Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984 Sjónarmid Ólafsvíkinga og Grundfiröinga í skeldeilunni: Texti: HBj. Ljósm.: RAX „Sækjum um þetta af illri nauðsyn“ — segir Ólafur Kristjánsson yfirverk- stjóri Hraðfrystihúss Ólafsvíkur hf. „Steingrímur margbraut lögin á mér, til aö þóknast Hólmurunum," segir Soffanías Cecilsson, útgeröarmaöur og fiskverkandi í Grundarfiröi. Hann er þarna á meöal starfsfólks síns í skelvinnslunni. „Meira gullgröftur en venjulegar veiðar" „Við viljum fá aö halda okkar skelveiöum og -vinnslu áfram og auka hana. Ég hef möguleika á að vinna helmingi meira magn en mér er leyft aö veiöa. Á meöan þau lög eru í landinu aö bannaö er aö byggja upp fleiri stöðvar á meðan fyrir eru verksmiöjur sem ekki eru fullnýttar, þá hlýt ég að ganga fyrir meö aö fullnýta mína verksmiöju áður en farið veröur að byggja nýjar,“ sagði Soffanías Cecilsson, útgerðarmaður og fiskverkandi í Grundarfirði, í samtali viö blm. er hann var spurður hvaða áform hann væri meö varö- andi skelina. „Samkvæmt lögunum hef ég all- an rétt umfram nýju skelverk- smiðjuna í Hólminum en Stein- grímur Hermannsson braut lög á meðan hann var sjávarútvegsráð- herra til að koma henni af stað. Við byrjuðum með skelina á sama tíma, Sigurður Ágústsson, Rækju- nes og ég. Þá var allt unnið í hönd- unum. Kaupfélag Stykkishólms varð síðan fyrst með vélvæðing- una í þessu en það kenndi okkur hvernig ekki á að standa að þessu. Steingrímur braut lögin einnig í sambandi við rækjuna með því að úthluta rækjunni í Hólminn þrátt fyrir að ég gæti annað henni allri. A sama tíma og þeir tóku af manni skelina tóku þeir líka af manni rækjuveiðina. Ég er með tvívirka vinnslu, vinn skel og rækju í sömu vélunum og þurfti því ekkert að byggja upp fyrir skelina en það hafa þeir aldrei skiliö. Mín áform eru þau að vinna það sem ég get afkastað sem er 2500 tonn og mér sýnist að þeir ætli að leyfa það. Ég sé ekkert í lögunum sem getur meinað mér að vinna það magn en þeir geta aftur á móti bannað mér að veiða það. Ég veiddi rúm 1200 tonn í fyrra en hafði kvóta til að vinna 1050 tonn. Ég ætlaði að láta reyna á þetta en ráðuneytið gerði ekkert i málinu því þeir vissu hvernig það færi ef þeir tækju bátana. Bátarnir höfðu leyfi til að veiða þetta magn og enginn gat bannað mér að vinna það. Samkvæmt auglýsingunni núna hlýtur það að gerast að allir bátar hér við Breiðafjörð fái leyfi til skelveiða, enda eiga þeir allir jafnan rétt á því.“ Aðspurður um hvort hann teldi að skelin væri ofveidd sagði Soff- anías: „Ég er uggandi yfir veiðiað- ferðunum. Þeir stækka sífellt plóginn og þyngja, ásamt því sem - segir Soffanías Cecilsson í Grundarfirði þeir stækka bátana og auka tog- hraðann. Þetta verður til að alltaf skemmist meira og meira. Fullur plógur er ekki lengur veiðarfæri, hann er orðinn slóðadragi sem eingöngu skemmir. Sóðaskapurinn í veiðunum finnst mér uggvænleg- astur. Ég hef einnig svolitla hræðslu af að skelinni sé ofboðið. Öllum sjómönnum ber saman um að gengið sé of mikið á hana. Þó er það þannig að á mínum bátum fiskuðu þeir meira á dag í vetur með færri mönnum en í fyrra. Þetta stangast því á. Ég held að engin áhætta ætti að vera í því að fiska 12 þúsund tonn, ef við dreif- um veiðisvæðinu og notum ekki þessi stóru veiðarfæri." Nú hefur annað fyrirtæki hér í Grundarfirði sótt um vinnsluleyfi. Hvernig líst þér á það? „Þeir hafa ekkert með það að gera með skut- togaranum," sagði Soffanías, „enda mega þeir það ekki á meðan ég hef ekki fulla vinnslu. Spurn- ingin er þessi: Hversu lengi mega ráðherrarnir brjóta lögin á meðan þegnarnir eru dæmdir eftir þeim?