Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984 29
„Syngjandi skóli
— eftir Guðmund
Magnússon
Þau hljóma sterkt þessi fögru
orð í endurminningunni. Þau hittu
í mark. Það var við morgunsöng í
Laugarnesskólanum í „gamla
daga“.
„Fyrr var oft í koti kátt“ hljóm-
aði um allan salinn, hundruð nem-
enda sungu af innri þörf og hlýju.
Allir með.
Stundum bar góða gesti að
garði. Alltaf var það til hátíða-
brigða. í umrætt sinn var það þá-
verandi fræðslumálastjóri, Helgi
Elíasson.
Hann gekk léttum skrefum
fram á pallinn, bauð brosandi góð-
an dag og hóf mál sitt með þessum
orðum: „Syngjandi skóli er góður
skóli."
Meira man ég ekki úr ávarpinu,
enda gerist þess ekki þörf. Þetta
er kjarni málsins.
Hvers vegna skyldi ég rifja
þetta 25 eða 30 ára gamla atvik
upp?
Vegna þess að slík hnignun hef-
ur orðið í almennum söng í skólum
landsins, að eigi verður við unað
öllu lengur.
Nú er svo komið að 45,8% nem-
enda í 1,—8. bekk hljóta enga
kennslu í tónlist. Og langur vegur
er frá því, að hinn hlutinn hljóti
lögboðna kennslu í greininni nema
í fáum undantekningartilfellum.
Hvernig getum við snúið þessari
skuggalegu þróun við?
Á 99. löggjafarþinginu árið 1977
sáu nokkrir þingmenn að hér
stefndi í óefni. Fyrsti flutnings-
maður var Sigurlaug Bjarnadótt-
ir.
Tillaga þeirra til úrbóta var
samþykkt. Helstu atriði hennar
eru þessi:
1. Undirbúningur verði hafinn „að
tónmenntafræðslu í formi nám-
skeiða eða farkennslu í þeim
grunnskólum landsins þar sem
engin slík fræðsla er veitt nú og
verður ekki við komið með
venjulegum lögboðnum hætti".
2. Starf tónlistarskóla verði tengt
tónmenntafræðslu grunnskól-
anna.
3. Tónmenntafræðsla verði val-
grein í KHÍ.
Það er vissulega mikilvægt að
hafa þessa samþykkt Alþingis á
takteinum. En hugmyndum þarf
að koma í verk.
Það er góðs viti að tónmennt er
nú valgrein við KHÍ eins og tillag-
an kveður á um.
Farkennsluhugmyndin er góð og
fellur að hugmyndum okkar hér
eystra til lausnar á vandamálum
dreifbýlisins varðandi kennslu
list- og verkmenntagreina í fá-
mennum skólum.
Fræðsluráð Austurlands sam-
þykkti á fundi sínum 13. júní sl.
eftirfarandi tillögu:
„Fræðsluráð minnir á sérstöðu
minnstu skólanna í umdæminu og
erfiðleika þeirra að halda uppi
kennslu í öllum greinum skyldu-
námsins. Ráðið lýsir yfir fyllsta
stuðningi sínum við þá hugmynd
fræðslustjóra að koma á fót far-
kennslu í þeim greinum sem af-
skiptastar eru og má þar til nefna
íþróttir, tónlist, heimilisfræði,
hand- og myndmennt o.fl. Það fel-
er góður
„Nú er svo komið að
45,8% nemenda í 1.—8.
bekk hljóta enga
kennslu í tónlist. Og
langur vegur er frá því,
að hinn hlutinn hljóti
lögboðna kennslu í
greininni nema í fáum
undantekningartilfell-
um.
Hvernig getum við
snúið þessari skugga-
legu þróun við?“
ur því fræðslustjóra að kanna
þessi mál eftir föngum og koma
þessari skipan á eftir því sem fjár-
hagur og aðrar forsendur leyfa.
Bent var á að athuga bæri sam-
svarandi starfsemi í fullorðins-
fræðslu."
