Morgunblaðið - 21.04.1983, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 21.04.1983, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 43 Minning: Kristín Gunnlaugs dóttir frá Gröf Langri æfí er lokið Ijósbrot minninga skína blandin trega en gott er þrevttri sál að sofna inn í vorið. Þeim fjölgar nú æ meir þjóðfé- lagsþegnunum, sem komast á tí- ræðisaldurinn, að visu misjafn- lega á sig komnir andlega og líkamlega. Ein af þessum hóp er sú kona sem ég vil minnast nú. Vinkona mín, Kristín Gunn- laugsdóttir, andaðist hinn 12. þ.m. að Hrafnistu í Reykjavík, þar sem hún hafði dvalið sl. tólf ár og þau síðustu rúmliggjandi og oftast meðvitundarlítil. Einhvern veginn finnst mér ekki rétt að jafnstarf- söm manneskja skuli þurfa að enda sína löngu ævi þannig, en þetta er hlutur, sem enginn fær ráðið og enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Kristín var fædd að Steinsholti í Gnúpverj ahreppi hinn 15. júní árið 1892. Foreldrar hennar voru Þorbjörg Gísladóttir og Gunn- laugur Gunnarsson. Kristín var með móður sinni í Steinsholti til fimm ára aldurs en þá fluttu þær mæðgur að Austur- hlíð í sömu sveit, en fara síðan að Miðfelli í Hrunamannahreppi og þaðan liggur leiðin að Grafar- bakka í sömu sveit — þá er Krist- ín 8 ára gömul. Þar bjó þá Hró- bjartur Hannesson. Á Grafar- bakka voru þær mæðgur þar til Kristín er 13 ára en þá flytjast þær aftur í Gnúpverjahrepp, en 14 ára gömul missir Kristín móður sína. Á þessari upptalningu sést að ekki hafði þessi unga telpa átt lengi fastan samastað en hún var þó alltaf í skjóli móður sinnar, sem gaf alla sína vinnu með henni fram að fermingaraldri. Svona var nú búið að fátæku fólki þá — fólki sem ekki hafði efni á að reisa sér bú. Fimmtán ára gömul fer Kristín vinnukona að Stóra-Núpi í Gnúp- verjahreppi til presthjónanna sr. Ólafs Briem og konu hans Katrín- ar Helgadóttur. Þar var hún í níu ár, fékk þrjátíu krónur í kaup á ári og lét helminginn af því með föður sínum, sem þá var orðinn óvinnufær, uns hann lést árið 1914. Þetta lýsir því best hvern mann Kristín hafði að geyma, hún hugs- aði fyrst og fremst um aðra. Skólagöngu naut hún sáralítillar — ef nokkurrar — en vinnu- mennska á góðum heimilum þótti góður skóli í þá daga og oft minnt- ist hún veru sinnar á Núpi, sem var mikið menningar- og myndar- heimili. Eins veit ég að henni var hlýtt til Grafarbakkaheimilisins og hélt hún t.d. kunningsskap við Jóhönnu Hróbjartsdóttur alla tíð meðan báðar lifðu. Árið 1916 fer Kristín vinnukona að Steinsholti í Gnúpverjahreppi og er þar mörg ár og tvö ár var hún hjá Gunn- laugi bróður sínum, sem þá hafði reist bú að Mjósundi í Flóa. Sex systkini átti Kristín, þar af þrjú alsystkini og eru þau öll látin. Arið 1926 fór Kristín að Gröf í Hrunamannahreppi til Arnórs Gíslasonar, söðlasmiðs, sem þá var ekkjumaður. Þau giftu sig svo 18. nóvember sama ár og bjuggu í farsælu hjónabandi yfir þrjátíu ár, en Arnór lést árið 1957. Þeim varð tveggja barna auðið: Guðlaug var fædd 21. mars árið 1928. Hún giftist Auðuni Braga Sveinssyni, kennara. Þau eignuðust fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi. Guðlaug lést langt um aldur fram árið 1968. Gunnlaugur, sem er aðalendurskoðandi Seðlabanka Is- lands, er fæddur 26. júní árið 1930. Hann er kvæntur Soffíu Thorar- ensen og eiga þau þrjú börn. Og þá er komið að mínum kynn- um við Kristínu eða Stínu eins og við kölluðum hana. Ég hafði í raun þekkt hana alla mína ævi. Ég minnist þegar ég var smástelpa að Flúðum í Hrunamannahreppi, þá veiktist mamma og er rúmliggj- andi heilt sumar. Pabbi þarf að sinna henni mikið og þá kemur Kristín í Gröf daglega