Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 31
Bolungarvík:
Þjóðlegt
þorrablót
með trogum
og peysufötum
Bolungarvík, 16. janúar.
HIÐ árlega þorrablót Bolvíkinga
verður haldiö næstkomandi laugar-
dag. Nú eru fjörutíu ár síðan bol-
vískar eiginkonur tóku upp þann sií
að bjóða mönnum sínum til blóts á
þorra. Hefur það æ síðan verið ár-
legur viöburður.
í þessi 40 ár hefur engu verií
breytt frá þeim reglum, sem um
þorrablótshald hér voru skapaðar,
sem í stuttu máli eru þessar: Und-
irbúningur allur og framkvæmd er
í höndum þar til skipaðrar nefnd-
ar, sem einvörðungu er skipuð
konum. Þátttakendur hafi mat
sinn í trogum, og geta ein eða
fleiri hjón verið saman í trogi. All-
ar konur klæðist íslenska þjóð-
búningnum.
Eins og áður sagði, er undirbún-
ingur í höndum þorrablótsnefnd-
ar, sem skipuð er 11 konum. Ann-
ast þær öll skemmtiatriði, en um
skemmtidagskrána eru konur
jafnan þögular sem gröfin og ekki
nokkur leið að forvitnast um
skemmtiefnið, hvernig sem reynt
er. Þá er ákaflega skemmtileg sú
hefð, að konur klæðist þjóðbúningi
við þetta tækifæri, og er hætt við
að þorrablótið missi vissan
sjarma, verði út af þeirri hefð
brugðið. Ekki er okkur Bolvíking-
um kunnugt um að þessi siður sé
við hafður annars staðar á land-
inu við slíkt tækifæri. Þátttaka á
þorrablótum hér í Bolungarvík er
bundin við fólk í vígðri eða óvígðri
sambúð. Á þessu fertugasta þorra-
blóti okkar mun hljómsveit Ás-
geirs Sigurðssonar frá ísafirði
leika fyrir dansi að afloknum
skemmtiatriðum, áti og glaðvær-
um fjöldasöng. Formaður þorra-
blótsnefndarinnar að þessu sinni
er Elísabet M. Pétursdóttir.
— Gunnar
Sofnuðu út frá
matargerðinni
SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kall-
að út klukkan 5.30 aðfaranótt laugar-
dagsins. Tilkynnt var að mikinn reyk
og hita legði út frá íbúð við Bergstaða-
stræti. Tveir menn voru sofandi í íbúð-
inni þegar slökkviliðið kom á vett-
vang. Þeir voru fluttir í slysadeild, en
meiðsli þeirra voru lítilvæg.
Mennirnir tveir höfðu verið að
skemmta sér um kvöldið. Þeir voru
hungraðir þegar heim kom og hugð-
ust hita upp mat í bakaraofni. En
þeir voru ekki bara svangir heldur
einnig syfjaðir og sofnuðu út frá
matseldinni með fyrrgreindum af-
leiðingum.
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984
31
VANDAÐAR PLOTUR
VIÐRÁÐANLEGT VERÐ
BMVALLÁf
PANTANIR:
Bíldshöfða 3, sími: 91-85833 og hjá
Iðnverk h/f Nóatúni 17, 105 Rvk.
Símar: 91-25930 og 91-25945
Sportfiskibátar
Siglingaáhugamenn
Bjóöum 3 fyrstu skúturnar framleiddar af Trefjum
h/f á sérstöku kynningarveröi kr. 63.000 plastklár-
ar.
TREFJAR HF.,
Stapahrauni 7, Hafnarfirði, sími 51027.
Lengd 6,17 m
breidd 2,0 m
rúmlest 2,3 t
Verð 92.000 plastklár
Skútur
Micró 18
>> VÖNDUÐ FRÖNSK
*** STÁLHNÍFAPÖR
^ með nylonskafti
* 'æ Litir; Beinhvítt, postulkishvítt,
vínrautt og dökkblátt
_ / >
Skrauthöfðarnir
í París
— Sagt frá nýjung í hárgreiðslu.
Hvað er þetta gras
að gera hér?
— Baunaspírurnar verða
sífellt vinsælli í ýmsa rétti.
Kappræðueinvígi JC:
Leikræn tjáning átti
drjúgan þátt í ræðuhöldunum.
Föstudagsblaðid ergott forskot á helgina
OpntilkLI9
mánudaga
þriðjudaga
miðvikudaga
fimmtudaga
TT A P TT ATTD Skeifunni 15
IlAVlIiAU 1 Reykjavík