Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984 Laugavégi 17 Fyrir fuilorðna Buxur frá 150 kr. Peysur frá 195 kr. Skyrtur frá 195 kr. Joggingallar frá 525 kr. Don Cano-úlpur frá 795 kr. Kuldaúlpur frá 895 kr. T-bolir frá 150 kr. Háskólabolir frá 195 kr. Dömusamfestingar frá 1195 kr Sheltlandullarpeysur frá 495 kr. Fyrir börn Buxur frá 150 kr. T-bolir frá 95 kr. Peysur frá 195 kr. Stakkar frá 185 kr. Jogginggallar frá 395 kr. Samfestingar frá 695 kr. ÍJ6SSSS iSSLSSS. 1.490.- VEBO SAMTALSJCR OLATAGARÐUR I Olátagarði höfum viö barnagæslu, myndsögubækur, litabæk- ur, myndsegulband og síöast en ekki síst kafbátinn sem allir krakkar hafa gaman af. KLEINUKOT í Kleinukoti bjóöum við upp á ókeypis kaffi og kleinur handa gestum okkar. Partnerútsalan er fyrir alla fjölskylduna. Opið til kl. 22 í kvöld. Opið til kl. 22 föstudag. Opið frá kl. 9—19 laugardag. -rTN€« e * • Verksmiðjuútsalan Armúla 17, sími 13919. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir MORT ROSENBLUM ( I I M Gyðingar mótmæla banni við að fá að flytjast frá Sovétríkjunum til ísraels. Mjnd þessi er tekin fyrir utan innanríkisráðuneytið í Moskvu. Á skiltunum stendur: „Leyfið okkur að fara til Israel.“ „Vegabréfsáritanir til fsraels í staðinn fyrir fangelsi." Gyðingar í A-Evrópu „HAFIR ÞÚ ÁHUGA á að tala við pólska gyðinga, þá cr eins gott að gera það strax, því að við erum á hraðri leið með að deyja út.“ Það er Josef Herzl, 37 ára gamall verkfrsðingur af gyðingaættum, sem kvæntur er rómversk- kaþólskri konu, er kemst þannig að orði. Óhætt er að segja, að hann tali fyrir munn gyðinga alls staðar í Austur-Evrópu, því að leyfar þeirra gyð- ingabyggða, sem lifðu hörmungar nazista af, fara enn minnkandi, eftir því sem gamla fólkið deyr en unga fólkið snýr baki við trúnni. Þannig búa í Póllandi nú vart fleiri en 6.000 gyðingar, en þeir voru um 3 milljónir 1939. I Sovétríkjunum hefur að nýju verið lagt bann við brottflutningi gyðinga til ísraels, sem haft hefur í för með sér, að fjöldi sovézkra gyðinga hefur haldizt nær óbreyttur um nokkurt skeið og er nú um 2 millj. En nú eru farnar að berast fréttir af því, að í Sov- étríkjunum gangi yfir alda heift- arlegs gyðingahaturs, sem hið opinbera jafnt sem einstaklingar standi að. Margir þeirra 6 millj. evrópskra gyðinga, sem létu lífið í útrým- ingarbúðum Hitlers, voru börn, sem — hefðu þau lifað — myndu nú geta átt von á barnabörnum sínum. Eftir heimsstyrjöldina síð- ari flúði svo fjöldi þeirra gyðinga, sem lifðu dvölina í útrýmingar- búðunum af, til Israels, Banda- ríkjanna og fleiri landa. „Ég kvæntist kaþólskri konu og því eru börn okkar ekki gyðinga- trúar," segir Josef Herzl, sem get- ið var hér í upphafi og búsettur er í Krakow. „Frá árinu 1968 geta ungir gyðingar varla fundið sér maka sín á meðal. Flestir gyð- ingar hér eru orðnir gamlir og deyja smám saman út. Þeir til- heyra fortíðinni." Fjöldi gyðinga fór frá Póllandi 1968, er alda gyðingahaturs gekk yfir, sem rekja mátti til stjórn- valda í landinu. „Gyðingar eru enn notaðir sem blórabögglar, þegaf það þykir henta," er haft eftir vestrænum sérfræðingi í Varsjá. „Fáum þeirra líður vel hér.“ Gyðingahverfið í Varsjá var jafnað við jörðu eftir stríð og nú- tímalegar íbúðarblokkir og opin svæði komu í staðinn. Dapurlegt minnismerki um örlög gyðinga stendur þar nú. Gyðingar í borg- inni safnast þó saman til helgi- halds í helgihúsi sínu á hverjum laugardagsmorgni og lesa úr helgiritum sínum. Bandarískir gyðingar, sem heimsækja Varsjá, koma þangað gjarnan. En svo undarlegt sem það er þá er þarna enginn gyðingaprestur (rabbí). Alfred Bloch frá New Paltz í New York-ríki, sem er háskóla- kennari af pólskum og bandarísk- um ættum, hefur tekizt að telja pólsk stjórnvöld á að ljá aðstoð sína við að skrá meira en 500.000 skjöl og handrit gyðinga frá fyrri tímum, sem sum hver eru allt frá miðöldum. „Það ætti að minnsta kosti að vera unnt að gera sögu og menningu gyðinga aðgengilegri en verið hefur,“ segir Bloch. Hér vantar gyðinga f nágrannaríkinu Tékkóslóvak- íu bendir öldruð kona ferðamann- inum á þrjú snyrtileg bænahús gyðinga og margra alda gömul hús