Morgunblaðið - 19.01.1984, Page 34

Morgunblaðið - 19.01.1984, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984 Annie Kjœmested — Minningarorð FjhIH 15. mars 1897 Dáin 12. janúar 1984. Þann 12. janúar lést að Hrafn- istu Annie Kjærnested, fædd Tall, dóttir Harry Tall, bakarameistara og kaupmanns og konu hans Eidu Ann. Annie fæddist í Hull árið 1897, 15. marz, var elst 6 barna þeirra hjóna, tveggja sona er lét- ust ungir og 4 systra, barði fyrst augum þessa jarðnesku tilveru og kvaddi síðust í þessum systkina- hóp. Annie var alin upp á vinnu- sömu regluheimili og eftir skóla- göngu hóf hún verzlunarstörf við Allerbyroad, og þar bar sveininn unga fyrst að garði og örlögin voru ráðin. Annie kynntist þar eftirlifandi marini sínum, Frið- finni E. Kjærnested, sem þá var stýrimaður á togara, hinum glæsi- legasta manni. Felldu þau hugi saman og ákváðu að setjast að á íslandi og byggja þar sitt framtíð- arheimili. A þessum árum litu hlutirnir öðru vísi út eh þeir gjöra í dag, atvinna var af skornum skammti og afleiðingarnar af hörmungum fyrri heimsstyrjald- arinnar í algleymingi og kreppa og atvinnuleysi. Þrátt fyrir örugga afkomu í heimalandi sinu, setur hin unga snót það ekki fyrir sig að fara með sveininum unga í óviss- una í ókunnugt land frá öllu; for- eldrum, systkinum, vinum og þar að auki mállaus. Lýsir þetta Annie betur sem persónuleika en mörg orð. Annie giftist Friðfinni 9. júlí 1925, þá var Finni buinn að kaupa hús á móti Eyjólfi Edwaldssyni loftskeytamanni, að Grettisgötu 68. Búa þau þar í 8 ár er þau kaupa einbýlishús á Baugsvegi 11, Skerjafirði og Eyjólfur á Báru- götu 34. Eyjólfur heitinn fórst er Goðafoss var skotinn niður hérna í Faxaflóanum undir lok stríðsins, var mikill harmur að kveðinn og söknuður vegna þessa hörmulega atburðar fyrir alþjóð og ekki hvað síst fyrir þau hjón, Finna og Annie, að missa einlægan vin og sameignarmann, ásamt frænda Friðfinns, Ragnar Kjærnested, stýrimann, glæsimenni í blóma lífsins. Ég sem þessar línur rita vissi vel hvaða áfall þetta var þeim hjónum þótt hljótt færi. Sig- rún heitin Konráðsdóttir, ekkja Eyjólfs heitins, var frá fyrstu kynnum ein besta vinkona Annie og bar aldrei skugga á meðan lifði, og ber ég hér kveðju og þakklæti frá dóttir hennar, Aldísi Eyjólfs- dóttur, sem aldrei segist gleyma þeirri móðurhlýju og styrk sem Annie veitti henni þegar hún hélt á henni í fanginu við föðurmissinn og huggaði, sömu kveðju og þakk- læti frá ekkju Edwalds Eyjólfs- sonar heitins, skipstjóra, Björgu Hafsteins, sem minnist Anniear. 35 ára náin fjölskyldubönd mín við Annie sem tengdasonur hljóta að róta uppí huga mínum svo mörgum minningum að erfitt er úr að vinna, og sagt er að allir séu góðir þegar dauðir séu. Nú veit ég eftir náin kynni mín og Anniear að ég ætla mér að lofa henni að hvíla í friði í sinni gröf að ég taki frá henni það sem henni var kær- ast, hreinskiptina. Það gustaði oft um okkur þegar sitt sýndist hvoru en ekki erft, ekki gæti ég henni verra gert með fátæklegum minn- ingarorðum en bera hana oflofi, hitt er mér ljúft að stikla á stóru í lífshlaupi Finna og Anniear, og ég á svo margar ljúfar minningar frá heimili þeirra hjóna á Baugsveg- inum að ég gæti skrifað um það heila