Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 48
Tölvupappír llll FORMPRENT Hverlisgolu 78. simar 25960 25566 SIADFEST lANSTRAUST FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Morgunblaðid/ RAX Skerpt á heita vatninu Grípa þurfti til þess ráðs í Reykjavík í g*r og í fyrradag að hita upp vatn með olíu, en vatnsskortur var farinn að gera vart við sig á efstu svæðum Kópavogs. Hvergi varð þó vatnslaust. Kostnaðurinn við upphitun vatnsins með olíu er 600 þúsund krónur á sólarhring. Myndin er af starfsmanni Hitaveitunnar þar sem hann hugar að kyndingu vatnsins. Félag kaþólskra leikmanna: Pílagrímsferð til Vatíkansins Á NÆSTUNNI fer héðan 20 manna hópur á vegum Félags kaþólskra leikmanna í pílagrímsfor suður til Rómar. Að sögn Torfa Ólafssonar, eins af forystumönnum félagsins, er þetta í fyrsta skipti sem kaþólikkar hér á landi taka þátt í slíkri pfla- grímsför með öðrum Norðurlanda- búum, en þátttakendur í ferðinni verða frá ölium Norðurlöndunum. Ferðin er farin í tilefni af „Árinu helga“, sem Jóhannes Páll páfi til- kynnti um á sínum tíma og lýkur í lok marzmánaðar. Farið verður með flugvél til Lúxemborgar 23. mars næstkom- andi. Samdægurs haldið áfram til Rómaborgar. Þar mætast allir hóparnir frá Norðurlöndunum og viðdvölin þar með fyrirfram ákveðinni dagskrá í höfuðdráttum verður tæp vika. Á þeim tíma mun allur hópurinn ganga sameigin- lega á fund Jóhannesar Páls páfa, sagði Torfi Ólafsson. Aðalframkvæmdastjóri píla- grímsferðarinnar er Kaspar Kall- an menntaskólakennari í Kaup- mannahöfn. Enn ein metsalan: Aöalvík með 34,85 króna meðalverð fyrir karfa SKUTTOGARINN Aðalvík frá Keflavík setti í gær sölumet á í.suðum fiski í Þýzkalandi. Aö- alvíkin seldi afla, 102,4 lestir, að mestu karfa, í Cuxhaven og fékk 34,85 krónur í meðalverð fyrir kílóið eða 3,33 mörk. Heildarverð var 3.570.500 krónur eða 340.890 mörk. Þetta er hæsta meðalverð, sem íslenzkt fiskiskip hefur fengið fyrir ísaðan fisk í Þýzkalandi. Með þessari sölu sló Aðalvíkin met Snæfugls SU frá því síðastliðinn mánudag, en þá fékk Snæfuglinn 3,22 mörk í meðalverð. Þriðju beztu söluna á Karlsefni RE, en hann fékk 3,20 mörk fyrir kílóið 14. janúar 1983. Ein af skýringun- um á þessu háa verði er sú, að undanfarna daga hafa veður verið válynd á fiskislóð þeirra skipa, er selja afla sinn í Þýzkalandi og Englandi, sem eru helztu ísfisk- markaðir okkar og því hafa veiðar þeirra gengið treglega og lítið framboð verið á fiski. Þá ber þess að geta, að ekki fæst svona hátt verð fyrir ísfiskinn þarna, nema gæði séu í hámarki. Morgunbladiö/Friöþjófur. Skellur á skautum Mikil aðsókn er nú að skautasvellinu á Melavellinum, sem opnað var fyrir helgi. Að sögn starfsmanna vallarins er mest um skólabörn um miðjan daginn, en fullorðnir bætast í hópinn á kvöldin og um helgar. Hugmyndir um breytingar á fasteignayiðskiptum: Minni útborgun, lánstími lengdur og lægri vextir HUGMYNDIR eru uppi um breytingar á viðskiptavenjum þeim sem myndast hafa í fasteignaviðskiptum, en nú er venjan sú að kaupandi fasteigna greiði 75% út á árinu vaxtalaust, en eftir- stöðvar á 4 árum með 20% ársvöxtum. Hugmyndin um breytingu er sú að út- borgun verði 60—65% og eftirstöðvir 40 lestir í róðri RÁTAR af Suðurnesjum hafa verið að fá góðan ufsaafla í netin síðan um helgi. Dagbjartur Kinarsson, forstjóri í Grindavfk, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að bátar þaðan hefðu verið að fá allt að 40 lestum í róðri. Stærri línubátarnir hafa komizt upp í II lestir í róðri með tvöfalda setningu, en þeir minni hafa verið með 2,5 til 4,5 lestir. Dagbjartur sagöi, að þetta kæmi nokkuð á óvart, því bátarnir hefðu verið að reyna