Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984
25
Núverandi yiðskiptavenjun
Hafa fyrirsjáan-
lega slæm áhrif á
fasteignaviðskipti
Ljósm.: H.4\.
Frá aðalfundi Fulltrúaráðs sjálfstieðisfélaganna í Reykjavík.
Aðalfundur Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík:
Gudmundur H. Garðars-
son endurkjörinn formaður
MINNKUN verðbólgunnar undan-
farna mánuði hefur í lor með sér
breyttar forsendur á fasteignamark-
aðinum. Eins og kunnugt er hafa
greiðslukjör verið almennt þannig á
íbúðamarkaði undanfarin fjögur ár að
þrír fjórðu hlutar af kaupverði eru
greiddir sem útborgun en fjórði hluti
hefur verið lánaður til fjögurra ára
með 20% ársvöxtum.
Á þessu tímabili hefur verðbólga
oftast verið 50—60%, segir í frétt
frá Fasteignamati ríkisins. Síðan
segir: Nú þegar verðbólgan er
20—30% og stjórnvöld stefna að því
að minnka hana enn frekar er
fyrirsjáanlegt að þessar viðskipta-
venjur muni hafa mjög slæm áhrif
á fasteignaviðskipti.
Raunvirði íbúða mun hækka þó
að söluverð þeirra breytist ekki.
Ástæða þess er einfaldlega sú að
verðbólgan nær ekki lengur að
skerða raunvirði afborgana eins
mikið og verið hefur. Þessi áhrif ein
munu hafa þá afleiðingu að kaup-
andi þarf að greiða 13% hærra verð
fyrir íbúð þegar verðbólgan er 30%
á ári en á meðan hún var 60%.
Auk þess mun greiðslubyrði
kaupandans þyngjast. Ef litið er á
þá upphæð, sem hann þarf að
greiða í fyrstu afborgun af eftir-
stöðvum kaupverðs, kemur þetta
vel fram. í 30% verðbólgu verður
raunvirði þessarar greiðslu 24%
hærra en það hefði orðið í 60%
verðbólgu.
Enn frekari hjöðnun verðbólgu
hefur í för með sér meiri hækkun
raunvirðis en hér var nefnd.
í þessu sambandi má nefna að
fyrir rúmum áratug, þegar verð-
bólga var hliðstæð því sem nú er,
voru íbúðir almennt greiddar þann-
ig að helmingur kaupverðs var
greiddur sem útborgun en eftir-
stöðvar voru lánaðar til 10 ára með
8% ársvöxtum.
Sem dæmi um hinar breyttu að-
stæður má nefna að síðustu þrjá
mánuði var hækkun byggingarvísi-
tölu 17% á ársgrundvelli.
Innlánsvextir almennra banka-
reikninga eru nú 21,5% og hafa far-
ið lækkandi.
Þessar breyttu aðstæður ættu að
kalla á breytingar á greiðslukjör-
um. Þær virðast þó ætla að verða
mjög hægar. I nóvember síðast-
liðnum var útborgun enn jafn há og
áður og ekki er merkjanleg breyt-
ing á kjörum á skuldabréfum.
Guðmundur H. Garðarsson,
varaþingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, var einróma endurkjörinn,
formaður Fulltrúaráðs sjálfstæðis-
félaganna í Reykjavík, á aðal-
fundi Fulltrúaráðsins 17. þ.m.
Aðrir í stjórn voru kjörnir: Arni
Bergur Eiríksson, Björg Einars-
dóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir,
Jónas Elíasson, Sveinn H. Skúla-
son og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son. Auk ofangreindra eiga allir
formenn sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík, 16 talsins, sæti í stjórn
Fulltrúaráðsins.
Aðalfundurinn samþykkti
ályktun, sem er svohljóðandi:
„Fulltrúaráð sjálfstæðisfélag-
anna í Reykjavík minnir á alvar-
legt ástand í atvinnumálum, sem
er að skapast vegna lokunar
frystihúsa og erfiðrar rekstrar-
stöðu fyrirtækja í sjávarútvegi,
vegna minnkandi sjávarafla og
óðaverðbólgu á undanförnum ár-
um.
