Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI STOFNAÐ 1913 15. tbl. 71. árg. FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fundu 4,5 tonn af hassi Amsterdam, 18. janúar. AP. TOLLVERÐIR fundu fyrir skömmu 4,5 tonn af hassi í vöniskemmu í Amsterdam í Hollandi, að því er lögregluyfirvöld hermdu í gær. Er hlassið metið á 25 milljón gyllini, sem eru 7,9 milljónir doilara. Fimm manns voru þegar hand- teknir, allt Hollendingar, og tveir þeirra „gamlir kunningjar" lög- reglunnar, einkum vegna fíkni- efnasölu. Hassið var geymt í 40 tunnum, en lögreglan veit eigi enn hvaðan efnið er komið. Geir Hallgrímsson utanrfkisráðherra í samtali við Mbl. í gærkvöldi: í sátt? Hygg að dragi senn til vidrædna risaveldanna „SCHULTZ VAR sáttfúsari, á því var enginn vafi, hann var opnari fyrir hugmyndum og viðræðum, en Gromyko var harður. Hann fiutti gamaldags ræðu þar sem hann vitnaði í utanrikisstefnu Leníns. Það er spurning hvort hann hafi talið sig verða að sýna hörkuna sex áður en hann settist að viðræðuborðinu með Schultz og þá hvort orð hans hafi verið alvarlega meint og að það verði bið á því að Bandaríkin og Sovétríkin taki upp að nýju viðræður um afvopnun. Þó held ég að slíkur þrýstingur sé á báðum risaveldun- um, og þá sérstakiega Sovétríkjunum, að það dragi innan tíðar til viðræðna þeirra í milli,“ sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra í samtali við Mbl. í gærkvöldi. Geir situr öryggismálaráðstefnuna í Stokkhólmi og í gær var hann fundarstjóri. Geir ræddi um ræður þeirra George Schultz og Andrei Grom- yko, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna, en fundur þeirra í gær stóð yfir i 5 klukku- stundir. Geir sagði ræðu Sovét- mannsins jafnframt hafa verið af- ar harðorða og ósanngjarna, „en ég hygg að menn taki slíkri ræðu með yfirvegaðri ró,“ sagði Geir. Utanríkisráðherrar Atlants- hafsbandalagsríkjanna hittust i franska sendiráðinu á mánu- dagskvöldið. „Þar var ákveðið að leggja sameiginlega tillögu fram á framhaldsráðstefnunni. Tillagan felur í sér hugmyndir sem stuðla myndu að gagnkvæmu og auknu trausti í Evrópu, svo sem upplýs- ingaskipti, meðal annars um her- flutninga og heræfingar hvers konar. Einnig leiðir til að koma i veg fyrir misskilning, ótímabær úrræði og skyndiárásir svo eitt- Geir Hallgrímsson, lengst til vinstri, í hlutverki fundarstjóra í Stokk- hólmi í gær. Við hlið hans situr Benedikt Gröndal og lengst til hægri Níels P. Sigurðsson. Simamynd-AP. hvað sé nefnt," sagði Geir. Hann og mikilvægi þess að austur og sagði einnig að almennt hefði verið vestur byrjuðu aftur viðræður um rætt um hlutverk ráðstefnunnar gagnkvæma afvopnun. ('asablanca, Vlarokkó, 18. janúar. AP. Á RÁÐSTEFNU samtaka mú- hameöstrúarríkja sem haldin er í Casablanca um þessar mundir var samþykkt í gærkvöldi að bjóða Egyptalandi sæti að nýju. Egyptar eru í hópi stofnaðila samtaka múhameðstrúarríkja, en fyrir þremur árum var þeim vísað úr sæti sínu vegna frið- mælinga þeirra við ísrael. Samþykktin var þó gerð með þeim skilmálum að Egyptar styddu allar ákvarð- anir samtakanna síðan 1981 og að þeir lýsi yfir að þeir virði ekki lengur Camp David-samkomulagið sem var kveikjan að því að þeir voru reknir