Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 FINNARNIR KOMA FINNSK VIKA 25.-30.APRÍL FINNSK TÓNLIST. Norræna húsið, 23. apríl kl. 13:00 Matti Tuloisela og Gustav Djupsjöbacka kynna finnska tónlist. Norræna húsið, 24. apríl kl. - 20:30 Tónlistarkvöld með Matti Tuloísela og Gustav Djupsjö- backa. Norræna húsið, 25. apríl kl. 21:00 Tónleikar finnsku vísnasöng- konunnar Barböru Helsingius. Hótel Borg, 26. apríl kl. 20:30 Vísnakvöld með Barböru Helsingíus og Vfsnavinum. Hótel Loftleiðir, 27. og 28. apríl kl. 21:00 Barbara Helsingius syngur í Blómasal. FINNSKAR BÓKMENNTIR. Sýning á finnskum bókum í Norræna húsinu 25. - 30. apríl. Opin kl. 9 - 19 daglega. FINNSKAR KVIKMYNDIR. Kvikmyndasýníngar í Norræna húsínu 26. - 29. apríl kl. 16 - 17 daglega. FINNSK VÖRUSÝNING Á HÓTEL LOFTLEIÐUM. Sýning á finnskum framleiðslu- vörum í Kristalsal Hótels Loft- leiða. Sýningin er opín sem hér segir: 27. apríl kl. 12 - 20 28. apríl kl. 11 - 20 29. apríl kl. 11 - 16 VÖRUKYNNINGAR í VERSLUNUM. í tengslum við finnsku vikuna munu fjölmargar verslanír efna til sérstakrar kynníngar á finnskum vörum dagana 25. - 30. apríl. Áhersla er einkum lögð á að kynna húsgögn, glervörur, raf- suðuvélar, matvæli og tísku- fatnað frá Finnlandi, en einnig mun Fálkinn hf. standa fyrir hljómplötukynningu í tilefni af heimsókn Barböru Helsingius. Húsgagna- og húsbúnaðarsýn- íng verður í verslun Kristjáns Siggeírssonar frá 26. apríl og fram til 8. maí. FINNSK MATARGERÐARLIST. Gómsætir finnskir réttír fram- reiddir af finnskum matreiðslu- mönnum á Hótel Loftleiðum dagana 26. - 30. apríl. Fínnskt kvöld í Broadway 29. apríl. Sérstakur finnskur matseðill og finnsk dagskrá. FERÐAKYNNING í NORRÆNA HÚSINU. Sýning á finnskum vegg- spjöldum og ferðabæklíngum dagana 25. - 30. apríl. Opið daglega kl. 9-19. TÍSKUSÝNINGAR. Finnskar tískusýningar verða á éftirtöldum stöðum og trmum: Hótel Loftleiðír, Ráðstefnusalur 27. apríl kl. 17:00 28. apríl kl. 14:00 og 17:00 29. apríl kl. 14:00 og 17:00 Hótel Loftleiðir, Blómasalur: 27. apríl kl. 20:30 28. apríl kl. 20:30 30. apríl kl. 20:30 Veítingahúsið Broadway: 29. apríl kl. 21:30 og 24:00 FINNSK 1](E FIHNSK VIKA W VÓRUKYHNIHC íStjórn og ellimálanefnd Bandalags kvenna í Reykjavík ásamt Birni Bjarnasyni. Talið f.v.: Jóna Kristín Magnúsdóttir, Vigdís Einarsdóttir, Svanlaug A. Árnadóttir, Steinunn Finnbogadóttir, Sigrid Karlsdóttir, Unnur S. Ágústsdóttir, formaður, Björn Bjarnason, Guörún S. Jónsdótt- ir, formaður ellimálanefndar, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Sigrún Sturlu- dóttir og Jóna I. Guðmundsdóttir. Bandalag kvenna í Reykjavík færir félagsstarfi aldraðra í borginni góðar gjafir FÉLAGSSTARF eldri borgara á vegum Félagamálastofnunar Reykjavíkur er nú rekið á 4 stöð- um í höfuðborginni. Miðstöð félagsstarfsins er í Norðurbrún 1, en það hús var tekið í notkun árið 1972 og hefur verið rekið þar fjölbreytt félags- starf síðan með opnu húsi, spila- dögum, margvíslegri handa- vinnu, leirkerasmíði, málun, enskukennslu, smíði, hársnyrt- ingu, fótsnyrtingu o.fl. Ennfremur er nú rekið starf fyrir Reykvíkinga 67 ára og eldri í Lönguhlíð 3, Furugerði 1 og í Oddfellow-húsinu við Vonar- stræti. í vetur hafa komið góðir gestir í heimsókn í öll hús Fé- lagsmálastofnunar þar sem rek- ið er starf fyrir aldraða, í þjón- ustuíbúðir við Dalbraut, Löngu- hlíð 3, Droplaugarstaði og Norð- urbrún 1. Voru hér á ferð stjórn- og ellimálanefnd Bandalags kvenna í Reykjavík, en þær hafa að undanförnu farið stað úr stað í Reykjavík þar sem aldnir hafa búið eða komið saman eins og á vistheimilinu á Grund, Hrafn- istu og einnig í Hafnarbúðum. Hafa þær haldið kvöldvökur á þessum stöðum, séð um alla dagskrá upp á eigin spýtur við mikinn fögnuð og þakklæti fjölda áheyrenda. Þegar kvöldvökur voru haldn- ar á Droplaugarstöðum og Furu- gerði 1 afhenti formaður Banda- lagsins frú Unnur S. Ágústs- dóttir, félagsstarfinu að gjöf vönduð píanó, sem vígð voru á báðum þessum stöðum við hátíð- lega athöfn. Á Droplaugarstöð- um vígði magister Björn Bjarna- son píanóið, hann er þar vist- maður, spilaði hann bæði Chopin og Liszt nótnalaust við mikinn fögnuð áheyrenda. Þess má einnig geta að Hús- mæðrafélag Reykjavíkur, sem er eitt af aðildarfélögum Banda- lagsins, gaf Droplaugarstöðum 10 fótanuddtæki fyrir skömmu og Soroptímistaklúbbur Árbæj- ar gaf heimilinu veglega bók- argjöf. A vistheimilinu Droplaugar- stöðum dveljast nú 68 vistmenn og hjúkrunarsjúklingar og tæp- lega 90 manns búa í Furugerði 1, en þar er jafnan rekið þróttmik- ið félagsstarf og öldrunarþjón- usta sem borgarbúar geta nýtt sér. Ekkert hljóðfæri hefur verið til á þessum stöðum og komu því gjafir þessar í góðar þarfir og ekki að efa að hljóðfærin verði nýtt til hins ýtrasta á næstunni. Var góður rómur gerður að hugulsemi og þeim þakkað fyrir hönd borgarstjórnar og Félags- málastofnunar Reykjavíkur. Vetrarstarfi félagsstarfs eldri borgara fer nú senn að ljúka á þessum vetri og tekur þá sumar- dagskráin við. Ákveðnar hafa verið 6 orlofsdvalir að Löngu- mýri í Skagafirði í sumar, 3 utanlandsferðir, 3ja daga ferð til Egilsstaða og að Eiðum, 2ja daga ferð á Snæfellsnes og að Skóg- arskóla ásamt mörgum dags- ferðum. Verður sumardagskráin kynnt nánar í næsta mánuði. Björn Bjarnason vígir píanóið. Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.