Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 40
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 Seiros.skaup.staður úr lofti á fögrum sumardegi. Auk þessa mundu opnast mögu- leikar á hagstæðum útflutningi jarðefna frá Suðurlandi, t.d. Hekluvikri með smá úrbótum í Þorlákshöfn, með því að skip er flyttu súrál úr Straumsvík til Þorlákshafnar flyttu vikur þangað i bakaleiðinni, í stórskip sem flytja súrál til landsins. Eins og áður segir eru Sunn- lendingar ekki búnir að gefa stein- ullarverksmiðju upp á bátinn, en tekist hefur verið á um hvort verksmiðja af þessu tagi skuli byggð í Þorlákshöfn eða á Sauð- árkróki. „Við erum að bíða eftir því að ekkert verði gert á Sauð- árkróki," sagði einn viðmælenda blaðsins, gamalreyndur sveitar- stjórnamálajaxl. Sunnlendingar segja 75% innanlandsmarkaðar- ins á suðvesturlandinu og að stofnkostnaður verksmiðju sé talsvert meiri norður í landi. í sambandi við orkufrekan iðn- að hafa Sunnlendingar áhuga á að starfrækja álsteypu er framleiddi steikarpönnur og fleira úr áli. Er unnið að athugun á arðsemi slíkr- ar verksmiðju á vegum Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi (SASS). Einnig eru í athugun möguleikar á framleiðslu títan- málma, krómmálma, kísilkarbíðs, manganmálma og framleiðslu C-vítamíns. Suðurlandskjördæmi: Brýnasta hagsmunamál íbúanna að atvinnulíf verði aukið og eflt Verðmætasköpun í Vestmannaeyjum. Ljósm. sígurgeír Jónuson. Kitt brýnasta hagsmunamál Sunn- lendinga og Vestmannaeyinga er að atvinnulíf verði eflt og aukið í kjör- dæmi þeirra. Þróun atvinnumála á Suðurlandi hefur verið hæg undan- farin ár og sífellt orðið erfiðara fyrir ungt fólk að komast á vinnumarkað- inn. Atvinnuleysi hefur í auknum mæli stungið sér niður í kjördæm- inu, en þar hefur afkoma manna ver- ið einna tryggust á landinu um lang- an aldur, enda kjördæmið eitt mesta landbúnaðarsvæði landsins og gjöful fiskimið í nánd. Þekkt er um langan aldur árstíðabundið atvinnuleysi á Eyrarbakka og Stokkseyri, þar sem útgerð og fiskvinnsla er uppistaðan, en í seinni tíð hefur hið sama átt sér stað bæði í Þorlákshöfn og Vest- mannaeyjum, og í vetur hefur at- vinnnuleysisvofan knúið að dyrum hjá öðrum en þeim sem við fisk- vinnslu vinna, svo atvinnuleysi hefur sennilega aldrei verið meira í kjör- dæminu en cinmitt um þessar mundir. Auk þessa er bygging stein- ullarverksmiðju í Þorlákshöfn enn ofarlega í hugum Sunnlendinga og segja þeir hana ekki úr sögunni, heldur í biðstöðu þar til menn kom- ist að því að óskynsamlegt verði að rcisa slíka verksmiðju við Skaga- fjörð, eins og einn viðmælandi Mbl. orðaði það. Kinnig eru úrbætur í samgöngumálum aðkallandi að mati Sunnlcndinga og er þar stærst gerð brúar yfir Olfusá við Óseyrarnes, sem gera mundi Árborgarsvæðið að þriðja stærsta vinnumarkaðssvæði landsins og skapaði skilyrði fyrir stóriðju í nágrenni Þorlákshafnar. Mundi ýmis önnur atvinnuþróun fylgja, að sögn Sunnlendinga. Sunnlendingar segja að mikil verkefni séu framundan í atvinnu- málum í kjördæminu, og hafa þeir sjálfir átt frumkvæðið að aukinni iðnþróun, m.a. með stofnun sér- staks iðnþróunarsjóðs sveitarfé- laganna fyrir áratug. 