Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984 Óbreyttir menn í ríkisstjórn Nígeríu Ijigos, IH. janúar. AP. HKRKÁÐIi), sem fer með æðstu völd í Nígeríu, tilkynnti í dag myndun 18 manna ríkisstjórnar, sem í sitja 11 óbreyttir borgarar. Ráðherrarnir áttu að sverja embættiseiða með kvöldinu, en ekki hefur verið skýrt frá hverjir skipa einstakar ráðherrastöður að undanskildu því að Domat Bali hershöfðingi verður varnarmálaráðherra og Chris Offodile, kunnur málaflutnin gsmaður, verður dómsmálaráðherra og ríkissaksóknari. Mohammed Buhari hershöfð- ingi og leiðtogi Nígeríu sagði í dag að fyrr yrði ekki hugsað út í að endurreisa lýðræði í landinu fyrr en tekist hefði að koma efna- hagsmálum landsins í gott horf. Buhari sagði því of snemmt að tímasetja hvenær hafizt yrði handa. Kvað hann að þjóðinni yrði látið eftir að velja það stjórnar- form sem hún helst kysi, þegar þar að kæmi. Kvaðst Buhari ekk- ert hafa á móti lýðræði eins og því sem hann tók þátt í að kollvarpa í heimalandinu um áramótin. Vandamálið hefði verið mennirnir sem valizt hefðu til að fram- kvæma það og sú aðferð sem þeir hefðu beitt við framkvæmdina. Kiessling sagður hafa verið hættulegur öryggi Konn, IK. janúar. Al*. (HINTKR Kiessling hershöfóingi og na'óslæðsli maður í höfuóstöðvum herafla AtlanLshafsbandalagsins var sagt upp störfum vegna þess aó hann var tíóur gcstur á hommaslóóum, aó því er Manfred Wörner varnarmála- ráóherra sagói á fundi með varnar- málanefnd þingsins. „Ráðherrann hefur engar sann- anir um að Kiessling sé hommi. Víetnamskir hermenn ögruðu bændum í Kína Tóltýó, IH. janúar. Al*. Kínverskir hermenn í suóur- héraóinu Vunnan við víetnömsku landamærin fclldu sjö víet- namska hermenn, sem ögruóu kínverskum bændum meó vopn- um, aó sögn útvarpsins í l’eking. f útsendingu Pekingútvarps- ins, sem heyrðist í Tókýó, sagði að niu víetnamskir hermenn hefðu farið inn í Funingsýslu í Yunnan að morgni 14. janúar og hafið skothríð á kínverska bændur, sem þar voru við ak- uryrkju. Sagði útvarpið kínverska landamæraverði, scm staddir voru á þessum slóðum, hafa hraðað sér á vettvang er þeir heyrðu skothvelli og fellt sjö víetnömsku hermannanna, en tveir hefðu komizt undan. Kiessling En hátterni hans stofnaði öryggi í hættu, það hefur ávallt verið talið varða við öryggi ef menn gera tíð- reist á hommaslóðir," sagði Mark- us Berger þingmaður við blaða- menn að loknum þingnefndar- fundinum. Wörner ákvað að leysa Kiessl- ing, sem var fjögurra stjörnu hershöfðingi, frá störfum eftir að leyniþjónusta hersins hafði sagt hann vera hættulegan öryggi. Neitaði Wörner að Bernard Rog- ers yfirmaður herafla NATO hefði átt hlut að máli. Kiessling kom næstur Rogers að völdum í aðal- stöðvum herafla NATO, og segja vestur-þýzk blöð að þeim hafi samið illa. Hafi Kiessling reyndar óskað eftir því áður en hneyksl- ismálið varð opinbert að verða leystur undan störfum hjá NATO vegna ósamkomulags þeirra Rog- ers. ^ Kiessling segist hafa fengið það skriflegt frá Wörner að hann hafi verið leystur frá störfum vegna samskipta sinna við homma. Hef- ur Kiessling í viðtölum við