Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984 Áætluð byggingavísitala reiknuð: Verðbólga innan við eitt prósent HAGSTOFA íslands hefur reiknað út hækkun byggingarvísitölu frá desember 1983 til janúar 1984 og reyndist hækkun hennar vera 0,80%. Miðaö við þessa hækkun milli mán- aða mælist hraði verðbólgunnar á 12 mánaða tímabili innan við eitt pró- sent eða nánar tiltekið 0,96%. Fyrir desembcrmánuð reyndist vísitala byggingarkostnaðar vera 155,09 stig en í janúar 155,22 stig. Útreikningur þessi er gerður í samræmi við ákvörðun ríkis- stjórnarinnar, að vísitala bygg- ingakostnaðar skuli áætluð fyrir þá mánuði, sem hún er ekki reikn- uð lögformlega. Hefur Hagstofan áætlað hana eftir verðlagi í fyrri hluta janúarmánuðar. I fréttatil- kynningu frá Hagstofunni segir m.a.: „Það skal tekið fram, að við uppgjör verðbóta á fjárskuldbind- ingar samkvæmt ákvæðum í hvers konar samningum um að þær skuli fylgja vísitölu bygginga- kostnaðar, gilda aðeins hinar lög- formlegu vísitölur, sem reiknaðar eru á þriggja mánaða fresti. Áætl- aðar vísitölur fyrir mánuði inn á milli lögákveðinna útreikninga skipta hér ekki máli.“ Lánskjaravísitala (sem fylgir byggingarvísitölu að hluta) hækk- ar 1. febr. um 0,51%, sem þýðir á ársgrundvelli 6,3%. Harla ólfk verk — segir stjórnandinn, Guðmundur Emils- son, um tónleika Sinfóníunnar í kvöld „ÞESSI tvö verk sem við flytjum í kvöld eru harla ólík. Annað, sem er eftir Penderecky, lýsir stríði og ófriði, fjallar um dökkar hliðar mann- lífsins, og er hugleiðing um ofsóknir, manndráp og pyntingar. Hitt verkið, sem er eftir Schumann, lýsir björtu hliðunum og hefur verið nefnt Vorsinfónían. Þetta er fyrsta sinfónían sem hann samdi og hann semur hana nýkvæntur og yfir sig ástfanginn, skrifar niður ofurhratt og tileinkar konu sinni Klöru,“ sagði Guðmundur Emilsson, sem stjórnar Sinfóníhljómsveit íslands í kvöld, en einnig taka þátt í tónleikunum Söngsveitin Fílharmónía, félagar úr karlakórnum Fóstbræðrum, tveir sænskir einsöngvarar, þau Marianne Mellnás og Svend Anders Benktsson og Sigurður Björnsson einsöngvari. Guðmundur kvað verk Pend- ereckys að ýmsu leyti framandi fyrir kórfélaga og hefði því meiri tími farið í æfingar en ella. Það væri mikil vinna sem lægi að baki þessu verki, þó það væri ekki mjög langt. „Ég er mjög þakklátur stjórn Sinfóníuhljómsveitar íslands fyrir að hafa treyst mér fyrir þessu verkefni og ég vona að flutningurinn eigi eftir að veita fólki innsýn í ákveðnar tón- bókmenntir, sem kannski hafa ekki heyrst mikið hér á landi til þessa," sagði Guðmundur Em- ilsson að lokum. Bæjarútgerð Reykjavíkur: Vinna gæti haf- ist eftir 2 vikur „SÁ AFLI, sem nú er til, verður full- unninn fyrir klukkan fjögur á morg- un, og þá fer fólkið hér á atvinnuleys- isskrá, en það eru vaxandi líkur á því að minni skipin haldi til veiöa í næstu viku og það þýðir væntanlega að vinna hefjist um mánaðamótin á ný“, sagði Brynjólfur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykja- víkur, í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins í gær. Brynjólfur kvað þetta ekki nýjar fréttir eða breytingar á því sem áð- ur hefði verið sagt. Það eina nýja Hlýnar í veðri eftir kuldakastið SÍÐUSTU daga hefur verið kuldalegt um að litast víðast hvar á landinu þó svo að veður hafi yfirleitt verið aðgerðalítið. I kuldunum hefur firði og víkur víða lagt eins og sjá má þessari mynd, sem tekin er yfir Skerjafjörð. Síðdegis í dag er búist við að hlýni í veðri vegna lægðar, sem er á leiðinni hingað til lands. Upp úr hádegi er gert ráð fyrir að þykkni upp með snjókomu til að byrja meö, en síðan rigni ef til vill á föstudag. Á laugardag er spáð suðvestan slydduéljum, en á sunnudag snýr hann til norðanáttar og frostið eykst að nýju. Tugmilljónatjón er vél Engeyjar bilaði væri að líkurnar virtust vera meiri á því að þessi yrði raunin á. „Við, þetta fólk, sem vinnur við stjórn þessa fyrirtækis, hittist hér dag- lega til að fara yfir stöðuna með tilliti til veðurs, aflabragða og fleiri atriða, og vitaskuld er okkur það kappsmál að haida rekstrinum gangandi," sagði Brynjólfur. „En það er einnig ljóst, að við keppum að því að hér verði samfelld vinna þegar farið verður í gang á ný og vonandi tekst það ef veður helst og