Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984 47 Fimm marka sigur FH gegn Víking 11. sigurleikur FH í röð í 1. deildinni FH VANN öruggan sigur á liði Víkings í 1. deildinni í handknatt- leik í gærkvöldi, 24—19. í hálfleík haföi FH þó aöeins eins marks forystu, 10—9. Var þetta ellefti sigur FH-inga í röö í 1. deild { vetur, sem er góöur árangur. Fyrri hálfleikur liöanna var mjög jafn. Víkingar komu mjög ákveönir til leiks og höföu frumkvæðiö í leiknum fram á 25. mínútu, en þá var staöan 9—8 fyrir Víking. Ellert Vigfússon, markvörður Víkinga, haföi þá varið 12 skot og mörg þeirra af línu og úr hraöaupphlaup- um FH. Þá var vörn Víkings góö. Leikmenn liösins böröust af krafti og léku oft ágætlega í sóknarleikn- um. Þaö var ekki fyrr en á lokamín- útum fyrri hálfleiksins sem FH tókst aö ná forystunni í leiknum. í síöari hálfleiknum snerist dæmiö viö. FH-ingar tóku öll völd í sinar hendur og náöu öruggri for- ystu í leiknum. Mesti munur á lið- unum í síöari hálfleiknum var fimm mörk. Vörn FH svo og markvarsla var sérlega góö í síöari hálfleikn- um. Víkingum tókst ekki aö skora nema fjögur mörk fyrstu 24. mínút- ur síöari hálfleiksins. En síðan komu sex mörk í lokin eöa mark á mínútu. Kristján Arason var tekin úr umferð allan síöari hálfleikinn og Hans Guömundsson síðustu fimm mínúturnar í síöari hálfleik. En allt kom fyrir ekki, sigur FH var öruggur og fimm mörk skildu liöin aö í lokin. Bæöi liöin léku nokkuö vel í leiknum. Varnarleikur og mark- varsla beggja liða var mjög góö. Og bestu menn liðanna voru mark- verðirnir Haraldur Ragnarsson, í liði FH, og Ellert Vigfússon, í liöi Víkings. Þá átti ungur leikmaöur Jón Erling Ragnarsson, mjög góö- an leik í liöi FH og skoraöi fjögur falleg mörk. Hann er sonur Ragn- ars Jónssonar, hins kunna hand- knattleikskappa úr FH hér á árum áöur. Þannig aö epliö fellur ekki langt frá eikinni. Mörk Víkings: Sigurður 5, Stein- ar 4 (3v), Viggó 3, Höröur 3 (2v), Guömundur G. 2, Karl 1, og Hilmar 1. Mörk FH: Kristján 5 (3v), Atli 4, Jón 4, Guömundur 2, Hans 2, Sveinn 1, Pálmi 1. SUS/ÞR. • Páll Björgvinsson skoraöi jöfnunarmark Þróttar í gær gegn KR þegar 27 sek. voru eftir af leiktímanum. MN./Friðw6fur h. Jafntefli hjá KR og Þrótti KR — Þróttur 17—17 KR OG Þróttur geröu jafntefli 17—17 í hörkuspennandi leik í 1. deildinni í gærkvöldi. í hálfleik höföu Þróttarar forystuna, 11—8. Þaö voru aöeins 27 sekúndur eftir af leiktímanum í gærkvöldi er þjálfari Þróttara, Páll Björgvins- son, náöi aö jafna metin. Gífur- legur darraöardans var undir lok leiksins og allt var á suöupunkti. Nokkur harka var í leiknum og mikiö um útafrekstur. í upphafi leiksins var allt útlit fyrir aö Þróttur myndi vinna stór sigur í leiknum. Liöiö komst í 5—0. KR-ingar skoruöu sitt fyrsta mark í leiknum eftir 10 mínútur. En leik- menn KR voru ekki á þeim buxun- um aö gefast upp. Þeir böröust vel og tókst smám saman aö ná betri tökum á leik sínum og minnkuöu muninn hægt og bítandi. i hálfleik skildu þrjú mörk liöin af og þegar siöari hálfleikurinn var hálfnaöur var KR búið aö jafna metin 12—12. Og þeir geröu sér lítiö fyrir og náöu forystunni í leiknum 15—12 og 16—14. Þegar skammt var til leiksloka var staöan 17—15 fyrir KR en meö mikilli seiglu tókst Þrótti aö jafna leikinn 17—17 rétt áöur en flautaö var til leiksloka. Þaö var Páll Björgvinsson, hinn mjög svo útsjónarsami leikmaöur og þjálfari Þróttarliösins, sem náöi aö jafna leikinn á síöustu stundu i meö fallegu marki. Liö KR var mjög jafnt í leiknum og erfitt aö gera upp á milli leikmanna. Leik- menn böröust vel í leiknum og veröskulduöu annað stigiö. Nafn- arnir Páll Ólafsson og Björgvins- son voru bestu menn Þróttar i leiknum. Snjallir leikmenn og leiknir. Mörk