Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984 Fréttabréf úr Mývatnssveit: Á margan hátt farsælt ár .Kringla". — Hráefnisþró og umhverfi Kísiliðjunnar. Námafjall nær en Búrfell í baksýn. Um jól og áramót var veður frekar hagstætt hér í Mývatns- sveit. Færð var allgóð á flestum vegum, þó var ófært austur á Hólsfjöll, nema á snjóbíl. Samkomur um jól og áramót hér í sveitinni voru að mestu með hefðbundnum hætti, messað var í báðum kirkjum, og var kirkjusókn mjög góð. Haldin var jólatrés- skemmtun fyrir börn í Skjól- brekku og var mikið fjölmenni. Einnig var haldinn þar svokallað- ur jólafundur sem er orðinn árviss viðburður. Eftir miðnætti á gaml- árskvöld var dansleikur í Hótel Reynihlíð. Mikið var um flugelda- skot og stjörnublys víða í sveitinni það kvöld. Á síðasta ári var lokið við að leggja sjálfvirkan síma á alla bæi í Mývatnssveit. Atvinnuleysi hjá konum Telja verður að atvinna hafi verið góö sl. sumar hér í sveitinni. Með haustdögum fór þó að bera á atvinnuleysi, og er skráning at- vinnulausra nú meiri en áður hef- ur þekkst. Skráðir atvinnulausir eru eingöngu konur. Leiðir það hugann að mjög fátæklegu at- vinnuframboði fyrir konur mikinn hluta ársins í sveitarfélaginu. Ekki verður þar úr bætt nema til komi ný framleiðsla eða aukin þjónusta. Leitað hefur verið eftir aðstoð Byggðadeildar Fram- kvæmdastofnunar um nokkurs konar úttekt á atvinnu og fram- leiðslumöguleikum hér í sveit, og er þess að vænta að það starf verði hafið með nýju ári. Möguleikar Mývatnssveitar til framleiðslu hljóta að vera fjölmargir ef litið er til þeirrar miklu orku sem til staðar er og ætti að geta grund- vallað aukna og fjölbreyttari at- vinnu. Léttsteypan Léttsteypan hf., sem framleiðir holsteina og milliveggjahellur úr hraungjalli, hefur verið starfandi í Mývatnssveit síðan 1963 eða rúm 20 ár. Fyrirtækið varð fyrir miklu tjóni af völdum kvikuhlaupa og jarðskjálfta árið 1977, og stöðvað- ist reksturinn þá í nokkra mánuði. Komu þessi áföll í kjölfar mikillar fjárfestingar í húsum og vélum. Olli þetta m.a. verulegum rekstr- arerfiðleikum næstu árin. Á síð- asta ári tókst að snúa dæminu við þrátt fyrir mikla ládeyðu hvar- vetna í byggingariðnaði og varð framleiðsla og söluaukning um 80% að magni frá árinu áður. Töluvert hefur verið unnið að vöruþróun hjá fyrirtækinu, og hefur t.d. tekist að framleiða mun léttari milliveggjahellur en áður og lækka þannig flutningskostnað til muna. Þá er núna að hefjast framleiðsla á 7 cm þykkum hell- um, 40x40 cm að stærð, en þessi þykkt hefur ekki verið framleidd um árabil. Framleiðslukostnaður hjá Léttsteypunni er tiltölulega mjög lágur m.a. vegna nálægðar hráefnisnámanna og verð á öllum framleiðsluvörum því mjög hag- stætt. Starfsmenn hjá fyrirtækinu í vetur eru 67. Ferskt vatn Árið 1983 hlýtur að teljast mik- ið merkisár í framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins. Þann 2. desember sl. var ferskvatn frá Austaraselslindum leitt í dreifi- kerfi vatnsveitu Reykjahlíðar, þ.e. 11 km vegalengd. Þremur dögum fyrr var vatnið tekið til nýtingar inn á kerfi Hitaveitunnar. Nokkuð er þó enn óunnið við vatnsveituna, frágangur og fl. Eftir er einnig að mestu þáttur Orkustofnunar, þ.e. byBKÍng varmaskiptastöðvar og endurnýjun lagna, bæði vatns- og gufulagna. Á fjárlögum ársins 1984 er Orkustofnun ætlaðar 5 milljónir króna til þessa verkefnis og er stefnt að gangsetningu stöðvarinnar í endaðan júní nk. Vatnsmagn úr Austraselslind- um er mun meira en ætlað var eða rúmlega 100 s/1 en upphaflegar mælingar gáfu til kynna um 40 s/1. Hitaveitur Athuganir hafa farið fram á Arnarvatnssvæðinu vegna hita- veitu þar og telja jarðfræðingar að finna megi nýtanlegt