vest- ur-þýzk blöð vísað því á bug að hann væri hommi. Eftir fund þingnefndarinnar sögðu fulltrúar Jafnaðarmanna- flokksins skýringu Wörners á upp- sögn Kiesslings ófullnægjandi. Kemur varnarmálanefnd þingsins saman að nýju á morgun til að fjalla um málið og er fastiega bú- izt við að sett verði á laggirnar sérstök rannsóknarnefnd til að kanna mál Kiesslings til hlítar. Risaskjaldbakan „Luchy" liggur glaóvakandi á „skuröboröinu" eftir að læknar festu á hana nýja gervihreifa eftir aö hákarl hafði bitið fram- hreifana af henni. simamynd ap Saumuðu gervihreifa á risaskjaldbökuna Ulamorada, Klorida. 18. janúar. AP. SKORÐLÆKNAK unnu í gær þaó afrek, að sauma tvo gerviframhreifa á 160 kg þunga risaskjaldböku sem hákarl haföi ráðist á. Beit hákarlinn hreyfana af skjaldbökunni, en fískimenn björguöu henni nær dauða en lífí úr há- karlskjaftinum á síðustu stundu. Það voru Patrick Barry og Vestur-Þjóðverjinn Jurgen Toft, sem kom gagngert til Florida frá Remscheid til að aðstoða við að- gerðina, sem sáu um aðgerðina. „Mér líður vel núna,“ sagði Barry og útskýrði svo hvernig gert var að sárum skjaldbokunar. Fengnir voru gúmihreyfar á stálfæti, beinpipur dýrsins holaðar að innan og stálinu stungið inn. Því næst boruðu læknarnir göt á beinpíp- urnar og skrúfuðu stálfæturna fasta. „Hreyfarnir passa og ef allt gengur að óskum reynum við að sleppa dýrinu eins fljótt og auðið er. „Lucky“ en svo höfum við nefnt skjaldbökuna er um 25 ára gömul og gæti lifað 75 ár í viðbót ef gæf- an fylgir henni,“ bætti Barry við. Annar hreyfinn var mun verr far- inn en hinn, en aðgerðin í heild þótti takast vel. Holland: Fleiri dauðsföll völdum sýktrar 1 W ■ mn t P Amsterdam, 18. jan. AP. FJÖLDl látinna í Hollandi af völd- um sýktrar rækju frá Bangladesh hefur enn hækkað og er nú orðinn 14 manns, en um 100 manns til við- af rækju bótar hafa tekið blóðkreppusótt, sem rekja má til rækjunnar. Skýrði hollenzka heilbrigðismálaráðuneytið frá þessu í dag. Nýjar uppgötvanir um arfgengi hjartasjúkdóma St. Pcteruburg, Klorida, 18. janúar. AP. MIKID MAGN af ákveðnu eggjahvítuefni í blóði kann að gefa til kynna aukna hættu á hjartasjúkdómi hjá fólki, sem er með eðlilegt magn af efninu kólesterol og engin önnur sýnileg sjúkdómscinkenni. Skýrói bandarískur vísindamaður frá þessu í dag. Annar starfsbróðir hans skýrði frá því, að rannsóknir á erfðavísum hefðu veitt mikil- vægar upplýsingar um, hvers vegna sumt fólk lifir lengi þrátt fyrir óholla lifshætti, sem vís- indamenn hafa kallað „Winston Churchill sjúkdóminn" eftir brezka forsætisráðherranum, en hann reykti vindla nær viðstöðu- laust. Kólesterol-magnið í blóðinu hefur lengi verið notað sem við- miðun varðandi hættuna á hjartasjúkdómum. Það er ljóst, að fólki nteð mikið kólesterol- niagn er hætt við hjartasjúk- dómum, en það vefst fyrir mönn- um að finna svar við þeirri spurningu, hvers vegna fólki með eðlilegt kólesterol-magn er einnig hætt við þessum sömu sjúkdómum. í fyrirlestri, sem dr. Allan Sniderman frá McGill- háskólanum í Montreal í Kanada flutti á vegum bandaríska hjartasjúkdómasambandsins, skýrði hann frá