Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Opinberir starfs- menn og álver Hættuboðar kreppunnar segja hvarvetna til sín í þjóðarbúskap íslendinga: • Viðblasandi er að þjóðar- tekjur dragast saman þriðja árið í röð. Sú staðreynd, ásamt greiðslubyrði erlendra skulda, sem gleypir fjórðung útflutningstekna okkar, sníð- ur launaþróun í landinu þröngan stakk. • Þorskafli, sem undanfarin ár hefur numið 300 til 460 þúsund tonnum, dregst veru- lega saman 1984. Leyfður há- marksafli er aðeins 220 þús- und tonn, með fyrirsjáanleg- um afleiðingum fyrir undir- stöðuatvinnuveg okkar og þjóðartekjur. • Atvinnuleysi er meira nú en verið hefur sl. einn og hálf- an áratug og eykst ef fram heldur sem horfir um afla- brögð. Þeir kreppuþættir, sem hér hafa verið raktir, bitna fyrst og fremst á launþegum hins almenna vinnumarkaðar, fólkinu í framleiðslugreinun- um, sem stendur verst að vígi hvað varðar uppsagnartíma, atvinnuöryggi, lífeyriskjör o.s.frv. Á sama tíma og launþegar í framleiðslugreinum, sjávar- útvegi og iðnaði, þ.e. drjúgur hluti skattborgara, horfa framan í óvissu framtíðar um atvinnu og afkomu gengur hluti opinberra starfsmanna fram í kröfugerð, sem er í engu samræmi við viðblas- andi efnahagsstaðreyndir. Sú var tíð að forsvarsmenn þess- ara hópa sögðust meta lækk- un verðbólgu til kjarabóta, ef rétt er munað, og dunduðu við að framreikna hvert pró- sentustig, sem verðbólga kynni að lækka um, til ígildis kjarabóta. Sú staðreynd að verðbólga hefur Iækkað úr 130% í upphafi liðins árs í um 15% í upphafi þessa árs er hinsvegar hvergi tíunduð nú. Þannig felldi trúnaðarráð kennara kröfugerð BSRB á hendur ríkinu og taldi hana ekki ganga nógu langt. Hlið- stæð viðbrögð hafa komið fram hjá talsmönnum Starfs- mannafélags Ríkisútvarpsins. Þessi sjónarmið hafa verið kirfilega tíunduð í fjölmiðlum undanfarna daga. Sú þreng- ing, sem þjóðarbúskapurinn sætir, segir að sjálfsögðu til sín í kjörum opinberra starfs- manna sem annarra. Og víst er í þeirra hópi láglaunafólk, sem er ekki ofsælt af hlut sín- um. Engu að síður býr hinn opinberi starfsmaður við mun meira öryggi margvíslegt en láglaunafólk á almennum vinnumarkaði og allnokkur hluti opinberra starfsmanna hefur tekjumöguleika um- fram svokallaða dagvinnu. Það skýtur því skökku við ef opinberir starfsmenn ætla að hafa forgang um launa- stefnu, er gengur þvert á efnahagslegar staðreyndir — og heggur að þeim markmið- um stöðugleika í efnahagslífi, sem tryggja eiga rekstrarör- yggi undirstöðugreina og at- vinnuöryggi fólks á almenn- um vinnumarkaði. í þeirri stöðu sem sjávarútvegur og framleiðslugreinar eru nú í er launasprenging og nýtt verð- bólguskrið ekki réttur mót- leikur gegn atvinnuleysi, sem því miður fer vaxandi. Þvert á móti. Ef leiðin liggur til auk- ins atvinnuleysis og tekju- missis verulegs hluta skatt- borgara, sem í raun eru launagreiðendur opinberra starfsmanna, fær krafan um samdrátt í hvers konar opin- berum rekstri byr í segl. Þjóð- in verður að færa samfélags- leg útgjöld að greiðslugetu sinni. Krafa viðsemjenda ÍSAL um 40% kauphækkun er