Að gefnu tiiefni leggur Full-
trúaráðið áherslu á að við þessar
aðstæður er óhugsandi að útgerð-
arfyrirtækjum í Reykjavík verði
gert að sæta meiri skerðingu á
botnfiskafla en fyrirtækjum ann-
ars staðar á landinu.
Skorar aðalfundur Fulltrúa-
ráðsins á þingmenn Reykjavíkur
og alla forystumenn Sjálfstæðis-
flokksins að fylgja þessu máli fast
eftir. Ríkisvaldinu má ekki líðast
að mismuna byggðarlögum í skjóli
misvægis atkvæða."
Frá blaðamannafundi Fasteignamats ríkisins. Á myndinni eru frá vinstri: Gutt-
ormur Sigurbjörnsson forstjóri, Stefán Ingólfsson skrifstofustjóri og Gunnar
Pálsson deildarverkfræðingur. Ljósm. Mbl. Fríðþjófur.
Guðmundur H. Garðarsson í ræðustól á aðalfundinum.
Dr. Einar I. Siggeirsson líffræðingur um Bláa lónið:
Framleiðsla á eldsneyti, lyfj-
um, pappír og átu til fiskeldis
— meðal möguleika sem niðurstöður örverarannsókna benda til
Líffræðirannsóknir sem fram hafa
farið frá í vor á örverum í Bláa lón-
inu gefa góðar vonir, að sögn dr.
Einars I. Siggeirssonar líffræðings,
um að margvíslegir möguleikar séu
fyrir hendi um nýtingu lifveranna,
t.d. til framleiðslu á brennsluspíri-
tusi til blöndunar í benzín, alkóhóli,
lyfja við húðsjúkdómum og jafnvel
fleiri sjúkdómum.
Þá sýna niöurstöður rannsókna, að
unnt er með örverum að brjóta niður
pappír og sellulósa, spæni og sag og
búa til pappír úr upplausninni. Þá
munu miklir möguleikar vera á
ræktun plöntusvifs og krabbaflóa
sem næringarefnis fyrir fiskseiði,
þannig að fiskeldi, t.d. þorskaeldi í
lónum, er ekki fjarstæöukenndur
möguleiki. Einn erlendu vísinda-
mannanna sem staðið hafa að rann-
sóknum þessum hefur reifað þá
hugmynd, að við lónið megi rækta
verðmæta vatnakrabba frá Austur-
löndum, en þeir eru sagðir herra-
mannsmatur og nægur markaður
fyrir þá.
Það er rannsóknastofan í
Neðra-Ási í Hveragerði, undir
stjórn Gísla Sigurbjörnssonar,
sem staðið hefur fyrir rannsókn-
um þessum í samvinnu við erlend-
ar rannsóknastofnanir. Þær eru
Max Planck-stofnunin í Miinchen í
Þýzkalandi, örverudeild Tækni-
háskólans í Ziirich og plöntu-
lífeðlisdeild við Háskólann í Zur-
ich, Læknaháskólinn í London og
háskólinn í Montana í Bandaríkj-
unum. Rannsóknir þessara aðila á
hverasvæðum á landinu hafa stað-
ið yfir sl. átta ár, en að sögn Ein-
ars hófust rannsóknir við Bláa
lónið sl. vor, þegar ljóst varð að
það hafði lækningamátt varðandi
húðsjúkdóma. Einar sagði að
sumar örverur í heitu vatni gæfu
frá sér efnakljúfa, sem orsökuðu
efnabreytingar. Aðrar gæfu frá
sér litarefni sem drepa bakteríur
sem mynda húðsjúkdóma og jafn-
vel fleiri sjúkdóma. Því væri verið
að reyna að einangra þessar örver-
ur og efnasamböndin. Þessar
rannsóknir sagði hann geta tekið
langan tíma, en niðurstöðu mætti
kannski vænta á þessu ári þar sem
niðurstöður fram til þessa lofuðu
góðu.
