Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 HVAÐ ER AÐ GERAST? Hveragerði: Dómkirkjukórinn syngur í dag KÓR Dómkirkjunnar í Reykjavík heldur tónleika í kirkjunni í Hvera- gerrti sumardaginn fyrsta kl. 17. Með kórtónlist eftir Vittoria, Brahms og Mendelssohn ætlar Kór Dómkirkjunnar að bjóða sumarið velkomið í Hveragerði í dag. Einnig mun Elín Sigurvins- dóttir syngja einsöng og stjórn- andi kórsins, Marteinn H. Frið- riksson, leika á orgel. Aðgangur er ókeypis. íslenska óperan: Míkadó annaö kvöld ÍSLENSKA Óperan sýnir gaman- óperuna Mikadó eftir Lundúna- búana Gilbert og Sullivan föstudags- kvöldió 22. apríl kl. 20. Það er 12. sýningin, en óperan var frumsýnd þann 11. mars sl. Með helstu hlutverk fara Krist- inn Hallsson, Júlíus Vífill Ing- varsson, Bessi Bjarnason, Stein- þór Þráinsson, Hjálmar Kjart- ansson, Katrín Sigurðardóttir, Elísabet F. Eiríksdóttir, Soffía H. Bjarnleifsdóttir og Hrönn Haf- liðadóttir. Hljómsveitarstjóri er Jón Stefánsson en konsertmeistari er Helga Hauksdóttir. Mikadóinn var fyrst frumsýnd- ur í Savoy-leikhúsinu 14. mars ár- ið 1885. Sýningar urðu þá 672. Og enn í dag er óperan sýnd reglulega í Lundúnum og víðar. Má af þessu nokkuð marka um vinsældir verksins. Kjarvalsstaðir: Þorbjörg Pálsdóttir opnar högg- myndasýningu í DAG, fimmtudaginn 21. apríl, opnar Þorbjörg Pálsdóttir sýningu á höggmyndum sínum að Kjar- valsstöðum. Sýningin mun standa til 3. maí og verður opin frá klukk- an 14 til 22 alla daga. Aðgangur er ókeypis. Þetta er þriðja einkasýn- ing Þorbjargar, en hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum, bæði hér heima og erlendis. Á sýningunni eru eingöngu höggmyndir og hafa flestar þeirra verið unnar sl. tvö ár. Þetta eru allt myndir af börnum ef undan er skilin höggmynd af ófrískri konu. Þorbjörg sækir yfirleitt fyrir- myndir sínar úr daglega lífinu umhverfis hana og verða þá börn- in gjarnan hvati að verkunum. „Þau eru frjálslegri i vali stellinga en þeir fullorðnu og vekja því hjá mér meiri áhuga," segir Þorbjörg. Um myndir sínar segir hún ennfremur: „Ég vil leitast við að gera myndir mínar lifandi og hef því aldrei stall undir þeim, sem myndi gera þær að styttum. Ég læt þær standa, eða sitja, eins og þær koma fyrir á gólfinu. Þá hef ég verk mín alltaf í fullri lík- amsstærð, en það geri ég til að frekar sé hægt að skynja í þeim sjáifstæða einstaklinga. Það sem einkennir verk mín er ekki síður hin grófa áferð og holir líkamar þeirra. Mörgum finnst myndir mínar óhuggulegar fyrir vikið, en sú er ekki ætlun min. Ég tel að hin grófa áferð veiti þeim meira líf en þær hefðu ef þær væru sléttar og pússaðar. Einnig finnst mér að þetta samspil innra rýmis og þess sem umlykur — leikur opinna og lokaðra forma — auka á spennu og sjálfstæði verkanna. Þorbjörg hefur stundað mynd- listarnám bæði í Stokkhólmi og hér heima, m.a. hjá Ásmundi Sveinssyni, Sigurjóni Ólafssyni og Jóhanni Eyfells. f tengslum við sýninguna hefur verið gefin út bók um höggmyndir Þorbjargar og verður hún til sölu á sýningunni. Garðabær: Skátamessa og skrúðganga Sumardagurinn fyrsti í Garða- bæ verður haldinn hátíðlegur með hefðbundnum hætti. Skátafélagið Vífill gengst fyrir hátíðarhöldun- um eins og mörg undanfarin ár. Sumri verður fyrst fagnað með fánahyllingu við Garðakirkju og að henni lokinni skátamessu. Benjamín Árnason erindreki Vorafsláttur hjá gullsmiöum ÞEKKING — ÞJÓNUSTA — ÁBYRGO Verslið hjá gullsmið MERKIÐ tryggir gæðin „Viö neitum aö fresta sumardeginum fyrsta," gæti Hamrahlíöakórinn