bók. Eg hefi oft sagt það og það er sannleikur örugglega að góð móðir er það bezta sem til er og Annie var ein af þeim, frábær húsmóðir, reglusöm, siðavönd og sístarfandi. Þær eru margar flík- urnar sem hún prjónaði og heklaði og gaf allar, dúkkurnar sem barna- og barnabarnabörn eiga eftir hana enn þann dag í dag, dóttir mín og nafna hennar á enn- þá prjónaða slá sem er 34 ára gömul, hreinasta listaverk og sagt var að gamla konan hafi verið stolt, þegar hún fór í bæinn og leiddi nöfnu sína sér við hlið í Austurstræti. Þá sópaði af Annie. Glæsileg kona meö fyrsta barna- barnið, fallegt barn, vel af Guði gert; hún þakklát, allt hennar líf snerist um að gefa. Sem dæmi um gjafmildi hennar: þegar hún átti heima á Grettisgötunni fékk hún slæmt bronkítiskast, fór Finni með hana til Helga ívarssonar á Vífilsstaði til rannsóknar. Hann tók berklaprufu og reyndist hún negatíf og þar af leiðandi óæski- legt að sækja fólk heim sem hafði orðið fyrir smitun, á þessum árum voru berklar eins og faraldur og lögðu heilu fjölskyldurnar í rúst. Þegar Eida móðir hennar frétti þetta sendi hún henni 2 vandaða ullarboli til skipta, nema hvað að Annie hittir konu á förnum vegi í kuldahraglanda og Annie líst ekki á að sjá í bert hálsmálið oná brjóst, svo að hún tekur hana með sér heim og gefur konunni annan bolinn. Mér er minnisstætt þegar ég stalst til að skrifa um Annie stutta afmælisgrein í Moggann, er hún varð 70 ára, dætur og sonur tóku til höndum um móttökur ásamt Finna. Hvílíkur fagnaðar- fundur. Þá sá ég hvílíkar vinsæld- ir þessi hjón höfðu í reynd skapað sér; það var stórkostlegt. Hlut- skipti Annie var að vera sjó- mannskona í ókunnu landi á mörkum hins byggilega heims, taka þátt í uppbyggingu þessa lands með einni af hetjum þessa lands, sjómanninum og kafteinin- um Friðfinni Kjærnested. Samspil þessara hjóna hefur verið svo stórkostlegt í reynd. Friðfinnur var eftirsóttur maður til vinnu sakir afburða dugnaðar. Mætti margur ánægður leggja augun aft- ur eftir jafn gæfuríkt starf í þágu íslenzku þjóðarinnar og þessi brezka kona. Friðfinnur og Annie eignuðust 4 börn, þau eru öll gift: Harry, maki Dagga Lis Kjærnested. Kristín, maki Steingrímur Nikulásson. Ada, maki Friðrik Gíslason. Elísa, maki Charles McCormick. Barna- börn eru 18, barnabarnabörn 20. Friðfinnur eignaðist son fyrir hjónabandið, Svavar Kjærnested, garðyrkjumann og kennara, sem er uppalinn í Höll í Þverárhlíð. Allt er þetta hið mætasta fólk, vel af guði gert og hinir mætustu þjóðfélagsþegnar. Friðfinnur Kjærnested getur stoltur litið yfir farinn veg, þakkað forstjóninni og þeim sem öllu ræður. Hann átti frábæran lífsförunaut, sem hafði kærleikann að leiðarljósi. Guð blessi Finna minn og styrki áfram sem hingað til við að stjórna skip- um sínum heilum í höfn. Þakka ber frábæra umönnun hans við ástkæra eiginkonu í hennar lang- vinnu veikindum. Allir sem kynn- ast Finna dá hann og virða vegna mannkosta. Hér fara saman eins og hjá Annie heitinni gæfa og gjörvileiki. Ég get nú ekki skilið svo við þessar línur að minnast lítillega á atvik úr lífi Finna vinar míns. Þegar þau bjuggu á Grett- isgötunni var byggt stórhýsi á þeirra tíma mælikvarða á horni Grettisgötu og Barónsstígs, gegnt húsi Friðfinns