Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984 33 Fréttabréf úr Staðarsveit: Erfiðar samgöngur og ótryggt sfmasamband Hlídarholti, StaAarsveit, 8. janúar. SEGJA MÁ, að alvarlega horfi nú með samgöngur á sunnanverðu Snae- fellsnesi, en svo sem kunnugt er hlóð hér niður miklum snjó í hæg- viðri á aðfangadag jóla, og gerði all- ar leiðir ófærar. Síðan hefir veðrátta verið með eindæmum umhleypinga- söm og fannkyngi mikið. Minnir þetta óþægilega mikið á veðurfarið á sl. vetri. Mjólkurflutningabifreið frá Borgarnesi hefir þó tekist að brjótast hér vestur með aðstoð snjóruðningstækja, en víða er erf- iðleikum bundið að komast heim á bæina af þjóðveginum. Hætta er á því að torvelt reynist að halda vegum opnum ef sama veðurfar helst lengi áfram. Engin umferð hefir verið yfir Fróðárheiði síðan fyrir jól, enda ekki reynt að moka þá leið. Sérleyfisbifreiðir milli Reykja- víkur og Snæfellsness hafa farið um Heydal og þaðan norðanfjalls til þéttbýlisstaðanna á útnesinu. Hefir þetta valdið fólki hér sunn- an Heiðar nokkrum erfiðleikum, sem þurft hefir að notfæra sér þessa annars ágætu þjónustu. Ekki hafa þó samgönguerfið- leikarnir verið einir um að valda fólki hér óþægindum og öryggis- leysi. Símasamband er lengi búið að vera ótryggt hér í sveitinni en þó hefir keyrt um þverbak hvað þetta varðar nú um hátíðirnar, því að frá því á aðfangadag jóla og fram að áramótum var hér al- gjörlega símasambandslaust vegna bilunar á gömlu loftlínunni. Þetta hefir endurtekið sig aftur nú eftir áramótin. Við þessar aðstæð- ur hefir það verið helsta bjargráð- ið að notast við talstöðvasamband milli bæja, en litlar talstöðvar eru til á sumum bæjum, og er nokkuð öryggi í þeim þegar allt annað þrýtur. Vonir standa til að innan skamms greiðist úr með símaþjón- ustuna hér í Staðarsveit, því lagð- ur var í haust jarðsími á alla bæi sveitarinnar, en nú er aðeins beðið eftir sérstökum búnaði til teng- ingar á sjálfvirka símanum. Sunnudaginn 5. des. sl. var hald- inn í Búðakirkju safnaðarfundur Búðasóknar. Aðalverkefni fundar- ins var að ræða um endurbygg- ingu kirkjunnar. Búðakirkja er orðin mjög hrör- leg enda hefir lítið verið gert henni til viðhalds langa hríð. Þar hafa ekki farið fram messugjörðir í 7 eða 8 ár, en nokkrar jarðarfarir hafa þar farið fram. Kirkjan mun vera með elstu sveitakirkjum á landinu, byggð árið 1848, en vitað er að miklar endurbætur voru gerðar á henni árið 1911 og aftur 1950. Söfnuður Búðakirkju er mjög fámennur, og því algjörlega van- megnugur þess að endurbyggja kirkjuna án verulegs utanaðkom- andi stuðnings. Fyrir frumkvæði sóknarprests- ins, séra Rögnvaldar Finnboga- sonar á Staðastað, hefir verið veitt verulegt framlag frá ríki til endurbyggingar kirkjunnar. Það er bundið því skilyrði að þjóð- minjavörður hafi umsjón með framkvæmdum, og að kirkjunni verði að svo miklu leyti sem auðið er komið í sitt upphaflega form. Á fyrrnefndum safnaðarfundi skýrði sóknarpresturinn frá þess- um undirbúningi