því, að mælingar á eggjahvítuefni í blóðinu, sem nefnist „apoliprotein B“, væru á góðri leið með að gefa upplýs- ingar um, hvaða fólk er í mestri hættu gagnvart hjartasjúkdóm- um. Það, sem kannski skiptir enn meira máli, er að með þessum tilraunum kann að reynast unnt að finna út, hvaða börn eru lík- leg til þess að fá hjartasjúkdóma síðar meir í lífinu. „Það er engin spurning um það, að við verðum að geta fundið fyrirfram þá ein- staklinga, sem eiga hjartasjúk- dóma á hættu og það áður en æðakerfi þeirra skemmist, ef okkur á að takast að koma í veg fyrir kransæðasjúkdóma," sagði Sniderman. Á þessari sömu ráðstefnu, sem haldin var í St. Petersburg í Florida, lýsti dr. Jan Breslow frá Rockefeller-háskólanum í New York „Winston Churchill-veik- inni“, en sagði síðan: „Það er ljóst, að sumir einstaklingar, sem brjóta allar reglur varðandi heilbrigða lífshætti, lifa engu að síður fram yfir áttrætt eða ní- rætt. Svo eru aðrir, sem lifa reglusömu lífi, en fara að finna fyrir einkennum hjartasjúk- dóma strax á þrítugs aldri". Breslow kvaðst vera þeirrar skoðunar, að munurinn á þessum tveimur hópum fælist í mismun- andi tilhneigingu í erfðavísunum gagnvart hjartasjúkdómum. Hann hefði ásamt fleiri vísinda- mönnum einangrað fjóra af þeim erfðavísum, sem fram- leiðsla eggjahvítuefnisins „apoli- protein" byggist á og hefðu þeir komizt að þeirri niðurstöðu, að afbrigðileg einkenni á þessum erfðavísum séu til staðar í fólki, sem eigi hjartasjúkdóma á hættu umfram aðra. Þá sagði Breslow ennfremur, að afbrigðileg einkenni á erfða- vísunum, sem ykju hættuna á hjartasjúkdómum, væri senni- lega algengasta tegund arf- gengra sjúkdóma og kynni að ná til 3—5% alls fólks. Erfðaþátt- urinn í hjartasjúkdómum þýddi samt sem áður ekki, að matar- æði og aðrir umhverfisþættir skiptu ekki máli líka. Fyrr í þessari viku lézt 81 árs gamall maður af blóðkreppusótt, eftir að hafa borðað rækjur frá Bangladesh, sem innihéldu síg- ella-bakteríur, en þær valda blóðkreppusótt, háum hita og niðurgangi. Þá skýrðu hollenzku heilbrigðis- yfirvöldin einnig frá þvi í dag, að 13 manns á aldrinum 80—93 hefðu orðið fyrir sams konar sýkingu og dáið síðustu vikuna í desember og fyrstu vikuna I janúar. Hefðu 8 þeirra búið á sama elliheimilinu í borginni Utrecht, en þar hefði rækjukokteill verið framreiddur 25. desember sl. Danmörk: Hagstæð efna- hagsþróun kaupmannahofn, 18. janúar. Frá fréttaritara Morgunblaðsin.s, Ib Björnbak UNDANFARNA tvo mánuði hefur átt sér staö mikil aukning hagvaxtar í Danmörku. Segist Henning Christo- phersen fjármálaráðherra nú gera sér vonir um, að hagvöxturinn á þessu ári veröi 3%, sem er næstum tvisvar sinn- um meira en áóur hafði verið reiknað meó. Þessi mikli hagvöxtur kemur m.a. fram í því, að aukningin í íbúðabygg- ingum virðist eiga eftir að verða 20% á árinu en áður hafði verið gert ráð fyrir 9% aukningu þar. Hagstæð þróun innanlands í Danmörku kem- ur m.a. fram í fjárlagafrumvarpi því, sem Þjóðþingið fær til meðferð- ar, en þar er gert ráð fyrir því, að vextir lækki úr 14% niður í 13%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.