Morgunblaðið - 21.04.1983, Page 35

Morgunblaðið - 21.04.1983, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 39 arnar á hlutunum. Áhugi hennar á hjúkrunarstarfinu var óbilandi og að miðla öðrum var hennar aðal. Að loknu hjúkrunarkennaranám- inu ’79, tók hún að fullu við hjúkr- unarframkvæmdastjórastöðu við öldrunarlæknindageild Landspít- alans, enda hafði hún kynnt sér sérstaklega starfsemi á öldrunar- lækningadeildum, sem þá voru í mótun. Það var mikið áfall þegar hún veiktist af alvarlegum sjúkdómi haustið 1980. Mig skortir orð til að lýsa aðdáun minni á þreki því og kjarki sem hún sýndi í veikindum sínum fram til hinstu stundar. Það var ekki að hennar skapi að gefast upp. Allan þennan tíma þurfti hún að leggjast inn á sjúkrahús á 6 til 8 vikna fresti, til 10 daga meðferðar, og alltaf kom hún til vinnu þess á milli af sama dugnaði og eljusemi. Enginn sem ekki vissi, gat séð, að þar gengi maður ekki heill til skógar. Eng- inn vissi betur en hún sjálf, að það gat brugðið til beggja vona, hve- nær sem var. En fyrir þau góðu tímabil, sem hún fékk notið, var hún Guði þakklát. En þó mér hafi orðið tíðrætt um Þorbjörgu sem hjúkrunarfræðing, þá var skerfur hennar ekki minni sem húsmóður og móður. Hún giftist 19 október 1955, eftirlifandi manni sínum, Sigurði Árnasyni, skipstjóra, og eignuðust þau 5 syni: Friðrik f. 22. maí 1957, stundar háskólanám í Þrándheimi, kvæntur Margréti Eydal, félagsráðgjafa. Þau eignuð- ust dóttur þ. 14. apríl sl. Steinar, f. 13 september 1958, stundar há- skólanám í Kaupmannahöfn. Árni Þór, f. 30. júlí 1960, stundar há- skólanm í Osló. Þórhallur, f. 7. ágúst 1964, menntaskólanemandi. Sigurður Páll f. 10. september 1968, nemi í grunnskóla. Það duldist engum sem kom inn á heimili Þorbjargar og Sigurðar, að þar hafði verið unnið með sam- stilltu átaki. Þess bera heimilið og drengirnir vitni. Og þó hjúkrun- arstarfið hafi verið ofarlega í huga Þorbjargar, þá var það þó hagur og framtíð sonanna sem hún bar mest fyrir brjósti. Mikill harmur er kveðinn við fráfall Þorbjargar að vinum, starfsféiögum, ættingum og sjúkl- ingum hennar. Hún lét alls staðar gott af sér leiða, bæði í gleði og sorg. Ómælt er það lóð, sem hún bætti á vogarskálina til bættrar hjúkrunar í þessu landi. Mestur er harmur eiginmanns, sona, tengda- dóttur og sonardóttur. Ég og fjölskylda mín vottum þeim innilega samúð og við biðjum góðan Guð að varðveita þau og styrkja á erfiðri stund. Ég kveð svo kæra vinkonu með þessum ljóðlínum Jónasar Hall- grímssonar: Síst vil ég idla um svefn við þig, þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sælli funda. |>að kemur ekki mál við mig. Flýt þér vinur í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Bjarney Tryggvadóttir Þorbjörg Friðriksdóttir er látin. Þessi lífsglaða, þróttmikla kona hefur háð sína baráttu á enda. Andlátið kom ekki á óvart, miklu fremur hitt hve lengi henni hafði tekist að halda vágestinum niðri með andlegum styrk sínum og baráttuvilja. Þorbjörg fæddist 25. október 1933 að Éfra-Koti, Lýtingsstaða- hreppi, Skagafirði. Foreldrar hennar voru Friðrik Jónsson, verkamaður á Akureyri, og Soffía Stefánsdóttir, heilsugæslukona. Þorbjörg lauk gagnfræðaprófi frá Hérðasskólanum á Reykjum í Hrútafirði árið 1950 og í septem- ber 1955 útskrifaðist hún úr Hjúkrunarskóla íslands. Starfaði hún síðan við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri um eins árs skeið, 1955—56. Eftir það fluttist hún suður til Reykjavíkur og starfaði þar við Borgarspítalann í Reykjavík 1957—58 og sumarið 1959. Eftir nokkurt hlé hóf hún störf