Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984 39 fclk í fréttum * «fi?! Charlton Heston lær morðhótanir + Leikarinn Charles Heston, sem er kunnur fyrir mjög hægrisinnaðar skoöanir, er ákaflega var um sig þessa dagana. Honum hefur nefni- lega veriö hótaö lífláti og nú hefur lögreglan vakandi auga meö honum, fjölskyldu hans og heimili. Morðhótunin var send bandaríska kvikmyndablaðinu Variety og þaðan var henni komið í hendur lögreglunnar í Los Angeles. í bréfinu, sem er undirritað „Dauðasveitir verkamanna“, segir, að Hest- on hafi ástæöu til „aö líta oft og títt um öxl hvar sem hann er niðurkominn". Hótunin barst eftir að Hest- on og kollega hans, Ed Asner, sem er formaður í félagi bandarískra leikara, lenti enn einu sinni saman í sjónvarps- þætti. Asner sagði um Heston, að hann tilheyrði kynþættinum „ofurmenni", og Heston krafð- ist þess samstundis, að hann bæöi sig afsökunar. Sagöi, aö með þessum oröum hefði Asn- er stimplaö sig nasista. Þeir Asner og Heston hafa lengi verið upp á kant og Hest- on hefur sakað Asner um að ýta undir róttækar og vinstri- sinnaðar skoðanir í leikarafé- laginu. Charlton Heston „Asner er hættulegur maö- ur, sem er tilbúinn til að grafa undan bandarísku þjóöfélagi í þágu kommúnismans,” segir Heston. Charlton Heston vinnur nú að sjónvarpsmyndaflokki, sem heitir „Þaö var einu sinni morð“, og byggir á sannsögu- legum atburðum. Fyrir 40 ár- um voru framin mörg morð í litlum bæ í Bandaríkjunum án þess aö nokkru sinni kæmist upp um þann, sem framdi þau. Cary Grant 80 ára + Einn af gömlu mönnunum í Hollywood, leikarinn Cary Grant, veröur 80 ára í þessari viku. Grant lagði leiklistina á hilluna fyrir nokkrum árum og sneri sér þá að kaupsýslu, en svo vel heldur hann sór, að margur sextugur maðurinn mætti vera hreykinn af. „Mór hlýtur að vera þetta í blóð borið. Ég hef etið og drukkið minn skammt ósvikinn en hins vegar hef ég aldrei reykt,“ segir Cary Grant. Cary Grant er fæddur í Eng- landi en hann fékk eldskírnina sem leikari í bandarísku mynd- inni „This is the night“. Það var árið 1932 og upp frá því jókst vegur hans hröðum skrefum. Um 1950 var hann sá leikari, sem mest gull malaði fyrir kvikmyndafélögin. Cary Grant, ekki árinu eldri en sextugur aö sjá. Grant er fimmkvæntur, en varð þó aðeins eins barns auö- ið. Er það stúlkan Jennifer, 15 ára gömul, sem hann átti meö fjórðu konu sinni, Dyan Cann- on. Nú er hann kvæntur Barb- öru, sem er hálfri öld yngri en hann, 29 ára gömul, og hún og fósturdóttir hennar lögðu á ráðin saman um afmælisveisl- una. „Cary hefði helst af öllu vilj- að vera aö heiman á afmælis- daginn en okkur fannst hann ekki eiga þaö skilið," sagöi Barbara. Dorn kr. 4.227 Racer 100/130 cm 1.795,- Maya-skór 26—30 1.195,- Stafir: 259,- frá 978,- Fyrir unglmga kr. 4.996,- Racer skíöi 140/165 cm 2.289,- Junior-skór 32—36 1.399,- Stafir: 259,- Bindingar frá 978,- Fyrir fullorðna kr. 6.447,- Cup Star Göngu skíði kr. 4.182, 175/190 cm Touring 3.218,- Stefan-skór frá 1.777,- Bindingar frá 1.022,- Stafir: 430.- HC 2.397,- þurfa ekki áburö Skór: 1.170,- Bindingar: 220,- Stafir: 395,- PÓSTSENDUM Ármúla 38 — sími 83555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.