Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 27 ;pandi ms“ atvinnulaus það get ég sagt þér,“ sagði Bjarni Jónsson. „Ég er búinn að vera það frá því í nóvember. Ég vann á skrifstofu og hef verið að senda inn umsóknir alls staðar, en illa gengið fram að þessu, það virð- ast vera margir um hvert starf. Ég hef þó smá von núna, helst virðist vera von um starf í gegnum kunn- ingsskap, því maður fær oft ekki svar við umsóknum sem maður sendir inn samkvæmt auglýsingum. Þetta er orðið mjög svo þreytandi, maður lifir eiginlega á loftinu, því að þessar bætur eru ekki miklar og ef maður væri með fjölskyldu gengi það engan veginn. Þetta eru ekki nema tæpar tvö þúsund krónur á viku greiddar út hálfsmánaðarlega, svo maður berst í bökkum með þetta, þó maður búi einn. Þetta er orðinn ansi langur tími og hefur mikil áhrif á einkalíf manns," sagði Bjarni að Iokum. „Ég hef verið atvinnulaus frá því 9. mars, vann áður við afgreiðslu- störf. Þetta er erfitt fyrir mig, ég er einstæð móðir með tvö börn. Styrk- urinn er ekki mikill og þar að auki fæ ég ekki fullan styrk, því að hann miðast við þann tíma sem maður hefur unnið, en ekki það kaup sem maður hafði. Ég hef ekki von um neina vinnu eins og er, en það er að mörgu leyti gott að vera heima hjá börnunum, en gengur því miður engan veginn upp. Til að mynda þarf ég að standa 1 skilum með greiðslur af íbúð sem ég keypti," sagði Alma Haraldsdóttir. Vona aö úr rætist eftir kosningar „Þetta er búið að vera ansi erfitt. Ég hef verið atvinnulaus frá því í endaðan október og ekkert fengið við mitt hæfi enn sem komið er,“ sagði Skarphéðinn óskasrsson. „Áð- ur vann ég í rennismiðju, en maður er farinn að eldast og verður greini- lega var við það, að yngra fólk er tekið fram yfir það eldra þegar at- vinna er annars vegar. Sem betur fer erum við ekki nema tvö í heimili, því að annars gengi þetta ekki upp fjárhagslega. Það er ekki gott að segja hvað verður eftir kosningar, en maður verður að vona að úr ræt- ist,“ sagði Skarphéðinn óskarsson að lokum. „Við erum að sækja um sumar- vinnu," sögðu Helgi Valsson og Jón Júlíusson, sem stunda nám í Iðn- skólanum. „Við erum í grunndeild rafiðnaðar á fyrsta ári og vantar vinnu í sumar. Þetta er í fyrsta skipti sem við sækjum um vinnu hérna og eiginlega fyrsta starfið sem við athugum með fyrir sumar- ið. Það eru ákveðin störf sem maður gerir sér vonir um, en til öryggis vildum við láta skrá okkur hér,“ sögðu Helgi og Jón. upplýsa hvenær þær áttu sér stað. f fyrra tilfellinu var um að ræða kosningabaráttuna 1979. Þá komst þú, Óli minn, ásamt Guðmundi J. og fulltrúa frá Iðju. 1 síðara skipt- ið komu Adda Bára og Guðrún Ágústsdóttir fyrir borgarstjórnar- kosningarnar sl. vor og í bæði skiptin án þess að hafa óskað leyf- is. Þetta eru tveir verkstjórar á saumastofu Karnabæjar tilbúnir til að staðfesta með nöfnum sín- um, þær Guðrún E. Guðmunds- dóttir (3247—9200) og Herborg Árnadóttir (4012-6872). Óli minn! Við skulum hafa það sem sannara reynist og ég vona að það sé einhver snefill eftir af þeim hugsjónum, sem þú hafðir, þegar við vorum ungir, þótt þú hafir lent í þessum flokki. KAUPMATTUR (3-ársfj. 