Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984 37 Siguröur Ragnar Sigurðsson skipa- smiöur — Minning Fæddur 19. desember 1922. Dáinn 10. janúar 1984. Þegar góöur drengur hverfur fyrir fullt og allt úr hópi vina sinna, hljóðnar hver rödd í bili. Hópurinn er ekki lengur hinn sami og hann var áður og verður það aldrei aftur. Hann verður í vissum skilningi að byrja nýtt líf og það tekur sinn tíma að venjast því. Einhvern veginn þannig varð okkur innanbrjósts, vinum og fé- lögum Sigurðar Ragnars Sigurðs- sonar, þegar við fréttum lát Jians. Hann gekk aldrei formlega í kaþ- ólsku kirkjuna, sem við tilheyrum, en var engu að síður fastur gestur í Kristskirkju í Landakoti á sunnudögum og öðrum hátíðisdög- um kirkjunnar, ásamt konu sinni og niðjum, eins og hann væri einn af okkur. Hann tók fullan þátt í allri félagsstarfsemi okkar og var ævinlega manna fúsastur til að fórna kirkjunni tíma sínum og kröftum þegar á liðsinni þurfti að halda. Og því er hann jarðsunginn frá þeirri kirkju, kirkjunni sem hann var svo tryggur. í sambandi við Sigurð og kirkj- una hvarflar ósjálfrátt að manni sagan úr Biblíunni um manninn sem átti tvo sonu og bað þá að vinna í víngarði sínum. Hinn fyrri neitaði því en sá sig um hönd og fór. En hinn svaraði beiðninni ját- andi en fór hvergi. Og við tökum undir með Jesú og segjum: „Hvor þeirra gerði vilja Föðurins?" Sigurður var fæddur í Reykja- vík 19. desember 1922 og var faðir hans úr Biskupstungum. Sigurður ólst upp í Vesturbænum og lærði skipasmíði hjá Magnúsi Guð- mundssyni, skipasmið. Síðan vann hann um skeið í Skipasmíðastöð Daníels Þorsteinssonar, en 1966 hóf hann störf hjá Reykjavíkur- höfn og vann þar til dauðadags. Hann kvæntist 27. apríl 1957 eftirlifandi konu sinni, Karenu Einarsdóttur, sem ættuð er úr Rauðasandshreppi. Þau eignuðust þrjú börn, Ingibjörgu Steinunni, hjúkrunarnema, sem gift er Jó- hanni Sigurðssyni, flugumferðar- stjóra, og eiga þau tvö börn; Sig- urð Karvel, vélstjóra, sem kvænt- ur er Hallfríði Blöndal, bókbind- ara, og eiga þau einnig tvö börn; Dagnýju, kvennaskólanema, ógifta sem enn býr í foreldrahús- um. Þá átti Sigurður tvo bræður og tvær systur, sem öll eru á lífi. Sigurður kenndi þess meins, sem að lokum dró hann til dauða, í október á sl. ári. Hann náði sér þó vel eftir það og vonuðu vinir hans og fjölskylda þá að hann væri úr allri hættu í bili. En 10. janúar sl. var hann skyndilega kvaddur burt úr þessum heimi. Það liðu ekki nema fáeinar klukkustundir frá því að hann veiktist, til þess er hann skildi við. Segja má að sviplegt fráfall hans komi yfir vini hans og vandamenn eins og reiðarslag. En þó hygg ég að það hafi hentað vel jafn glöðum og hraustum dreng og Sigurði að þurfa ekki að liggja lengi á sjúkrabeði. Við kveðjum í dag og trúum því að svo vænn maður eigi góða heimvon. Eftirlifandi konu hans, börnum, barnabörnum, systkinum hans og fjölskyldum þeirra vott- um við innilega samúð okkar. Hann hvíli í friði. F.h. vina hins látna í kaþólska söfnuðinum, Torfi Ólafsson. I dag er kvaddur hinstu kveðju Sigurður Ragnar Sigurðsson skipasmiður. Hann var 61 árs, þegar manninn með ljáinn bar að garði þegjandi og hljóðalaust að áliðnum degi nú í janúar. Foreldr- ar hans voru hjónin Dagný Níels- dóttir, ættuð frá Breiðafirði, og Sigurður Brynjólfsson, ættaður úr Biskupstungum. Börn þeirra urðu fimm og lifa Sigurð tveir