Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984 Eiginmaöur minn, t VALTÝR ALBERTSSON, laaknir. lést 18. janúar. Hordis Gudmundadóttir. t Maöurinn minn og faöir okkar, ELLERT ÓLAFSSON, bifreiöastjóri, Hrauntungu 89, Kópavogi, lóst í Landspítalanum 17. janúar. Ingibjörg Júlíusdóttir, Ólafur Ellertsson, Baldur Ellertsson. t MÁLFRÍÐUR ÁSMUNDSDÓTTIR, Reykjavíkurvegl 33, Skerjafirói, andaöist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 17. janúar. Synir hinnar lótnu. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, JÓN EÐWALD KRISTJÓNSSON, kaupmaöur, Barmahlíö 1, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. janúar kl. 13.30 e.h. Þeir sem vildu minnast hans vinsamlegast láti Slysavarnafélag islands njóta þess. Guðiaug Alda Kristjánsdóttir, Gísli B. Jónsson, Kristrún B. Jónsdóttir, Ágústa S. Jónsdóttir. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, LAUFEY MARKÚSDÓTTIR, Tunguselí 8, er lést i Landspítalanum 12. janúar sl., veröur jarösungin frá Bústaöakirkju föstudaginn 20. janúar kl. 15.00. Jarösett veröur í Gufuneskirkjugaröi. Markús Sigurgeir, Höróur Sœvar, Hálfdán, Jóhanna Halldóra, Svanfríöur Guórún, barnabörn og Bára Magnúsdóttir, Lilja Siaurgeirsdóttir, Vigdfs Olafsdóttir, Gísli Sigurjónsson, Eyþór Oskarsson, barnabarnabarn. t Útför fööur okkar, tengdafööur og afa, JES ÁGÚSTSJÓNSSONAR, blikksmíöameistara, Norðurbraut 39, Hafnarfiröi, sem andaöist 12. janúar, fer fram frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi, fimmtudaginn 19. janúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagiö. Helga S. Ágústsdóttir, Valgeir Bachman, Einar Ágústsson, Birna G. Ástvaldsdóttir, Ásta Ágústsdóttir, Helgi S. Þóröarson, Sigrún Ágústsdóttir, Ágúst Ágústsson og barnabörn. t Ástkær eiginmaöur, faöir, tengdafaöir, afi og langafi, HJÖRTURÓLAFSSON, Furugeröi 1, veröur jarösunginn frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 21. janúar kl. 14.00. Ferö veröur frá Umferöarmiöstööinni kl. 12.00. Blóm og kransar afbeönir, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á stúkuna Einingu nr. 14. Lára Halldórsdóttir, Halldór Hjartarson, Bára Þóröardóttir, Höróur Hjartarson, Erla Pálsdóttír, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Jes Agúst Jónsson Fæddur 13. febrúar 1915 Dáinn 12. janúar 1984 Á kveðjustundu hvarflar hugur- inn til liðinna ára og minningarn- ar hrannast upp. Eiginkona Gústa, en það var hann kallaður meðal vina og kunningja, Þorbjörg Matthildur Einarsdóttir sem lést fyrir tæpum átta árum, var systir okkar. Því er okkur bæði ljúft og skylt að minnast hans við leiðar- lok. Hann var ekki bara mágur okkar því að hann var einnig mik- ill vinur okkar og lagði vissulega sitt af mörkum til að vináttusam- band héldist sem best. Hann var einnig einstaklega greiðvikinn maður sem gott var að leita til. Ævisaga hans verður ekki rakin hér, en líf hans og starf var ekki ólíkt því sem tíðkast hjá öllum þorra manna þessa lands. Gústi var lærður blikksmiður og sem slíkur vann hann hörðum höndum til þess að sjá sér og fjöl- skyldu sinni farborða. Börnin urðu fimm, þrjár dætur og tveir synir. Þau eru öll uppkomin og eru fjög- ur þeirra búsett i Hafnarfirði en eitt býr í Reykjavík. Hann hafði gaman af ferðalög- um og unni fögru landslagi. Það kom gleggst fram þegar talið barst að æskustöðvum hans, en hann var fæddur og uppalinn á Seljavöllum undir Eyjafjöllum. Gústi hafði mikið yndi af söng og var virkur félagi í karlakórnum Þröstum í áratugi. Á heimili þeirra hjóna, sem lengst af var hér í Hafnarfirði, áttum við margar góðar stundir saman í söng og gleði. Um leið og við kveðjum góðan dreng vottum við börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum okkar dýpstu samúð. Tengdasystkini. Hann afi á Norðurbraut er dá- inn. Hann var búinn að vera svo mikið veikur, en nú líður honum vel og kannski er hann búinn að hitta ömmu. Þegar afi var lítill, átti hann heima í sveit, í falleg- ustu sveit á tslandi, sagði hann alltaf. Þar eru jökullinn, fjöllin, heiðin, gljúfrin og gróðurinn, og þar á milli hamraveggja og jökuls- ár er afalaug, en svo köllum við Seljavallalaug undir Austur- Eyjafjöllum. þar er sveitin hans afa, þangað höfum við oft komið og verið, eitt af okkur í nokkur sumur og unað sér vel. Afi var blikksmiður og oft var gott að geta farið til hans með hjól eða bíla sem orðið höfðu fyrir slysi og biðja hann að sjóða brotin saman. Sund var íþrótt sem afi unni, og nokkrar voru ferðirnar sem hann fór með okkur í sundlaugina. Og mikið var gaman núna um jólin að afi gat komið heim af spít- alanum og verið hjá okkur, eins og svo oft áður. Við þökkum honum afa allt. Systkinin Sævangi