KR: Jakob 6 4v, Jóhannes 3, Guömundur 3 1v, Gunnar 2, Ólafur 2 og Haukur 1. Mörk Þróttar: Páll Ólafsson 5 1v, Páll Björgvinsson 3, Lárus 3, Gísli 3, Birgir 2 1v og Konráö 1. — SUS/ÞR. Staðan í 1. deild Valur — Stjarnan 28—19 Víkingur — FH 19—24 Þróttur — KR 17—17 Staöan í 1. deild karla: FH 11 11 0 0 331—217 22 Valur 11 8 1 1 244—215 17 Víkingur 11 6 0 6 244—232 12 Þróttur 11 4 3 4 236—249 11 KR 11 4 2 5 190—188 10 Stjarnan 11 4 1 6 213—255 9 Haukar 10 1 1 8 195—249 3 KA 10 0 2 8 176—224 2 • Atli Hilmarsson kominn í gott marktækifæri og skorar þrátt fyrir góóa tilburði Ellerts í marki Víkings. Mbl./Friöþjófur Helgason. Danskur sigur UM ÞESSAR mundir stendur yfir mjög sterkt handknattleiksmót í Svíþjóö sem ber nafniö „World Cup“. Átta mjög sterksr þjóöir taka þátt í mótinu. Fjórir leikir fóru fram í gærkvöldi og þau úr- slit sem komu mest á óvart var sigur Danmerkur á A-Þjóðverjum. En Danir sigruöu 23—20. Úrslit leikjanna á mótinu fram að þessu hafa orðið sem hér segir: Svíþjóö — V-Þýskal. 23—19 Sovétr. — Pólland 26—23 Danmörk — Spánn 22—19 Júgósl. — A-Þýskal. 22—22 I gærkvöldi urðu úrslit þessi: Danm. — A-Þýskal. 23—20 (9—11) Svíþjóð — Pólland 25—21 (11—9) Júgósl. — Spánn 20—20 (11—10) Sovétr. — V-Þýskal. 19—13 (9—5) Leikmenn Hull í bif- reið á þjóðveginum — er leikurinn við Burnley átti að hef jast HULL CITY komst ekki í leikinn gegn Burnley í þriðju deildinni ensku á laugardaginn var; liöiö varö að hætta för sinni á leiöinni vegna veöurs og vatnselgs á hraöbrautum Englands. Langferöabifreiöin sem flutti leikmenn Hull nam staöar viö bensínstöö á leiöinni og komst síö- an aldrei af staö aftur. Lögreglan varaði menn viö aö halda lengra vegna ófærðarinnar. Milljónamær- ingurinn Don Robinson, stjórnar- formaöur Hull, hefur boöiö Burnley fjórar milljónir punda í bætur vegna tjónsins sem félagiö beið vegna þessa. Starfsliö vallarins var vitanlega á kaupi þennan dag og fleira þurfti Burnley aö greiöa. Ekki er vitaö hvort forráöamenn liðsins taka boöi Robinson. Þess má geta aö dómari leiksins mætti á staðinn; og hann kæröi Hull fyrir aö hafa ekki mætt! Bob. Enski mjólkurbikarinn: Litlu munaði að Oxford kæmist áfram Frá Bob Hennessy. Tveir leikir fóru fram í enska mjóikurbikarnum í gærkvöldi. Oxford var mjög nálægt því aö slá Everton út en leikur liðanna endaöi meö jafntefli 1—1. Ever- ton þótti standa sig illa gegn Ox- ford sem lék á heimavelli sínum. Metaðsókn var á velli Oxford í gærkvöldi 14.333 áhorfendur. Oxford-liöiö sótti án afláts í leikn- um og fékk mörg góö marktæki- færi. Vörn Everton komst hvaö eftir annaö í mikinn vanda. Ekk- ert mark var þó skoraö í fyrri hálfleiknum. Á 68. mínutu leiks- ins fékk Oxford svo aukaspyrnu rétt utan viö vítateig Everton. Brock gaf vel inn í teiginn á Bobby McDonald sem skoraöi fallega meö hörkuskalla, 1—0. Þaö var svo ekki fyrr en níu min- útum fyrir leikslok aö Everton tókst aö jafna metin. Og var þaö mikil slysni. Brock var meö bolt- ann á eigin vallarhelmingi og ætl- aöi aö gefa á markvöröinn en sending hans var of laus og Ever- tonleikmaöurinn Adrian Heath komst inn í sendinguna, lék á markvöröinn og haföi ekkert fyrir því aö renna boltanum í netiö og jafna leikinn. Fjórum mínútum fyrir leikslok fékk Oxford-llöiö dauöa- færi við mark Everton en þaö rann út í sandinn. Og rétt fyrir leikslok átti Brock skalla sem fór rétt yfir þverslána. Liöin skildu því jöfn og veröa aö leika aftur næsta þriðju- dag og þá á heimavelli Everton. Rotherham tapaöi á heimavelli sinum í gærkvöldi í bikarnum fyrir Walsall 2—4. Bæöi liðin eru í þriöju deildinni. j 2. deild geröu Swansea og Huddersfield jafntefli 2—2. Bury sigraöi Hereford 2—1 í 4. deild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.