Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984
Jón Þ. Arnason:
Lífríki og lífshættir XCV
Spurningin er: Hver er svo ófyrirleitinn
aö ætlast til að Vesturlandaþjóðir sjái
milljörðum ósjálfbjarga og volæðis-
dæmdra farborða möglunarlaust?
Árið 1983 hefir nú kvatt. Það
kvaddi líkt og það hafði heilsað.
Að því liðnu er ekki auðséð að
forystulið og fylgiskarar séu
áberandi hæfari eða fúsari til að
horfast í augu við raunveruleik-
ann, og bregðast viturlega við
honum, en í upphafi þess. Enn
sem fyrr telja ráðamenn sig sízt
hafa ástæður til að kvarta undan
úrræðaskorti, eða almenningur
um dómgreindarleysi.
Máski eiga þessar sjálfsblekk-
ingar ekki minnstan þátt í þeirri
undarlegu staðreynd, að sjaldan
mun „góðra frétta" hafa verið
sárar saknað en á nýliðnu ári og
beðið með heitari eftirvæntingu,
einkum síðari hluta þess. Mörg-
um hefir þótt biðin löng og ýmsa
hefir því tekið að gruna, að dagar
hinna „góðu frétta" væru að
mestu taldir.
Margfaldari
allra vandræða
Árið 1984 er því runnið upp
eins og eðlileg tímatalsskipan
býður, tilgangslaust er að amast
við og ástæðulítið að fagna.
Fögnuður ætti varla rétt á sér
nema ef vera kynni af því að
fjöldi merkra fræðimanna býst
við að það muni verða betra —
betra en árið 1985 o.s.frv.
Óhugnanlega margt bendir
enda til að reyndin muni naum-
ast geta orðið önnur. Samt sem
áður er rétt að hafa hugfast, að
enginn ávinningur getur hlotnazt
af að sleppa allri von um, að upp-
skeran af vinstri verkum mann-
kynsins verði allt önnur en sán-
ingin gefur ótal ástæður til að
óttast.
Að viðbættu því, sem í upphafi
þessa pistils einna sízt er talið
hafa verið umkvörtunarefni í
heiminum á nýliðnu ári, og
reyndar oftast áður, veldur hinn
gífurlegi mannfjöldi á jörðinni
hugsandi fólki sífellt þyngri
áhyggjum, og stigmagnandi, að
knúið mannkýnið í duftið. Peccei
leggur sérstaka áherzlu á, og tel-
ur háskalegast, að hin neikvæðu
áhrifaöfl séu sammagnandi, efli
og styrki hvert annað og leiði
þannig út í botnlaust kviksyndi,
algert vonleysi.
Á meðal þeirra, sem afar ein-
dregið taka undir eggjunarorð
Pecceis, er þýzki hugvísindamað-
urinn dr. Theo Löbsack, rithöf-
undur og Theodor-Wolff-verð-
launahafi. í nýjustu bók sinni,
„Die letzten Jahre der Mensch-
heit“ (Múnchen 1983) vitnar dr.
Löbsack til þessara ummæla
Pecceis, sem hann segir hann
hafa viðhaft á Heimsþingi spari-
sjóða í Berlín árið 1981:
„Mannkynið er statt í sífellt
grimmilegri lífsnauð, sem ógnar
tilveru þess. Og það á tímum,
þegar það stendur á hátindi
þekkingar sinnar og máttar."
hann í ritgerð sinni, „On the
Principle óf Population", særði
fram þá kenningu, sem er ámóta
afdráttarlaus og hún er hræðileg,
og meitlaði í þrjár setningar:
„í fyrsta lagi: Lýðurinn hefir
stöðugt tilhneigingu til að auka
kyn sitt meira en samrýmist til-
tækum framfærslumöguleikum
— ef hann fær að ráða. I öðru
lagi: íbúafjöldinn takmarkast af
matvæla- og framfærsluvöru-
framboði. í þriðja lagi: Samræmi
fólksfjölgunar og matvælafram-
leiðslu næst í krafti náttúrlegra
hömlunarafla svo sem sjúkdóma,
skorts, hárrar dánartölu og
styrjalda."
Þegar fyrst voru gerðar til-
raunir til að draga úr eymd og
milda áhrif örbirgðar í Englandi
með setningu laga um fátækra-
hjálp, benti Malthus á fánýti
þeirra og taldi það, sem nú á dög-
um er oftast nefnt „félagsleg úr-
ræði“, aðeins hafa neikvæð áhrif
á fólksfjölgunarvandamálið. IUt
yrði verra, skrifaði hann, því að
þjóðfélagslegt ranglæti væri ekki
meginorsök neyðar og örbirgar,
heldur væru ástæðurnar nátt-
úrulögmálsbundnar. Malthus
komst síðan að þessari miskunn-
arlausu niðurstöðu:
skái muni reynast hafa haft rétt
fyrir sér, þrátt fyrir allt það úr-
helli fúkyrða og illmælgi, er yfir
hann hefir verið látið ganga, að
ógleymdum útúrsnúningum og
rangfærslum, fer mjög fjölgandi.