Lcggja þarf miklu meiri áherslu
en nú er gert á námskeið úti á
landsbyggðinni. Þar mætti tengja
saman skóla, kirkjur, kóra og önn-
ur félög sem áhuga kynnu að hafa
á þessum málum.
Ég er ekki nægilega kunnugur
starfsemi tónlistarskólanna til að
leggja dóm á hana. En eitt er ljóst:
skóli“
þeir hafa yfirleitt ekki tengst
grunnskólunum með þeim hætti
sem vænst var og er það miður.
Þeir munu leggja mesta áherslu á
hljóðfærakennslu sem auðvitað er
gott útaf fyrir sig, en eftir situr
grunnskólinn kennaralaus og
sönglítill.
Þrátt fyrir allt skal ekki ör-
vænt. Nú þarf að láta hendur
standa fram úr ermum. Vilji Al-
þingis liggur fyrir. Sumir vilja
kenna fjölmiðlum um allt sem
miður fer. Það er út í hött. Þeir
eru staðreynd í lífi okkar og þeir
eru og verða fyrst og síðast speg-
ilmynd af okkar eigin getu eða
getuleysi.
í stað þess að skamma fjölmiðl-
ana eigum við að leita eftir sam-
vinnu við þá, efla þá til góðra
verka og fá þá til að taka þátt í
uppeldi kynslóðanna. Þar geta
söngur og tónlist yfirleitt skipað
öndvegi.
Ef sú skoðun styðst við rök, að
fjölmiðlar hafi slævandi áhrif á
þróun tónlistar í skólum, er svarið
ekki það að fjargviðrast yfir því.
Svarið ætti miklu fremur að vera
fólgið í enn þróttmeira starfi.
Betri skólum, meiri músik, al-
mennari söng.
Söngurinn er „innbyggður" í sál
barnsins. Börn geta sungið, vilja
syngja og hafa gaman af að
syngja.
Það ætti því að varða við lög að
ala upp börn án söngs og ljóða.
Hverfum því aftur til fortíðar-
innar í þeim skilningi að gera
sönginn að almenningseign á nýj-
an leik. Það væri að leggja gull í
lófa framtíðarinnar.
Guðmundur Magnússon
„Sönglíf er aflvaki þjóðlifs. Af
strengjum hörpunnar stökkva
gneistar frelsisins. Fyrir mætti
sigursöngvanna brestur okið. Ráði
söngurinn húsum, mun þjóðin
ráða landi.“ Þannig kemst Þor-
steinn skáld Valdimarsson að orði
í forspjalli að íslandsljóðum, sem
ASÍ gaf út árið 1948.
Sönn orð og viturleg. Eins og nú
horfir er vá fyrir dyrum. Heilar
kynslóðir alast upp án tónlistar-
fræðslu og söngs í skólum og á
heimilum með augljósum afleið-
ingum. Með samstilltu átaki get-
um við snúið þessari öfugþróun
við og verðum að gera það.
Öllu kreppukjaftæði vísa ég út í
ystu myrkur.
Áhugi, skilningur og vilji er allt
sem þarf.
Þjóðin hefur ævinlega risið
hæst, þegar erfiðleikar hafa steðj-
að að henni. Svo hlýtur einnig að
verða nú.
Guðmundur Magnússon er fræðslu-
stjóri í Austurlandskjördæmi.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Bútasaumur í vél
Nýtt námskeiö í bútasaum hefst
mánud. 6. feb. Kennt veröur i
Sóknarsal, Freyjug. 27. Nám-
skeiöiö er 8 mánud.kvöld frá 8-
11. Uppl. næstu kvöld í s. 16059
eöa 17639. Sigrún Guömundsd.,
mynd og handmenntakennari.
í leiktækjaviöskiptum til sölu.
Verö 1200 þúsund.
Tilboð sendist augld. Mbl.
merkt: „Fyrirtæki — 1814" fyrir
hádegi laugardag 21. jan.
VERÐBREFAMARKAÐUR
HUSI VERSLUNARINNAR SIMI 687770
Simatímar kl. 10—12 og 3—5.
KAUP OG SALA VFÐSHULDABREFA
I.O.O.F. 11 = 16501198—% —
E.I.
