri, sem endurspeglar einhverjar hrær- ingar frá nágrönnum. Þessar fáu línur, sem hér koma fyrir almennings sjónir, eru hvergi tæmandi lýsing eða greining á þessum portrettum Ágústs Petersen. Hann er einn af þessum einkennilega áhrifa- miklu málurum, sem eru ef til vill seinteknir, og sumir halda að hann sé minni listamaður fyrir það eitt að vera ekki sprenglærð- ur frá akademíum erlendis. En það er alger misskilningur. Við hér á íslandi eigum mikið í menningarlegu tilliti, þar sem Ágúst Petersen er. Ég er óhræddur við að vísa mönnum á þessa sýningu, og ég er viss um, að margur skemmtir sér konunglega við að skoða þessi portrett. Þarna eru herleg verk, sem vel má mæla með og hér með er það gert. „1798“ sýnd í Regnboganum Kvikmyndaklúhbur Alliance Franc- ais sýnir í dag, fimmtudag, klukkan 20.30, kvikmyndina „1789: Ijóslifandi sögu frönsku byltingarinnar“ í E-sal Regnbogans. I fréttatilkynningu frá klúbbnum segir m.a.: Tilurð myndarinnar „1789“, sem tekin var upp á 13 síðustu sýningum samnefnds leikrits í París í júnímán- uði 1973, má rekja til þeirrar löngun- ar að varðveita þennan frábæra leiklistaratburð. Notaðar voru fimm 16 mm myndavélar til að mynda þessa miklu leikhúshátíð. Leikurinn fer fram á nokkrum pöllum um- hverfis áhorfendur, en röðin kemur líka að þeim og veitist þeim sú ánægja að verða sjálfir leikarar. Hér er sagt frá, sungið um og leikin með látbragði Franska byltingin í upp- höfnu andrúmslofti- Myndin er í lit og tekur um tvær og hálfa stund í sýningu. Allar myndir Kvikmyndaklúbbs- ins eru sýndar með enskum skýr- ingartextum. Sýnir gler- skúlptúra BRYNHILDUR Þorgeirsdóttir opnar sýningu á glerskúlptúrum í Galleri Langbrók, Amtmannsstíg 1 í Reykja- vík, laugardaginn 23. apríl kl. 16. Brynhildur lauk námi frá Mynd- lista- og handíðaskólanum 1978. Hún hélt utan til náms í glergerð við glerdeild Gerrit Rietveld Academie, Amsterdam 1979—’80 og var um tíma í Orrefors glerskólanum, Sví- þjóð. 1980 fór hún til Bandaríkjanna og var í 2 ár í „Master of Fine Art Program" við glerdeild The Cali- fornia College of Arts and Crafts Oakland undir leiðsögn prófessor Marvin Lipofsky. Sumarið 1982 stundaði hún nám í Pilchuck-glerskólanum, Washing- ton, og hlaut þar viðurkenningu „The Corning price" sem The Corn- ing Glass Museum, New York-fylki veitir. Þetta er fyrsta einkasýning Brynhildar, en áður hefur hún tekið þátt í samsýningum í Hollandi, Bandaríkjunum og hér á landi á „Gullströndin andar". Á sýninginni í Langbrók eru verk unnin á árunum 1980—1981. Sýning- in er opin virka daga kl. 12—18 og laugardag kl. 14—18 og lýkur 6. maí. Kveðjum HORKU ogfögnum HORPCI vetur sumn Nú er þorra, góu og einmánuði lokið og Harpa gengin í garð. í dag er sumardagurinn fyrsti og runninn upp sá tími sem fólk fer að huga að málningunni utanhúss sem innan. er málning sem létt er að mála með þekur þétt og vel og hefur fallega silkimjúka áferð. HÖRPU MÁLNING FÆST í ÖLLUM HELSTU MÁLNINGARVERSLUNUM. GLEÐILEGT HÖRPU SUMAR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.