Því má síðan bæta við, að sumt
af því, sem Malthus taldi sig sjá
fyrir, er orðinn veruleiki víða um
heim, og útlitið ískyggilegra en
hugsað verði til án þess að finna
til meðaumkvunar með þeim, er
leggja trúnað á skvaldur „stjórn-
málamanna" um, „að við þurfum
bara að þrengja að okkur rétt í
bili“.
í hópi þeirra, sem ekki eru
sérlega ginnkeyptir fyrir slíkum
lýðræðisbrellum, er Nóbelsverð-
launahafinn í læknisfræði og líf-
eðlisfræði árið 1973, Konrad Lor-
enz, prófessor dr. med. dr. phil. í
upphafsorðum formála nýjustu
bókar sinnar, „Der Abbau des
Menschlichen" (Múnchen 1983),
hefir hann þetta að segja:
„Sem stendur eru framtíðar-
horfur mannkynsins framúr-
skarandi dapurlegar. Mjög lík-
lega mun það fremja skyndilegt,
en hreint ekki sársaukalaust
sjálfsmorð með kjarnorkuvopn-
um. Jafnvel þótt ekki komi til
þess, ógnar því langdreginn
Sprengjan mikla
Ef jarðarbörnum hefir fjölgað
jafnört síðari 6 mánuði ársins
1983 og á tímabilinu 1. júlí
1982—30. júní 1983 (og engin
ástæða er til að ætla að þeim hafi
fjölgað minna), þá nam mann-
fjöldinn 4.762.887.000 í upphafi
ársins 1984. Mannkyninu hefur
því fjölgað um rösklega
82.000.000 árið 1983, þ.e. 224.657
að meðaltali á sérhverjum sól-
arhring, eða um rúmum 12.000
minna en nemur íbúafjölda ís-
lands. M.ö.o.: Á þessu eina ári
hefir framfærsluþungi jarðar
aukizt um því sem næst saman-
lögðum íbúafjölda allra Norður-
landanna, Sviss, Austurríkis,
Belgíu, Hollands, Grikklands,
Portúgal og frlands.
Þetta gerist samtímis því, að
stöðugt gengur á óendurnýjan-
legan hráefnaforða jarðar, árásir
hafnar á varaforðann og undir-
búningur hafinn að atlögu gegn
þrautavaraforðanum; lífríkið
verður sífellt afkastaminna og
snauðara (dýra- og jurtategundir
verða aldauða), Sahara sækir
fram til suðurs um 200 km á ári,
115 ha lands hverfa undir
mannvirki í Vestur-Þýzkalandi
daglega, og umhverfisspilling
verður óbærilegri.
Þetta gerist samtímis því, að
við blasir, samkvæmt vísinda-
legum rannsóknaniðurstöðum
höfunda „The Global 2000 Report
to the President", að um næstu
aldamót muni aðeins 0,25 ha
ræktarlands verða til afnota að
meðaltali á mann í stað 0,4 ha
árið 1975.
Sama heimild telur að um
aldamótin muni mannkyninu
fjölga um nálægt 300.000 líkami
á sólarhring, og að um 80%
mannkynsins muni þá búa í lönd-
um, þar sem yfirráðum hvítra
manna hefir verið hafnað. Mat-
gjafir þeirra munu væntanlega
verða vel þegnar.
f seinni tíð ber æðioft við, að
fólk, sem athygli vekur á ham-
förum vinstriandans, verður
fyrir götustrákalegu aðkasti. Því
er ósjaldan borið á brýn, að fyrir
því vaki að skara eld að eigin
köku með því að koma hörmung-
artíðindum á markað, því að al-
kunna sé, að „hryllisögur" seljist
betur en gleðifréttir.
í sjálfstæðu nýfrelsislandi:
Hér voru blómlegir akrar á árum „nýlendukúgunar“.
Helför eða hugarfarsbylting
líkindum óviðráðanlegum tor-
tímingarógnum. Flestir aðrir
váboðar, sem sannarlega eru
hvorki fáir né fyrirferðarlitlir,
eru af fjölmörgum málsmetandi
framrýnum taldir fremur minni-
háttar í þeim samanburði, og fer
því þó fjarri, að tilhneiginga gæti
í þeirra hópi til að gera lítið úr
þeim.
Áratugum saman hefir verið
rætt, ritað og varað við hættunni
af mannfjölgunarsprengjunni,
án þess að nokkuð hafi breytzt til
hins betra eða útlit sé fyrir að til
gagnráðstafana komi.
