Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984 13 Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason. Mannfjöldi fylgist með aðgerðum iögreglu við Þingvallastræti 22 þriðjudaginn 17. janúar sl. vegginn 23. ágúst 1977 og sömu- leiðis naesta dag. Hinn 22. apríl 1979 höfðu enn verið rekin eða brotin göt á vegginn. Fimm dögum síðar var brotið gat á vegginn og höfðu múrbrot kast- ast allt inn í stofu í íbúð Dusine Kristjánsson, en stofudyr eru á móts við þann stað þar sem spellin voru unnin. Loks var brotið allstórt gat á vegginn 23. ágúst 1979, en það virtist hafa verið gert til þess að nema brott pípu sem lá þar í gegn að ofni í íbúð stefndu. Af hálfu stefndu er því haldið fram að veggurinn hafi verið reistur á öðrum stað en timbur- skilrúmið var, þannig að gengið hafi verið á eignarhiuta þeirra, og stefndi Ólafur Rafn hefur skýrt svo frá að ranglát og fáránleg skipting eignarhluta í húsinu sé undirrót að sundurþykkju þeirri, sem orðið hafi með íbúum hússins. Ekki hafa stefndu þó reynt að fá hlut sinn að þessu leyti réttan eft- ir löglegum leiðum. Af gögnum þeim sem fyrir liggja þykir ljóst, að spellvirki þau á milliveggnum, sem lýst hefur verið, hafi öll verið unnin frá íbúð stefndu, og verður að telja sannað, að þau beri ábyrgð á þeim. Þykir eigi efamál, að spellin hafi a.m.k. 5. öðrum þræði verið unnin í því skyni að valda áfrýjanda og leigj- anda hennar ama og vandræðum. Því var lýst undir I. hér að framan að stefndu léti brjóta margnefndan vegg niður hinn 9. nóvember 1981. 4. Samkvæmt lögregluskýrslu 26. apríl 1979 um vettvangsgöngu vegna kvartana áfrýjanda og leigjanda hennar verður að telja sannað að hávaðavaldi, út- varpstæki eða öðru hljómflutn- ingstæki, hafi verið komið fyrir við op að skáp í kjallaraíbúð í því skyni að valda ónæði þar. Sannað er með framburði vitna, að stefnda Danielle meinaði áfrýjanda að láta slá túnblett við húsið hinn 2. júlí 1979 og réðst síðan á áfrýjanda, er áfrýjandi gerði tilraun til þess að færa til á túnblettinum hindranir er stefnda hafði kom- ið þar fyrir. 6. Samkvæmt skýrslum lögreglu 4. og 5. nóvember 1978 létu stefndu án samráðs við áfrýj- anda brjóta niður hluta við- byggingar, bæði séreign sína og sameign með áfrýjanda. Um þetta vísast einnig til fundar- gerðar byggingarnefndar Akur- eyrar 25. september 1979. III Auk þess sem að framan greinir eru meðal gagna málsins skýrslur lögreglu um ýmis fleiri atvik sem áfrýjandi telur renna stoðum und- ir kröfu sína. Skýrslur lögreglu frá 4. og 8. október 1979 fjalla um múrbrot í íbúð stefndu og mikinn hávaða er af því leiddi, en ósannað þykir að verk þessi hafi verið unn- in af meinfýsi. Rannsókn um elds- voða í kjallara hússins 26. júlí 1977 leiddi ekki í ljós hvað honum olli. Þá liggja fyrir lögregluskýrsl- ur út af kvörtunum um að vatni hefði verið sprautað á tröppur áfrýjanda í frosti, að vatni hefði verið sprautað eða skvett á raf- magnstöflu hússins og að vatns- leiðsla hefði verið rofin, en eigi þykja fram koma sannanir um þessar sakargiftir. IV Svo sem fram kemur í héraðs- dómi ritaði Jóhannes L.L. Helga- son hæstaréttarlögmaður, þáver- andi lögmaður áfrýjanda, Stefáni Pálssyni hæstaréttarlögmanni, þáverandi lögmanni stefndu Dani- elle, aðvörunarbréf samkvæmt 17. gr. laga nr. 59/1976 um fjölbýlis- hús hinn 17. ágúst 1977. Þá aðvör- un ítrekaði hann með bréfi til stefndu Danielle sjálfrar 8. des- ember 1978. Af réttarsambandi aðilja máls þessa sem sameiganda að fast- eigninni nr. 22 við Þingvallastræti á Akureyri leiðir það, að þeim ber skylda til að stuðla að því eftir megni að hvor þeirra um sig geti ótruflaður hagnýtt sér sinn hluta eignarinnar á eðlilegan og lög- mætan hátt. Með lögregluskýrslum þeim og vitnaframburðum, sem greint er frá hér að framan svo og öðru, sem fram er komið í máli þessu, verður að telja sannað, að stefndu hafi gerst sek um stórkostleg og ítrekuð brot á skyldum sínum gagnvart áfrýjanda. Samkvæmt þessu og með vísan til 17. gr. laga nr. 59/1976 ber að taka til greina kröfu áfrýjanda um að stefndu verði gert skylt að flytjast úr íbúð þeirri, sem þau búa nú í, að Þing- vallastræti 22, en eftir atvikum og með vísan til 193. gr. laga nr. 85/1936 sbr. 41. gr. laga nr. 28/1981 þykir rétt að setja þeim þriggja mánaða frest í því skyni. Samkvæmt þessum málsúrslit- um ber að dæma stefndu óskipt til að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti og þyk- ir hann hæfilega ákveðinn sam- tals 25.000,00 krónur. Dómsorö: Stefndu, Danielle Somers Jóns- son og Ólafi Rafni Jónssyni, er skylt að flytjast innan þriggja mánaða frá birtingu dóms þessa úr íbúð þeirri að Þingvallastræti 22 á Akureyri, þar sem þau búa nú. Stefndu greiði óskipt áfrýjanda, Grímu Guðmundsdóttur, 25.000,00 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Átthagafélög — Félagasamtök — Starfshópar A morgun gengur þorri í garö. Þaö er engin nýlunda aö Múlakaffi búi sig undir komu hans. Allar ámur eru fullar af úrvals góöum ísl. þorramat. Honum hafa þúsundir og aftur þúsundir kynnst á liönum áratugum. Hann hefur sérstööu! ★ ★ ★ Viöskiptavini nær og fjær biöjum viö vinsamlegast aö gera okkur viövart sem fyrst um þorrablót sín og mannfagnaöi. Þaö er beggja hagur. Viö sendum matinn og matsveinar okkar framreiöa hann á staönum. Ekki missir V sá sem fyrstur fær! HALLARMÚLA SÍMI 37737 og 36737 Hæ-i! Á þorranum framreiðum við þorramatinn að ykkar vild, hvort heldur er í kassa, trogi eöa borinn á borö í kaffiteríunni, alla daga frá kl. 11—23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.