verið aö syngja þegar þessi skemmtilega mynd var tekin fyrir utan MH í gær. Enda leynir þaö sér ekki að kórfélagarnir eni með sumar í hjarta þótt vetur sé enn á jörð. Morgunbiaðift/KÖE. Menntaskólinn við Hamrahlíð: Vorvítamín fyrir alla KÓRARNIR tveir í Menntaskól- anum við Hamrahlið halda uppi samfelldu tóna- og skemmtana- flóði í dag á milli tvö og sjö í skólanum. „Vorvítamín fyrir alla,“ sagði stjórnandinn Þor- gerður Ingólfsdóttir. „Þrennir kórtónleikar, einsöngur og ein- leikur á ýmis hljóðfæri, þjóð- dans, hlutavelta, lukkupottur, hárgreiðsla, kökubasar, blóma- sala, kveðnar stemmur og fleira og fleira. Og auðvitað verða kaffi og kökur á boðstólum og kórfé- lagar sjá fyrir barnagæslu á staðnum." f MH-kórnum eru um 100 manns, 45 í eldri kórnum en 55 í þeim yngri. Á tónleikunum þremur í dag syngja kórarnir ýmist saman eða í sitt hvoru lagi. Sérstök efnisskrá er fyrir hverja tónleika. Fyrstu tónleik- arnir hefjast kl. 14.30, þeir næstu 16.30 og þeir síðustu kl. 18. Sungin verða lög frá ýmsum löndum. M.a. mun eldri kórinn syngja sígaunaljóð eftir Brahms og slóvaska dansa eftir Béla Bartók. Allir eru velkomnir á fjörefna- hátíðina í Hamrahlíðaskólanum og kostar 75 krónur inn fyrir fullorðan, en 25 krónur fyrir börn, eldri en 6 ára. Bandalags ísl. skáta, flytur ræðu. Skrúðganga hefst kl. 14 og verður safnast saman á gatnamótum Hofstaðabrautar og Karlabrautar og gengið að skátaheimilinu um Brúarflöt, Móaflöt, Hagaflöt, Garðaflöt og Stekkjarflöt. Lúðra- sveit Hafnarfjarðar leikur fyrir göngunni. Við skátaheimilið leikur Lúðra- sveit Tónlistarskólans í Garðabæ. í skátaheimilinu verða kaffiveit- ingar og úti tjaldbúðir og þraut- abrautir. Síðan verður varðeldur að skátasið. Listmunahúsið: Skyggnst undir skelina ÁGÚST Petersen sýnir um þessar mundir 70 manna- og portret- myndir í Listmunahúsinu, Lækjargötu 2. Sýningin heitir Skyggnst undir skelina og er að hluta til sölusýning. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10 til 18, en um helgar frá 14 til 18. Lokað mánudaga. Sýningunni lýkur 1. maí. Hveragarði: Opið hús í Garð- yrkjuskólanum Garðyrkjuskóli rikisins er 44 ára á sumardaginn fyrsta og hafa nemendur ákveðið í samráði við skólayfirvöld að hafa skólann opinn öllum landsmönnum frá kl. 10—22 þann dag. Kynningarstarf- semi verður á staðnum, einnig stendur fólki til boða að skoða hinn sérstæða 800 m2 gróðurskála skólans, sem nú stendur í fullum skrúða og hagnýtar upplýsingar um ræktun standa til boða. Einnig verður til sölu fjölbreytt úrval af pottaplöntum og nýtt grænmeti á vægu verði, auk tveggja garðhúsa sem nemendur hafa smíðað. Selt verður kaffi og meðlæti. Ferðir verða frá BSÍ. Nú eru í skólanum 40 nemendur á 3 brautum; ylræktarbraut, garðplöntubraut og skrúðgarð- yrkjubraut. Þar af eru 26 nemend- ur á heimavist. Fastráðnir kenn- arar eru fjórir auk skólastjóra og fjölda stundakennara. Kúnígúnd: Helgi Björgvins- son sýnir leirmuni FIMMTUDAGINN 21. apríl verð- ur opnuð sýning í versluninni Kúnígúnd, Hafnarstræti 11, á sér- unnum leirmyndum og leirmunum eftir Helga Björgvinsson, leir- kerasmið. Þetta er önnur einka- sýning Helga. Sýningin verður opin kl. 14 til 22 um helgar, en virka daga á venjulegum verslun- artíma. Allir hjartanlega vel- komnir. Harmoníkuunnendur: Kaffi og kræsingar Félag harmóníkuunnenda verð- ur með kaffi og kræsingar í dag, sumardaginn fyrsta í Skipholti 70, klukkan 15.30. Börn munu koma og spila og dansa, og ýmislegt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.