vatn á um 600 metra dýpi. Sótt hefur verið um fyrirgreiðslu hjá Orkuráði og Orkusjóði til borunar á þessu svæði en svar hefur ekki borist. Tregða Orkuráðs byggist á því að ekki sé að vænta lægra orkuverðs hjá hugsanlegri hitaveitu á þess- um stað og kostnaður við að leiða vatnið til lítils markaðar skapar óvissu um endanlega hagkvæmni. Ein þeirra athugana er fram fór að tilhlutan orkunefndar sveitar- innar var fólgin í að reka niður sívalning um uppstreymi í Arn- arvatni. Rennur þar nú 1 'k s/1 af 44 gr. heitu vatni um hálfan metra yfir vatnsyfirborði. Áfram verður unnið að athug- unum á svæðinu og m.a. hefur komið fram hugmynd um að kanna jarðvarma þar sem sprunga sú er leiðir heita vatnið undir Arnarvatni tekur land og losna þá við ýmis vandkvæði er tengjast borun í vatni og hugsanlegt niður- streymi úr Arnarvatni niður í sprunguna. Þá hefur einnig komið fram sú hugmynd að bora með höggbor í Varmholtsflötum skammt frá Arnarvatnsbæjum, en þar rennur upp 32 gr. heitt vatn, en horfið var frá því ráði. Á Stöng var fyrir nokkrum árum borað með höggbor á kostnað bænda þar og fékkst upp um 52 gr. heitt vatn. Nærri ársreynsla er nú komin á varmadæluupphitun á Hofsstöð- um og virðist svo að hagkvæmni þessarar aðferðar byggi á góðri nýtingu raforku, þ.e. dælan þarf aðeins um þriðjung þeirrar orku er rafhitun krefst. Unnið var á árinu 1983 að endurnýjun hluta stofnkerfis hita- veitu í Vogahverfi og tengd 420 metra einangruð stálpípa inn í kerfið. Hefur breyst til hins betra með hita hjá notendum í Vogum. Sorpbrennsla í ágúst sl. var tekin í notkun sorpbrennsla er byggð var suð- austan í Jarðbaðshólum. Jafn- framt var akstri með sorp til Húsavíkur hætt. Bygging sorp- brennslunnar var kostuð af sveit- arfélagi og Kísiliðjunni. Brennsl- an hefur gengið mjög vel það sem af er. Skjólbrekka Á árinu 1983 var gerð fokheld miðálma viðbyggingar Skjól- brekku. Ennfremur var unnið að hinu nýja eldhúsi í vesturálmu viðbyggingar. Þá var hafin lag- færing á anddyri og smíði fata- hengis í gamla eldhúsi. í kjallara miðálmu er bókasafni sveitarinn- ar ætlað rými og mun þá þjónusta þess væntanlega batna. Vegir og samgöngur Fátt skiptir dreifbýlið meira máli en góðar og greiðar samgöng- ur. Á hverju ári eru mörkuð ein- hver spor í þeim efnum. Sýslu- vegafé var á síðasta ári varið nær eingöngu til framkvæmda á vegin- um milli Litlustrandar og Bald- ursheims svo og Heiði. Samkvæmt upplýsingum bænda þar hefur brugðið til hins betra með vetrar- samgöngur á þeirri leið nú. Eftir talsverða óvissu var loks ráðist í uppbyggingu á veginum á Mývatnsheiði sunnan Brattáss á haustdögum. Þá var einnig byggð- ur upp að nokkru vegurinn um Víðafell. Mælt var fyrir vegastæði milli Skútustaða og Garðs og tvö- földuð klæðning á veginum við Voga og Reykjahlíð. Baráttan um vegaframkvæmdir og vegafé er nokkuð harðvítug enda margir um hituna. Mikil nauðsyn er á að lagfæra Kísilveg og byggja upp þá kafla sem ætíð setur snjó fyrst á þannig að hann verði greiðfærari og ör- uggari samgönguleið að vetri. Engar endurbætur hafa verið gerðar á þessum vegi síðan hann var gerður. Þó er vitað um sömu staðina ár eftir ár sem setur snjó á. Verulegur kostnaður er við að halda veginum opnum á vetrum, auk allra óþæginda fyrir vegfar- endur. Vitað er að þessi vegur gegnir svo mikilvægu hlutverki fyrir þetta byggðarlag, að nu þegar verður að krefjast þess að úr verði bætt innan tíðar. Með því má líka spara mikið fé vegna snjómokst- urs. Áfram þarf markvisst að vinna að framkvæmdum við veginn norðan Mývatns. Þá er einnig mjög áhugavert að leggja nýjan veg milli Skútustaða og Garðs, m.a. sökum hinnar sameiginlegu þjónustu sveitarinnar að Skútu- stöðum