Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984 HCBrtAflfl Ast er... ... að eiga allan heiminn. TM Reg U S Pat Off — all rights reserved c1983Los Angeles Times Syndicate Því þetta þras, þú sem ekur svo oft yfir á rauðu og enginn segir neitt! Farðu frá strákur áður en ein- bver kemur inn til að kaupa þig! HÖGNI HREKKVISI „ GeK-PtR þú ^etta TJf " Ég skal koma við þig í fagran leik Kristín M. skrifar: „Velvakandi. Mig langar að vita, hver gert hefur þýðingu þá á Álfakónginum eftir Goethe, sem byrjar á eftir- farandi hendingum: Hver ríður svo ört yfir ís og hjarn um aftaninn síðla? Faðir og barn. Þetta er ekki úr þýðingu Steingríms Thor- steinssonar, sem vel er þekkt. Gaman væri að fá þýðingu þessa af kvæðinu birta, svo og aðrar ef til eru. - O - Upplýsingadeild Borgarbókasafns benti okkur á þrjár þýðingar á þessu þekkta kvæði; eftir Valdimar Briem (þýðingin sem hér er spurt um), birtist í Unga íslandi, jan. 1915; eftir Steingrím Thorsteinsson, Ljóðaþýðingar Ritsafn I. bindi, Reykjavík 1924, útg. Axel Thorsteinsson; eftir Ingvald Nikulásson, birtist í ljóðaþætti Heima er best, Akureyri, des. 1962. Álfakóngurinn Hver ríður svo ört yfir ísi og hjarn um aftaninn síðla? Faðir með barn. Hann heldur drengnum i faðmi fast, því frost er mikið og veður hvast. Faðirinn: »Hví ertu barn mitt að byrgja þig?« Sonurinn: »Það ber nokkuð undarlegt fyrir mig, sko álfakónginn með krónu’ og skart«. Faðirinn: »Þar kvikar sonur minn norðurljós bjart*. Álfakóngurinn: »Sjá, barn mitt, álfarnir koma á kreik, eg koma skal við þig i fagran leik. Eg margskyns blóm hef og margskyns gull, af mætum gripum er höll mín full.« Sonurinn: »Æ, faðir minn, faðir minn, heyrðirðu’ ei hvað mér hvíslar álfakóngurinn að«. Faðirinn: »Ver svolítið rólegur, sonur minn, í sefinu þýtur vindurinn*. Álfakóngurinn: »Eg dætur mínar læt þjóna þér, ef þú vilt barn mitt koma með mér; þær dætur mínar þér dilla kátt, og dansa og syngja um myrka nátt«. Sonurinn: Æ, sko, minn faðir, í skugganum þar, þær skínandi huldu meyjarnar". Faðirinn: »Þei, sonur minn góði, eg sé það vel, þú sér þar aðeins in gráu él«. Álfakóngurinn: »Eg elska þig barn mitt svo afarheitt, ef ei þú kemur, skal valdi beitt.* Sonurinn: »Æ, faðir, minn faðir, mig frelsa þú, eg finn hve kippir hann í mig nú.« Þá geigur fór um hinn gamla hal, og geyst hann reið yfir mörk og dal. Hann heim með naumindum náði þá; þá nár í faðmi hans barnið lá. (Þýðing Valdimar Briem) Álfakongurinn Hver ríður þar síðla um svalnætur skeið? Með smásvein sinn faðir þar einn er á leið. Hann drenginn í fanginu vandlega ver og vefur í klæðum að hjartanu sér. »Því felurðu, barn, þig, hver felmtur það var?« »Æ, faðir minn, sérðu ekki álfkonginn þar? Með gullkrónu og sprota svo glögt ég hann lít. »Því gegni ég ei, barn, það er þokurák hvít«. »Kom, fallegi drengur, og fylgdu nú mér, þá fegurstu leiki ég kenna skal þér; mín strönd er af glitblómum fegurstu full og föt á mín móðir, er skína sem gull«. »Og heyr nú, minn faðir, hvað eignast ég á, hvað álfkongur hvíslar, að skuli ég fá«. »„Ver hægur og bær þig ei, barnkindin mín, í blöðunum þurskrældu vindurinn hvín.« Johann Wolfgang Goethe (1749—1832), portrett eft- ir Joseph Karl Stieler, gert í Weimar 1828. »Kom, drengur minn fagri, og dveldu mér hjá, ég dætur á vænar, þær fyrir þér sjá og syngja og dansa og dilla þér rótt, svo dreymi þig sætt um þá værustu nótt«. »Sko, faðir, sko, faðir, við skyggjandi tré þær skínandi álfkongsins dætur ég sé«. »Já, sonur minn góði, það get ég að sjá, það glórir í píltrén svo feyskin og grá«. »Þín fegurð mig hrífur, þér ákaft ég ann, og ætlirðu að tregðast, ég neyða þig kann«. »Æ, faðir, nú um mig hann arm leggur sinn, af álfkongsins tökum ég sárindi finn*. Af hryllingi faðirinn hrökkur við þá, með hljóðandi barnið hann þeysir sem má, og kemst vart til húsanna fölur og fár; í faðminum hans var sveinninn nár. (Þýðing Steingrímur Thorsteinsson) Álfakóngurinn Hver ríður svo seint um svala slóð í svipvindi nætur? Faðir með jóð; hann sveininum heldur með öflugum arm svo ei honum kólni sér við barm. Því felur þú andlit, því felmt er þér? Ó, faðir minn, sérðu’ ekki álfakónginn hér? Álfakónginn með kórónu og seim? Þar kvikar, sonur minn, Þokureim. „Þú kæra barn, flýt þér og fylg þú mér! Ég fagra leiki skal sýna þér, hin marglitu skrautblóm þar máttu sjá, og móðir mín gullofnar skikkjur á.“ Faðir minn, faðir minn, heyrðirðu’ ei hér hvað hermir álfakóngurinn mér? Ver rólegur blíðasti barnunginn minn, í blöðunum þurrum hvín vindurinn. „Þú fagri sveinn, viltu ei fara til mín? ég fríðar á dætur sem gæta þín, og dætur mínar nú skulu skjótt þér skemmta með sönghljóm og dansi í nótt!“ Sko, faðir! Sko, faðir! í skugganum þar hinar skartbúnu álfkonungsdæturnar? Það fullvel ég, góði sonur, má sjá: Við sjáum þar píltrén svo aldin og grá. „Vöxtinn þinn ítra ég elska svo heitt, ef eigi’ ertu hlýðinn mun valdi beitt." Æ, faðir! hann kominn rétt að mér er! Ó, álfakóngurinn þjakar mér! Af hryllingi faðirinn hleypti á skeið, og með hljóðandi barnið í fangi reið; með nauðum gat bjargazt að bænum þar; en barnið í faðmi hans dáið var. (Þýðing Ingvaldur Nikulásson)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.