Þá sagði hann að merkileg vís-
indaleg rannsókn færi fram í
borholu við Svartsengi. Niður-
staða hennar gæti leitt í ljós svar-
ið við spurningunni um upphaf
Dr. Einar I. Siggeirsson
lífsins. 1 ljós hefði komið að í
borholum við ákveðið hitastig
væru svokallaðar aminosýrur
fastar við saltkristallana. Þetta
væri eini staðurinn í veröldinni
þar sem hægt væri að taka vatn úr
borholu án þess að loft kæmist að.
Þetta hefði m.a. verið reynt á It-
alíu og á Suðurhafseyjum. Þar
hefði verið kafað í sjó niður á heit-
ar uppsprettur, en aldrei tekist að
ná sýnum á svo miklu dýpi að
tryggt væri að önnur efnasam-
bönd kæmust ekki að. Einar sagði
að Max Planck-stofnunin í Múnch-
en hefði sérstakan áhuga á þessu.
Metan er lífrænt efnasamband.
Það er ákveðin tegund loftfælinna
örvera sem lifa í heitu vatni, þar
sem hitinn er um 67 gráður á celcí-
us, að sögn Einars. örverur þessar
þurfa ekki utanaðkomandi súr-
efni, en búa það til sjálfar úr líf-
rænum efnum í umhverfi sínu.
Með áframhaldandi efnabreytingu
er hægt að fá própangas til notk-
unar sem eldsneyti, en úr því má
gera tréspíritus og í framhaldi af
því alkóhól. Þessar örverur eru
víða í hverum en líklega hvergi í
eins miklum mæli og í Bláa lóninu
og í nokkrum hverum í Hveragerði
að sögn Einars. Brennsluspiritus
má t.d. blanda saman við benzín
til orkusparnaðar.
Þá hefur Einar verið með rann-
sóknir í Bláa lóninu varðandi
sellulósaupplausnir. Hann sagði
að í lóninu væru örverur sem
brjóta niður pappír og sellulósa,
spæni og sag. Með því að láta þessi
efni liggja í vatninu í ákveðinn
tíma fengist grautur sem síðan
væri hægt að búa til pappír úr.
Einar sagði þetta sýna að unnt
væri að reisa pappírsverksmiðju
við Bláa lónið sem ynni pappír á
lífrænan hátt, en pappírsverk-
smiðja sú sem til umræðu hefði
verið að reist yrði á Húsavík er
hugsuð sem vélræn verksmiðja.
Sagði Einar að lífræn verksmiðja
við Bláa lónið hlyti að verða marg-
falt ódýrari en enginn innlendur
aðili hefði sýnt áhuga á að kanna
þetta.
Varðandi möguleika á fiskeldi
við Bláa lónið sagði Einar:
„Hugmyndin er sú, að nota heitt
vatn til að framleiða plöntusvif,
krabbaflær og egg þeirra sem
næringarefni fyrir fiskaseiði, eftir
að kviðpokastiginu lýkur. Mætti
hugsa sér uppeldi á þorski í kvíum
í sjó, en til þess þyrfti að finna
rétta blöndu næringarefna. Einn
erlendu vísindamannanna hefur
einnig komið með þá hugmynd að
Svartsengi væri upplagður staður
til ræktunar á vatnakröbbum frá
Austurlöndum, en þeir þurfa
nokkuð hátt hitastig. Krabbinn er
mjög verðmæt söluvara að sögn
Einars og nægur markaður fyrir
hann. Þá er hann mjög fljótur að
vaxa.“
Einar sagði í lokin, að rann-
sóknir þessar væru mjög kostnað-
arsamar, en fyrrgreindar stofnan-
ir sýndu þeim mikinn áhuga og
verðu þær ómældum fjárhæðum
til þeirra. Vísindamenn þessara
stofnana hafa ákveðið að halda
vísindaráðstefnu í Hveragerði í
maí nk. þar sem niðurstöður rann-
sóknanna fram til þessa verða
ræddar og gerðar áætlanir um
framhald þeirra.