Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 34
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 Þorbjörg J. Friðriks- dóttir, hjúkrunar- kennari — Minning Fædd 25. október 1933 Dáin 12. aprfl 1983 Kveðja frá félögum í Kennaradeild Hjúkrun- arfélags íslands. „I»egar rvirödull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hra-óstu eigi, Hel er fortjald, hinum megin birtan er.“ (S.K.P.) Að kvöldi þriðjudags, 12. apríl sl., lést í Landspítalanum Þor- björg Jónína Friðriksdóttir, hjúkrunarkennari, um aldur fram. Sagt hefur verið, að jarðiífið sé aðeins stutt vegferð á langri leið. Nú þegar leiðir skilur hvarflar hugurinn til upphafs samskipta okkar í Kennaraháskóla íslands fyrir réttum 6 árum síðan. En þar stundaði Þorbjörg, ásamt fleiri hjúkrunarfræðingum, framhalds- nám í kennslu- og uppeldisfræð- um. Markmið hennar með þessu námi var fyrst og fremst að stuðla að bættri hjúkrunarþjónustu aldr- aðra. Með starfi sínu þá og síðar sem hjúkrunarframkvæmdastjóri, öldrunardeildarinnar í Hátúni gerði hún m.a. stort átak við upp- byggingu skipulagsbundinnar fræðslu fyrir starfsliðið. Þorbjörg hefur á þessum vett- vangi unnið ómetanlegt starf í þágu aldraðra. Áfram nýtur við hennar viðhorfa, sem hún var svo óspör á að miðla þeim, sem nú starfa áfram. Þorbjörg tók að sér trúnaðar- störf fyrir Kennaradeild Hjúkrun- arfélags íslands og sat í stjórn deildarinnar frá janúar 1980 til dánardags. Ánægjulegt er að minnast samstarfsins við hana. Hún var fjölhæf mannkostakona, rökvís, tillögugóð og réttsýn. Hæfileikar hennar og atorka nutu sín m.a. á þessum vettvangi við undirbúning ráðstefna, funda og gerð fræðsluefnis fyrir hjúkrunar- fræðinga. Síðustu mánuðina gekk Þor- björg þess ekki dulin, vegna þekk- ingar sinnar, að hverju stefndi. Hún hafði þann styrk til að bera að geta miðlað okkur vinum sínum af þessum reynsluheimi, svo það mætti verða okkur til uppbygg- ingar í hjúkrunarstarfinu. Þetta tímabil varð okkur hetju- saga og fordæmi, er fólst í æðru- leysi Þorbjargar, kjarki og trú. Fyrir hönd stjórnar og félaga í Kennaradeild HFÍ sendi ég Sig- urði, sonum og tengdadætrum, innilegustu samúðarkveðjur og bið þeim Guðs blessunar. Alda Halldórsdóttir Þegar ég kynntist Þorbjörgu mágkonu minni fyrir tuttugu og fimm árum kom mér sízt til hug- ar, að fyrir mér ætti að liggja að lifa hana. Hún var þá á tuttugasta og fimmta aldursári, en ég stóð á fimmtugu. Sú hefir þó orðið raun- in á. Hún lézt af völdum krabba- meins á Landspítalanum 12. apríl síðastl. eftir langt og erfitt hel- stríð. Þorbjörg Friðriksdóttir var fædd að Efra-Koti í Lýtingsstaða- t Faöir minn, tengdafaöir, afi og langafi, ÓLAFURÁRNASON fró Gímli, Skjólbraut 3, Kópavogi, lést aðfaranótt miövikudagsins 20. apríl, að Sólvangi, Hafnarfiröi. Póll Garðar Ólafsson, Perla Kristjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móöir okkar og tengdamóöir, BENEDIKTA JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, óóur til heimilis aö Reynimel 49, lést þann 19. apríl. Daníel Pótursson, Hrönn Johnson, Guóný Pétursdóttir, Hólmsteinn Sigurðsson, Jón Pétursson, Jódís Vilhjólmsdóttir. Eiginmaöur minn og faðir okkar, ÁSTMUNDUR GUÐMUNDSSON, Grenimel 1, lést 19. apríl. Ágústa Ágústsdóttir, íris Ástmundsdóttir, Guölaug Ástmundsdóttir, Björn Ástmundsson, Ásta Ástmundsdóttir. t Maöurinn minn og faöir okkar, HALLDÓR SIGURBJÖRNSSON, Hólmgarói 47, lést í Borgarspítalanum aöfaranótt 20. apríl. Valgerður Ragnars, Ragna Halldórsdóttir, Haukur