gangandi yfir móana oftast með börnin sín bæði með sér og mjólkar kýrnar okkar. Við fluttumst til Reykja- víkur árið 1937 en á stríðsárunum var mörgum börnum úr þéttbýlinu komið í sveit. Ég var svo lánsöm að komast til vinafólks foreldra minna að Gröf í Hrunamanna- hreppi, þeirra Eyrúnar Guðjóns- dóttur og Emils Ásgeirssonar. Þau bjuggu í vesturbænum en í austur- bænum bjuggu Stína og Arnór með börnin sín tvö. Þarna dvaldist ég sjö sumur og í minningu minni er eiginlega alltaf sólskin þessi sumur. Þau Stína og Arnór höfðu ekki bú, þ.e. þau höfðu engar skepnur. Arnór var, sem fyrr er sagt, söðla- smiður en þau höfðu alltaf ein- hverja garðrækt svona fyrir sig, rófur og kartöflur og þess háttar. Stína vann líka oft á öðrum bæj- um, einkum þegar börnin fóru að komast upp og fóru að vera til snúninga á öðrum bæjum á sumr- in. Stíma var með afbrigðum hjálp- söm manneskja — ákaflega vel- virk og rösk. Ég býst ekki við að Sveinn Ellertsson var fæddur að Holtsmúla í Skagafirði 4. október 1912. Foreldrar hans voru Ingi- björg Sveinsdóttir, ættuð frá Hóli í Sæmundarhlíð i Skagafirði, og Ellert Jóhannsson, sem ættaður var frá Saurbæ í Lýtingsstaða- hreppi. Frá því ég man fyrst eftir mér minnist ég Sveins í Holtsmúla, en vegna aldursmunar okkar kynnt- umst við ekki náið fyrr en ég var kominn hátt á tvítugsaldur. Þá var Sveinn orðinn starfsmaður hjá Mjólkursamlaginu á Sauð- árkróki. Á þeim árum áttum við margar glaðar stundir saman. Haustið 1938 bar fundum okkar saman úti í Noregi, þangað var hann kominn til þess að læra mjólkurfræði. Fyrst starfaði hann sem nemi í stóru mjólkurbúi í Löiten á Heiðmörk, en lauk prófi sem mjólkurfræðingur hjá Stat- ens Meieriskole í Þrándheimi vor- Á morgun, föstudag, er til mold- ar borinn Jón Lárusson, vélstjóri. Hann fæddist 14. september 1908 í Reykjavík og bjó þar mestan hluta ævi sinnar. Foreldrar hans voru Lárus Jónsson sjómaður og kona hans Guðríður Pálsdóttir. Hann ólst upp við fátækt og harða lífs- baráttu, eins og títt var í þá daga, og byrjaði því mjög ungur á ævi- starfi sínu, sjómennskunni. Mun hann hafa verið 14 ára þegar hann hóf sjómennsku með föður sínum á litlum báti. Næstu ár vann hann ýmis störf. Árið 1930 byrjaði hann starf hjá landhelgisgæslunni, fyrst sem aðstoðarmaður vél- stjóra, en síðar sem vélstjóri. Fluttist til Akureyrar 1943 og var þar næstu 8 árin sem 1. vélstjóri á nýju glæsilegu skipi, Snæfellinu, efttir það fluttist hann aftur til sinnar heimabyggðar, Reykjavík- ur og varð vélstjóri bæði á togur- um og flutningaskipum. Á varðskipsárum sínum kynnt- hún hafi alltaf þegið mikil laun fyrir vinnu sína, a.m.k. ekki fram- an af árum. Arnór var um árabil meðhjálpari við Hrunakirkju. Ég minnist hve oft ég horfði á eftir þeim hjónum á sunnudögum ganga upp brekkuna frá Gröf á leið til messu í Hruna. Þetta er um klukkutímagangur eða vel það og margar brattar brekkur á leiðinni. En það virtist ekki aftra Stínu frá því að fara með Arnóri — ég er viss um að það hefur aldrei hvarfl- að að henni. Eins fóru þau stund- um að sumarlagi í orlof sitt að heimsækja frændur og vini í Gnúpverjahreppi — þá fóru þau líka gangandi en trúlega hafa þau stundum verið flutt á hestum yfir Stóru-Laxá a.m.k. ef hún var ekki væð. ið 1940. Þá var stríðið skollið á og engin leið að komast heim eins og hugur hans stóð til þá. Þetta varð örlagaríkt fyrir Svein. Haustið 1941 innritaðist hann í fram- haldsnám í gerlafræði á Landbún- aðarháskólanum á Ási. Við það nám var hann aðeins eitt ár. Á þeim árum voru erfiðir tímar í Noregi undir ógnarstjórn nasista. Sveinn fékk þó starf í faggrein sinni á mjólkurbúi í Alvdal