Morgunblaðið - 21.04.1983, Síða 28

Morgunblaðið - 21.04.1983, Síða 28
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 Sjötugur: Þorsteinn Sigurðs- son — Selfossi Það er alkunna, að þéttbýlið við Ölfusá — á Selfossi — hefur vaxið hratt á undanförnum áratugum. Breytingin úr fámennu þorpi í þróttmikið baejarfélag er vita- skuld margslungin og af ýmsum toga. En þegar allt kemur til alls er hér um verk fjölda fólks að ræða manna sem lagt hafa sig fram hver á sínu sviði að gegna kalli lífsstarfs síns sér og sínum til gæfu og gengis. Einn þeirra manna, sem hér hafa staðið í fylkingarbrjósti lengst af þessum tíma er vinur minn, Þorsteinn Sigurðsson, trésmíðameistari. Hann er sjötug- ur nú með sumarbyrjun og því langar mig að senda honum af- mæliskveðju og þeim mun fremur sem ég á honum stærri þakkar- skuld að gjalda en flestu öðru fólki — mér óvanabundnu. Þorsteinn Sigurðsson er fæddur að Víðinesi, Kjalarneshreppi í Kjós þann 21. apríl 1913. Hann er sonur hjónanna Sigurðar Einars- sonar frá Holtahólum í Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu og Sigríð- ar Jónsdóttur frá Kalastöðum á Hvalfj arðarströnd. Þorsteinn er næstelstur átta barna þeirra hjóna. Hann flyst ungur með foreldrum sínum og systkinum að Seljatungu í Gaul- verjabæjarhreppi og þar hafa ættmenni hans búið fram á þenn- an dag. Ef ég ætti að nefna eitt atriði sem mér finnst einkenna Þorstein og hans fólk öðru fremur þá er það festa og tryggð. í því sambandi kemur mér í hug þegar Sigurður faðir hans kom ungur ásamt Jósef bróður sínum austan úr Skaftafellsýslu réðu þeir sig í vegavinnu til Guðjóns í Laxnesi föður Halldórs skálds. Atvikin höguðu því svo, þegar Guðjón féll frá í blóma aldurs síns, að Jósef tókst á hendur búumsjón og margháttuð störf þar í Laxnesi af mikilli ósér- plægni. Þeir sem lesið hafa minn- ingarorð Nóbelskáldsins yfir moldum Jósefs skynja hvers konar manngerð hér var á ferð og hversu mjög Halldór mat hann. Eg tel að sömu einkenni séu ekki með öllu úrættis með frændfólki hans hér austur í Flóa — öðru nær. í móðurætt Þorsteins er einnig kjarnmikið atorkufólk, má þar t.d. nefna — að Snæbjörn Jónsson bóksali í Reykjavík sá sem nánast opnaði glugga okkar til hins enskumælandi heims — var móðurbróðir hans. Systkini Þorsteins búa flest hér austanfjalls, en þau eru: Sigríður, býr í Sviðugörðum gift Guðm. Sig- urðssyni. Sesselja, býr á Selfossi gift Vigfúsi Einarssyni. Jón, for- stöðumaður bifreiðaeftirlitsins á Selfossi, kvæntur Sigríði Guð- mundsdóttur. Laufey bjó seinast í Minneapolis í USA og lést þar fyrir fáum árum. Kristín, býr á Selfossi, gift Ólafi Nikulássyni. Guðjón, býr í Gaulverjabæ, kona hans Margrét Valdimarsdóttir, systir Guðrúnar konu Þorsteins, lést á sl. ári. Gunnar, býr í Selja- tungu kvæntur Vilhelmínu Valdi- marsdóttur. Skömmu eftir að Þorsteinn hleypti heimdraganum og hélt til Reykjavíkur hóf hann nám í trésmíði hjá Magnúsi Vigfússyni byggingameistara í Reykjavík. Eftir að námi lauk vann hann síðan með Magnúsi og hans mönnum um nokkurra ára skeið eða þangað til hann fluttist að Sel- fossi 1945. Hann var þá kvæntur sinni ágætu konu, Guðrúnu Vald- imarsdóttur frá Teigi í Vopnafirði. En þau höfðu hafið búskap sinn í Reykjavík. Guðrún er dóttir Guð- finnu