og Anniear. Bygg- ingarmeistari var Geir Pálsson. Á þessum tíma gengu togararnir með hléum og Finni var þá eins og grár köttur eftir hverju handtaki sem bauðst. Leitaði hann nú til Geirs og falaðist eftir starfi. Geir tók því strax vel og hefur Finni sagt mér að fyrstu 3 dagarnir hafi ekki verið neinn dans á rósum, en fleira þurfti að gera en að hífa upp steypu. Trúlega hafa hendur kóln- að hjá Finna mínum, þegar hann var stýrimaður á togaranum Gulltoppi í Halaveðrinu mikla 1925. Um þetta er skilmerkilega skrifað af Sveini Sæmundssyni, blaðafulltrúa og rithöfundi í bók- inni í brúnni. Eins og fram hefir komið hefur lífshlaup þessara hjóna verið svo stórkostlegt að undrum sætir; frá fyrstu tíð stórbrotið og viðburða- ríkt og sannleikurinn er sá að Finni hefur sagt mér að hann hefði ekki náð svo langt í lífinu sem raun ber vitni, ef hann hefði ekki eignast jafn mikilhæfa konu og Annie var. Að endingu senda börn, barna- og barnabarnabörn, tengdasynir og tengdadóttir ásamt Nikulási Ásgeir, búsettum í Nevada, hinstu kveðjur til hinnar látnu. Einnig Audrey, systurdóttir Annie, og Antony, búsett í Hull, einnig Val- gerður og Sigurgrímur Grímsson og að síðustu hjartans kveðjur frá brezk-íslenzka félaginu Anglía. Hugheilar hjartans þakkir eru færðar öllum þeim sem stuðlað hafa að því að gera Annie lifið ánægjulegt síðustu æviárin, sér- staklega Pétri Sigurðssyni og hans starfsfólki, lærðum og leikum, fyrir frábæra umönnun. Með virðingu og þakklæti kveð ég Annie, tengdamóður mína, með þökk fyrir samfylgdina. Guð blessi minningu Annie. Steingrímur Nikulásson Minning: Anna Jórunn Lofts- dóttir hjúkrunarkona Fædd 21. júlí 1911. Dáin 14. janúar 1984. Kveðja frá Hjúkrunarfélagi íslands „Stráin solna. Stofnar falla. Stormur dauðans næðir alla. Ljóselskandi, langan þrungið. Lífið fyllir öll þau skörð. Sækir fram í sigurvissu. Svo er strítt um alla jörð.“ (Örn Arnarson) Saga íslenskrar hjúkrunarstétt- ar er ekki gömul á mælistiku mannkynssögunnar, nær ekki lcngra aftur í tímann en rétt um aldamót. Þeir stofnar sem hvað sterkast hafa staðið, og stuðlað að uppbyggingu hjúkrunarmála á ís- landi eru því margir meðal okkar í dag, og geta miðlað okkur af reynslubrunni sínum. Fyrir okkur hinar yngri er slíkt ómetanlegt, og nauðsynlegur hlekkur í þróun hjúkrunarstarfs- ins. Við kveðjum í dag eina slíka konu, Önnu Loftsdóttur, fyrrver- andi formann Hjúkrunarfélags ís- lands. Anna Jórunn Loftsdóttir fæddist 21. júlí 1911 á Bakka í Austur-Landeyjum, Rangárvalla- sýslu, dóttir hjónanna Lofts Þórð- arsonar, bónda, og konu hans, Kristínar Sigurðardóttur, ljós- móður. Árið 1939 í maí lauk hún námi við Hjúkrunarkvennaskóla íslands. Þetta var ár ljóss og skugga. Ljósið var stéttarinnar, því ráðist var í það þrekvirki að halda hér sjötta mót hjúkrunar- kvenna á Norðurlöndum. Laugardaginn 22. júlí lagðist „Stavangerfjord" á ytri höfnina með 448 hjúkrunarkonur innan- borðs. Mörg mál voru á dagskrá þingsins, og Ijóst að hér voru kon- ur sem hugsuðu stórt. Skugginn var ófriðurinn er grúfði yfir Évr- ópu um haustið og ísland fór ekki varhluta af. Að loknu hjúkrunarnámi hélt Anna til Danmerkur í fram- haldsnám í geðhjúkrun. Þar stundaði hún einnig nám í spítala- stjórn og