í Aust- urdal í Noregi. Þar kynntist hann Ölmu Steihaug, bóndadóttur úr Alvdal sem síðar varð eiginkona hans. Sveinn kom til íslands með fyrstu ferð að stríðinu loknu árið 1945 og Alma nokkru síðar. Þau voru gefin saman í hjónaband 4. október 1947 og boðið var til veg- legrar veislu í Holtsmúla. Alma og Sveinn voru samhent og gæfusöm. Börn þeirra eru: Ida, meinatækn- ir.gift Rikharði Kristjánssyni, verkfræðingi, Eva, hjúkrunar- fræðingur, gift Jóhanni Ádnegard, byggingámeistara og Bragi, for- ist hann vel landi og þjóð og var alla tíð síðan mikill náttúruunn- andi. Á efri árum ferðaðist hann mikið um landið og þekkti víðast hvar landshætti, örnefni og sögu ýmissa staða víðs vegar um landið. Sjómennskan orsakaði það einnig að hann sigldi til margra landa, og notaði hann þá tímann til að kynna sér viðkomandi lönd og þjóðir. Jón var vélstjóri næstum alla sína sjómannstíð og er það því mörg vélin sem hann bar ábyrgð á, og mun það ekki ofsagt að honum hafi farist þau verk vel úr hendi. Jón var mikill hagleiks- og elju- maður og gat gert við flesta þá hluti sem komust í hans hendur. Hann lagði mikinn metnað í ævi- starf sitt og vildi helst aldrei þurfa að fá viðgerðarmann niður í vélarrúmið, enda var það almælt að sú vélstjórastaða sem hann tók að sér væri vel setin. Frístundir sínar til sjós notaði hann til lestr- Minning: Sveinn Ellertsson mjólkurbústjóri Fæddur 4. október 1912 Dáinn 14. apríl 1983 Jón Lárusson vélstjóri — Minning Það var gaman að skreppa „austurí" eins og við sögðum, horfa á Arnór smíða hnakkana og skrafa við Stínu — leðurlyktin í smíðahúsinu var svo einstaklega góð og snyrtimennska í einu og öllu hjá þeim. Börnin þeirra voru miklir vinir. mínir enda voru þau oft til snúninga í vesturbænum á sumrin líkt og ég. Og svo líða árin. Arnór, sem var fimmtán árum eldri en Stína veiktist og þau flytj- ast til Reykjavíkur — Arnór lést á Sólvangi árið 1957. Stína bjó þá með Gunnlaugi syni sinum og þeg- ar hann kvæntist var hún áfram á heimili hans þar til hún fór á Hrafnistu árið 1971. Vinátta mín við Stínu og börn hennar hélst áfram þó árunum fjölgaði. Og þegar ég var búin að stofna mitt eigið heimili og komin með börn og buru, hver kom þá, prjónaði hosur á börnin mín, saumaði buxur á syni mína, hjálp- aði mér að lappa og stoppa, nema Kristín frá Gröf. Margan eftir- miðdaginn sat hún hjá okkur allt- af með eitthvað á milli handanna — enga manneskju hef ég séð jafnfljóta að bæta í höndunum og hana. Við spjölluðum margt sam- an enda las Stína mikið, hún hafði t.d. mjög mikla ánægju af bókum um dulræn efni enda einlæg trú- kona. Ennfremur hlustaði hún mikið á útvarp og hafði mikla ánægju af að sækja leikhús. Það var Stínu þung raun, þegar hún varð að sjá á bak einkadóttur sinni, sem lést eftir erfiða sjúk- dómslegu aðeins fertug að aldri. Ennfremur missti hún dótturson sinn á besta aldri. En fólk eins og Stína bognar en brotnar ekki — þessi fullorðna kona sýndi þá eins og oftar fádæma þrek. Hún var barnabörnum sínum góða amma og reyndi að létta undir með þeim eins og hún gat. Heilsu Stínu tók að hraka og hún fluttist á Hrafnistu enda ald- urinn farinn að segja til sín. Aldrei hafði hún nema gott um veru sína að segja en gaman þótti henni að fá heimsóknir og frétta af vinum sínum og kunningjum austanfjalls og annars staðar. Það er gæfa að þekkja gott fólk og mannbætandi að eiga frá barn- æsku vináttu slíkrar manneskju sem Stína var. Fólk af hennar kynslóð þekkti margt ekki annað en að vinna hörðum höndum og hafa rýrar eða engar tekjur enda fannst því það stórefnað, þegar það fór að fá ellilaun. Stína verður jarðsett að Hruna