Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984
27
Hljómsveitin á æfingu í Hljómskálanum í gær. Finninn Linkola lengst til vinstri. Morgunbiaftið/ Gunniaugur Rðgnvaldsson
íslenskir jazzleikarar flytja verk Finnans Linkola á Borginni í kvöld:
„Viss prófsteinn á hæfi-
leika íslenskra jazzarau
segir Pétur Grétarsson, einn hljómsveitarmanna
„Þetta er viss prófsteinn á aölögun-
arhæfni og þá ekki síöur hæfileika ís-
lenskra jazzleikara. Takist okkur að
komast skammlaust frá þessum tón-
leikum eftir aðeins fjögurra daga æf-
ingar á verkum, sem viö kynntumst
ekki fyrr en á sunnudag, held ég aö
íslenskir jazzleikarar hafi a.m.k. sann-
að aðlögunarhæfni sína og þá um leið,
að þeir standa kollegum sínum á Norð-
urlöndum fyllilega á sporði," sagði Pét-
ur Grétarsson, trommuleikari, í stuttu
spjalli við Mbl. í gær.
Pétur er einn átta Islendinga, sem
ásamt Finnanum Jukka Linkola
flytja verk hans á Hótel Borg í
kvöld. Linkola þessi er hér staddur á
vegum Nordjazz. Hann hefur þann
starfa að ferðast um Norðurlöndin
og stjórna hljómsveitum á borð við
þá, sem sett hefur verið saman í til-
efni komu hans. Aukinheldur að
leika á píanó stjórnar Linkola leik
sveitarinnar.
Linkola, sem er aðeins 29 ára, nam
við Sibelius Academy á árunum
1971—1978 og hefur verið ákaflega
afkastamikill á stuttum ferli. Hann
starfar m.a. sem hljómsveitarstjóri
við Helsinki City Theater og hefur
unnið til ýmissa verðlauna fyrir verk
sín. Hann hefur haldið tónleika víða,
m.a. í Hollandi, Noregi, Tékkó-
slóvakíu, Sovétríkjunum og Banda-
ríkjunum. Þá hefur hann skrifað
verk fyrir marga heimskunna jazz-
leikara. Auk þeirra Péturs og
Linkola leika eftirtaldir í sveitinni:
Björn Thoroddsen á gítar, Sigurður
Þorbergsson á básúnu, Ásgeir
Steingrímsson á trompet, Reynir
Sigurðsson á víbrafón, Þorleifur
Gíslason á saxófón, Stefán S.
Stefánsson á saxófón og Gunnar
Hrafnsson á bassa. Flestir fram-
angreindra teljast til hinnar nýju
kynslóðar islenskra jazzleikara og
hafa a.m.k. fimm þeirra stundað
nám í jazzleik við virta skóla vestan-
hafs.
Efnisskráin í kvöld byggist alfarið
á verkum Finnans og verður rúm-
lega klukkustundarlöng. Á undan
leik þessa „mini-bigbands“ leikur
hljómsveitin Icelandic Seafunk
Corporation um stund. Sú sveit er
skipuð kornungum hljóðfæraleikur-
um, sem leika tónlist f ætt við þá
sem Mezzoforte hefur getið sér gott
orð fyrir. Hefur hún hlotið mikiö lof
gagnrýnenda, þar sem hún hefur
komið fram.
Leikfélag Dalvíkur 40 ára:
„Þið munið hann
Jörund“ verð-
ur afmælisverkið
Dalvík, 18. janúar.
UM ÞESSAR mundir er Leikfé
lag Dalvíkur 40 ára. í þessu til-
efni frumsýnir það sjónleikinn
„ÞiA munið hann Jörund“ eftir
Jónas Árnason. Leikstjóri er
Arnar Jónsson og leikur hann
jafnframt eitt aðalhlutverkið.
