Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984 og stjórnað allri tónlist. Hann tekur jafnframt þátt í sýning- unni og spilar á ein sjö, átta hljóðfæri en reyndar sætir það einnig tíðindum, að hljómsveitin sem annast undirleik í sýning- unni er eingöngu skipuð leikur- unum auk hans. Leikstjóri sýningarinnar er Stefán Baldursson, en með helstu hlutverk fara: Gísli Hall- dórsson (Pat), Margrét Helga Jóhannsdóttir (Meg), Jóhann Sigurðarson (hermaðurinn breski), Guðbjörg Thoroddsen (Teresa), Guðmundur Pálsson (Monsjúr), Hanna María Karls- dóttir (miss Gilchrist), Aðal- steinn Bergdal (Ríó Rita) Steindór Hjörleifsson (Mr. Mulleady) og ennfremur Kjartan Ragnarsson, Þorsteinn Gunn- arsson (IRA liðsforingi), Guðrún Gísladóttir og Margrét ólafs- dóttir leika gleðikonur, Harald G. Haraldsson rússneskan sjó- mann og Karl Guðmundsson sjálfboðaliða í írska lýðveldis- hernum en áður var getið Sig- urðar Rúnars Jónssonar. Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir Gísl í kvöld LEIKFÉLAG Reykjavíkur frum- sýnir í kvöld, fimmtudagskvöld, leikritið Gísl eftir írska leikrita- skáldið Brendan Behan. Gísl er þekktasta verk höfundar, var fyrst frumsýnt árið 1958 og fór þegar í stað sigurför um heiminn. Leikurinn gerist í gömlum húshjalli í Dublin á frlandi, þeg- ar írski lýðveldisherinn kemur þangað með breskan hermann sem gísl. Lýst er atburðarásinni á einum sólarhring í þessum húshjalli og koma við sögu þjóf- ar, gleðikonur og gamlir ætt- jarðarvinir. Leikritið vakti á sín- um tíma ekki síst athygli fyrir óvenjulegt form, sem á köflum minnir frekar á kabarett en hefðbundið leikrit. Jónas Árnason þýddi leikritið, lýsingu annast Daníel Willi- amsson, leikmynd og búninga gerir Grétar Reynisson, sem starfar nú í fyrsta sinn fyrir Leikfélag Reykjavíkur en hefur áður starfað hjá Nemendaleik- húsinu og Alþýðuleikhúsinu. Mikið er um tónlist í verkinu af ýmsu tagi; írsk þjóðlög, kabar- ettsöngvar og ballöður og hefur Sigurður Rúnar Jónsson útsett Fréttin um handtöku gíslsins berst íbúum hússins í Dublin. Frá vinstri: Kjartan Ragnarsson, Steindór Hjörleifs- son, Guðbjörg Thoroddsen, Aðalsteinn Bergdal, Guðrún Gísladóttir, Margrét Olafsdóttir, Sigurður Rúnar Jónsson og Karl Guðmundsson. Morgunblaðið/KOE. Höfundinum Brendan Behan er svo lýst í frétt frá LR: Höfundurinn Brendan Behan átti litríkan æviferil. Hann fæddist í Dyflini 1923 og gerðist ungur að árum stuðningsmaður írska lýðveldishersins. 16 ára gamall var hann dæmdur í betr- unarhúsvist á Englandi eftir að hafa reynt að smygla þangað sprengiefni. Síðar á lífsleiðinni lenti hann aftur í fangelsi í nokkur ár fyrir að skjóta á lög- regluþjón. Hann var þá aðeins 19 ára gamall. Hann eyddi nokkr- um árum í fangelsi, tók að skrifa þar af krafti og lærði þar reynd- ar fyrst írsku til hlítar. Eftir að hann kom úr fangelsi sneri hann sér fljótlega alfarið að ritstörf- um. Skrifaði í blöð og annaðist útvarpsþætti en sló fyrst í gegn með leikriti sínu The Quare Fell- ow, (hefur verið flutt í útvarp hérlendis undir heitinu Öfug- ugginn í þýðingu Þorgeirs Þor- geirssonar). Þar nýtir hann sér reynslu sína úr fangelsinu. Það sama gerir hann í bókinni Bor- stal Boy, sem kom út 1958 og varð þegar í stað metsölubók, bæði í Evrópu og Ameríku. Árið 1958 semur hann Gísl, fyrst á írsku og það er leikið í Dublin, en sama ár setur leik- stjórinn Joan Littlewood upp endurbætta gerð þess í London og þar með var frægðarferill verksins hafinn. Stórborgirnar New York, París og Berlín fylgdu í kjölfarið og Gísl hóf sig- urför sína um heiminn. Það var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1963 í stjórn Thomas MacAnna frá ír- landi. En það var eins og Behan þyldi ekki alla velgengnina, hann lagðist í drykkju sem ágerðist með árunum og drakk 3ig loks í hel aðeins rúmlega fer- tugur að aldri. Hann lést í Dubl- in 1964. Frægustu verk hans eru þau, sem hér hafa verið nefnd, þ.e. sagan Borstal Boy (1958), leikrit- in Gísl (1958) og The Quare fell- ow (1954) en hann samdi einnig fleiri bækur; greinar og frásög- ur: Hold Your Hour and Have Another, Confessions of an Irish Rebel, Brendan Behan’s island, Brendan Behans’s New York, The Scarperer, útvarpsleikritin Moving Out og A Garden Party auk þess sem hann samdi megn- ið af leikritinu Rickhard’s Cork Leg, sem sýnt hefur verið að honum látnum. Sýning Leikfélagsins á Gísl er þriðja frumsýning leikársins og ein viðamesta sýning, sem þar hefur verið sett á svið. Uppselt er á fyrstu tvær sýningarnar á fimmtudags- og föstudagskvöld, þriðja sýning er á sunnudags- kvöld. Dan.sinn dunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.