af sama toga. Samræmi þarf að vera í launaþróun atvinnu- greina í landinu. Og þó álverð sé á uppleið nú er það háð sveiflum. Það er skammt að baki að fjölmörgum álverum í heiminum var lokað. Deilur íslenzkra stjórnvalda og eig- enda álversins eru óleystar. Það er varhugavert, eins og allt er í pottinn búið, að auka á þann vafa sem vera kann til staðar um framtíðarrekstur þessa stóra vinnustaðar. Enginn mælir því í mót að skoða þarf kjarastöðu þeirra lægst launuðu og verst settu. Ótímabær kröfugerð betur settra, sem gengur gegn viðblasandi efnahagsstað- reyndum, er helzti Þrándur í Götu þess að hægt sé að rétta hlut hinna verst settu. Eins og nú árar skiptir mestu máli að koma í veg fyrir nýja verðbólguskriðu, sem yrði hin hliðin á ótíma- bærri launasprengingu, treysta rekstrar- og atvinnu- öryggi, og skapa skilyrði til nýrrar grósku í þjóðarbú- skapnum. Leiðin til raun- hæfra kjarabóta liggur um vöxt þjóðartekna. Víxlspor á þeim vegi yrðu okkur dýr og kæmu harðast niður á þeim sem sízt skyldi. Fyrirhyggja er betri en feigðarflan. Fasteignamat ríkisins: Fasteignamat á höfuð- borgarsvæðinu hækkar um 57% en 47% úti á landi Á NÆSTUNNI verða tilkynningarseðlar um nýtt fasteignamat bornir til fasteignaeigenda með eyðublöðum fyrir skattframtal. Alls eru sendir út rúmlega 99 þúsund seðlar til nálægt 80 þúsund eigenda. Eigendur, sem ekki fá senda seðla, geta fengið upplýsingar um fasteignamat eigna sinna hjá Fasteignamati ríkisins. Umboðsmönnum fasteignaeigenda, sem búsettir eru erlendis, er bent á að þeir geta fengið seðla afhenta á aðalskrifstofu FMR, að því er segir í frétt frá Fasteignamati ríkisins. Síðan segir: Ákvörðun Yfirfasteignamats- nefndar um framreikning fasteigna til sæmræmis við almennar verð- hækkanir á fasteignamarkaðnum var á þá leið að fasteignir á höfuð- borgarsvæðinu skuli hækka um 57% og 47% í öðrum landshlutum og að frádregnum afskriftum. Endurmat af hálfu Fasteignamats- ins og sérstakir úrskurðir vegna matskæra geta í vissum tilfellum haft áhrif á matsfjárhæðir sem orkar til frávika. Sem dæmi um mat fasteigna í Reykjavík má taka eftirfarandi dæmi: Tveggja herbergja 65 mz íbúð í steinsteyptri þriggja hæða blokk í Breiðholtshverfi er metin á 956 þús- und krónur. Þriggja herbergja íbúð 81 m2 að stærð í sömu blokk er 1.178 þúsund krónur í fasteignamati. Fimm herbergja 126 mz sérhæð í sænsku timburhúsi í Vogahverfi er metin á 1.417 þúsund krónur. í sama húsi er tveggja herbergja kjallaraíbúð, 52 m2. Hún er metin á 612 þúsund krónur. Gamalt bárujárnsklætt timbur- hús á hlöðnum kjallara í Austur- bænum er metið á 854 þúsund krón- ur. Það er 87 m2. Einlyft einbýlishús í Fossvogs- hverfi, 226 mz, er metið á 3.747 þús- und krónur. Sex hæða steypt skrifstofuhús í Kvosinni er 1208 m2. Fasteignamat þess er 16.673 þúsund krónur. Utan Reykjavíkur má taka þessi dæmi: Tveggja hæða raðhús í Kópavogi úr steinsteypu, 288 m’, er metið á 3.240 þúsund krónur. Forsteypt einnar hæðar einbýl- ishús í Hafnarfirði, 180 m2, er metið á 2.700 þúsund krónur. Tveggja hæða steinsteypt einbýl- ishús á Akureyri, 251 m2 er