fyrir sér á svipuðum slóðum fyrir jólin en ekkert fengið. Nú hefði orðið vart við.ufsann víða, bæði á Reykjanesgrunninu, úti á Tá og austur í Bugtum. lánaðar til 6—7 ára með fasteigna- lánsvöxtum, sem Seðlabankinn myndi reikna út á hverjum tíma. Þessar upp- lýsingar fékk Mbl. hjá Friðriki Stef- ánssyni fasteignasala, en hann á sæti í undirbúningsstjórn Félags fasteigna- sala, sem nú er í burðarliðnum. Ástæðuna fyrir þessum hugmynd- um kvað Friðrik þá að um geysilga hækkun væri að ræða á íbúðaverði, þegar verðbólgan færi úr 120—130% niður í 10—15% eins og nú er. Við óbreytt viðskiptakjör myndaðist tregða á markaðinum, miklar fyrir- spurnir væru um íbúðir, en salan miklu minni og í engu samræmi við fyrirspurninar. Fólk sæi að það réði ekki við íbúðakaup á þeim kjörum sem boðin væru, og einnig væri til- tölulega lítið peningaframboð á markaðinum. „Ég kann þá lausn á þessu að lækka útborgunarhlutfallið niður í 60—65% og setja jafnframt hreyf- anlega vexti á eftirstöðvarnar og lengja lánstímann upp í 6—7 ár,“ sagði Friðrik. „Það verður sam- kvæmt þessu hærra hlutfall af íbúðaverðinu lánað og lánstíminn lengdur, til þess að greiðslubyrðin verði ekki of þung. Fólk verður einn- ig að sjá fyrir, að það geti lokið greiðslunum. Ég held að eina ráðið til þess að viðskiptum verði haldið áfram á þessum markaði, sé að breyta kjörunum," sagði Friðrik Stefánsson. „Það er enginn einn aðili sem ræð- ur þessum markaði, markaðurinn er frjáls. Breytt kjör þýða ekki lægra verð, forsendan fyrir hárri útborgun í íbúðum var verðbólgan. Þegar verðbólgan fer niður verður láns- hlutfalliö að aukast og lánstíminn að lengjast og seljandi á að vita að hann fær sama raunverð fyrir íbúð sína,“ sagði Friðrik Stefánsson að lokum. ísaður fiskur fluttur í gámum á ferskfiskmarkaði í ÞESSARI viku og næstu er reiknað með að á milli 250 og 300 tonn af fiski, sem fluttur er á markað í Eng- landi með skipum Eimskipafélags ísland, verði seld á markaði í Grimsby og Hull. Ágætt verð hefur fengist fyrir fiskinn. Á mánudag voru seld um 25 tonn og annað eins á þriðjudag og fengust 45 krónur fyrir kflóið af ýsu og 39 krónur fyrir kflóið af 1. flokks þorski. Afli hefur glæðst undanfarna daga og er reiknaö með að veruleg aukning verði á fiskflutningi með gámum á ferskfiskmarkaði næstu vikur. Einkum er um að ræða línu- fisk. Fiskurinn er blóðgaður um borð, slægður þegar í land er kom- ið, þveginn, ísaður og honum er síðan raðað í gáma. Einnig hafa sjómenn slægt fiskinn um borð og landað beint í gáma. Þannig hefur þessi flutningsmáti tekið nokkuð frá fiskverkun í iandi, en fjár- hagslega komið sér vel fyrir út- gerð og sjómenn. Eimskipafélagið hóf að sigla til Inningham, sem er hafnarborg mitt á milli Grimsby og Hull, haustið 1982 og opnaðist þá mögu- leiki fyrir flutninga á fiski með gámum. ' Bláa lónið: Orku- og efnaauðlind? FRAMLEIÐ8LA á brennsluspíri- tus og alkóhóli. lyfjum gegn húð- sjúkdómum og jafnvel fleiri sjúk- dómum, pappírsframleiðsla á Iff- rænan hátt og ræktun átu til flsk- eldis, eru meðal þeirra möguleika, sem virðast vera fyrir hendi við Bláa lónið á Reykjanesi sam- kvæmt niðurstöðum rannsókna sem unnar hafa verið af rann- sóknastofunni í Neðra-Ási í sam- vinnu við erlendar rannsókna- stofnanir. Rannsóknir hófust í Bláa lóninu á sl. vori, þegar ljóst var að þar var að finna lækn- ingamátt gegn húðsjúkdóm- um. Vísindamenn gera sér góðar vonir um, að geta ein- angrað örverur úr vatninu og efnasambönd sem þær mynda i þeim tilgangi að framleiða lyf gegn húðsjúkdómum, og jafnvel fleiri sjúkdómum. Sjá viðtal við dr. Einar I. Siggeirsson í miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.