Þorsteinsdóttur skáldkonu, sem orti undir skáldnafninu Erla og systir Þorsteins skálds Valdi- marssonar. Þorsteinn hóf störf hjá Kaupfé- lagi Árnesinga strax eftir að hann kom hingað að Selfossi fyrst við lagningu hitaveitunnar frá Laug- ardælum, sem þá var í undirbún- ingi. En síðan tók hann við verk- stjórn í Trésmiðju KÁ, sem komið var á um þetta leyti. Brautryðjandi og framkvæmda- stjóri í iðnaðarsókn Kaupfélags Árnesinga á þessum árum var Guðmundur Á. Böðvarsson. Með þeim Þorsteini varð vinátta og samvinna góð. Þorsteinn varð snemma þeirrar skoðunar að Sunnlendingar gætu haft annan hag og ekki síðri af vexti þéttbýlisins við Faxaflóa, en þann að selja þangað kjöt og mjólk einvörðungu. Þá vanhagaði um sitthvað fleira þar syðra svo sem innréttingar í hús hvers- konar. Að þessum þætti einbeitti hann með Trésmiðju KÁ og varð vel ágengt. Undir hans forsjá jókst hróður fyrirtækisins fyrir vand- virkni og sanngjarnt verð og þar kom að tekist var á við mjög vandasöm verkefni í ýmsum glæstustu sölum höfuðborgar- svæðisins. Árið 1965 hætti Þorsteinn störf- um hjá Kaupfélagi Árnesinga og stofnaði sína eigin trésmiðju í fé- lagi við Árna Erlingsson, Tré- smiðju Þorsteins og Árna. Það fyrirtæki hefur hann rekið fram á þennan dag og nú seinustu árin í félagi við Erling son sinn. Þar hefur verið haldið áfram á þeirri braut, sem Þorsteinn mark- aði í upphafi. Megináhersla hefur verið lögð á vandaða vinnu og sanngirni í viðskiptum. Af þessu tvennu er hann nú þekktur meðal fjölda fólks austan og vestan heið- ar, sem þessara viðskipta hafa notið. En Þorsteinn hefur komið víðar við í uppbyggingu samfélagsins hér á Selfossi en á þann hátt einan að leggja grunn að þessum þýð- ingarmikla þætti atvinnulífsins hér. Hann gekk ungur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og í baráttu fyrir stefnumálum hans hefur hann reynst ódeigur fastur fyrir og umfram allt ósérhlífinn. Þannig var hann burðarásinn í öllu félagslífi þess flokks hér um slóðir um árabil. Enn búa sjálfstæðismenn á Selfossi og raunar víðar að fram- taki hans og handaverkum því Þorsteinn gekk persónulega fram fyrir skjöldu, þegar sjálf- stæðismenn eignuðust fyrst hús yfir starfsemi sína hér á Selfossi. Þorsteinn var kjörinn í sveitar- stjórn á Selfossi 1954 fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og átti þar óslitið sæti í 12 ár, eða þar til ársins 1966 er hann kaus að draga sig í hlé vegna anna á öðrum vettvangi. I sveitarstjórn sem annars stað- ar reyndist Þorsteinn hinn besti raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar bátar — skip 230 tonna yfirbyggður stálbátur til sölu, getur tekið 100—150 tonna stálbát uppí. Einnig til sölu 100 tonna eikarbátur. Fasteignamiðstööin, Hátúni 2, sími 14120. þjónusta Get veitt aðstoð Get veitt söluturnum aöstoö viö aö leysa út tóbak. Sendiö nafn og símanúmer til augl. deild Mbl. merkt: „H — 219“. Kosningaskrifstofur sjálfstæðismanna í Reykjavík Skrilstofa lulltrúaráösin* í Valhöll. Opin Irá kl. 9—22. Upplýsinga- sími: 82900 — 82963. Starlsmenn: Árni Siglússon — Hanna Eiíasdóttir. Hverfaskritstofurnar eru opnar Irá 17—22 virka daga. Sumardaginn tyrsta frá kl. 13—18. Nes- og Melahverfi, Garöastrssti 14, 2. haö. Upplýsingasími: 