Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984 Hvað er að í versl- un með grænmeti? Almennur fundur á Hótel Esju Helgi Jónsson flugmaóur, á miðri mynd, ásamt gestum í fyrsta áætlunarflug- inu viö komuna til Reykjavíkurflugvallar í fyrrakvöld. Ljósm. Mbi. Júlíus Flugskóli Helga Jónssonar: Fyrsta áætlunar- flug til Grænlands ALMENNUR fundur um verslun með nýtt grænmeti verður haldinn á Hótel Esju, laugardaginn 21. janúar nk., klukkan 14.00—16.00, undir heitinu: Hvað er að í verslun með grænmeti? Að fundinum standa Þáttur Dave Allen kærður EMBÆTTI ríkissaksóknara hefur borist kæra á hendur forráða- mönnum Ríkisútvarpsins vegna sýn- ingar á þætti Dave Allen mánudaginn 9. janúar síðastliðinn. Kærandi segir í kæru sinni, að trúartilfinningum sínum hafi verið misboðið með sýningu þáttarins. „Málið er til athugunar hjá emb- ættinu," sagði Þórður Björnsson, ríkissaksóknari, í samtali við Mbl. HE8TUR sá, sem Gunnar Einarsson tapaði um daginn og sagt var frá hér í blaðinu, er fundinn heill á húfi. Hafði bóndi einn í Ölfusinu tek- ið hann í misgripum og fært hann Skaftamálið: Dómsyfir- heyrslur DÓMSYFIRHEYRSLUR í máli Skafta Jónssonar, blaðamanns á Tímanum, hefjast í Sakadómi Reykjavíkur á morgun. Skafti kærði lögregluna fyrir harðræði í lögreglu- bifreið. lyögreglustjórinn í Reykjavík sendi málið til rannsóknar hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Að lokinni frumrannsókn RLR sendi embætti ríkissaksóknara málið til Sakadóms til dómsrann- sóknar. Húsmæðrafélag Reykjavíkur, Manneldisfélag fslands, Neytendá- samtökin og Verzlunarráðið. Jóhann J. Ólafsson frá Verzlun- arráðinu setur fundinn, en því næst mun Bjarni Þjóðleifsson, læknir, flytja ávarp. Þá verða fjögur erindi á dagskrá: Græn- metiskaup heimila, Dröfn Farest- veit, Húsmæðrafélagi Reykjavík- ur, — Grænmetisneysla og heilsu- vernd, Jón Óttar Ragnarsson, Manneldisfélagi íslands, — Neyt- endur og grænmetisvandamálið, Jónas Bjarnason, Neytendasam- tökunum, — Viðskiptahöft og verslun með grænmeti, Árni Árnason, Verzlunarráði fslands. Að loknum erindum verða al- mennar umræður. Fundarstjóri verður Árni Gunnarsson. heim með sér, en er þangað kom og hann sá gripinn í betra ljósi, kom í ljós, að hesturinn reyndist of ljós á litinn. Gerði bóndinn sér þá aðra ferð með hann og skilaði honum í landareign Valla, en ekki gerði hann vart við ferðir sínar þá fremur en í fyrra skiptið. Er Gunnar að vonum kátur að hafa endurheimt hrossið, en vill benda á hve mikil ósvinna það er að fara um afgirt lönd manna og taka þaðan gripi og láta ekkert um ferðir sínar vita. Sigrún Strokufangar komnir fram FANGARNIR tveir sem struku frá Litla-Hrauni á mánudags- kvöldið hafa báðir komið í leitirn- ar. Annar þeirra náðist í fyrrinótt, en hinn gaf sig fram í gærdag. FYRSTA áætlunarflug Helga Jónssonar til Kulusuk á Græn- landi var farið í fyrradag. Gestir Helga í þessari fyrstu ferð voru ráðuneytisstjóri í samgöngu- ráðuneytinu, Ólafur Steinar Valdimarsson, flugmálastjóri, Pétur Einarsson og Hjálmar Ólafsson formaður Norræna fé- lagsins. Hópurinn fékk góðar móttökur í Kulusuk og var boðið til veizlu og skoðunarferðar. Helgi sagði í viðtali við blaða- mann Mbl., er hann lenti á Reykjavíkurflugvelli á níunda tímanum í fyrrakvöld, að ferðin