Forseti the Club of Rome, Aur-
elio Peccei, harmaði árið 1981, að
síðan stofnunin birti 1. skýrslu
sína, „The Limits to Growth", ár-
ið 1972, hefði ekki verið gerð til-
raun til að leggja til atlögu við
eitt einasta alvarlegt heims-
vandamál nema með bleki, og því
náttúrlega enn síður að þau
hefðu nálgazt Iausn (sbr. Aurelio
Peccei: „Die Zukunft in unserer
Hand“, Wien 1981).
Undir þessa staðhæfingu geta
sjálfsagt allir, sem fylgzt hafa
með fréttum, tekið heilshugar.
Og einnig það álit hans, að sér-
hvert hinnar nánar tilgreindu
viðfangsefna út af fyrir sig gæti
Háskalegar Malthus Rótleysingjar
sjálfsblekkingar minnir á sig ráða för
Báðir tveir, Peccei og dr. Löb-
sack, líta þannig á, að mannfjölg-
unarsprengjan sé ógnvænlegasti
eymdarboði, sem nú Verði komið
auga á. Þeir telja hana ekki að-
eins margfaldara allra skelfinga,
sem við sé að fást, heldur enn-
fremur orsök nýrra. Ef það fæst
ekki viðurkennt, álíta þeir, getur
ástandið ekki annað en versnað.
„Orð, sem kaþólska kirkjan sér-
staklega, ætti að skrifa á bak við
eyrað,“ segir dr. Löbsack í áður-
nefndri bók sinni.
Prestur, sem
sá svart
Auðvitað er þeim báðum, dr.
Löbsack og Peccei, mætavel
kunnugt um, að hættuna hafi
enski uppgjafarklerkurinn og
hagvísindamaðurinn Thomas
Robert Malthus (1766—1834)
„viðurkennt" þegar árið 1798, er
„Manneskju, er fyrst lítur
dagsins ljós í landi, sem þegar er
byggt of mörgu fólki, er ofaukið.
Handa henni er ekki til neinn
borðbúnaður við hið mikla
veizluborð náttúrunnar."
Nóbelsmaður
tekur til máls
Heiftarlegar deilur hafa lengst
af verið uppi út af kenningum og
niðurstöðum Malthusar. Sumir
hafa talið hann hafa að öllu leyti
rangt fyrir sér, aðrir að öllu leyti
rétt. Allir tæknitrúaðir hagvaxt-
aráhangendur eru í hópi hinna
fyrrtöldu. Líffræðingar og líf-
verndarfólk hallast á þá sveif, og
margir raunar mjög ákveðið,
einkum á síðari árum, að skyn-
samlegt sé að gefa góðan gaum
að máli Malthusar. Og víst fer
ekki á milli mála, að þeim, sem
óttast að Englendingurinn opin-
dauði af völdum eitrunar eða
annarrar tortímingar umhverfis-
ins, sem það lifir í og af. Jafnvel
þó að það léti af hinni blindu og
ótrúlega heimskulegu breytni
sinni í tíma, ógnar því hægfara
hnignun allra þeirra eiginleika
og athafnasemi, er skera úr um
manneskjulega tilveru þess.“
Væntanlega fer ekki fram hjá
neinum, að hér er kveðinn upp
harður dómur. Hitt er öllu vafa-
samara, hvort nema fáir geri sér
grein fyrir, að hann er reistur á
gefnum forsendum: taumlausri
peningahyggju, skeytingarleysi
um boð og bönn náttúruríkisins,
virðingarleysi fyrir rétti ungra
og óborinna til heilbrigðra lífs-
möguleika, og dekri við allt, sem
er spilit, lítilfjörlegt, hrörlegt og
úrkynjað og vanþroska, hvort
heldur sem það storkar tilver-
unni á næsta bar, götuhorni ell-
egar í niðurníddum nýfrelsis-
löndum.
Auk þeirrar smekklausu ill-
girni, sem f slíkum aðdróttunum
felst, birtist einnig í þessu vitn-
isburður um hnattfeðm niður-
rifsáhrif rótleysingja og frjáls-
lyndinga, sem sjaldan eira sönnu
orði. Heróp þeirra er enn sem
fyrr: Eyðum öllum efa um vizku,
þekkingu, ráðsnilli og ofurmátt
„kórónu sköpunarverksins", lát-
um „heimsendaspámenn" ekki
svipta okkur trúnni á kraftaverk
tækni og hagvaxtar — en þó um-
fram allt annað skulum við ekki
láta okkur til hugar koma að
hlusta á rausið um að sjálfur
MAÐURINN sé háður aga nátt-
úruríkisins, eða að við getum
grætt eitthvað á lærdómum
reynslunnar.
Við þessu er eiginlega ekkert
að segja annað en þetta: Mann-
eskjan verður að tigna móður
jörð og þakka gjafir sköpunar-
verksins, ella glatast hún að ei-
lífu.