22457. Starfsmaöur: Skarphéöinn Eyþórsson. Vestur- og Miöbœjarhverfi, Garöastrati 14, 2. hssö. Upplýsinga- sími: 21498. Starfsmaöur: Brynhildur Andersen. Austurbar og Noröurmýri, Valhöll. Upplýsingasfmi: 38917. Starfsmaöur: Arnar Hákonarson. Hliöa- og Holtahverfi, Valhöll. Upplýsingasími: 36856. Starfsmaöur: Arnar Hákonarson. Laugarneshverfi, Valhöll. Upplýsingasími: 31991. Starfsmaður: Guörún Vilhjálmsdóttir. Langholt, Langholtavegi 124. Upplýsingasfmi: 34814. Starfsmaöur: Siguröur V. Halldórsson. Háaleitishverfi, Valhöll. Upplýsingasími: 37064. Starfsmaöur: Stella Magnúsdóttir. Smáíbúöa-, Bústaöa-, Fossvogshverfi, Langageröi 21. Upplýsinga- sími: 36640. Starfsmaöur: Þorfinnur Kristjánsson. Árbasjar- og Seláshverfi, Hraunbss 102B. Upplýsingasími: 75611. Starfsmaöur: Arngeir Lúövíksson. Bakka- og Stekkjahverfi, Seljabraut 54. Upplýsingasími: 75136. Starfsmaöur: Ingibjörg Vilhjálmsdóttir. Hóla- og Fellahverfi, Seljabraut 54. Upplýsingasimi: 75085. Starfsmaöur: Kolbrún Ólafsdóttir. Skóga- og Seljahverfi, Seljabraut 54. Upplýsingasími: 75224. Starfsmaöur: Ingibjörg Vilhjálmsdóttir. 'Jtankjórstaóaskrifstotan Valhöll. Upplýsingasimi: 30866. Starfsmaöur: Óskar V. Frlðriksson. Opiö frá 9—22. Stykkishólmur Kosningaskrifstofa Sjálfstæöisflokksins i Lionshúsinu, veröur opin sem hér segir: Miövikudaginn 20. apríl frá 17.—22. Fimmtudaginn 21. apríl frá 17—22. Föstudaginn 22. april frá 17—22. Laugardaginn 23. apríl frá 9—23. Nefndin. Hveragerði — Hveragerði Kosningaskrifstofa Sjálfstaeöisflokksins er aö Austurmörk 2. Opiö frá kl. 10 fyrir hádegi til kl. 19 alla daga, sími 4603. Kosningastjóri Geir Egilsson, heimasími 4290, formaður, Helgi Þor- steinsson, heimasími 4357. Matthías Gunnar Satotne Ettert Dagbjartur Helgi Opið hús í Valhöll á sumardaginn fyrsta. Reykjanes Kosningaskrifstofur Sjálfstæöisflokksins hafa opiö hús fimmtudaginn 21. april (sumar- daginn fyrsta) kl. 14 til 18. Frambjóöendur eru til viötals. Mosfellssveit: Þverholt 15 (JC salur). _■ Seltjarnarnes: Austurströnd 1. Þigurgeir Kópavogur: Sjálfstæöishúsinu, Hamraborg 1 (3. hæö). Garðabær: Sjálfstæöishúsinu, Lyngási 12. Hafnarfjöröur: Sjálfstæöishúsinu, Srandgötu 29. Njarðvík: Sjálfstæðishúsinu, Hólagötu 15. Keflavík: Sjálfstæöishúsinu, Hafnargötu 46. Grindavik: Heiöarhrauni 18. D-listinn. Sjálfstæöisfélögln í Reykjavfk og Fulltrúaráö þelrra hafa OPIÐ HÚS í Valhöll, Háaleitlsbraut 1, flmmtudaginn 21. apríl 1983, fyrsta sumar- dag. Dagskrá: Setning — Guömundur H. Garöarsson. Ávörp — Albert Guömundsson, Ragnhildur Helgadóttir, Bessí Jóhannsdóttlr, Geir Hallgrímsson. Einsöngur — tvísöngur — Elísabet F. Eiríksdóttir og Július Vifill Ingvarsson viö undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Kvartett nemenda úr Menntaskólanum í Kópavogi syngur. Jónas Þórir Jónasson og Graham Smith leika saman á píanó og fiölu. Kynnir — Svavar Gests. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur í upphafi. Veitingar á boöstólum — Stórhlutavelta Varöar í kjallarasal. Húsiö opnað kl. 14.30. — Dagskráin hefst kl. 15.15. Sjálfstæöismenn hittumst í Valhöll fyrsta sumardag. Gleöilegt sumar. Stjórnirnar. b£’s’r p luírpM Ib "'ÍSwTfc' Metsölublad á hverjum degi! 00 cn N)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.