Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984
„Þetta eru þær veiðar sem
mest gefa af sér í dag“
— segir SigurÖur Valdimarsson skipstjóri á m/b Sigurvík í Olafsvík
„Við höfum alltaf verið útilokaðir frá þessu,“ segir Sigurður Valdimarsson,
skipstjóri og útgerðarmaður í Ólafsvík.
„Ég sótti um hörpudiskveiðileyfi
núna, af því að ég hef stundað þennan
veiðiskap af og til alveg frá því þessar
veiöar hófust hér á Breiðafirði," sagði
Sigurður Valdimarsson, útgerðarmað-
ur og skipstjóri á Sigurvík frá Olafs-
vík, í samtali við blm. Morgunblaðs-
ins. „Síðan var það árið 1972 að sam-
komulag varð um að vinna skelina
hér á Snæfellsnesi, flytja hana ekki í
burtu eins og gert hafði verið, en það
varð til þess aö við vorum að mestu
útilokaöir frá þessum veiðum.
Þeir fóru að kaupa báta smám
saman og sía okkur út. í fyrra var
ég síðan á skel frá Brjánslæk. Ég
hef alltaf haft áhuga fyrir þessum
veiðum, þetta hefur verið miklu
meira öryggi, bæði fyrir útgerðina
og mennina, yfir þennan tíma. En
einnig kemur það til að þetta eru
þær veiðar sem gefa mest af sér í
dag, bæði fyrir menn og bát. Til
dæmis hefur verið mikil ásókn í
skipspláss hjá mér ef um skel verð-
ur að ræða, en ef ekkert verður úr
henni, fæ ég suma þessara manna
ekki með mér.
Á undanförnum árum hefur kvót-
inn sífellt verið stækkaður. Ég hef
fylgst með því og sótt um löndun
hjá þessum vinnsluaðilum í Stykk-
ishólmi, en ekki fengið. Okkar krafa
er sú að fá 25% af veiðinni, sama
hvar verður landað, og erum við þá
fyrst og fremst að hugsa um okkar
eigin hag og rekstur bátanna. Svo
eru aðrir aðilar hér sem sækja um
að fá vinnsluna hingað heim, eins
og skiljanlegt er. Ég vil láta það
koma fram, að til mín hafa leitað
menn innan úr Hólmi og beðið mig
um að leigja bátinn til skelveiða án
áhafnar, nema hvað ég gat fengið
pláss einn og sér. Ég afþakkaði það
vegna þess að ég gat ekki farið að
reka mannskapinn af bátnum hjá
mér fyrir þann stutta tíma sem um
var að ræða. Síðan vissi ég til þess
að fenginn var bátur úr öðrum
landshluta í þetta skarð sem mynd-
aðist, en það var aðeins á meðan
ákveðinn bátur var í klössun. Á
þessu sést að alltaf hefur verið
gengið meira og minna framhjá
okkur.
Þeir hafa líka verið að tala um
verðfall og gert mikið úr því. Ég
veit ekki betur en alltaf hafi verið
sveiflur í þessu. Þetta myndi hjálpa
mikið uppá með rekstur bátanna.
Vetrarvertíðin er eini öruggi árs-
tíminn en á öðrum tímum eru bát-
arnir í reiðuleysi. Ég get nefnt
rækjuna í þessu sambandi, hún er
hér fyrir framan bæjardyrnar hjá
okkur. Samt fáum við ekki að veiða
hana nema hafa löndun, en þeir eru
með sönu einokunina á því, Hólm-
arar og Grundfirðingar, alveg eins
og með skelina.
Ég hef staðið í þeirri meiningu að
við kæmumst inn í þetta núna, ég
tók auglýsinguna um leyfin það
bókstaflega að ég lét smíða fyrir
mig hreinsivél og plóginn átti ég
fyrir,“ sgaði Sigurður Valdimars-
son.
„Okkar lágmarkskrafa er
að fá hlutdeild í veiðunum“
*
— segir Kristófer Þorleifsson bæjarstjórnarmaður í Olafsvík
„Aðalástæðan er sú aö við verðum
að huga að öllum mögulegum fisk-
stofnum, ekki eingöngu skel, vegna
þess að við höfum hingað til byggt á
þorskveiðum en nú á að takmarka
þær með kvótakerfi," sagði Kristófer
Þorleifsson, bæjarstjórnarmaður í
Olafsvík, er við spurðum hann að því
af hverju Ólafsvíkingar sæktu nú í að
komast á hörpudiskveiðar. „Þorskafl-
inn hefur verið lang stærsti hluti afla
okkar hér á utanverðu Nesinu, stærri
en á flestum öðrum stöðum. Við verð-
um að hyggja að undirstöðunum. Við
byggjum eingöngu á sjávarafla og
verðum því að huga aö öllum stofnum
í sjónum og nýta þá.
Fólksfækkun hefur orðið hérna
og umsóknir okkar-um að fá að taka
þátt í hörpudiskveiðunum í Breiða-
firði er nauðvörn okkar. Ég vil
ítreka það sem áður hefur komið
fram að við verðum að knýja á um
frekari rannsóknir á skelfiski í
Breiðafirði, til dæmis kúfiski.
„Ekki sannað að hörpudiskstofn-
inn sé fullnýttur," segir Stefán Jó-
hann Sigurðsson, umboðsmaður
Brunabótafélagsins og forseti bæjar-
stjórnar Ólafsvíkur.
„Verðum að huga að öllum stofn-
unum í sjónum og nýta þá,“ segir
Kristófer Þorleifsson, héraðslæknir
og bæjarstjórnarmaður í Ólafsvík.
