Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984 3 Fulltrúar Alcan staddir hérlendis: Kanna aðstæð ur til rekstrar álverksmiðju TVEIR fulltrúar kanadíska stóriðju- fjrirta kisins Alcan komu til landsins í gærmorgun og verða hérlendis fram á föstudag. Þeir eru hérlendis á vegum stóriðjunefndar til að kanna aðstæður til reksturs álverksmiðju. Að sögn Birgis ísl. Gunnarssonar formanns stóriðjunefndar eru hér á ferð forstjóri Alcan, Murrey Lester, og Robertson sem er tækniráðgjafi fyrirtækisins. Birgir sagði að þeir hefðu skoðað álverið í Straumsvík í gær, en síðan færu þeir til Akureyr- ar til að skoða Eyjafjarðarsvæðið. Þá munu þeir einnig eiga viðræður við stóriðjunefnd og fulltrúa Lands- virkjunar. Alcan er eitt stærsta stóriðjufyr- irtækið í álframleiðslu í heiminum í dag. Þeir reka verksmiðjur í Kan- ada, Bandaríkjunum, Bretlandi og eiga hluti í verksmiðjum víða um heim. Birgir sagði að heimsókn Al- can-manna væri einvörðungu til að kynna sér aðstæður til verksmiðju- reksturs. Kvikmyndin „The Day After“ sýnd í myndbandakerfum Hefur valdið okkur miklu fjárhagslegu tjóni, segir framkvæmdastjóri Bíóhallarinnar BANDARÍSKA kvikmyndin, „The Day After“, sem fjallar um kjarn- orkustríð og afleiðingar þess og heimsathygli hefur vakið, hefur að undanfornu verið sýnd l' kapalkerfum fjölbýlishúsa í Reykjavík og verið til leigu á myndbandaleigum í borginni. Kvikmyndahúsið Bíóhöllin hefur hins vegar einkaleyfi til sýningar á mynd- inni hérlendis, og er áformað að sýna myndina í Bíóhöllinni í næstu viku. — Þess má geta, að samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins, áttu hundruð íbúa í Breiðholtshverfum þess kost að sjá myndina ■ fullri lengd síðastlið- ið sunnudagskvöld, á sama tíma og íslenska sjónvarpið sýndi brot úr myndinni í þættinum „Glugginn“. „Því er ekki að neita, að við höf- um orðið þess áþreifanlega vör að myndin hefur verið sýnd og leigð ólöglega hér, og þetta hefur valdið okkur miklu fjárhagslegu tjóni" sagði Árni Samúelsson fram- kvæmdastjóri Bíóhallarinnar, er blaðamaður Morgunblaðsins bar málið undir hann í gær. „Við höf- um einkarétt á sýningum myndar- innar hér, en hún hefur borist hingað á myndböndum frá London, þar sem hún var sett á bönd tveim- ur dögum eftir sýningu í sjónvarpi. Ég hef kynnt mér hvernig þessar sýningar myndarinnar eru til komnar hér, og rætt við eigenda myndbandaleigunnar, sem leigir myndina út, en það er Videosýn hér í Breiðholtinu. Einu svörin sem þar var að fá voru hins vegar kvittun fyrir kaupum á spólunni í verslun í London, en að sjálfsögðu enginn réttur til útleigu, hvað þá sýn- ingarréttur í kapalkerfum fjölbýl- ishúsa. — Þetta sýnir vel í hvaða ástandi þessi mál eru hér, og lítið virðist hægt að gera vegna skorts á ótvíræðum lögum, en von mun vera um að úr því rætist von bráðar. En meðal annars vegna þessara ólög- legu sýninga, höfum við ákveðið að sýna myndina fyrr en áætlað hafði verið, og verður myndin sýnd hér þegar eftir helgi“, sagði Árni að lokum. Skermur og glerbygg- ing verði fjarlægð Á meðfylgjandi mynd sést skermurinn á einni byggingu sovéska sendiráðsins í Reykjavík, en húsið er Túngata 9. Eins og sést á myndinni er skermurinn, sem sagður er notaður til móttöku á sovésku sjónvarpsefni, á svölum annarrar hæðar. Hins vegar hefur verið byggð glerbygging á svölum fyrstu hæðar. Byggingarnefnd borgarinnar hefur samþykkt að skermurinn skuli fjarlægður og einnig glerbyggingin, þar sem ekki var sótt um leyfi vegna framkvæmda þessara. Síbrota- unglingur enn staðinn að verki TVEIR piltar voru handteknir á mvndbandaleigu við Hólmgarð 34 í fyrrinótt. Þeir voru að birgja sig upp af myndböndum þegar þeir voru staðnir að verki. Aður höfðu þeir brotist inn í Rammagerö að Hólm- garði og vélsmiðjuna Héðin og fannst þýfí í bifreið þeirra. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur gert kröfu um gæzluvarð- hald yfir piltunum. f skamman tíma yfir öðrum, en að hinn verði úrskurðaður í gæzluvarðhald fyrir síbrot. Hann hefur mjög komið við sögu RLR og er gerð krafa um sí- brotagæzlu og að pilturinn sæti geðrannsókn. Síðastliðið haust var hann úr- skurðaður í 60 daga gæzluvarð- hald. Hann er aðeins 17 ára gam- all en á þegar að baki langan af- brotaferil. Hann hefur játað á sig yfir 50 innbrot og valdið gífurlegu tjóni; tjóni sem nemur hundruðum þúsunda króna. Stærstu málin á hendur honum eru innbrot í Tollvörugeymsluna, þegar hann í félagi við bróður sinn stal miklum verðmætum. Hann braust inn í félagi við bróður sinn í verslun á Hvolsvelli síðastliðið haust og stal þar tveimur póstpok- um og um 20 þúsund krónum. Til þjófnaðarins notuðu þeir nýlega Volvo-bifreið, sem þeir stálu og stórskemmdu. Þeir eiga að baki innbrot í fsbjörninn, þar stálu þeir liðlega 70 þúsund krónum og notuðu þá stórvirk logskurðartæki til að opna tvo peningaskápa. Tvívegis hefur pilturinn hlotið skilorðsbundna dóma. Honum var sleppt úr gæzluvarðhaldi þann 21. desember síðastliðinn, en hefur síðan haldið út á fyrri braut. Rafhlöður fyrir vasaljós, utvörp, segulbönd, raf- knúin leikföng o.fl. (R 20) Eskifjörður: Sólinni fagnað með pönnukökum bkifjorAur. 17. jinúar Eskfirðingar sáu sólina í fyrsta sinn á árinu 1984 sunnu- daginn 15. janúar og hafði hún þá ekki skinið upp fyrir Suður- fjöllin síðan um miðjan des- ember. Hún á að sjást 14. janú- ar, en þá var skýjaloft og engin sól. Degi seinna kom hún svo, svo margir fengu sólarpönnu- kökur á sunnudaginn, en það er siður hér að baka pönnukökur fyrsta daginn er sólarleysinu lýkur. Ævar. ódýrustu aikaline rafhlöðurnar ÞAÐ STAÐFESTIR VERÐKÖNNUN VERÐLAGSSTOFNUNAR D (alkaline rafhlööur); Wonder alkaline . . . . 55,20 Duracell alkaline National alkaline Berec alkaline plus . . Ucar professlonai Ray-O-Vac alkallne . Hellesens alkaline Varta energy . 65.00 . . 68.00 . . 69.00 . . 74,05 ... 86.40 . . 95,00 . . 98.50 TAFLA II Rafhlöður fyrir flöss, reiknivelar, reykskynjara o.fl. (R 6) D (aikaline): Wonder alkaline ............. 22,30 Ray-O-Vac alkaline . .. SHL 27,00 Natlonat alkaline ........... 33.00 Ucar professional ........... 33.00 Berec alkaline plus ......... 33.75 Hellesens alkallne .......... 34,00 Varta energy ................ 34,25 Ouracell alkallne ........... 36,00 TAFLA III Rafhlöður fyrir reykskynjara o.fl. (6F 22) O (alkaline): Verölagsstofnun framkvæmdi verö- könnun í lok nóvember og tók hún til allra fáanlegra rafhlaðna á markaðnum hér. Þessi verðkönnun staðfesti m.a. það sem við höfum alltaf sagt: AÐ WONDER BÝÐUR ÓDÝRUSTU ALKALINE RAFHLÖÐURNAR í ÖLLUM ÞEIM FLOKKUM SEM ÞÆR FÁST. (Sjá töflurnar hér til hliðar). Einnig viljum við benda á geysigóða útkomu WONDER SUPER rafhlaonanna í sömu könnun. Þar er verðmunurinn einnig verulegur, eða 3,5%-37,0% ódýrari en meðal- verð og 21,4%-49,6% ódýrari en hæsta verð. allt eftir flokkum og notkunarsviði. Nú þarftu ekki lengur vitnanna við: MaMonrt afkallne . . . . 120,00 Varta energy . . . . 131,40 Duracell atkaline 135.00 Hellesens alkaline .. . . . . . 139.00 Ucar professional ... . 140.00 TAFLA IV Rafhlöður fyrir myndavélar, tölvuspil, reiknivélar o.fl. LR 03 - alkaline Wonder1’ 30,85 Olíufélagið hf Fást á bensínstöðvum ESSO og miklu víðar. Varta ........................... 36,15 Berec ........................... 42.00 Ucar ........................... 43,00 Ouracell ....................... 45,00 Hellesens ....................... 45,00 1| úuuar rattrtðður »ru aietns Mktar tv*r aptrtút. uppgetlð ver» er e einni rethlöðu Heimitd: Verðhynninq tt. tbl 3. érfl. 1983

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.