bræður og tvær systur. Það mun hafa verið árið 1957 að Sigurður tengdist fjölskyldu minni, er hann kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Karenu M. Einarsdóttur. Þau hófu búskap á Vesturgötu 57A í Reykjavík í húsi, sem amma mín hafði látið reisa. Þar bjuggu þá einnig tveir bræðra Karenar með fjölskyldum sínum, en sá þriðji hafði stofnað heimili á Akureyri. Er árin liðu fluttu systkinin öll úr húsinu. Karen og Sigurður komu sér upp fallegri hæð á Unnarbraut 7, Seltjarnar- nesi og bjuggu þar síðan. Þeim varð þriggja barna auðið og eru þau Ingibjörg, hjúkrunar- nemi, gift Jóhanni Sigurðssyni flugumferðarstjóra, Sigurður, vél- stjóri, kvæntur Hallfríði Blöndal, bókbindara, og Dagný, sem stund- ar nám við Kvennaskólann í Reykjavík og enn dvelur í for- eldrahúsum. Barnabörnin eru orð- in fjögur. Um langt árabil var aðal- starfsvettvangur Sigurðar í Skipa- smiðastöð Daníels Þorsteinssonar, en hin síðari árin vann hann hjá Reykjavíkurhöfn að viðhaldi hafn- armannvirkja. Þykist ég vita að þar hafi farið vandvirkur og vammlaus starfsmaður. Ekki held ég að Karen frænka mín hefði getað kosið sér betri lífsförunaut en Sigurð. Mátti það öllum vera ljóst, er umgengust þau hjón, að með þeim ríkti ást- ríki og gagnkvæm virðing. Á heimili þeirra hjóna var einstak- lega gott að koma, og ég minnist margra gleðidaga þar við ýmis tímamót, hlýju, vináttu og gest- risni svo af bar. Lokað Vegna útfarar MAGNÚSAR JÓNSSONAR, banka- stjóra, veröa allir afgreiöslustaöir Búnaöarbanka ís- lands lokaöir föstudaginn 20. janúar til kl. 13.00. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS. Lokað veröur í dag frá hádegi vegna jaröarfarar JES ÁGÚSTS JÓNSSONAR, blikksmíöameistara. Blikktækni hf., Blikksmiöja Hafnarfjaröar hf. Lokað í dag 19. janúar frá kl. 13.00 vegna jarðarfarar ÖNNU J. LOFTSDÓTTUR, fyrrverandi formanns. Hjúkrunarfélag íslands. Það var alltaf gaman að spjalla við Sigurð um dægurmál. Hann fylgdist með, hafði ákveðnar skoð- anir á málum, en felldi hvorki áfellisdóma yfir mönnum né mál- efnum. í frístundum sínum hafði hann gaman af lestri hvers kyns bóka og yndi af góðri tónlist. En mest- um hluta frítíma síns, a.m.k. hin síðari ár, held ég samt, að hann hljóti að hafa varið í fórnfúst starf með konu sinni í kaþólska söfnuðinum á íslandi. Sigurður játaði ekki kaþólska trú, en stóð við hlið konu sinnar þar sem ann- ars staðar. Með árunum kynntist hann mörgu fólki í söfnuðinum og varð brátt ómissandi við undir- búning og framkvæmd hinna margvíslegustu málefna. Eiga kaþólskir honum þökk að gjalda fyrir óeigingjörn og vel unnin störf. Það er til marks um hve ná- tengdur hann var trúsystkinum konu sinnar, að hann verður jarð- sunginn frá Kristskirkju í Landa- koti af ungum vini sínum, er kunni að meta starf hans að verðleikum. Sigurður var einn þeirra manna er ósjálfrátt vekja strax hjá manni traust. Það var afskaplega gott að vera í návist hans og ró- lyndi hans og geðprýði hafði góð áhrif á aðra. Mér fannst hann allt- af í fulkominni sátt við sjálfan sig og umhverfi sitt. Streita og önn dagsins virtist ekki koma honum úr jafnvægi; frá honum stafaði innri ró. Ég sá Sigurð síðast á heimili móður minnar á jóladag. Þar voru þau hjón stödd ásamt börnum sín- um, tengda- og barnabörnum í jólakaffi, en sá siður er gamall, að föðursystkini mín og fjölskyldur þeirra, sem búsettar eru