við Slysavarðstofuna í Reykjavík, nánar tiltekið frá því í apríl 1961 til ársloka 1962. Við Landspítalann hóf Þorbjörg störf sumarið 1969 og varð síðar einn af hjúkrunarframkvæmdastjórum spítalans. Því starfi gegndi hún fram að síðustu jólum þrátt fyrir veikindi sín, en eftir það átti hún ekki afturkvæmt til starfa. Auk þeirra starfa sem hér hafa verið talin, kenndi Þorbjörg lengi við Hjúkrunarskólann. Bar hún mjög fyrir brjósti eflingu hjúkrunar- náms og aukna menntun hjúkrun- arfólks í landinu. í þessu skyni stuðlaði hún meðal annars að bættum bókakosti og skipulagn- ingu bókasafns skólans. Sjálf lagði hún námið aldrei á hilluna. Hún stundaði framhaldsnám við Kenn- araháskóla íslands árið 1977—79 og á síðasta ári sótti hún enn nám- skeið í hjúkrunarfræði, löngu eftir að henni var ljóst að hverju dró. Allt lífið var hún í sífelldu námi, hún fylgdist vel með á sínu sviði og öðrum, því að fátt mannlegt var henni óviðkomandi. Henni var ljóst að mennt er máttur, og víst er að synir hennar hlutu gott veganesti og mörkuðu sér ungir farsæla braut. Þorbjörg giftist 19. október 1955 eftirlifandi manni sínum, Sigurði Árnasyni, skipstjóra hjá Bæjarút- gerð Reykjavíkur og síðar skip- stjóra á fiskirannsóknaskipum ríkisins, lengst af á Bjarna Sæ- mundssyni. Vegna starfs síns var Sigurður langdvölum fjarri heim- ili sínu, en fjarvistirnar bætti hann er hann var í landi, því að hann var sá besti heimilisfaðir sem hægt er að hugsa sér, ákaf- Iega natinn og hlýr fjölskyldu sinni. Heimili þeirra hjóna bar smekkvísi þeirra fagurt vitni, meðal annars prýðilegri hand- mennt Þorbjargar. Þar blöstu við handsaumuð verk hennar, en auk þess var hvert sængurver og hand- klæði nostursamlega merkt eig- anda sínum. Heimilisstörf léku einnig í höndum Sigurðar eigi síð- ur en önnur þau sem meir hafa verið talin karla. Færðust þau meira á hans herðar á síðasta ári er þrek Þorbjargar tók að minnka, þá var hann langdvölum í landi henni og yngri sonum þeirra til hjálpar og félagsskapar. Þorbjörg og Sigurður eignuðust fimm syni, alla óvenju mannvæn- lega. Friðrik, þeirra elstur, f. 22. maí 1957, stundar nú framhalds- nám í fiskifræði við háskóla í Þrándheimi og dvelst þar ásamt eiginkonu sinni, Margréti H. Ey- dal, nema í félagsráðgjöf og ný- fæddri dóttur þeirra; Steinar f. 13. sept. 1958, við nám í byggingarlist við Hafnarháskóla; Árni Þór, f. 30. júlí 1960, nemur hagfræði og tölvufræði við Oslóarháskóla; Þórhallur f. 7. ágúst 1964, nem- andi við Menntaskólann í Hamra- hlíð; Sigurður Páll, f. 10. sept. 1968, nemandi í Hlíðaskóla. Frið- rik, Árni Þór og Siggi Palli voru allir í sveit á bernskuheimili okkar sem þetta ritum að Stóru- Borg í Víðidal, hver á eftir öðrum. Það er með öðru til marks um hirðusemi Þorbjargar og um- hyggju, að í fatatöskum sonanna var ævinlega listi yfir hvaðeina sem í töskunni var, hve mörg pör af sokkum, nærskyrtum o.s.frv., þeim og móður okkar til aukins hagræðis. Á fjölskyldan margs góðs að minnast frá þeim sumar- dögum. Það bar margt á góma og tíminn flaug þegar þau góðu hjón Þorbjörg og Sigurður komu í heimsókn, stundum með hina syn- ina í fylgd með sér. Þorbjörg átti auðvelt með að setja sig inn í annarra hagi og reyndi þá að verða að liði ef það stóð í hennar valdi. Enn á síðasta ári lagði hún veik á sig göngur fyrir lækna í því skyni að ýta á eftir aðgerðum á þeim sem hún vissi illa haldna. Nú er hún öll, en minning hennar lifir. Henni tókst að lifa lengur en henni virtist ætl- að um skeið. Fyrir tveimur árum sagðist hún ekki geta dáið frá yngsta syni sínum ófermdum, hvert