“ Þú hefur enga samúð með Hólmurunum sem búnir eru að „Þörfin er ekki ný á aö auka fjöl- breytni í veiöum og vinnslu. Arið 1975 voru til dæmis mjög dökkar horfur í sjávarútveginum hér. Allt frá þeim tíma hafa menn veriö að líta til þess aö þetta væri eitt af því sem þyrfti aö nýta,“ sagöi Stefán Jóhann Stefánsson, forseti bæjar- stjórnar Ólafsvíkur, í samtali við blm. er hann var spurður af hverju Olafsvíkingar sæktu nú um hörpu- diskveiði og vinnsluleyfi. „Upp úr þessu fóru útgerðar- menn hér að huga að þessu og byggja sig upp í þessu? „Þeir í Stykkishólmi og Kjartan og Eiður hafa alltaf verið að tala um að við hefðum skuttogarana en þeir ekki,“ sagði Soffanías, „en ég minni á að þeir hafa gert út á togara en gefist upp á því, síðast áður en þeir fóru út í skelina. En er það sama ekki að gerast hjá okkur núna? Hagur skelvinnsl- unnar byggist eingöngu á nýting- unni, og ef nýtingin er slæm, eins og til dæmis virðist vera í Stykk- ishólmi þá er útkoman sjálfsagt ekki góð. Varðandi veiðarnar þá má það til sanns vegar færa að þær eru meira gullgröftur en venjulegar veiðar, enda held ég að enginn fiskur sé arðbærari í dag, sérstaklega veiðarnar. Hitt er svo annað mál að gullgröftur hefur ekki alltaf verið arðbær. Það er alveg útilokað að gera út báta með þeim mikla mismuni sem er á tekjum sjómannanna á þessum veiðum miðað við aðrar. Það geng- ur ekki í sömu verstöð." Ferðu í stríð ef þetta fer ekki eins og þú vilt? „Það er aðeins einn hængur á því að fara í stríð núna. Hann er sá að ef þeim tekst að setja í lögin heimild til að skammta vinnslustöðvunum kvóta, þá verð ég mát. Ef það ger- ist ekki þá held ég mínu striki með að vinna það hráefni sem ég fæ,“ sagði Soffanías Cecilsson. stunduðu skelveiðar um tíma, þó í litlum mæli væri. Hinsvegar var ekki sett á stofn hér skelvinnsla og það veikti þessar veiðar. í apríl á þessu ári var flutt tillaga í bæj- arstjórninni þess efnis að hún beitti sér fyrir könnun á því hvort hægt væri að fá veiðileyfi fyrir Ólafsvíkurbáta og vinnsluleyfi. Var í framhaldi af því skipuð í þetta nefnd, fiskveiðinefnd, sem skipuð var fulltrúum frá bæjar- stjórn og hagsmunaaðilum. Nefndin hefur síðan unnið sjálf- „Jú, þaö er rétt, við höfum sótt um vinnsluleyfi á skel og veiðileyfi fyrir þá tvo báta, sem gerðir eru út af frystihúsinu," sagöi Ólafur Krist- jánsson, yfirverkstjóri í Hraðfrysti- húsi Olafsvíkur hf., er viö spuröum hann hvort hraöfrystihúsið heföi sótt um skelvinnsluleyfi. „Viö höfum hús- næöi, en þurfum aö fá tæki sem til- heyra þessari vinnslu. I»etta yrði eng- in stórkostleg fjárfesting vegna þess aö við erum með frystinguna fyrir hendi, svo og húsnæðiö. Þetta er gert af illri nauðsyn. Við sjáum ekki annað en að þegar fyrir- hugaður kvóti verður settur á, gæti svo farið ef sæmileg vertíð verður að bátarnir verði búnir með þorskkvótann í vertíðarlok. Þá vit- um við ekki hvernig við eigum að halda frystihúsinu gangandi og heldur ekki hvað við eigum þá að gera við bátana. Við höfum ekki lagt dæmið endanlega niður fyrir okkur varðandi það, hvort þetta yrði fjárhagslega hagkvæmt fyrir okkur, en það er það örugglega fyrir Ólafsvík. Hér er engin önnur