Halldórsson, Gunnar Halldórsson. t Móöir mín, GUDLEIF BÁRDARDÓTTIR, lést 19. þ.m. á Öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10B. Katrín Jónsdóttir. hreppi 25. okt. 1933. Foreldrar hennar voru Friðrik Jónsson frá Hömrum í sama hreppi og eigin- kona hans, Soffía Stefánsdóttir frá Litlu-Ásgeirsá í Vestur- Húnavatnssýslu. Á útmánuðum 1934 varð Friðrik fyrir því áfalli, að mestallur fjár- stofn hans féll úr pest, sem þá hrjáði sauðfé. Enginn stuðningur var þá veittur af almannafé til bænda, sem urðu fyrir slíkum áföllum, svo sem síðar varð. Segja má, að þau hjónin stæðu þá uppi eignalaus, en Friðrik var leiguliði á ábúðarjörð sinni. Var þeim nú nauðugur einn kostur að bregða búi, og fluttu þau til Sauðárkróks um vorið. Heimafólkið var þá, auk þeirra hjóna, Páll, sonur Friðriks af fyrra hjónabandi, 16 ára, Ásta 8 ára, og Þorbjörg rúmlega miss- erisgömul. Lítið var um atvinnu á Sauð- árkróki á þessum árum, og lagði Friðrik leið sína til Eyjafjarðar í atvinnuleit. Eldri börnin fóru í sveit um sumarið, en Soffía réðst í kaupavinnu að Garði i Hegranesi til Halls Pálssonar og Kristínar Sigtryggsdóttur og hafði litlu telpuna með sér. Árin á Sauðárkróki urðu fjöl- skyldunni erfið. Friðrik var orðinn heilsuveill og lítt vinnufær og þurfti að dvelja um lengri eða skemmri tíma á sjúkrahúsum, m.a. á Kristneshæli og Akureyr- arspítala. Þegar Soffía var um tvítugt hafði hún lært hjúkrun hjá Jónasi Kristjánssyni á Sauðárkróki, en þá var ekki búið að stofna skóla í þeim fræðum hérlendis. Tengdust þá vináttubönd milli hennar og læknishjónanna, sem síðan héld- ust. Þetta varð fjölskyldunni til happs. Vegna langvarandi fjar- veru Friðriks að heiman sökum veikinda var brugðið á það ráð að leysa heimilið upp að mestu leyti vorið 1936. Páll brauzt til náms við Menntaskólann á Akureyri um haustið, Ásta varð um sinn heim- ilisföst hjá læknishjónunum og Soffía réðst til hjúkrunarstarfa hjá Jónasi Kristjánssyni, en hafði áður komið Þorbjörgu til ársdval- ar í Garði hjá Halli og Kristínu. Mikið óyndi sótti á barnið framan- af, og saknaði hún mjög móður sinnar. Samt fór svo, að hún tók miklu ástfóstri við þau hjón, og þau unnu henni eins og hún væri dóttir þeirra. Héldust sterk til- finningatengsl milli hennar og þeirra æ síðan. Áratugum síðar, þegar þau hjón voru flutt til Reykjavíkur og gerðust aldurhnig- in og lasburða, hlúði Þorbjörg að þeim eftir mætti engu síður en þau væru hennar eigin foreldrar, og galt þeim þannig fósturlaunin. Vorið 1938 flutti fjölskyldan búferlum til Akureyrar, og brá þá allt til hins betra um afkomu heimilisins. Soffía var ráðin skóla- hjúkrunarkona við barnaskólann þar og hélt því starfi til æviloka, en Friðrik var jafnan lítt vinnu- fær sökum heilsubrests. Að barnaskólanámi loknu hóf Þorbjörg nám við Menntaskólann á Akureyri, en fór síðan í Reykja- skóla og lauk þar gagnfræðaprófi 1950. Hún vann síðan um skeið við verzlunarstörf á Akureyri, en hóf síðan hjúkrunarnám og lauk prófi frá Hjúkrunarskóla íslands 1955. Þá um haustið giftist hún Sigurði Kr. Árnasyni úr Reykjavík, sem þá var stýrimaður á Svalbak, tog- ara útgerðarfélags Akureyringa. Þau settu fyrst saman heimili á Akureyri, en fluttu síðan til Reykjavíkur, þar sem Sigurður átti íbúð, og áttu þar heimili upp frá því. Var Sigurður næstu árin á ýmsum fiskiskipum, en réðst síðar til Hafrannsóknastofnunar ís- lands og var á ýmsum skipum þeirrar stofnunar, hin síðari ár skipstjóri á Bjarna Sæmundssyni. Þau hjón eignuðust