I.O.O.F. 5 = 16501198% = I.E.
□ HELGAFELL 59841197 VI —
2
□ Mímir 59841197-3
Góðtemplarahúsíð
Hafnarfirði
Félagsvistin i kvöld, fimmtudag
19. janúar. Veriö öll velkomin og
fjölmennið.
Grensáskirkja
Almenn samkoma veröur í safn-
aðarheimilinu í kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Séra Halldór S. Gröndal.
fomhjólp
Samkoma i Þribúöum, Hverfis-
götu 42, í kvöld kl. 20.30. Mikill
söngur. Margir vitnlsburöir.
Allir velkomnir.
Samhjálp.
Vegurinn
Almenn samkoma veröur í kvöld
kl. 20.30 í Síöumúla 8. Allir vel-
komnir.
/p(fa\ FERÐAFÉLAG
(S|y ÍSLANDS
•qmr ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR 11798 og 19533.
Dagsferöir sunnud.
22. janúar:
1. Kl. 13 Skiöagönguferö á Mos-
| fellsheiöi.
J 2. Kl. 13 Kjalarnesfjörur/Esju-
hlíðar.
| Verö kr. 200,-
j Brottför frá Umferöarmiðstöö-
inni, austanmegin. Frítt f. börn í
fylgd fulloröinna. Komiö vel búin
þá veröur feröin til ánægju.
Ferðafélag íslands.
Muniö árshátiöina laugardaginn
21. janúar. Miöar seldir i kvöld á
æfingu sýningarflokks í Vöröu-
skóla, kl. 8.
Þjóödansafélag Reykjavíkur.
8.
UTIVISTARFERÐIR
Helgarferð 20.—22. jan.
Þorra heilaaö í Borgarfiröi. Góö
gisting í Brautartungu. Sund-
laug. Gönguteröir. Skíöagöngur.
Þorrablót. Kvöldvaka. Tilvalin
fjölskylduferö. Fararstjóri: Lov-
ísa Christiansen. Farmiöar á
skrifstofunni, Lækjargötu 6a,
sími 14606, (simsvari).
Utivist.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Almenn samkoma kl. 20.30.
Ræöumaöur Tryggvi Eiríksson.
Völvufell 11
Almenn samkoma kl. 20.30.
AD KFUM
Amtmannsstíg 2B
Unglingurinn og fíkniefnin.
Opinn umræöufundur í kvöld kl.
20.30. Framsögumaður Siguröur
Pálsson, formaöur KFUM. Fund-
urinn er opinn KFUK-konum.
Sveitarstjórar félaganna eru sér-
staklega boönir velkomnir.
AD-nefndin.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Vestmannaeyjar
Aöalfundur Sjálfstæöisfélags Vestmannaeyja veröur haldinn laugar-
daginn 21. janúar nk. kl. 16.00 í Hallarlundi.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Þorsteinn Pálsson formaöur Sjálfstæöis-
flokksins ræöir um stjórnmálaviöhorfið.
3. Önnur mál.
Þingmenn Sjálfstæöisflokksins i kjördæminu
mæta á fundinn.
Stjórnin.
Akurnesingar
Fundur um bæjarmálefni veröur haldinn í Sjálfstæöishúsinu sunnu-
daginn 22. janúar kl. 10.30.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins mæta á fundinn.
Sjálfstæðisfélögin á Akranesi.
Hvöt —
Trúnaöarráös
fundur
Fundur veröur í trúnaðarráöi Hvatar fimmtu-
daginn 19. janúar kl. 18.00 i Valhöll.
Pétur Sigurðsson alþingismaöur mætir á
fundinn og ræöir sjávarútvegsmál.
Aðalfundur fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna
í Kópavogi
verður haldinn fimmtudaginn 26. janúar
nk. kl. 20.30 í Sjálfstæöishúsinu aö
Hamraborg 1, 3. hæð, Kópavogi.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Ræöa, Geir Hallgrimsson, utanrikis-
ráöherra — öryggis- og varnarmál.
Frjálsar umræöur.
Stiórn fulltrúaráósins
Stjórnin.