eitt ár sem tækist að fresta þvó óumflýjanlega skipti megin- máli. Og henni tókst að bæjga dauðanum frá þar til nú. Þorbjörg hélt glaðværð sinni og styrk til hins síðasta. Við sem þekktum hana erum innilega þakklát fyrir þær stundir sem við fengum notið samvista við hana og kynntumst mannkostum henn- ar og hlýju. Við og fjölskyldurnar fyrir norðan sendum Sigurði og sonun- um fimm okkar dýpstu samúð- arkveðjur og biðjum þann sem öllu ræður að styrkja þá í sorg sinni. Guðrún og Ólöf Hulda „Lífið er brot, örskotsstund, milli tveggja eilífða, mótað af öllu því sem liðið er og mótar sjálft hið ókomna. (W.E. Channing.) Þessi orð koma upp í huga okkar þegar við nú stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að Þorbjörg vinkona okkar er öll. Þau minna okkur á það, hve lífið er stutt og að dauðinn ber að dyrum þegar hans tími er kominn, hvort sem okkur finnst dagsverki lokið eða ekki. Skammt finnst okkur stórra högga á milli þar sem við, ásamt Þorbjörgu, kvöddum góða vinkonu og starfssystur fyrir tæpum þrem árum. Ekki óraði okkur fyrir því þá, að annað skarð yrði rofið í þennan vinahóp svo skjótt sem raun varð á. Hluti af lífinu er dauðinn og við sem eftir stöndum göngum á vald minninganna og hugirnir reika allt til fyrstu kynna, er hófust þegar við vorum skólasystur í Hjúkrunarskóla íslands. Hélst vinátta okkar æ síðan. Ánægju- stundir nemaáranna komu oft upp í hug okkar síðar meir. Þorbjörg varð sú fyrsta í okkar hópi til að stofna heimili. Áttum við því láni að fagna að vera nágrannar henn- ar þá, og sem fyrr áttum við marg- ar góðar stundir saman. Ætíð var hún lífsglöð og hrókur alls fagnað- ar í góðra vina hópi. Hún var einstaklega dugleg og kjarkmikil kona. Kom það ekki síst fram í baráttu hennar við þann sjúkdóm, er að iokum bar hana ofurliði. Raunsæi hennar og kjarkur var aðdáunarvert. Þegar sjúkdóms hennar varð vart, lýsti hún því yfir að hún ætlaði að berj- ast til hins ýtrasta, og stóð hún við það. Hún hélt áfram að vinna meðan hún hafði getu til. Jafnvel tók hún sér fyrir hendur frekara framhaldsnám á síðasta ári, og áttum við þá þess kost að sitja saman á skóiabekk á ný. Kraftar hennar leyfðu þó ekki fulla aðild að náminu. Engu síður var hún ávallt reiðubúin að deila með okkur þekkingu sinni og reynslu. Oft var rætt um lífið, tilveruna og dauðann. Sem dæmi um yfirvegun hennar má nefna það að hún skráði sín eigin viðbrögð við þeirri lífsreynslu, sem sjúkdómurinn lagði á hana, í von um að það mætti verða öðrum að gagni og létta þeim sína baráttu undir svip- uðum kringumstæðum. Hún var þess fullviss hvert stefndi, en æðr- aðist aldrei og ræddi um sjúkdóm sinn raunsætt og yfirvegað. Foreldrar Þorbjargar voru Soffía Stefánsdóttir og Friðrik Jónsson, sem nú eru bæði látin. Hún ólst upp á Akureyri og dvaldi þar allt fram að þeim tíma er hún hóf nám í hjúkrunarskólanum. Hún giftist árið 1955, Sigurði Árnasyni skipstjóra og eignuðust þau 5 efnilega syni. Elstur er Frið- rik, kvæntur Margréti Eydal, þá Steinar og þar næst Árni Þór, allir við háskólanám á Norðurlöndum. í foreldrahúsum eru Þórhallur, menntaskólanemi og Sigurður Páll í grunnskóla. Þorbjörg stundaði ávallt hjúkr- un samhliða húsmóðurstörfunum. Hún vann við Sjúkrahús Akureyr- ar, Borgarspítalann og Landspít- alann. Einnig kenndi hún við Hjúkrunarskóla íslands. Hún lauk prófi í hjúkrunarkennslu frá Kennaraháskóla íslands árið 1979. Síðustu árin var hún hjúkrunar- framkvæmdastjóri við Öldrunar- lækningadeild Landspítalans. Þorbjörg var gæfusöm í sínu einkalífi. Hún eignaðist góðan og traustan eiginmann, er studdi