á morgun. Hrunamannahreppur- inn var hennar sveit en Gnúp- verjahreppurinn var henni líka einkar kær. Og nú vorar í sveitun- um hennar Stínu, sem og annars staðar á landinu og bjart er líka yfir minningunni um hana. Gunnlaugi, vini mínum, og fjöl- skyldu hans, svo og börnum Guð- laugar og þeirra skyldliði sendum við hjónin og börn okkar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Kristínar Gunnlaugsdóttur. Ásgerður Ingimarsdóttir stjóri, giftur Brynhildi Sigmars- dóttur, hárgreiðslumeistara. Fyrstu árin eftir neimkomu frá Noregi starfaði Sveinn í Mjólkur- samsölunni í Reykjavík, en réðst sem mjólkurbússtjóri að Mjólk- ursamsölunni á Blönduósi vorið 1954 og þar starfaði hann óslitið þar til siðastliðið vor að hann lét af störfum eftir heillaríkan starfsferil, þar sem hann hafði áunnið sér traust og virðingu hér- aðsbúa. Heimili þeirra á bakka Blöndu var einstaklega hlýlegt og smekk- lega búið. Við það eru margar skemmilegar endurminningar tengdar. Sveinn var einstakur maður.í viðmóti var hann djarfur og hress, hreinn og beinn. í návist hans var gott að vera, þar var aldrei lognmolla en jafnan ferskur gustur, samt hlýr. Hann var ör í lund og skjótur í athöfnum og aldrei hefi ég séð mann vinna, þar sem átök þurftu til, með jafnmik- illi leikni og hraða. Sveinn var tæplega meðalmaður á hæð, grannvaxinn, stæltur og snar í hreyfingum. Yfirbragð hans var skarpleitt og brá oft fyrir glettni í augum. Skapgerð hans var heil- steypt. Hann sveik aldrei málstað sinn og hélt velli og reisn til hinstu stundar. Tilfinningasemi í orðum “var ekki að skapi Sveins og því brá mér í brún þegar ég kvaddi hann heima hjá Idu og Rikharði daginn áður en hann fór heim á Blönduós eftir dvöl á sjúkrahúsi í Reykjavík er hann sagði: „Vertu sæll vinur," því í öll þau ár sem við höfum þekkst minnist ég þess ekki að hann hafi fyrr kvatt mig með orð- inu „vinur". Ég hygg að honum hafi fundist það of væmið til hversdagsbrúks. Á þeirri stundu læddist að mér grunur um að Sveinn væri feigur. Við hjónin sendum Ölmu, vinum og vandamönnum Sveins Ellerts- sonar innilegar samúðarkveðjur. Að lokum tek ég svo undir kveðju Sveins frá því um daginn: Farðu vel frændi. Páll Hafstað. ar og var hann vel heima í þjóð- legum fróðleik og vissi einnig margt um bæði innlenda og er- lenda menn og málefni. Jón giftist 1932 dugnaðarkon- unni Mörtu Hannesdóttur, sem ættuð er úr Vestmannaeyjum. Hjónaband þeirra var farsælt og eignuðust þau fimm börn, þau eru Margrét, gift undirrituðum, Gunnar, giftur Kristínu Krist- insdóttur, Lárus giftur Sonju Egilsdóttur, Ágúst, giftur Ingi- björgu Benediktsdóttur og Guð- rún, gift Ara Guðmundssyni. Eftir að ég undirritaður varð tengdasonur Jóns, 1958, hef ég verið tíður gestur á heimili Jóns og Mörtu. Eg tel mig hafa verið lánsaman að tengjast þessu heim- ili og ég þakka Jóni fyrir sam- fylgdina undanfarna áratugi og einnig fyrir allt það góða sem hann hefur veitt mér og mínum. Jón hætti sjómennsku árið 1970 og var eftir það starfsmaður á Borgarsjúkrahúsinu til 73 ára ald- urs, og fannst honum Borgar- sjúkrahúsið vera góður vinnustað- ur. Jón var heilsuveill síðastliðin tvö ár, en þrátt fyrir það endaði hann sína sjómennsku eins og hann byrjaði 14 ára, þ.e.a.s. hann eignaðist trillu og stundaði nokkra sjóróðra. Eigi alls fyrir löngu varð hann heltekinn sjúkdómi þeim sem dró hann til dauða á skömm- um tíma, dánardægur hans var 12. apríl síðastliðinn. Nú hefur Jón lagt upp í sína lengstu siglingu og ég vona að sú sigling beri hann til fjarlægra og fagurra stranda. Blessuð sé minn- ing hans. Árni Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.