I FRETT á bls. 22 í Morgunblaðinu í gær, þar sem fjallað er um heimsókn fulltrúa Reykjavíkurborgar á Reykjavíkurflugvöll, slæddust inn nokkrar meinlegar villur. Sagt var, að ef sú tillaga um að leggja austur/vesturflugbrautina næði fram að ganga, þyrfti að gera undirgöng undir brautina, vegna þess að brautin myndi liggja yfir Hringbraut. Það er ekki rétt, brautin myndi liggja yfir hefði gengið mjög vel. í Kulusuk hefði verið tekið á móti þeim af sveitarstjórnarmönnum í Angm- agssalik, flugvallarstarfsmönnum og yfirmönnum radarstöðvarinn- ar. Farið var í skoðunarferð, setin veizla heimamanna og gerður um fimm klukkustunda stanz. Sagði Helgi að Grænlendingar hefðu fagnað mjög þessari nýbreytni. Helgi flýgur einu sinni í viku í vetur til Kulusuk, á þriðjudögum. Þriðjudagar eru einnig áætlunar- flugdagar í innanlandsflugi á Grænlandi, þannig að þá má fá framhaldsflug frá Kulusuk. í sumar áætlar Helgi að fljúga tvisvar í viku. Suðurgötu. Einnig var sagt að hugmyndir væru uppi um byggingu flugstöðv- ar norðan Loftleiðahótelsins, en hið rétta er að staðsetningin yrði vestan hótelsins. Önnur áttavilla var um staðsetningu flugminja- safns, en hugmyndin er sú að það verði norðan hótelsins, en ekki sunnan þess eins og sagt var. Beðist er velvirðingar á villum þessum, sem leiðréttast hér með. Lagarfossmálið: Einn í gæzlu, öðrum sleppt GÆZLUVARÐHALD yfir manni um þrítugt var framlengt um 15 daga á laugardag, en fíkniefna- deild lögreglunnar hafði krafizt 60 daga gæzluvarðhalds yfir honum í Lagarfossmálinu svo- kallaða, þegar um 5 kíló af hassi, 240 grömm af amfetamíni og um 20 grömm af kókaíni fundust í iestum Lagarfoss. Ástæðan fyrir því, að dómari úrskurðaði svo stutt gæzluvarð- hald, mun vera sú að við dómsyfir- heyrslur skýrðust mál mjög. Öðr- um manni var sleppt á sunnudag, en hann hafði setið á þriðja mán- uð í gæzluvarðhaldi. Játningar liggja nú fyrir um alla meginþætti málsins. Mennirnir tveir hafa við- urkennt að hafa keypt fíkniefnin í Hollandi og fengið skipverja á Lagarfossi til þess að smygla þeim inn í landið. Athugasemd vegna mynd- birtingar ÁSTÆÐA er _til að taka fram vegna birtingar myndar af hjón- unum Ólafi Rafni Jónssyni og Danielle Somers Jónsson á bak- síðu Morgunblaðsins í gær, að maðurinn lengst til vinstri á myndinni er ekki tengdur móteig- anda þeirra í húsinu. Hann heitur Sigurður Kristinsson og óskar að það komi fram, að hann var þarna staddur sem einlægur stuðnings- maður og vinur þeirra Ólafs Rafns og Danielle. Hafi þetta valdið mis- skilningi er beðist velvirðingar á því. JC Reykjavík: Úrslitakeppni í kappræðu fram- haldsskólanna Undanfarnar vikur hefur J.C. Reykjavík staðið fyrir námskeiðum og keppnum í ræðumennsku í 7 fram- haldsskólum í Reykjavík og verður úrslitakeppnin haldin á morgun, lostudag, í Háskólabíói. Þar mætast lið Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans í Hamrahlíð. Umræðuefnið er „Á að leggja íslenska þjóðfélagið niður" og talar lið MR með tillögunni en lið MH á móti henni. Keppnin hefst í Háskólabíói kl. 21.00. ÍJr rrétutilkynnin^u Leiðrétting f frétt í Mbl. sem birtist í gær á bls. 5 var sagt frá veiðileyfum sem enn væru til hjá Stangaveiðifélagi Revkjavíkur. I síðustu málsgreininni er það haft eftir Friðrik