fimm drengi á tólf árum. Jafnframt húsmóð- urstarfinu stundaði Þorbjörg hjúkrunarstörf á sjúkrahúsum í Reykjavík eftir því sem við varð komið. Það kom í hennar hlut, eins og annarra þeirra kvenna, sem giftast sjómönnum, að hafa alla forsjá heimilisins í fjarveru eiginmannsins. Fór henni það vel úr hendi, enda var hún stjórnsöm, einörð og úrræðagóð. Þegar drengirnir fóru að kom- ast á legg gat Þorbjörg farið að gefa sig meira að hjúkrunarstörf- um en áður. Jafnframt tók hún að endurmennta sig og auka við þekkingu sína og sótti ýmis nám- skeið í því skyni. Á þessum árum fékk hún áhuga á kennslu og sett- ist því í Kennaraháskóla íslands, þar sem hún lauk kennaraprófi í hjúkrunarfræðum 1979. Hin síðari ár lagði hún sérstaka stund á að kynna sér hjúkrun aldraðra, og síðustu árin veitti hún forstöðu Öldrundardeild Landspítalans að Hátúni lOb. Þorbjörg Friðriksdóttir var fremur há vexti og beinvaxin, nokkuð herðabreið, en það var ættarfylgja úr föðurætt, dökk- hærð og andlitsfríð, en þó svip- mikil. Hún var kvik í hreyfingum, bar sig vel og var djarfmannleg í framkomu. Hún hafði mikla reisn. Hún var skapmikil, og ef henni sinnaðist sagði hún það sem henni bjó í brjósti umbúðalaust. En þar með var málið afgreitt og úr sög- unni, því að langrækin var hún ekki. Hins vegar var hún lang- minnug á allt, sem henni fannst vel gert í sinn garð og taldi seint fulllaunað. Hún var jafnan glöð í bragði og málhress. Gestrisin og greiðvikin var hún með afbrigðum, og voru þau hjón þar mjög samhent. Hún var fé- lagslynd og hafði ánægju af að umgangast fólk, vinföst og trygg- lynd. Hún var mjög vinnusöm og kappgjörn að hverju sem hún gekk, og var starfsþrek hennar með ólíkindum. Má þar nefna sem dæmi, að þegar hún var í Kenn- araháskólanum vann hún jafn- framt að hluta í Hátúni og sá auk þess um heimilið og fórst allt vel. Haustið 1980 fór Þorbjörg að kenna nokkurs lasleika. Við rann- sókn kom í ljós, að um krabba- mein var að ræða. Þetta var mikið áfall. Hún hafði alltaf verið heilsuhraust, aldrei kennt sér meins. Ekki veit ég, hvernig henni hefur verið innanbrjósts, þegar þetta kom í ljós, get aðeins gert mér það í hugarlund. Sjálf sagði hún fátt. Við, sem næst henni stóðum, gerðum okkur vonir um að meinið væri einangrað og lækn- anlegt. En það voru tálvonir. Við frekari rannsóknir kom í ljós, að meinið var orðið talsvert útbreitt og víðar en ætlað var í fyrstu. Eft- ir áramótin var svo komið, að hún þurfti að leggja inn á spítala mán- aðarlega og var þar til meðferðar vikutíma í senn. f febrúarbyrjun í fyrra töluðum við saman í síma. „Mér hefur aldrei verið lofað nein- um bata, en ég ætla mér að berjast meðan ég get,“ sagði hún þá. Henni var þá orðið ljóst, hafi það ekki verið fyrr, að til eins mundi draga. Hún lét ekki sitja við orðin tóm. Milli þess sem hún var til meðferðar á sjúkrahúsi var hún sívinnandi, bæði við hjúkrunar- störf og heimilið. Hún breytti ekki lifnaðarháttum sínum umfram það, sem brýna nauðsyn bar til, var jafnan glöð og hress í bragði, er fundum bar saman, svo sem ekkert væri að. Hún skemmti sér, ef svo bar undir, fór í ferðalög og reyndi að njóta lífsins, eins og hún væri við fulla heilsu. Hún lét lag- færa og endurbæta ýmislegt í íbúð þeirra hjóna, rétt eins og hún ætti þar langa dvöl fyrir höndum. Æðruleysi og jafnaðargeð þessar- ar geðríku konu, sem var að renna æviskeið sitt á enda langt fyrir aldur fram, vakti í senn undrun mína og aðdáun. Sjáif hafði hún í starfi sínu margoft orðið