Okkar lágmarkskrafa er að fá
hlutdeild í veiðunum en jafnframt
neitt skelveiðistríð. Þetta er einn
þátturinn í hinum stóru vanda-
málum sjávarútvegsins sem nú
eru í meðförum stjórnvalda."
Aðspurður um hvort til greina
kæmi að minnka þorskkvóta
Stykkishólms og færa út á Nesið
gegn því að þeir héldu sínum
skelkvóta til að leysa málið, sagð-
ist Stefán Jóhann ekki vilja tjá
sig um það að öðru leyti en því að
það hlyti að koma til álita við
lausn vandamálsins.
Aðspurður um hvort hagkvæmt
gæti talist að byggja upp fleiri
skelvinnslustöðvar þegar þær sem
fyrir væru gætu annað öllum
þeim afla sem leyfilegt væri að
veiða sagði Stefán Jóhann: „Ljóst
er að þáttaskil eru í veiðum og
vinnslu með kvótaskipulaginu.
Ekki er óeðlilegt að árekstrar
verði við nýtingu á auðlind sem er
á sama veiðisvæði á meðan verið
er að koma slíku skipulagi á. Ha-
gkvæmnin byggist á því hvað
þessi auðlind er mikil. Aflamagn-
áskiljum við okkur allan rétt til
vinnsluleyfa ef kvótinn verður
stækkaður. Staðan er mjög alvarleg
eins og er. Frá 27. desember hafa
60—70 manns verið atvinnulausir
hér, en þá var sagt upp fólki í einu
atvinnufyrirtækinu. Fólkið fær
vinnu á vertíðinni en að henni lok-
inni gæti svo farið að við yrðum
búnir að nýta stóran hluta af okkar
þorskkvóta þannig að þá gæti svo
farið að við yrðum að leggja skipun-
um að verulegum hluta það sem eft-
ir verður ársins. Fiskiskipafloti
okkar hefur minnkað á síðasta ári
en þá voru seldir tveir af þremur
togurum bæjarins og bátunum
fækkaði og T>að eitt skammtar
okkur minni kvóta sem gerir
ástandið enn alvarlegra. Ég legg
áherslu á það að við erum að huga
að fleiri möguleikum en skelinni og
hefur meðal annars verið sótt um
rækjuleyfi frá einu fyrirtæki
hérna,“ sagði Kristófer Þorleifsson.
ið hefur breyst. Þetta hefur
reynst meira magn en menn
bjuggust við í upphafi. Ég hef
ekki séð sannanir fyrir því að
þessi fiskstofn sé fullnýttur og
þeir sem telja að svo sé verða að
leggja fram sannanir um það.
Ég vil leggja á það áherslu að
ekki þýðir að einblína á sjávarút-
veginn í þessu efni. Líta verður til
annarra atvnnugreina sem taka
verða við þegar við höfum fullnýtt
alla okkar fiskstofna. Og þar sem
stjórnvöld hafa orðið að tak-
marka fiskveiðar verða þessi
byggðarlög sem byggt hafa á
sjávarútvegi að leita eftir aðstoð
stjórnvalda við að breyta atvinn-
unni. Mér er fullljóst að erfitt
verður að finna þá lausn á þessum
málum sem allir verða ánægðir
með. Að lokum vil ég segja það að
við bindum miklar vonir við sam-
starf við fiskifræðing Hafrann-
sóknarstofnunar og stofnunina í
sambandi við nánari rannsóknir á
fisktegundum í Breiðafirði," sagði
Stefán Jóhann Sigurðsson.
Hótel Loftleiðir
stærsta hótel landsins.
Gisting í Reykjavík í
algjörum sérflokki.
Hótel Loftleiðir eina hótelið sem býður gestum sinum
aðgang að sundlaug, gufubað-
stofu, vatnsnuddpotti og hvildarherbergi.
Auk þess er á hótelinu fjölbreytt þjónusta svo sem
hárgreiðslu.og rakarastofa, snyrtistofa að ógleymdum
veitingum eins og hressandi kaffi og Ijúffengum réttum.
Kynnið ykkur kjörin hjá okkur.
Sími 91-22322.
HÓTEL LOFTLEIÐIR
FLUGLEIDA HÓTEL
i
}
!
i
i
^t*trrrr,..ffá,iiMMUuuitt,..fftttur^
1 Úrvals J
borramatur \
Þorrabakki 800—900 gr. aöeins
160 kr.
16 tegundir.
I
I
I
SS-sviöasulta, ný og súrsuö,
heil stykki..............................100 kr. kg.
í sneiöum................................130 kr. kg.
Goða-lambasviðasulta,
ath: pressaöir lambahausar ..........230 pr. kg.
Lundabaggar súrsaöir....................130 kr. kg.
Blóömör..................................77 kr. kg.
Lifrapylsa...............................97 kr. kg.
Svínasulta...............................135 kr. kg.
Bringukollur.............................230 kr. kg.
Hrútspungar.............................195 kr. kg.
Hákarl...................................200 kr. kg.
Súr hvalur..............................100 kr. kg.
Harðfiskur, flatkökur, maltbrauð,
seytt rúgbrauö, reykt síld, marineruö síld,
smjör, soðiö hangikjöt.
Þorrabakkinn á aöeins...................160 kr.
Nýreykt hangilæri........................168 kr. kg.
Nýreyktir hangiframpartar................118 kr. kg.
italskt salat aöeins....................120 kr. kg.
Opið alla dag 8—19
laugardag kl. 8—4. ^
VERIÐ VELK0MIN. $
' " 1
KJOTMIÐSTOÐIN Laugalaek l.s. 86511
1