Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984 21 Jón S. Halldórsson sést hér gefa eiginhandaráritun á rally-cross keppni í Sríþjóó, en hann ók þar djarflega og vakti verðskuldaða athygli. MorgunblaSið/Gunnlaugur. Aka með takmarkaðri skyn- semi - eina leiðin til árangurs — segir Jón S. Halldórsson, sem hyggst keppa erlendis í rallakstri Opel Kadett, samskonar bfll og Jón S. Halldórsson og Bragi Guðraundsson Ktla að keppa á, knúinn 170 hestafla vél. Þessi bfl ók á Ljómarallinu fyrir tveimur árum. „Við forum út í febrúarlok og *tl- um að kaupa bfl til að keppa í rall- akstri erlendis næsta sumar. I*að er maöur að grennslast fyrir um keppn- isbíl, en miklar líkur eru á því að við kaupum Opel Kadett,“ sagði Jón S. Halldórsson í samtali við Morgun- blaðið. Hann ásamt Braga Guðmunds- syni hyggst keppa í rallakstri á erlendri grund nk. sumar, en þeir félagar hófu samstarf í Ljómarall- inu í fyrrasumar. Þeir féllu þar úr leik eftir ágæta frammistöðu. Lík- aði þeim samstarfið og ákváðu að keppa saman á Lancer í eigu Braga í næsta ralli með Jón við stýrið, en það fór allt í vaskinn, því bíllinn eyðilagðist í veltu stuttu fyrir keppni. Mótlætið efldi samstöðuna og nú ætla þeir að leggja land undir fót. „Það verður ekið með takmarkaðri skynsemi — látið vaða ...“ sagði Jón, „það er eina leiðin til að ná toppárangri, sem ég er bjartsýnn á að náist. Bíllinn sem við kaupum verður að vísu ekki toppbíll, en traustur og góður. Það verður líklega 170 hest- afla Opel Kadett frá Þýskalandi, en einnig eru aðrir bílar í athugun. Ég er dálítið smeykur við hreyf- ingarnar í Opelnum, en ég hef að- allega ekiö BMW í keppni og siðan Porsche á götunum. Porsche 911 bíll verður vonandi einhvern tím- ann keppnisbíll minn, a.m.k. hef ég hug á því, en eins og við vitum er Porsche toppurinn," sagði Jón brosandi, en hann ekur þessa dag- ana slíkum sportbíl um götur borgarinnar. „Astæðan fyrir utanförinni er sú að okkur langar að bera okkur saman við erlenda ökumenn. Það eru líka ýmsir búnir að ýta á eftir því að ég fari út, m.a. Skotinn Philip Waiker, sem ók í Ljóma- rallinu í fyrra. Hann bauðst til að lána bíl í keppni í Skotlandi. Einn- ig gekk mér vel í rally-cross- keppni í Svíþjóð fyrir tveimur ár- um. Ég er sannfærður um það að ef 10 rallökumenn frá íslandi færu utan og fengju sömu tækifæri og toppökumennirnir þar yrðu þeir ofarlega á lista," sagði Jón. „Það setur okkur ekkert á hausinn þó við iendum í einhverju óhappi, klessum bílinn eða slíkt. Það er mun ódýrara að fara til útlanda eftir bíl, það er alltof dýrt að byggja upp bíl hérlendis. Ég vona samt að ég verði heppnari úti en hérlendis, þar sem óheppi hefur elt mig á röndum. Það verður nóg að gera í sumar, ég keppi í rall- akstri, moto-crossi, hugsanlega kvartmílu og sjósporti, ef eitthvað verður" sagði Jón, en hann hefur orðið íslandsmeistari í rally-cross og góðakstri og ætti því að verða verðugur fulltrúi fslenskra rall- ökumanna erlendis. G.R. Þeir skipta hundruðum... þeir ánægðu bílkaupendur, sem keyptu notað- an, yfirfarinn MAZDA bíl með 6 mánaða ábyrgð hjá okkur á síðasta ári. Þeir kusu öryggi í stað áhættu. Nú eigum við til nokkra gullfallega not- aða MAZDA bíla í sýningarsal okkar, sem allir seljast með 6 mánaða ábyrgð frá söludegi. Sýnishorn úr söluskrá: Gerð árg. ekinn 929 LTD 4 dyra vökvast. '82 35.000 626 1600 4 dyra '80 51.000 929 Station sj.sk. ’82 30.000 929 SDX 4 dyra ’82 10.000 626 2000 4 dyra sj.sk. '81 26.000 929 HT 4 dyra sj.sk. ’81 46.000 323 1400 station '80 73.000 626 2000 4 dyra sj.sk. '80 31.000 626 1600 2 dyra '80 43.000 626 1600 4 dyra '79 51.000 Athugid: Vegna mikillar eftirspurnar brád- vantar okkur allar árgerdir af MAZDA 323 á söluskrá. Taktu ekki óþarfa áhættu — Kauptu líkanotaðan MAZDA bíl með 6 mánaða ábyrgð! Opið til kl. 10 í kvöld BÍLABORG HF Smiöshöföa 23, sími 812 99 t.d. plaköt frá kr. 10. Innrammaðar myndir frá kr. 59. Rýmum til fyrir nýjum vörum MYNDIN Dalshrauni 13, Hafnarfirði. Sími 54171.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.