hana í hvívetna, ásamt sonum þeirra. Megi minningin um góða eiginkonu og móður styrkja þá í sorg þeirra. Við og fjölskyldur okkar vottum þeim okkar innilegustu samúð. Minnumst við orða Kahlil Gibr- ans: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Guðrún' Guðnadóttir, Matthildur Valfells. Þann 12. þessa mánaðar andað- ist í Landspítalanum Þorbjörg Friðriksdóttir, aðeins 49 ára göm- ul. Það er ekki ætlun mín að rekja æviferil hennar í þessum fátæk- legu orðum. Til þess var ég henni ekki nógu kunnug. Ég kynntist Þorbjörgu, Sigurði og drengjunum þeirra fimm þegar þau fluttu í Stigahlíð 37. Ég veitti því strax athygli hvað þessi kona var sköru- leg í fasi og dugnaðarleg. Hún var hjúkrunarfræðingur að mennt og vann við það, auk þess sem hún stundaði nám og lauk prófi sem hjúkrunarkennari. Ekki kom þetta niður á heimilinu, því þar var snyrtimennskan frábær. Það kom mest í hennar hlut sem sjó- mannskonu að ala upp drengina þeirra fimm. Allir eru þeir for- eldrum sínum til sóma. Fyrir um það bil tveimur og hálfu ári kenndi Þorbjörg sér fyrst þess meins sem nú hefur dregið hana til dauða. Hún vissi strax að sjúkdómurinn var ill- kynja, en lét hvergi bugast. Á milli þess sem hún var á sjúkra- húsum vann hún sem hjúkrunar- fræðingur og hugsaði um heimilið. Síðast vann hún í desember. Eftir það fór henni að hraka mjög. Hún gekk þess ekki dulin að hverju stefndi, en sýndi alltaf sama æðruleysið og stillinguna. Sigurður minn, við hjónin sam- hryggjumst ykkur í þessari miklu sorg. Megi almáttugur Guð, sá eini sem er megnugur að hugga og græða sárin, styrkja ykkur um ókomin ár. Helga Þorbjörg Friðriksdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri, lést þriðjudaginn 12. apríl sl. Á þeim tímum, sem flestir hverfa á braut á háum aldri, er hún kölluð burt á miðri starfsævi. Enn einu sinni er- um við minnt á, að allir hljóta að hlýða dauðans kalli. Þorbjörg var afkastamikil kona, sem skilaði miklu dagsverki. Sem eiginkona og móðir eignaðist hún og ól upp 5 mannvænlega drengi, sem bera með sér, að mikil alúð hefur verið lögð við uppeldi þeirra. En sem sjómannskona, hvíldi upp- eldi drengjanna að verulegu leyti á hennar herðum. Samhliða heimilinu vann hún af og til í hlutastarfi við hjúkrun og kennslu. Árið 1976 réðst hún til starfa á öldrunarlækningadeild Landspítalans Hún vann sem deildarstjóri um hríð, en vegna augljósra hæfileika hennar voru henni falin störf hjúkrunar- framkvæmdastjóra við deildina, fyrst að hluta en síðan í fullu starfi eftir framhaldsnám í hjúkr- un við Kennaraháskóla Islands. Starfi sínu gegndi hún af óbil- andi áhuga og elju. Hún hafði skarpa innsýn í þarfir aldraðra og var óþreytandi við að miðla öðrum af þekkingu sinni. Hún var fram- úrskarandi fræðari og lagin við að skýra mál sitt vel og glæða áhuga. Segja má, að dagsverkum hafi hún skilað tveimur, fjölskyldunni öðru, starfinu hinu. Fyrir tveimur og hálfu ári bar dökkan skugga á lífsferil hennar, er hún hóf baráttu sína við alvar- legan sjúkdóm. Kom þá berlega í ljós hinn einstaki kjarkur hennar og þrek. Hún þurfti æ ofan í æ að gangast undir erfiðar læknisað- gerðir, en var jafnan komin til starfa á ný þegar þrek og kraftar leyfðu. I veikindum sínum átti Þorbjörg því láni að fagna að geta notið umhyggju eiginmanns síns, sem studdi hana með ráðum og dáð. Féll það þá í hans hlut að sinna heimilinu og mátti hann oft taka sér frí frá sínum störfum. Missir eiginmanns hennar og sona er mikill og verður ekki bætt- ur. En eftirsjáin er ekki aðeins að- standenda, heldur allra þeirra mörgu sem hún lagði til