hjúkrunarkennslu við háskólann í Árósum. I Danmörku og Svíþjóð starfaði hún á hinum ýmsu sjúkrahúsum árin 1940— 1945. Hér heima lærði hún og starfaði við skurðhjúkrun og röntgenhjúkrun á Landspítalan- um, yfirhjúkrunarkona á sjúkra- húsi Hvítabandsins 1955—57 og síðast sem deildarhjúkrunarkona við Vífilsstaðaspítala. , Merkur og fjölbreytilegur starfsferill hæfrar konu sem sýnir vel hversu víðfeðm þekking henn- ar á hjúkrunarstarfinu var. Fé- lagsmálum stéttarinnar sinnti hún einnig af kostgæfni, sat í stjórn Hjúkrunarfélagsins 1950—1954 og formaður þess 1961—1965. Jafnframt sat hún í stjórn BSRB og Samvinnu hjúkr- unarfræðinga á Norðurlöndum. Ég vil að leiðarlokum þakka fyrir hönd okkar stéttarfélags merkt framlag til hjúkrunarmála á íslandi. Blessuð sé minning Önnu Loftsdóttur. Sigþrúður Ingimundardóttir, formaður. Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Kveðjuorð: Friðþjófur Jóhannes- son loftskeytamaður Fæddur 22. maí 1913 Dáinn 10. janúar 1983 „Vinir mínir fara fjöld" kvað Bólu-Hjálmar og sú er reynsla okkar flestra, sem náum háum aldri, að vinir hverfa hver af öðr- um og sumir svo óvænt að við hefðum sjálfir fremur getað búist við að fara á undan þeim. Nú þegar leiðir okkar vinar míns, Friðþjófs I. Jóhannessonar skilja eftir hálfrar aldar kynni, langar mig til að kveðja hann með fáeinum orðum. Kynni okkar hóf- ust norður í Hrísey. Hann réðst þá sem vélstjóri á síldarskip sem gert var út þaðan, en ég starfaði í landi við þá útgerð. Friðþjófur var mað- ur þeirrar gerðar, að öllum sem kynntust honum, mun strax hafa fallið hann vel í geð. Okkur varð oft síðar tíðrætt um þetta sumar, m.a. um skipið sem hann var á Helgu EA-2, en um það happaskip hefur margt forvitnilegt verið skrafað og skrifað, sem ekki verð- ur rakið hér. Síðar, eftir að hann hafði lært loftskeytafræði, og gerðist loftskeytamaður á farskip- um, bar fundum okkar oft saman þegar hann var í höfn, og alltaf var handtak hans jafn hlýtt og vinsemdin hin sama. Eftir að hann hætti sjómennsku fjölgaði samfundum okkar enn, enda vor- um við saman í félagsskap, sem við stunduðum báðir vel og hitt- umst þar af leiðandi oft þar. Síð- ari árin varð það að ráði að hann kom við hjá mér og ók með mig á fundina. Dáðist ég alltaf að stundvísi hans og árvekni í því efni sem öðrum. Hann var Ijúf- menni hið mesta og einkar skemmtilegur félagi, hjálpfús og tillitssamur. Það held ég að allir muni bera honum, sem einhver samskipti áttu við hann. Mér koma í hug nokkrar ferðir, sem ég fór með honum til Akur- eyrar ásamt nokkrum félögum okkar og vinum. Þar var hann hrókur alls fagnaðar og munum við allir félagarnir sem í þeim hópi vorum, minnast þeirra gleði- stunda, sem við áttum með honum þar. Ætlunin var að þær ferðir yrðu fleiri. En nú hefur það vald, sem breytt getur öllum okkar áformum skotið milli hans og okkar þeim skilvegg, sem girðir fyrir það, að af fleiri ferðum og samfundum geti orðið. Þá er aðeins eftir að þakka vini mínum Friðþjófi samfylgdina og óska honum fararheilla á nýjum leiðum. Hinni hugþekku fyrirmyndar eiginkonu hans, Sigríði Guð- mundsdóttur, börnum þeirra og ástvinum öllum votta ég dýpstu samúð. Víglundur Möller.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.