málsins. Sam- þykkti fundurinn einróma að stefnt skyldi að því að hefja fram- kvæmdir við endurbyggingu Búða- kirkju sem allra fyrst. Einnig kom þar til umræðu að óska eftir breytingum á sókna- mörkum milli Staðastaðar og Búðasóknar þannig að bæirnir vestan Bláfeldarár, það er Hólkot, Böðvarsholt og Kálfaarvellir teld- ust til Búðasóknar. Af þessum sökum var fólki af þessum bæjum boðið að sitja þennan fund. Þ.B. Loðnunótin tekin um borð í Beiti. (Ljósm. JGK). Neskaupstaður: Minni afli togaranna — skipt um vél í Bjarti Nc.skaup.staA, 11. janúar. HEILDARAFLI skuttogaranna þriggja var 1.262 tonnum minni á síðasta ári en árið 1982. Afiaði Birt- ingur Nk 2.982 tonn (3.099 tonn 1982), Bjartur Nk 2.706 tonn (3.464 tonn 1982), Barði Nk 2.876 tonn (3.264 tonn 1982). Alls seldi Börkur Nk 2.300 tonn erlendis. Afli trillu- báta var um 1.250 tonn. Bjartur Nk varð fyrir vélabilun 14. október og er nú í vélaskiptun í Englandi, og er þetta fyrsti togarinn sem keyptur var frá Japan á sínum tíma, sem skipt er um vél í. Nótaskipið Beitir Nk hóf tog- veiðar í september 1982 og aflaði þá 802 tonn og var aflinn saltaður um borð. Á síðasta ári aflaði Beit- ir Nk 2.559 tonn og var mestur hluti aflans saltaður um borð. Beitir Nk er nú á loðnuveiðum. En aflatökur segja ekki allt. Togar- arnir frá Neskaupstað hafa verið með mun meiri þorsk í sínum afla en t.d. þau skip sem gerð eru út frá suðvesturhorni landsins, og mat á aflanum yfirleitt gott. Heildarafli skuttogaranna auk Beitis Nk í fyrra var kr. 120.673.099. Alls tók Síldarvinnsl- an hf. á móti 6.681 tonni af fiski og um 15.000 tonnum af loðnu. Sigurbjörg. <? : & rSlitþols prófun áklæóa IDE húsgögn færa þér raunverulegan arð Meö því aö vera hluthafar í IDÉ MÖBLER A/S, stærstu innkaupasamsteypu norö- urlanda og taka þátt í sameiginlegum innkaupum 83ja stórra húsgagnverzlana í Danmörku, víöa um lönd, tekst okkur aö hafa á boöstólum úrvals húsgögn — öll meö 2ja ára ábyrgö — á miklu lægra veröi en aörar húsgagnaverzlanir geta boöiö. Gæöaeftirlit IDÉ er svo geysistrangt, aö þú ert örugg(ur) um aö fá góö húsgögn þó verðin séu svona lág. Þú þarft aö æfa veröskyn þitt og líta til okkar. Jolly leöur hornin og sófasettin eru gott dæmi um hve langt hægt er t aö komast meö veröiö niöur þegar samiö er um kaup á miklu t magni í einu. Jolly er úrvals vara, bólstraö í gegnumlitaö, krómsútaö nauts- leöur meö Unilon kaldgúmmí í setum. Þú getur veriö allveg viss um aö helmingi dýr- ara leöursófasett er ekki agnar ögn betra en Jolly. YrV'* I B-228 x L-283 3+1+1 40.980.- 3+2+1 45.920.- 39.560! ÖÖI Hefur þú áttað þig á því * aö þaö kostar engin ósköp aö eignast fallegt boröstofusett Borftstohib. m/ stskkun 4.040.00 borftstofustóll 1.280.00 Ninett stólinn Sterkur og þægilegur. Leöur/ skai kr. 5.940.oo r Diana sófinn á daginn og á nóttunni. Kr. 8.980.oo Forstofusett Margar geröir. Kr. 3.680.oo HUS6AGNAH0LLIN BÍLDSHÖFÐA 20 > 110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.