Svavar Sigurðs- son — Minning Fæddur 10. apríl 1962 Dáinn ll.janúar 1984 í siðastliðinni viku barst okkur sú harmafregn að einn bekkjarfé- laganna, Svavar Sigurðsson, væri látinn. Það er erfitt að horfast í augu við þá staðreynd, að svo ung- ur maður og góður drengur hafi verið kvaddur á brott i blóma lífs- ins. Við stofnuðum til okkar fyrstu kynna við Svavar þegar hann kom í bekkinn haustið 1975. Svavar var hæverskur og prúður í fasi og féll strax vel ir.n í hópinn. Hann var spengilegur í vexti og stæltur vel, enda mikill áhugamaður um íþróttir. í leikfimitíma stökk hann hæð sína ef svo bar undir. Þá vakti hann athygli fyrir frammistöðu sína í frjálsum íþróttum og á skíð- um. Að loknu grunnskólaprófi skildu leiðir okkar flestra, en nokkrir bekkjarfélaganna þróuðu áfram kynnin við Svavar, og tókst með þeim góð vinátta. í nóvember sl. kom árgangur okkar úr Árbæjarskóla saman eina kvöldstund, og var Svavar þá mættur til leiks í fullu fjöri. Eng- an óraði þá fyrir að þetta yrði okkar síðasti fundur með Svavari. Við lát hans er stórt skarð höggvið í hópinn. Við vottum foreldrum Svavars, Erlu og Sigurði, og systkinunum okkar dýpstu samúð, og óskum þc-ss að minningin um ljúfan dreng veiti þeim styrk. Bekkjarsystkinin úr Árbæjarskóla. I dag, fimmtudag, verður til moldar borinn Svarar Sigurðsson, en hann lést 11. þ.m. aðeins 21 árs að aldri. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast honum fyrir rúmlega ári síðan, þar sem við unnum að sameiginlegu áhugamáli. Þó ald- ursmunur hafi verið nokkur á milli okkar, tókst með okkur mjög góð vinátta og var hann tíður gestur á heimili mínu. Svavar var einstakt prúðmenni og hvers manns hugljúfi, öllum sem honum kynntust. Er hans nú sárt saknað. Ég sendi foreldrum, systkinum og öðrum vandamönnum innilegar samúðarkveðjur og bið algóðan Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Blessuð sé minning Svavars Sig- urðssonar. Jóhann K. í þetta sinn hjó maðurinn með ljáinn nærri svo miskunnarlaust án nokkurs fyrirvara. Við vorum felmtri slegnir er við fréttum um þennan voveiflega atburð og stóð- um frammi fyrir því að besti vinur okkar væri horfinn úr þessum heimi. Okkur, sem vorum vinir hans síðan í æsku, fannst við hafa brugðist. Þá varð okkur ljóst að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Svavar var elsti sonur hjónanna Sigurðar Þorvaldssonar og Erlu Frederiksen. Hann nam sín fyrstu ár í Árbæjarskóla og útskrifaðist þaðan vorið 1978. Síðan lá leið hans í Menntaskólann við Sund, þar hætti hann fljótlega og eftir nokkurra mánaða námsferð til Englands, fór hann í Ármúlaskóla og þaðan lauk hann verslunar- prófi. Hann átti við áfengisvandamál að stríða, og leitaði sér aðstoðar vegna þess í lok ársins 1982. Hann tókst á við vandann af dugnaði og einurð og hélt sér frá áfengi eftir það. í rúmt ár var hann að reyna að fóta sig að nýju en þá, þegar erfiðleikarnir virtust að baki, hvarf hann af sjónarsviðinu. Hann tók sér margt fyrir hend- ur þennan tíma, en eitthvað eirð- arleysi og óþolinmæði urðu þess valdandi að hann staldraði aldrei lengi við sama viðfangsefnið. Hann var alltaf að reyna eitthvað nýtt, leitandi að einhverju sem veitti honum frið og tilgang. Svavar var vel liðinn þar sem hann kom, rólegur og kurteis, margir munu staldra við og hugsa til hans. Ef eitthvað vakti óskerta athygli hans, hellti hann sér út í það af miklum áhuga, og náði hann þá oftast góðum árangri. Hann var víðlesinn og góður íþróttamaður. Við sem þekktum Svavar og var ljóst hvaða hæfi- leika hann hafði til að bera, viss- um að honum fannst lítið til eigin árangurs koma. Hann mat eigin hæfileika aldrei sem skyldi, hon- um fannst aðrir alltaf gera betur. Fáum auðnaðist að kynnast hans innra manni, en við fundum fyrir trausti hjá honum, og jafnvel blíðu, sem hann þó lét sjaldan í ljós. Hin íbjúga veröld, sem hverfist í sjálfa sig, gaf mér sólskin eins dags og húm einnar nætur. Þú sem ég elska, hví yfirgefur þú mig? í skugganum mikla, sem grúfir við guðsins fætur, er grafin sú spurning, sem aldrei mun finna sitt svar. Hvar, hvar? (Steinn Steinarr) Þetta var reiðarslag sem erfitt er að sætta sig við, en við vitum að það gengur yfir, þó gleymum við honum aldrei. Það verður okkur huggun, að við trúum því, að þetta hafi honum verið ætlað, hann dó ekki án til- gangs. Margir draga lærdóm af þessum atburði, þótt sárt sé að þetta skyldi þurfa til. Hann trúði því að sín biði betra líf fyrir hand- an. Við vottum fjölskyldu, svo og ástvinum hans, dýpstu samúð. Megi Guð veita ykkur huggun og styrk. Við kveðjum góðan vin að sinni. Snorri Þór Sigurðsson, Bjarni Þorbergsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.