starfs- krafta sína; sjúklinga, nemenda og starfsfólks. Við kveðjum hana með þökk og virðingu og vottum fjölskyldu hennar dýpstu samúð. Starfsfólk öldrunarlækn- ingadeildar Landspítalans. Þorbjörg Jónína Friðriksdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, fædd 25. október ’33, andaðist 12. apríl ’83. Foreldrar hennar voru Friðrik Jónsson, bóndi og Soffía Stefáns- dóttir, sem þá bjuggu í Efra-Koti, Lýtingsstaðahrepp, Skagafirði. Fimm ára gömul flutti Þorbjörg til Akureyrar með foreldrum sín- um og þar ólst hún upp. Henni var tíðrætt um sín góðu uppvaxtarár sem hún naut í foreldrahúsum á1" Akureyri með systkinum sínum. Þorbjörg útskrifaðist frá Hjúkrunarskóla íslands í sept- ember 1955 og vorum við allar samtímis í hjúkrunarnámi. Haustið 1977 hóf Þorbjörg nám í Kennaraháskóla íslands og lauk þaðan prófi í hjúkrunarkennslu. Hún vann alla tíð við hjúkrunar- störf og kennslu. I apríl 1976 hóf Þorbjörg störf á öldrunarlækn- ingadeild Landspítalans. Þó kynni okkar hafi verið góð fyrir, þá tókst með okkur nú hin góða trausta vinátta, enda var Þorbjörg mikill vinur vina sinna. Hún hafði fast- mótaðar skoðanir, var hrein og bein við alla, skemmtilegur félagi í orðsins bestu merkingu og hafði gamanyrði á vörum þegar á þurfti að halda. Hjúkrunarstarfið var sterkur þáttur í lífi hennar. Hún stundaði það af árvekni, samviskusemi og kunnáttu og lét sér mjög annt um sjúklinga sína. Skapgerð hennar var þannig að hún hikaði ekki við að taka að sér erfið og krefjandi verkefni. Það er augljóst að þegar sett er á stofn ný deild, hlýtur undirbúningur og rekstur deildar- innar að gera mikla kröfu til stjórnenda. Það próf stóðst Þor- björg með miklum sóma. Hún virtist borin til að stjórna og þrátt fyrir stórt heimili hikaði hún ekki við að leggja á sig erfitt 2ja ára framhaldsnám til að vera betur undir störf sín búin. Það var gaman að ræða við Þorbjörgu um sameiginleg áhuga- mál, láta hugann reika um allt sem við vorum sameiginlega að vinna að — bættri og betri hjúkr- unarþjónustu. Hún lagði mikið af mörkum til hjúkrunarmála og þá einkum til öldrunarþjónustu, sem hún lagði mikla rækt við og hafði kynnt sér erlendis. Þorbjörg var gæfukona í einka- lífi sínu. Hún lifði í farsælu hjóna- bandi með eiginmanni sínum Sig- urði Árnasyni, skipstjóra, sem hún gekk að eiga í október 1955. Þau eignuðust 5 syni: Friðrik, Steinar og Árna Þór, allir í há- skólanámi erlendis, Þórhall menntaskólanema og Sigurð Pál grunnskólanema. Eiginkona Frið- riks er Margrét Eydal, félagsfræðinemi og eiga þau eina dóttur. Eins og hjá öðrum sjó- mannskonum hvíldi uppeldi barn- anna og rekstur heimilisins mjög á Þorbjörgu, en eiginmaður henn- ar launaði henni ríkulega þau störf með nærgætni sinni og alúð, ekki síst í löngum og ströngum sjúkdómsferli hennar. Þorbjörg veiktist haustið 1980. Þá sýndi hún viljastyrk sinn og dugnað. Lífslöngunin og lífsbar- áttan var svo sterk að jafnvel al- varlegur sjúkdómur gat ekki bug- að hana. Hún hélt áfram að vinna á milli þess sem hún lagðist inn á sjúkrahús til meðferðar, sem oft reyndist henni erfið. En hún kvartaði ekki yfir henni, heldur því að nýtast ekki í starfi, koma ekki nógu iniklu í verk. Við höfum misst kæran vin og samstarfsmann, en sárastur er missir fjölskyldunnar. Við biðjum góðan Guð að blessa ykkur og styrkja og megi orð Páls postula vera ykkur samúðarkveðja: „Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist.” Vigdís Magnúsdótlir, llólmfríður Stcfánsdótlir, llrcfna Jóhannsdóttir, llcrtha W. Jónsdóllir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.