vör við nálægð þess gests, sem flestum er óvelkominn, en hún var greinilega staðráðin í að halda honum utan sinna dyra svo lengi sem þess væri kostur. En Þorbjörg stóð aldrei ein. Enda þótt hún væri æðrulaus og andlega sterk, var henni ómet- anlegur sá styrkur sem eiginmað- ur hennar, drengirnir og aðrir vin- ir og vandamenn veittu henni í veikindum hennar. Seint í febrúar síðastl. fór hún í síðasta sinn inn á sjúkrahús. Þá var hún vart farin að fylgja fötum. Síðustu dágana heima sat hún við að útbúa barnaföt, en kona Frið- riks, elzta sonarins, var að því komin að fæða. Það barn fæddist teimur dögum eftir lát hennar. Eins og að líkum lætur var mjög kært með þeim systrum Ástu, konu minni, og Þorbjörgu. Áttum við margar góðar og glaðar stund- ir á hinu fallega heimili þeirra hjóna, eða á ferðalögum með þeim. Var jafnan skipzt á heimsóknum, þegar færi gafst. Þær stundir heyra nú til liðinni tíð. Þau hjón eignuðustu fimm syni, eins og að framan getur. Þeir eru: Friðrik, við nám í sjávarlíffræði í Þrándheimi, kvæntur Margréti Eydal, og eiga þau eina dóttur. Steinar, við nám í húsagerðarlist í Kaupmannahöfn. Árni Þór, við nám í hagfræði í Osló, Þórhallur í menntaskóla og Sigurður Páll á fimmtánda ári í heimahúsum. Þorbjörg Friðriksdóttir var gæfukona. Hún átti góða bernsku- og æskudaga á Akureyri. Hún átti þess kost að velja sér það ævistarf, sem henni var bezt að skapi. Hún eignaðist góðan eiginmann, sem bar hana á höndum sér. Hún eign- aðist fimm mannvænlega syni. Síðast en ekki sízt átti hún það mikla sálarþrek að geta með æðruleysi tekið þungum veikind- um, sem aðeins gátu endað á einn veg. Þá var reisn hennar mest. Hún fékk hægt andlát að kvöldi hins 12. apríl síðastl. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 22. þ.m. en sjálf hafði hún gert allar ráðstafanir um tilhögun útfarar sinnar. Blessuð sé minning hennar. Akureyri, Arngrímur Bjarnason Þorbjörg Friðriksdóttir, hjúkr- unarkennari, andaðist í Landspít- alanum að kvöldi 12. apríl sl., að- eins 49 ára að aldri. Hún var fædd 25. október 1933 að Efra-Koti í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði, dóttir hjónanna Soffíu Stefáns- dóttur og Friðriks Jónssonar. Kynni mín af Þorbjörgu hófust 1955, þegar við vorum báðar nem- endur í Hjúkrunarskóla íslands, hún á síðasta ári og ég á 1. ári. Það er hefð í HSÍ að elstu nemendur taka að sér yngstu nemendur og kom það því í hennar hlut og „hollsystra" hennar að vera mitt „mömmuholl". Og þannig man ég eftir henni fyrst sem elskulegri, gáskafullri, gefandi ungri stúlku. Síðan skildi leiðir og mörg ár liðu þar til við hittumst aftur. Það var árið 1977, reynslunni ríkari úr skóla lífsins. Við settumst saman á skólabekk að nýju, nú við hjúkrunarkennaranám í Kennara- háskóla íslands. Þá deildum við og með okkur stöðu hjúkrunarfram- kvæmdastjóra á öldrunar- lækningadeild Landspítalans. Þannig unnum við saman I námi og starfi í 2 ár. Þetta var erfiður en jafnframt ánægjulegur tími. Fyrir mig var það ómetanlegt að eignast Þorbjörgu að vinkonu og félaga við slíkar kringumstæð- ur og fyrir það er ég einlæglega þakklát. Þorbjörg var stórbrotin og heilsteyptur persónuleiki, sem gerði miklar kröfur, en þó fyrst og fremst til sjálfrar sín. Allt sem hún tók sér fyrir hendur, var unn- ið af miklum dugnaði og alúð. Hálfvelgja var henni ekki að skapi. Hún var einstaklega skemmtileg og góður félagi og átti auðvelt með að sjá broslegu hlið-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.