Ktefánssyni, fram- kvæmdastjóra félagsins, að hver maður gæti ekki fengið veiðileyfi nema hálfan dag þar ..., en átt er við Elliðaárnar í því samhengi, þó það kæmi hvergi fram. Beðist er velvirð- ingar á mistökum þessum. Hundaræktar- félagið — ekki Hundavinafélagið í Morgunblaðinu í gær í frétt af svari landlæknis við fyrirspurn lögmanns Hundaræktarfélagsins er Hundaræktarfélagið ranglega nefnt Hundavinafélagið. Eru hlut- aðeigandi beðnir velvirðingar á mistökunum. Alþýðuleikhúsið á Hótel Loftleiðum: Andardráttur og leikhússteik Leikhópurinn með hótelmönnum. Frá vinstri talið: Svanhildur Jóhann- esdóttir leikstjóri, Sólveig Halldórsdóttir, Helgi Björnsson, Sólveig Pálsdóttir, Kjartan Bergmundsson, Ellert A. Ingimundarson, kokkurinn Jón Rafn Högnason og Emil Guðmundsson hótelstjóri. Á borðinu er sýnishorn af leikhússteikinni, sem kosta mun 194 krónur. Morgunblaéið/ÓI.K.M. Alþýðuleikhúsið og Hótel Loft- leiðir hafa tekið höndum saman um að halda uppi lcikhússtarfsemi í ráðstefnusal Hótels Loftleiða, tvisvar til þrisvar í viku í vetur. Fyrsta sýningin verður annað kvöld, föstudagskvöld, klukkan 20.30, og verða leikin tvö stutt leikrit eftir ('hicago-búann, David Mamet. Þau heita „Kynórar" og „Tilbrigði við önd“, en leikhópur- inn hefur gefið þeim samheitið „Andardráttur". í tengslum við sýningar Al- þýðuleikhússins býður Hótel Loftleiðir upp á nýjan matseðil, leikhússteikina, sem svo er köll- uð, sem leikhúsgestir geta gætt sér á fyrir sýningar. Auk þess verða veitingar á boðstólum í hléi og eftir sýningar. Höfundur leikritanna, David Mamet, er fæddur árið 1948 var aðeins 23ja ára gamall þegar hann skrifaði „Tilbrigði við önd“. Leikritin hafa ýmist verið sýnd saman eða sitt í hvoru lagi og þess má geta að „Kynórar" hiaut Obíe-verðlaun 1976. Umfjöllunarefni „Andardrátt- ar“ er náttúran. í öðru leikritinu er það náttúran í manninum sjálfum, meira og minna afbak- aðar hugmyndir fjögurra ung- menna um lífið, kynlífið og til- veruna, og hvernig þeim gengur að fella þessar hugmyndir sínar að lífi sínu. Hitt leikritið snýst um manninn í náttúrunni, hvernig hann umgengst hana og um skoðanir og samband tveggja manna, eins og segir í frétt frá Alþýðuleikhúsinu. Árni fbsen þýddi „Tilbrigði við önd“, en leikendur í því verki eru Helgi Björnsson og Viðar Egg- ertsson. „Kynórar" hefur leik- stjórinn Svanhildur Jóhannes- dóttir þýtt ásamt leikhópnum, en í því verki leika Ellert A. Ingimundarson, Kjartan Berg- mundsson, Sólveig Hall- dórsdóttir og Sólveig Pálsdóttir. Plakat og leikskrá hefur Viðar Eggertsson gert, framkvæmda- stjóri er Ellert A. Ingimundar- son og lýsing er í höndum Ingv- ars Björnssonar. Leikarar hafa sjálfir unnið leikmynd og bún- inga. Ráðstefnusalur Hótels Loft- leiða tekur um 100 manns í sæti, en miðasala er opin sýningar- daga frá klukkan 17.00 og pant- anir teknar í gegnum síma hót- elsins. Sýningartíminn er ekki valinn af handahófi: Það er stíl- að upp á það að fólk geti notfært sér áætlunarferðir á vegum Kynnisferða klukkan 20.00 frá Hlemmtorgi og til baka aftur eftir sýningar. Önnur sýning á „Andardrætti" verður á laugardaginn. (Frétíatilkynning) Hveragerði: Hesturinn fundinn llveragerði, 18. janúar. Villur í frétt um flugvöllinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.