í gyðingahverfinu í Prag, sem áður stóð með miklum blóma. „Hér er allt,“ segir hún. „Það vantar bara gyðinga." I landinu búa nú innan við 10.000 gyðingar, en voru eitt sinn 350.000. Og 90% þeirra, sem eru á lífi, eru eldri en 60 ára. „Um 1.800 börn voru flutt burt frá skólanum hérna,“ segir hún ennfremur, „og aðeins 93 þeirra komu aftur". Tvö af helgihúsum gyðinga í Prag eru nú söfn, þar sem yfir 300.000 safngripir eru geymdir. Þessum munum hafði Hitler látið safna saman handa stofnun, sem komið skyldi á fót til þess að rannsaka þessa þjóð, er hann hugðist útrýma. I helgistund fyrir skömmu í einu bænahúsanna í Prag sagði Laszlo Salgo, æðsti prestur gyð- inga í Ungverjalandi, sem þarna var í heimsókn, þessi eftirminni- legu orð: „Ef við höldum fast við trú okkar, þá verður þetta guðs- hús aldrei gert að safnhúsi." I söfnuðinum, þar sem gamalt og gráhært fólk var yfirgnæfandi, mátti sjá ung andlit, sem kinkuðu kolli til samþykkis orðum prests- ins. Og þessi orð vekja vissulega nokkra von. I Budapest er verið að mennta 20 stúdenta frá löndum Austur-Evrópu sem gyðinga- presta, þar af einn frá Tékkóslóv- akíu, tvo frá Sovétríkjunum en 10 frá Ungverjalandi. Skást í Ungverjalandi Ungverskir gyðingar sluppu betur en aðrir gyðingar undan nazistum í síðari heimsstyrjöld- inni og borgarhverfi þeirra í Budapest varðveittist að mestu óskemmt. Samt eru aðeins 80— 100.000 gyðingar í Ungverjalandi nú samanborið við 900.000 fyrir stríð. Engu að síður eru gyðingar í þessu landi virkir og tiltölulega efnaðir, og reka þar sína eigin skóla og menningarstofnanir. Um helmingur þeirra 800.000 gyðinga, sem búsettir voru í Rúm- eníu, voru drepnir í stríðinu. Sam- kvæmt frásögn Moses Rosen, nú- verandi æðsta prests gyðinga í landinu, þá hefur honum tekizt að semja við rúmensk stjórnvöld um, að 380.000 þeirra gyðinga, sem enn búa í landinu, fái að fara það- an: „Nú fara allir þeir, sem vilja fara,“ segir Rosen. Leiðtogum Búlgaríu tókst einn- ig að vernda verulegan hluta þeirra gyðinga, sem þar voru bú- settir, fyrir nazistum. Þó búa nú aðeins 6.000 gyðingar þar í landi. Alþjóðasamtök gyðinga hafa lagt mikið af mörkum í því skyni að styrkja fátæk byggðarlög gyð- inga í Austur-Evrópu. Þannig gefa samtökin UJA (United Jew- ish Appeal) t.d. 70.000 máltíðir til fátækra gyðinga í Póliandi og reka nokkur sjúkrahús. Leiðtogar gyðinga í Sovétríkj- unum lýsa ástandinu þar sem hörmulegu og að það fari versn- andi. Fyrir nokkrum árum leyfðu sovézk stjórnvöld gyðingum að fara úr landi til Israels í talsverð- um mæli. Þannig fóru 21.472 gyð- ingar frá Sovétríkjunum 1980. En skyndilega var alveg tekið fyrir þessa brottflutninga, og mun ástæðan hafa verið sú, að stjórn- völdum fannst sem allt of margir góðir menntamenn væru á meðal útflytjendanna. Uriðja flokks þegnar „Við erum ekki annars flokks þegnar heldur þriðja flokks," er haft eftir virtum háskólamanni úr hópi þeirra, sem neitað hefur verið afdráttarlaust um vega- bréfsáritun. „Gyðingahatur er ekki bara. slæmt hér, það er hræðilegt." „Þið vitið ekki, hvern- ig ástandið er orðið,“ bætir kona hans við. „Um daginn ýtti kona mér til hliðar í neðanjarðarlest- inni og sagði upp í opið geðið á mér: „Eruð þið ekki allir farnir enn?“ Börn eru hrædd við í skól- unum að segja frá því, að þau séu gyðingar. I sumum þorpum neita kaupmenn að afgreiða gyðinga." Þar sem margir gyðingar fara í launkofa með trú sína, þá er jafn- vel talið, að raunverulegur fjöldi sovézkra gyðinga sé 3 milljónir. Þeir leiðtogar gyðinga, sem fylgj- ast bezt með hugsanagangi trú- bræðra sinna, halda því fram, að sennilega myndi einn þriðji til helmingur þeirra flytja frá Sov- étríkjunum, ef þeir fengju leyfi til þess. Kona ein, sem lifir á eftir- launum manns síns og einstaka þýðingarverkefnum, sem til falla, komst þannig að orði: „Við erum föst í gildru. Astandið hér versnar stöðugt og við viljum komast burt. En það fáum við ekki.“ (Mort Rosenblum er frétlamaður við fréttastofuna Associated Press og hefur m. a. verið sérstakur frétta- maður hennar í Póllandi og víðar í A ustur-Evrópu).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.