at- vinna fyrir hendi og ef sjávarútveg- urinn stöðvast, þá stöðvast allt ann- að hér. Við höfum hugleitt fleiri mögu- leika en þessa hörpuskel, en það tekur allt lengri tíma að komast í gegn. Ég vil láta þess getið hér, að mér finnst vera mikil öfugþróun í ýmsum hlutum. Á sama tíma og „Aðalmáliö er það að á meöan skel- in gefur arð, getur enginn sætt sig viö að fá ekki að veiða hana á meðan annar veiðiskapur á í vandræöum,“ sagði Árni Emilsson, hreppsnefndar- maður í Grundarfirði, er við leituöum hans álits á skelmálinu. Ég heid að það gangi aldrei að allir hafi ekki sama rétt til veiöa sem gefa arö á hverjum tíma. Við fögnum því að fyrirhugað er að rýmka þetta eitthvað og það mun renna fleiri stoðum undir rekstur minni bátanna hjá okkur og gæti munað því hvort hægt er að gera þá út eða ekki. Ég vil líka leyfa mér að leggja á það áherslu, að öll mál sem snerta þessar byggðir sem liggja saman hér á norðanverðu Snæfellsnesi verðum við að vera menn til að leysa sjálfir með sam- stætt að þessu og meðal annars fundað með útgerðarmönnum og fulltrúum fiskvinnslunnar. Niður- staða þessarar vinnu var tillaga sem send var sjávarútvegsráð- herra. Þar er farið fram á að bát- ar frá Ólafsvík fái að veiða 25% hörpudiskkvótans 1984. Þá eru einnig boðnir fram bátar og áhafnir endurgjaldslaust til rann- sókna fyrir Hafrannsóknastofn- un. Teljum við að það geti orðið til að auka veiðimagnið, en við erum á því að rannsóknir á skelmiðun- „Ef sjávarútvegurinn stöövast, stöðv- ast allt hér,“ segir Ólafur Kristjáns- son, yfirverkstjóri í Hraðfrystihúsi Olafsvíkur hf., en hraöfrystihúsiö hef- ur sótt um veiði- og vinnsluleyfi á hörpudiski. kvótakerfið dregur stórkostlega úr veiðum, geta allskonar „spekúlant- ar“ keypt fisk undan fiskvinnslunni og flutt hann út ísaðan í gámum. Ég hef heyrt um að enn eitt fyrir- tækið til viðbótar hafi verið stofnað í þessum tilgangi. Þetta er ekki til að bæta ástandið í fiskvinnslunni," sagði Ólafur Kristjánsson. komulagi. Við viljum alls ekki vera í stríði við nágranna okkar. Til að vera sanngjarn verður maður að viðurkenna vissa sérstöðu Stykk- ishólms og við verðum að taka tillit til í hverju menn eru búnir að fjár- festa hverju sinni. Hitt er svo ann- að mál, hvort þeir eigi að sitja svo til einir að þessari auðlind sem skelin er.“ í sama streng tók Ragnar El- bergsson, oddviti Eyrarsveitar, er við leituðum álits hans. „Við erum ekkert að fara í slag við Stykkis- hólm um skelina. Við viljum að þeir fái að njóta þess sem þeir hafa byggt upp af dugnaði, en viljum alls ekki vera að skemma neitt fyrir þeim. Það er hinsvegar áhugamál okkar að hér í sveitarfélaginu sé jöfn og stöðug atvinna." um hafi ekki verið nægilegar til að slá neinu föstu um hvort þau eru fullnýtt. Einnig viljum við láta kanna fleiri tegundir í Breiðafirði. Ég vil ekki segja mikið um þær deilur sem orðið hafa á milli bæj- anna hér á Snæfellsnesi vegna þessa máls. Þetta er viðleitni hagsmunaaðila til að tryggja sig í sínum rekstri. Þessi mál fara í hendur ráðherra og alþing- ismanna kjördæmisins þannig að ég tel ekki að í uppsiglingu sé „Viðleitni hagsmunaaðila við að tryggja sinn rekstur“ — segir Stefán Jóhann Sigurðsson forseti bæjarstjórnar Ólafsvíkur „Verðum að vera menn til að leysa þetta með samkomulagi“ - segir Arni Emilsson hreppsnefndarmaður í Grundarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.