1 kjördæm- inu er fyrir hendi rótgróin frum- framleiðsla í landbúnaði og sjáv- arútvegi. Nú hafa Sunnlendingar mikinn áhuga á aukinni úrvinnslu landbúnaðar- og sjávarafurða í héraðinu, og telja hlut sinn hvergi nægilega stóran i þeim efnum. Þeir segja að með bættum sam- göngum við aðalmarkaðssvæði landsins og ef eðlileg rekstrarskil- yrði væru fyrir hendi, væru mögu- leikar til nýjunga í úrvinnslu- greinum í kjördæminu miklir. Hins vegar sé ekki raunverulegur áhugi hjá t.d. Sláturfélagi Suður- lands eða Mjólkurbúi Flóamanna, sem eru stærstu aðilarnir, á því að auka úrvinnslu afurða í kjördæm- inu, en á sama tíma eru þó ýms smærri úrvinnslufyrirtæki að skjóta rótum þar. Stóriðja Það kom greinilega fram í sam- tölum við Sunnlendinga, að áhugi á því að orkufrekur iðnaður rísi í kjördæminu er mikill. Enginn orkufrekur iðnaður er í Suður- landskjördæmi, þótt þar séu um 88% raforku landsins framleidd. og á hafnleysið sinn þátt í því. I þeim áætlunum, sem fyrir liggja um orkunýtingu landsmanna, eru engin áform uppi um nýtingu hennar í Suðurlandskjördæmi. Ef ráðast á í stóriðju í kjördæminu er því um það að ræða að skapa hafn- araðstöðu í þeim mæli sem þarf eða leita uppi orkufrekan iðnað, sem byggist á nýtingu jarðvarma og vatnsorku og krefst ekki mikill- ar hafnaraðstöðu. í þessum efnum benda Sunn- lendingar á að með óverulegum viðbótum megi nota núverandi hafnaraðstöðu í Þorlákshöfn til upp- og útskipunar á öllum álvör- um nema súráli með stórskipum. Því væri staðsetning álvers á Þor- lákshafnarsvæðinu rökréttur og ákjósanlegur kostur eftir að álver- ið í Straumsvík hefði verið stækk- að í hagkvæma rekstrarstærð. Byggingarland fyrir álver við Þorlákshöfn segja þeir mjög ákjósanlegt og ef til vill það bezta sem hér á landi þekktist, aðflutn- ingur raforku frá orkuverum á Þjórsársvæðinu væri auðlagður og mun styttri en t.d. til Straumsvík- ur, og á Suðurlandsundirlendi sé nægilega stór atvinnumarkaður fyrir álver. Loks væru mengun- aráhrif frá álveri í Þorlákshöfn óveruleg borið saman við flesta aðra staði. Iönaöur tengdur orkuiðnaði Varðandi eflingu atvinnulífs í Suðurlandskjördæmi er því m.a. haldið fram að miklir framtíð- armöguleikar séu á framleiðslu raf- og vélbúnaðarhiuta vegna vatnsvirkjana og orkuiðjuvera. Megin fjárfesting þjóðarinnar á næstu árum yrði í orkufrekum iðnaði, og það væri mat fróðra manna að í landinu væri fyrir hendi tækniþekking, verkþekking og mannafli til að hanna og setja upp öll tæki og leiðslur er þyrfti til vatnsvirkjana og iðjuvera, en allir þeir hlutir eru fluttir inn. Landbúnaöur Á Suðurlandsundirlendinu er að finna eitt besta landbúnaðarhérað landsins, en þar hefur gætt vissr- ar stöðnunar. Ekki er að vænta neinnar aukningar í framleiðslu né úrvinnslu hefðbundinna land- búnaðarvara, og jafnvel spáð sam- drætti þótt möguleikar séu taldir fyrir hendi á aukinni úrvinnslu á kjöti og mjólkurvörum, skinnaiðn- aði og lífefnaiðnaði. Vaxtarbroddur er hins vegar í nýjum búgreinum, m.a. í loðdýra- rækt, fiskirækt og jafnvel skóg- rækt, en Sunnlendingar telja einn- ig að með nýjum tökum í mark- aðsmálum megi treysta undirstöð- ur landbúnaðar í kjördæminu. Hefur t.d. refabúum fjölgað upp á síðkastið og eru möguleikar í refa- rækt miklir taldir í Suðurlands- kjördæmi vegna nálægðar við fiskvinnslustöðvar og sláturhús, en fiskúrgangur og sláturúr- gangur eru ákjósanleg uppistaða í refafóðri. Sjávarútvegur og úrvinnsla sjávarfangs í Suðurlandskjördæmi er að finna stærstu verstöð landsins,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.