úr samtökunum. Full- trúar Líbýu og Sýrlands kröfðust þess að Egyptar segðu upp friði við ísrael, en það var ekki samþykkt af ráðstefnunni allri. lyf lofar góðu heilablóðfalli það hafi verið uppgötvað fyrst 1976 er það aðeins nýlega sem far- ið er að rannsaka kosti þess til hlítar. Þeir sem fyrstir uppgötv- uðu efnið á sínum tíma fengu fyrir það Nóbelsverðlaun. Segja má að það sé enn á tilraunastiginu, en læknar sem rannsakað hafa lyfið segja fjóra af átta sjúklingum sem þeir hafa gefið lyfið hafa fengið verulegan bata. Einn var alger- lega lamaður hægra megin og gat ekki talað. Fáeinum mínútum eft- ir að hann tók inn lyfið fékk hann bæði máttinn og málið. Prostacyclin er frumefni sem myndast í æðaveggjum og hjálpar til við að koma í veg fyrir stíflur. Kemur efnið í veg fyrir að blóð- frumur sem kallast platelets setj- ist á æðaveggina og stífli bióð- streymið. Egyptar teknir Símamynd-AP. Gromyko til vinstri og Schultz til hægri, hvor andspænis öðrum fremst á myndinni. Einnig eru á myndinni ónefndir aðstoóarmenn ráðherranna. Schultz og Gromyko á 5 klukkustunda fundi Stokkhólmur, 18. janúar. AP. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, þeir George P. Schultz og Andrei Gromyko áttu saman fimm kiukkustunda langan fund í sovéska sendiráðinu í Stokkhólmi í gær. í fundarlok sögðu embættismenn, að heldur hefði andað köldu á fundinum, en á hinn bóginn hefðu viðræðurnar verið gagnlegar. Lengd þeirra þótti einnig lofa góðu, því fáum klukkustundum áður hafði Gromyko haldið langa og harðorða ræðu á öryggismálaráðstefnunni í borginni og vegið í orðum mjög að Reagan Bandarikjaforseta og utanríkis- stefnu hans. Ráðherrarnir sögðu ekkert í fundarlok, en á hinn bóginn sagði bandarískur embættismaður að í samtali sínu hefðu þeir Shultz og Gromyko komið víða við. Sam- þykktir hefðu reyndar engar orðið, en báðir aðilar skildu hvor annan nú betur og gerðu sér ljósari grein hvor fyrir sjónarhóli annars. Ræða Gromykos fyrr um daginn var harðorð og hinn mesti reiðilest- ur yfir Ronald Reagan og stefnu hans. Sagði Gromyko, að „heims- friðnum stafaði mest hætta af utanríkisstefnu Bandaríkjanna“, bandarískir ráðamenn gerðu „brjálæðislegar áætlanir um kjarn- orkustríð" og fleira í sama dúr. Ráðstefnufulltrúar hlýddu á ræðu Gromyko og ræddu um hana hver við annan. Ýmsir töldu sig sjá ljósa punkta, svo sem er ráðherr- ann sagði: „Sovétmenn hafa alltaf boðað stjórnmálaleg samskipti og viðræður milli austurs og vesturs og hafa síður en svo í hyggju að víkja af þeirri braut." Þá kom hann með ýmsar uppástungur sem stuðl- að gætu að minnkandi spennu milli risaveldanna. Nýtt gegn St Pétureborg, Florida, 18. janúar. AP. NÝTT LYF sem læknar hafa gert tilraunir með að undanfornu gefur heilablóðfalls- og kransæðasjúkling- um nýja von um bata. Er það eink- um lömunin sem sjúkdómnum fylgir Ráðstefnunni í Stokkhólmi verð- ur fram haldið í dag og þá er meðal annarra á mælendaskrá Geir Hall- grímsson utanríkisráðherra ís- lands. sem lyfið vinnur gegn. Skilyrði er þó enn sem komið er, að sjúklingarnir fái lyfið innan sólarhrings frá því að þeir fengu slag. Lyfið heitir prostacyclin og þó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.