Leikfélag Dalvíkur var stofnað
19. janúar 1944 af stórum hópi
áhugafólks um leiklist. Fyrstu
stjórn félagsins skipuðu Marinó
Þorsteinsson, formaður, Friðjón
Kristinsson, ritari, Páll Sigurðs-
son, gjaldkeri og Sigtýr Sigurðs-
son og Friðsteinn Bergsson,
meðstjórnendur.
Fyrsta leikrrt félagsins var Gld-
ur eftii séra Jakob Jónsson og sá
Sigtýr Sigurðsson um uppfærslu á
þessu fyrsta verkefni félagsins.
Leikfélagið hefur til þessa dags,
haldið uppi sjálfstæðri leikstarf-
semi og einstaka sinnum í sam-
vinnu við Ungmennafélag Svarf-
dæla og önnur félagasamtök á
staðnum.
Á þessum árum hafa margir
komið við sögu í starfsemi félags-
ins bæði sem leikendur og stjórn-
endur. Ber þar helst að nefna
Steingrím Þorsteinsson, Sigtý Sig-
urðsson og Marinó Þorsteinsson
að ógleymdum Jóhannesi Jóhann-
essyni, Hjálmari Júlíussyni og
Kristínu Stefánsdóttur.
Leikritið „Þið munið hann Jör-
und“ er 43. uppfærsla félagsins frá
stofnun þess. Með helstu hlutverk
fara Ömar Arnbjörnsson, sem
leikur titilhlutverkið, og Björn
Björnsson, sem leikur Charlie
gamla Brown. Leikmynd er eftir
Jón Þórisson og lýsingu annast
Lárus Gunnlaugsson. Næstu sýn-
ingar verða í samkomuhúsinu á
Dalvík 23., 24. og 25. janúar. Nú-
verandi formaður Leikfélags Dal-
víkur er Kristján Hjartarson.
Fréttaritarar.
Bílaleigu-
bíll
í óskilum
ÞANN 1. desember síðastliðinn bað
kona nokkur kunningjakonu sína að
skila fyrir sig bflaleigubifreið þar eð
hún þurfti að fara utan með litlurn
fyrirvara. En bifreiðin hefur enn
ekki skilaö sér á bflaleiguna og
Rannsókna: lögregla ríkisins lýsir nú
eftir henni.
Bifreiðin er af Mazda-gerð 323,
árgerð 1980. Koparbrún á lit og er
þriggja dyra og ber einkennisstaf-
ina R-42516. Rannsóknarlögreglan
biður alla þá, sem upplýsingar
geta gefið um bifreiðina eftir 1.
desember, vinsamlega að láta vita.
Naustiö endurvakti fyrir um það bil 28 árum,
þann fágæta gamla góða sið aö bjóða íslendingum
sannan þorramat á þorranum
Viö höfum alla tíö lagt metnaö okkar í aö hafa þorramatinn
sem allra beztan, enda er hann oröinn heimsfrægur, — aö
minnsta kosti á íslandi.
Nú enn einu sinni gengur þorrinn í garö og viö förum aö
gera allt klárt í húsinu fyrir okkar árvissu matargesti í Naust-
inu, ennfremur höfum viö nú ákveöið aö bjóöa öllum tæki-
færi til aö njóta þorrabakka okkar.
Pantið nú túnanlega
í sírna 17758
Guðmundur Ingólfsson
og félagar leika.
Já nú geta allir pantaö þorrabakka Naustsins og fengiö þá
senda heim í eigin boö og veizlur, stærri og smærri. Fyrir
sérveizlur, er jafnvel hægt aö fá matinn í trogunum okkar
vinsælu. í bökkunum okkar eru allir þorraréttirnir svo sem:
Hvalur, hákarl, hangikjöt, rófustappa, sviöasulta, haröfiskur,
lundabaggar, bringukollar, hrútspungar og fl. og fl.
Verðið fyrir manninn á Nausts-þorrabakkanum þessum
líka gæða bakka
— hinum eina sanna er aöeins kr.
350.-
ekki mikið
sé miöað við gæði