metið á 2.292 þúsund krónur. Einnar hæðar einbýlishús á Akranesi, 144 m2, er metið á 1.533 þúsund krónur. Hlaðið einbýlishús á Egilsstöðum á einni hæð, 110 m2, er metið á 616 þúsund krónur. Sem dæmi um fasteignamat á jörðum má taka jörð í Borgarfirði. Jörðin hefur liðlega 40 hektara tún, gott íbúðarhús og útihús fyrir 270 gripi. Einnig jarðhita og silungs- veiði. Mat hennar er 2.033 þúsund krónur. Sýnir vandræði fólksins í landinu — segir Kristján Thorlaci- us, formaður BSRB, vegna ályktunar trúnaðarráðs Kennarafélags Reykjavíkur „ÉG TEL aö þetta sýni glögglega hver.su mikil vandræðin eru orðin hjá fjöldanum af fólki í landinu vegna þeirrar stórfelldu kjaraskerðingar sem orðin er,“ sagði Kristján Thorl- acius, formaður BSKB, í samtali við Morgunblaðið, vegna frétta af trúnaðarmannafundi Kennarafélags Keykjavíkur í fyrradag, þar sem fram kom að einungis Iftill hluti hans treysti sér til þess að skrifa undir samning, gerðan á grundvelli þeirrar kröfugerðar sem BSRB hefur lagt fram í samningum sínum við ríkis- valdið. „Það hefur orðið um 30% kjara- skerðing hjá launafólki í landinu og fjöldinn allur af kennurum og raun- ar um 25% af öllum félögum BSRB hafa undir 15 þúsund krónum í laun á mánuði, sem er auðvitað gjör- samlega óviðunandi. Kröfur þær sem samninganefnd BSRB hefur sett fram miða að því, að hlutur þeirra sem verst eru settir verði bættur verulega og í öðru lagi að kaupmáttur 1. janúar 1984 verði ekki minni en var í upphafi síðasta ársfjórðungs 1983 og sá kaupmáttur verði tryggður með grunnkaups- Kristján Thorlacius hækkunum á þriggja mánaða fresti. Tilgangur þessara krafna er fyrst og fremst sá að stöðva kjaraskerð- inguna. Hana verður að stöðva til þess að launafólk í landinu verði ekki gjaldþrota. Næsta stig er að fá fram kauphækkanir á móti vænt- anlegum verðhækkunum á árinu, því reikna má með að áfram verði verðbólga í landinu, þó hún sé kom- in verulega niður samkvæmt því sem Þjóðhagsstofnun segir. Þá fyrst er framkvæmanlegt að vinna að því í áföngum að ná upp hinni gífurlegu kjaraskerðingu sem orðin er. Þetta er sú stefna sem Banda- lagið hefur mótað. Ég minni á það að það hafa kom- ið fram kröfur hjá öðrum hópum um að vinna upp þessa 30% kjara- skerðingu í einum áfanga. Það er að mínum dómi algerlega óraunhæft, því að svo miklar kauphækkanir í einu lagi skila sér einfaldlega út í verðlagið jafnóðum, og skila því ekki árangri. Launþegar eiga ekki önnur úrræði en þau að krefjast stöðvunar á kjaraskerðingunni; að þegar verði hlutur hinna lægstlaun- uðu bættur verulega og síðan verði tekist á við það í áföngum að vinna upp kjaraskerðinguna. Mér er hins vegar alveg ljóst, og það sýna þær ályktanir sem félög innan BSRB hafa gert undanfarið, þar á meðal kennarar, að sérstak- lega yngra fólkið í hópi launafólks er orðið mjög illa statt og svo að- þrengt að það þarf á verulegum kjarabótum að halda. Ef næstu vik- ur verða ekki notaðar vel til samn- inga þá óttast ég að stjórnvöld mis- si þessi mál öll úr höndum sér,“ sagði Kristján Thorlacius að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.