Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 21 fleira verður til skemmtunar. Samkoman er til styrktar komu norsku harmóníkuhljómsveitar- innar Senja trekkspilklubb hingað til lands í sumar. Allir velkomnir. Seltjarnarnes: Glatt á hjalla í Félagsheimilinu Kvenfélagið Seltjörn fagnar sumri á sumardaginn fyrsta í Fé- lagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Sá skemmtilegi siður hefur verið þar á undanförnum árum, að börn og unglingar hafa skemmt meðan fólk kaupir kaffi og styrkir með því störf kvenfélagsins í þágu bæj- arbúa. Svo verður einnig nú. Lúðrasveit barna leikur og fleira verður til skemmtunar kaffigest- um. Það er von félagsins, að sem flestir komi í kaffið og styrki með því störf félagsins. Reykjavík: Hátíðahöld skáta Reykjavíkurskátar munu halda sumardaginn fyrsta hátíðlegan. Að þessu sinni verður horfið til gamalla hefða, því þá munu skát- ar fylkja til hátíðarmessu í Há- skólabíói. Gangan leggur af stað kl. 9.45 frá nýju skátamiðstöðinni við Snorrabraut, gengið verður niður Laugaveg, Lækjargötu, Skothús- veg og Hringbraut að Háskólabíói, en þar mun séra Guðmundur Óskar Ólafsson þjóna fyrir altari, skátakór syngur og undirleik ann- ast Smári Ólason. Síðar um daginn mun skátafé- lagið Dalbúar halda útihátíð á Ármannsvelli, skátafélagið Garðbúar verður með útihátíð við Hæðargarð. Skátafélagið Skjöld- ungar verða með fjölskyldu- skemmtun í skátaheimilinu við Sólheima, en á öllum þessum stöð- um verður ýmislegt til skemmtun- ar fyrir yngri sem eldri borg- arbúa. Skátafélagið Árbúar mun skemmta sjúklingnum á Landspít- alanum. Foreldrar, „gamlir“ skátar og aðrir velunnarar eru hvattir til að taka þátt í hátíðahöldum dagsins og gaman væri ef þeir tækju fram gömlu búningana sína og viðruðu þá með því að bera hann þennan dag og vekja þannig upp hinn gamla skátaanda. Kópavogur: Skátamessa, ganga og skemmtiatriði Mikil hátíðahöld verða í Kópa- vogi á sumardaginn fyrsta. Klukk- an 11 verður skátamessa í Kópa- vogskirkju, en safnast verður saman við Víghólaskóla klukkan hálf ellefu og gengið niður Álf- hólsveg og upp í kirkju. Klukkan hálf tvö safnast menn saman við Digranesskóla og klukkan tvö verður lagt af stað í göngu niður Álfhólsveg, upp Meltröð og inn á Víghólaskólalóð- ina að sunnanverðu þar sem skemmtun fer fram. Rannveig Guðmundsdóttir forseti bæjar- stjórnar flytur ávarp, en kynnir er Sigurður Lyngdal. Barnakór Kársnes- og Þinghólsskóla syngur nokkur lög. Þá verður Leikbrúðu- land á staðnum og eftir skemmti- atriðin sér diskótekið Dísa um fjörið fyrir krakkana. Grýlurnar með afmælishátíð GRÝLURNAR halda upp á tveggja ára afmæli hljómsveitar- innar í dag, sumardaginn fyrsta, með útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar, „Mávastellið". Útgefandi plötunnar er Spor. Vinnsla plötunnar hófst í byrj- un þessa árs í Hljóðrita, og var Bretinn Louis Austin upptöku- stjóri. Á plötunni eru ellefu frum- samdir söngvar og önnuðust Grýl- urnar sjálfar allar útsetningar og hljóðfæraleik. Hljóðblöndun var framkvæmd í Bretlandi, nánar til- tekið í Statling Studio, sem er í bústað bítilsins Ringo Starr. { tilefni af afmælinu og plötu- útgáfunni halda Grýlurnar af- mælishátíð í Klúbbnum í kvöld og hefst hún klukkan 21. Festi: Fjölbreytt skemmtiatriði Kvennadeild knattspyrnudeild- ar UMFG stendur fyrir hátíða- höldum í dag í Festi. Hátíðin hefst klukkan 14 og verður ýmislegt til skemmtunar. Fjórtán börn leika og syngja í söngleiknum Lóan eft- ir Margréti Sighvatsdóttur. Skóla- lúðrasveitin leikur nndir stjórn Jóns Hjaltasonar. Lína langsokk- ur kemur í heimsókn. Unglingar sýna dans, o.fl. Þá verður kaffisala í litla salnum. Félagssvæði Ármanns: Barna- og fjöl- skylduhátíö Eins og venja er á sumardaginn fyrsta verður haldin barna- og fjölskylduhátíð í dag á félags- svæði Ármanns við Sigtún. Hátíð- in hefst kl. 14 með því að Lúðra- sveit Laugarnesskóla leikur, en frá 14.30 til 17 sýnir Glímufélag Ármanns fimleika, glímu, júdó og frjálsar íþróttir. Sýningin verður í Ármannsheimilinu. A þessum tíma verður Skátaélagið Dalbúar með skátatjaldbúð og skátatívolí. Einnig verða útileikir á útisvæði og sælgætis- og kaffisala. Við erum komin í betri fötin. Höfum opnað eftir velheppnaðar breytingar fRUIN HiÆK Ui 'l BETRi 6ÍL í tilefni sumarkomunnar langþráöu höfum viö opið í dag kl. 1—6 Nú er rétti tíminn til aö skrá hjólhýsin. SYNUMAANNAÐ HUNDRAÐ BÍLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.