í Reykja- vík, eigi samverustund þennan dag. Ekki grunaði mig þá, að hann ætti svo skammt eftir ólifað, þar sem hann sat og minntist með gleði ferðalags sem þau hjón höfðu tekist á hendur til Suður- landa ásamt vinafólki sínu sl. haust. Hann naut sín vel með fjöl- skyldu sinni þennan dag. Barna- börnin hændust að afa sínum og hann veitti þeim ekki síðri alúð og hlýju en eigin börnum, enda alltaf kært milli þeirra og hans. Þar réði samheldni og gagnkvæmt traust ríkjum. Sigurður var mikið fyrir fjöl- skyldu sína og virtist alltaf hafa kappnógan tíma, þegar hún var annars vegar. Henni gaf hann sjálfan sig með glöðu geði, hann unni sínum nánustu fölskvalaust. Það var ánægjulegt að fylgjast með einstakri sambúð hans og Karenar og hve þau gerðu sér far um að rækta vináttuna við annað fólk. Hugarþel Sigurðar var óvenju hlýtt, bros hans ósvikið og jafnan stutt í það. Hann var já- kvæður og glaðlegur maður í dag- legri framkomu, greiðvikinn og heiðarlegur. Missir þessa góða frændfólks mins er mikill, en örugg trú þeirra mun reynast þeim styrkur á erfiðri stundu. Kveð ég nú grand- varan og góðan dreng og votta frænku minni, börnum hennar og ættmennum öllum dýpstu samúð mína og fjölskyldu minnar. Hann hvíli í Guðs friði. „Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér, mót ðllum oss faðminn breiðir." (Einar Benediktsson.) t Eiginkona mín og móöir okkar, ANNIE KJÆRNESTED, verður jarösungin frá Fossvogskirkju í dag 19. janúar kl. 15.00 e.h. Friöfinnur Kjærnested, Harry Kjærnested, Dagga Lis Kjærnested, Kristín Kjærnested, Steingrímur Nikulásson, Ada Kjærnested, Friörik Gíslason, Elísa Kjærnested, Charles McCormick. t Systir okkar, KRISTÍN THORSTENSEN, veröur jarösett frá Hábergs Kapel, Bergen, Noregi i dag fimmtu- daginn 19. janúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Sigrún Þorláksdóttir, Stefanía Þorláksdóttir, Vilberg Þorláksson. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, MAGNÚS JÓNSSON, bankastjóri, Stórateigi 42, Mosfellssveit, sem andaöist föstudaginn 13. janúar, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 20. janúar kl. 10.30. Ingibjörg Magnúsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Jón Magnússon. t Þökkum innilega hlýhug og vináttu viö andlát og útför HARALDAR KRISTJÁNSSONAR, bónda, Sauöafelli, Dalasýslu. Einnig sendum viö þakklæti til starfsfóiks deildar 14G á Land- spítalanum fyrir frábæra umönnun. Finndís Finnbogadóttir, Höröur Haraldsson, Kristin Ágústsdóttir og barnabörn. _____________ t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, systur, ömmu og langömmu, MÁLFRÍDAR BENEDIKTSDÓTTUR, Þorleifsstööum. Einnig þökkum viö innilega heimahjúkrun Kópavogs fyrir góöa hjálp á undanförnum árum. Hólmfríöur Jóhannesdóttir, Ellert Finnbogason, Hólmsteinn Jóhannesson, Gunnfríður Björnsdóttir, Valný Benediktsdóttir og aörir vandamenn. t Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför SIGURJÓNS GUÐBERGSSONAR, málarameistara. Jóhanna Sveinsdóttir, Sigrún Sigurjónsdóttir, Frank R. Veeneklass, Ólafia Sigurjónsdóttir, Egill Hallgrímsson, Rut Rebekka Sigurjónsdóttir, Höröur Kristinsson, Þóröur G. Sigurjónsson, Berglind Oddgeirsdóttir, Guðlaugur R. Jóhannsson, Unnur Guóbergsdóttir, Auöunn Hermannsson og barnabörn. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Einar Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.