afli glæðist." „ÞAÐ er ekki hægt að segja á þessu stigi nákvæmlega hversu tjónið er mikið, en það er óhætt að fullyrða að það skiptir tugum milljóna," sagði Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvarinnar hf., en togar- inn Engey varð fyrir mjög alvarlegri vélarbilun er hann var að veiðum út af Reykjanesi á sunnudagsmorgun og verður fyrirsjáanlega frá veiðum vegna þessa um nokkurra mánaða skeið. Ágúst sagði að sérfræðingur frá framleiðendum vélanna væri kom- in til landsins til að kanna skemmdirnar sem ekki væru full- kannaðar, en vélin hefði reynst mjög vel hingað til. Blokk vélar- innar er meðal þess sem er ónýtt, sem og líklega stimplar, sveifarás og sveifarhús. Togarinn Engey er með stærstu togurum flotans smíðaður fyrir tíu árum í Pól- landi. „Vinnsla hefur legið niðri hjá okkur eins og öðrum frystihúsum í Reykjavík að undanförnu. Við vor- um farnir að huga að því að kom- ast aftur af stað, þegar þetta ger- ist og allt verður að hugsa á nýjan leik. Þetta hefur því ekki bara áhrif á sjómennina á Engey, sem missa atvinnuna, heldur einnig á fiskvinnslufólk i landi," sagði Ag- úst, en Engey hefur ásamt Viðey, hinum togara Hraðfrystistöðvar- innar, séð stöðinni fyrir hráefni. Valtýr Alberts- son læknir látinn Látinn er Valtýr AlberLsson læknir. Hann var fæddur í Flugumýr- arhvammi í Blönduhlíð 16. janúar 1896, sonur hjónanna Álberts Jónssonar, bónda þar, og konu hans, Stefaníu Pétursdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1917 og cand. med.-prófi frá Háskóla ís- lands 1923. Las lífeðlisfræði og var við framhaldsnám og störf í Noregi 1924—29. Starfandi læknir í Magnús Gústafsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Coldwater: Efst í huga að bregðast ekki þeim er völdu mig til starfans „ÉG IIKFDI nú ekki þegið þetta atvinnutilboð ef mér hefði ekki litizt á það, en þetta er geysistórt og erfitt verkefni. Mér er því kannski efst í huga að bregðast ekki þeim, sem hafa valið mig til þessa starfs. Það er númer eitt að kynna sér starf- semi ('oldwater, þarna hefur verið unnið mjög mikið og gott starf und- anfarin ár og það er greinilegt að til dæmis Kanadamenn, helztu keppi- nautarnir, bera mikla virðingu fyrir frammistöðu okkar manna þarna fyrir vestan," sagði Magnús Gúst- afsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Uoldwater, er Morgunblaðið spurði hann hvernig honum iitist á nýja starfið. „Því held ég að fyrsta verkefnið sé að kynna sér hvernig þetta fer fram og hvort eitthvað er hægt að gera öðruvísi. En maður á af- skaplega erfitt með að átta sig á því nú, þetta gekk svo hratt fyrir sig og þetta er svo nýtilkomið að ég hef ekki hugsað um þetta í smáatriðum. Það, sem ég ímynda mér að sé nærtækast, er að sam- ræma þurfti ferilinn alveg frá veiðum til viðskiptavinar eftir óskum hans eins og Kanadamenn eru farnir að gera. Það er helzt í því, sem ég velti fyrir mér hvort einhverra breytinga sé þörf. Við erum þekktir fyrir mikil gæði og verði hægt að hálda þeim eða auka enn frekar, er eitthvað áunnið. Það er svolítið óljóst enn hve- nær ég tek við starfi fram- kvæmdastjóra Coldwater, bæði vegna málefna Hampiðjunnar og Coldwater, en það hefur verið tal- að um aprilmánuð, en hvenær í mánuðinum er ekki ljóst. Ég fer vestur í febrúar til að kynnast væntanlegum samstarfsmönnum. Ég hef hitt Þorstein Gíslason að máli síðan gengið var frá ráðn- ingu minni og hann lýsti sig reiðubúinn að gefa mér allar þær uppiýsingar, sem hann getur og þá aðstoð, sem ég kann að óska frá honum. Hann hefur því greinilega áhuga á velgengni Coldwater og ég vænti mér góðs af samstarfinu við hann,“ sagði Magnús Gústafsson. Reykjavík frá 1929 og viðurkenndur sérfræðingur í lyflækningum árið 1931. Valtýr kenndi lífeðlisfræði við Tannlæknaskóla íslands 1947—53 og flutti árlega fyrirlestra um inn- kirtlafræði við Háskóla íslands frá 1957. Sat í lyfjanefnd Trygginga- stofnunar ríkisins um árabil og í lyfjaskrárnefnd frá 1963. Eftir hann liggja greinar um læknis- fræðileg efni. Valtýr sat í stjórn Læknafélags Reykjavíkur árin 1929—32 og 1936—38 og formaður 1942—44. Formaður Læknafélags íslands 1951-57. Eftirlifandi kona hans er Herdís Guðmundsdóttir. Valtýr Albertsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.