Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS , USTrt l)\\ Handboltinn er ekki einstaklingskeppni M.H.G. skrifar: „Velvakandi! Nú get ég ekki þagað lengur. Ég les aftur og aftur viðtöl við þjálf- ara í handbolta, og hlusta á þau í útvarpi og sjónvarpi og alltaf er verið að tala um það sama: að þessi eða hinn hafi gert þetta og þetta mörg mörk í þessum og hin- um leiknum. Þó vita þessir menn, að það eru ekki aðallega þeir sem skora mörkin sem gagn gera, því að handbolti er ekki einstakl- ingskeppni heldur byggist hann á samspili heils liðs af einstakling- um. Nú er oft sagt, að ungu skot- glöðu drengirnir hafi eyðilagt þennan eða hinn leikinn, af því að þeir hafi skotið í tíma og ótíma. Getur ekki verið, að fyrrnefnt tal og skrif hafi haft þau áhrif á þessa drengi, að þeir haldi að eng- inn geri neitt í leiknum nema sá sem skorar mörkin. Væru það ekki eðlileg viðbrögð af þeirra hálfu? Ég hvet íþróttafréttamenn og aðra sem fjalla um íþróttir á opinberum vettvangi að beina kastljósum sínum meira að vörn- inni, svo og þeim sem byggja upp sóknirnar og enda svo hverja sóknarlotu með því að „mata“ skytturnar á boltanum, þegar þær komast í færi. Þessir aðilar eru ekki síður gagnsamir liðsheild- inni, ráða því ekki síður hvernig liðinu verður ágengt. Þess vegna eiga þeir skilið að þeim og frammistöðu þeirra sé veitt meiri athygli." „Ég hvet íþróttafréttamenn og aðra sem fjalla um íþróttir á opinberum vettvangi að beina kastljósum sínum meira að vörninni, svo og þeim sem byggja upp sóknirnar og enda svo hverja sóknarlotu með því að „mata“ skytturnar á boltanum, þegar þær komast í færi.“ Síður en svo að gleymst hafi að útvega símabún- að fyrir Staðarsveitina Jón Skúlason, póst- og símamála- stjóri, skrifar 17. jan.: „í Velvakanda í Morgunblaðinu 13. þ.m. er komið á framfæri tveimur spurningum til póst- og símamálastjóra og skal hér með leitast við að svara þeim. Vorið 1981 voru samþykkt lög á Alþingi um lagningu sjálfvirks síma í sveitum, lög nr. 32/1981. I þessum lögum er kveðið á um að þessu verki skuli lokið innan 5 ára frá 1. janúar 1982 að telja. í for- gangsröðun sem samþykkt var af stjórnvöldum var iokaáfangi þessa verks árið 1986. Nú hefur það við- gengist margoft að verkum að þessu leyti hefur verið flýtt, með heimild frá hæstvirtum sam- gönguráðherra, í þeim tilvikum þegar gömlu sveitalínurnar hafa verið orðnar svo lélegar að nauð- synlegt var og ódýrast að bæta úr á þennan hátt. alla leið vestur að Öxl í Breiðavík- urhreppi. Hins vegar voru fjöisímatæki ekki fyrir hendi fyrr en í janúar í ár, en þau er hægt að setja upp að vetrarlagi, og mun því verki ljúka í þessum mánuði ef ekkert óvænt tefur. Það má því segja að þessu verki hafi verið flýtt um eitt ár og að síður en svo hafi gleymst að útvega símabúnað fyrir Staðar- sveitina. í gjaldskrá og reglum fyrir símaþjónustu segir, að verði óþarfur dráttur á viðgerð símans, má krefjast endurgreiðslu á af- notagjaldinu í hlutfalli við þann tíma, er síminn er ónothæfur, ef sambandsslitin eru meiri en 10 sólarhringar á ári.“ GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Eitt þeirra raka sem til er gripið. Rétt væri: Ein þeirra raka sem ... (Orðið rök í merkingunni röksemdir er ekki til í eintölu). Betur hefði farið: Meðal þeirra raka ... Eða: Ein þeirra röksemda ... SIG&A V/QGÁ g itLVtVAH Nýttbrauð á hverjum mcngni Miklabraut SKAFTAHLÍD 24 - SÍMI 36370 - 105 REYKJAVÍK Metsölublad á hverjum degi! Samkvæmt framangreindri for- gangsröðun var áætlað að leggja sjálfvirkan síma í Staðarsveit á árinu 1985, en þessu verki var flýtt með heimild ráðherra, vegna þess að gömlu línurnar voru svo lélegar eins og frú Svava Svandís tekur réttilega fram. Ákvörðun um þetta var ekki tekin fyrr en fyrir- sjáanlegt var að verktakinn sem vann að símalögnum í Hnappa- dalssýslu gat með góðu móti bætt við sig jarðsímavinnu í Staðar- sveit og lokið lagningu jarðsíma sem til þurfti og ljúka varð fyrir vetrarfrost. Var lagður jarðsími IEY9IST TIL W TUKT'" R PIG, BL19R, EF PÚ TIR EKKI Rt> LRTR PORSK- SR VR9R i RRUSINN R MÖNNUM^ HVERNI6 HELDURÐU W R'dTHNDIÐ yr-di HÉRNIR EF RLLIR , LÉTU PORSKHRUSR / VRRR i HRUSINN / \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.