1978 = 100) Heimild: Þjóöhagsstofnun 1978 1979 1980 1981 1982 1983 Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi Þessi mynd var tekin fyrir skömmu af frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Fremri röð frá vinstri: Matthías Á. Mathiesen, alþm., Kristj- ana Milla Thorsteinsson, viðskiptafræðingur, Salome Þorkelsdóttir, alþm., Gunnar G. Schram, prófessor. Aftari röð frá vinstri: Dagbjartur Einarsson, útgerðarmaður, Helgi Jónsson, bóndi, Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, Ólafur G. Einarsson, alþm., Ellert Eiríksson, sveitarstjóri og Bragi Michaelsson, framkvæmdastjóri. Alþýðubandalagið og kaupmáttur launa: Enginn flokk- ur hefur svik- ið jafn oft og jafn rækilega á jafn skömm- um tíma ALÞÝÐUBANDALAGIÐ talar títt um hagsmunavörslu sína um kjör launþega. Það komst inn í ríkis- stjórn 1978 í kjölfar kosninga, sem það háði undir kjörorðunum „samningana í gildi“, „kosningar eru kjarabarátta“ og „gegn kaup- ránsstjórn“. Á stjórnarferli þess 1978—1983 hefur verið krukkað í gerða kjarasamninga fjórtan sinn- um, verðbætur á laun skertar jafn oft, — samtals um 50%. Á sama tíma hefur opinber skattheimta, m.a. í vöruverði (tollaf- greiðslugjald, vörugjöld, söluskatt- ur), hækkað verulega, verðbólga vaxið raeira en áður, gengislækk- anir verið tíðar, (nýkrónan komin niður í 35 aura af verðgildi 1. janú- ar 1981) — og atvinnubrestur sagt til sín vegna viðvarandi taprekstrar í undirstöðuatvinnuvegunum. Þannig hefur „niðurtalningin" sýnt sig í Ijósi reynslunnar. Tafla sú sem hér birtist er byggð á upplýsingum frá Þjóð- hagsstofnun. Hún sýnir kaup- máttarþróun 1) ASI-launa, 2) BSRB-launa, 3) Elli- og örorku- lífeyris án tekjutryggingar, 4) Elli- og örorkulífeyris með tekju- tryggingu, 5) Meðallaun laun- þega landsins. Ef kaupmáttur ASÍ-iauna er settur í 100 á 3ja ársfjórðungi 1978 er hann 86,6 á fyrsta árs- fjórðungi 1983. Á sama tíma lækkar kaupmáttur opinberra starfsmanna úr 100 í 87,8. Meðal- kaupmáttur launþega lækkar á sama tíma úr 100 í 87. Elli- og örorkulífeyrir lækkar úr 100 í 92, ef tekjutrygging fæst, en í 80,3 án tekjutryggingar. Þessi þróun sagði fljótlega til sín á stjórnarferli Alþýðubanda- lagsins og Framsóknarflokks. Á öðrum ársfjórðungi 1979 er kaup- máttur flestra launa kominn niður fyrir það sem hann var á 3ja ársfjórðungi 1978. Frá og með 3ja ársfjórðungi 1979 eru öll laun komin niður fyrir það mark — og hafa farið lækkandi síðan. Alþýðubandalagið hefur fengið sinn reynslutíma við stjórnvöl þjóðarskútunnar. Verkin sýna merkin. Móttaka gjafa- bréfa á kjör- stöðum Á KJÖRDAG munu sjálfboðalióar frá Styrktarfélagi Sogns koma sér fyrir í bílum við allflesta kjörstaði landsins til að taka þar á móti gjafabréfum SÁÁ, segir í fréttatilkynningu frá samtökunum, sem Morgunblaðinu hefur borizt. Vonast er til þess að sem flestir sem vilja leggja byggingu sjúkra- stöðvar SÁÁ við Grafarvog lið skili bréfunum fljótt inn. Mikil vinna er því samfara að flokka gjafabréfin og því mikilvægt að þau komi sem fyrst inn, en ekki síðustu dagana fyrir fyrsta gjalddagann, 5. júní nk. Þeir, sem ekki hafa fengið gjafa- bréf eða hafa glatað þeim, geta fengið aukabréf í bílunum við kjör- staðina. Bílarnir verða merktir SÁÁ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.