og Reykjahlíð. Bætt kennsluaðstaða Við upphaf skólaárs á síðast- liðnu hausti var tekin í notkun laustengd kennslustofa við Reykjahlíðarskóla og bætt þar úr brýnni þörf. Viðbyggingin er um 76 fermetrar, tengigangur, for- stofa, snyrting, geymsla og kennslustofa. Byggingin, sem var flutt á staðinn fullsmíðuð, var byggð hjá Sniðli hf., en teiknuð af Einari Fr. Jóhannessyni, bygg- ingarfulltrúa á Húsavík. Fullorðinsfræðsla og tónlistarnám Efnt var til námsframboðs fyrir fullorðna sl. haust. Sextíu og níu nemendur stunduðu námskeið í ensku og bókfærslu, og var mikil ánægja með þessa starfsemi. Full- orðinsfræðslunefnd hefur lagt til, í ljósi þess mikla áhuga er fram kom, að áfram verði haldið með nýju ári og boðið upp á nám í ensku, vélritun og þýsku. Starfsemi tónlistarskólans hef- ur aldrei verið meiri en í vetur. Á haustönn voru 77 nemendur við skólann og kennarar alls 7, þar af 3 kennarar er starfa við Tónlist- arskóla Húsavíkur en kenna hér einn dag í viku. Bústofn Samkvæmt skýrslu Búnaðarfé- lags íslands er byggir á upplýsing- um úr forðagæsluskýrslum frá í haust er bústofn, uppskera og fóð- urbirgðir sem hér segir í Skútu- staðahreppi: Nautgripir 199 Sauðfé 7.095 Hross 137 Hænur 189 Heyforði 1.453.807 fóðureiningar, fóðurforði umfram þörf telst 279.637 fóðureiningar. Kartöflu- uppskera um 55 tunnur. Árið sem nú er nýbúið að kveðja hefur á margan hátt verið okkur farsælt. Afkoma íbúa þessarar sveitar er almennt góð og fram- kvæmdir hafa verið verulegar og á vettvangi sveitarfélagsins hefur verið unnið að margvíslegri og stærri verkefnum en áður. Að lokum óska ég öllum árs og friðar. Kristján Þórhallsson Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag Kópavogs Aðalsveitakeppni félagsins hófst fimmtudaginn 12. jan. með þátttöku 10 sveita. Staðan að tveimur umferðum lokum er þessi: Sveit Jakobs Kristinssonar 40 Sveit Gríms Thorarensen 37 Sveit Sigurðar Vilhjálmss. 34 Sveit Björns Halldórssonar 30 Næsta umferð verður spiluð fimmtudaginn 19. jan. og hefst hún kl. 19.45 stundvíslega. Bridgefélag Akureyrar Metþátttaka er í Akureyrar- mótinu í tvímenningi sem nýlega er hafið. Spilað er með barómet- erfyrirkomulagi og mættu 50 pör til leiks. Staða efstu para eftir 14 umferð- ir af 49: Stefán Vilhjálmsson. — Guðmundur Gunnlaugss. 252 Magnús Aðalbjörnsson — Gunnl. Guðmundsson. 245 Arnar Daníelsson — Stefán Gunnlaugss. 240 Hörður Steinbergsson — Friðfinnur Gíslason 200 Símon Gunnarsson — Jón Stefánsson 199 Stefán Ragnarsson 196 — Pétur Guðjónsson Gunnar Berg — Trausti Haraldsson Gunnar Berg jr. — Anton Haraldsson Helgi Sigurðsson — Vilhjálmur Hallgrímsson 150 Úlfar Kristinsson — Hilmar Jakobsson 146 180 178 Örn Einarsson — Zarioh Hammado 129 Gylfi Pálsson — Helgi Steinsson 106 Meðalskor 0. Spiluð eru 3 spil milli para. Næstu umferðir verða spilaðar á þriðjudaginn í Félagsborg kl. 19.30 stundvís- lega. Loks má geta þess að Magnús Aðalbjörnsson stendur nú fyrir bridgenámskeiðum hér á Akur- eyri í samráði við BA. Er full- bókað í fyrsta námskeiðið. Þá hafa mörg fyrirtæki á Akureyri sýnt áhuga á að fá Magnús til að leiðbeina starfsfólki sínu, en hann hefir staðið fyrir slíkum námskeiðum sem hafa verið mjög vel sótt. Þetta framtak Ak- ureyringa er mjög athyglisvert og til eftirbreytni. Bridgefélag kvenna Aðalsveitakeppni félagsins hófst mánudaginn 9. jan. 16 sveitir taka þátt í keppninni. Eftir tvö kvöld eru þessar sveitir efstar: Sveit Öldu Hansen 67 Sveit Guðrúnar Halldórsson 67 Sveit Aldísar Schram 61 Sveit Guðrúnar Bergsdóttur 60 Sveit Sigrúnar Pétursdóttur 53 Sveit Gunnþórunnar Erlingsd.44 Næst verður spilað mánudag- inn 23. jan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.