Morgunblaðið - 26.02.1984, Page 3

Morgunblaðið - 26.02.1984, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 51 Ekki eru allar kanínur eins skapi farnar, að sögn Áslaugar og Guð- mundar. Þessi var svolítið veik fyrir Ijósmyndurum. eftir því hver á i hlut.“ Svo velta allir því fyrir sér í sameiningu, hvort angórukanínurnar séu stærstar, eða hvort það sé ein- göngu háralagið, sem fær þær til að sýnast svo. Þau eru að spá í að kaupa fleiri angórakanínur en hafa þó ekki í hyggju að koma sér upp aukabúgrein þar sem þær eru. „Hver angórakanína gefur af sér um tólfhundruð krónur á ári og þeir hjá Álafossi kaupa alla slíka ull, sem þeir komast yfir,“ segir Guðmundur. En bændur eru farn- ir að rækta þessar kanínur í nokkrum mæli, m.a. mun vera bú i Landeyjum, á Jaðri í Hruna- mannahreppi ög á Vorsabæ. í bókaherberginu kemur í ljós nærri sexhundruð lítra fiskabúr. Þar sveima meðal annars um dularfullir sjálflýsandi neonfiskar og njóta sín vel í rökkrinu. Á veggjunum hanga byssur, en Guðmundur skýtur gæs og rjúpu í frístundum. Stendur ekki einhvers staðar að til þess að vera góðir veiðimenn, verði menn að vera dýravinir? „Drottinn blessi heimilið," gell- ur við þegar við göngum aftur í stofuna. Það er auðvitað Jakob, sem talar, en af segulbandi. Hann er nefnilega gestafæla og segir fátt við þá, sem ekki fara rakleitt í eldhúsið þegar þeir koma og sýna með því að þeir séu heimagangar. Jakob er grápáfagaukur, african grey, og getur orðið allt að hundr- að ára gamall. „Hann er líflegast- ur í ljósaskiptunum," segja þau. „Það er bara verst hvað hann get- ur verið orðljótur. Ef hann heyrir fúkyrði og stæla, festir hann sér það vel í minni og notar þegar tækifæri gefst. Og það er skrýtið hvað hann hefur lag á að segja hlutina á réttum tíma.“ Áslaug segir að Jakob sé óttalegur sóði en honum fyrirgefst margt fyrir það hvað hann er skemmtilegur stund- um. Fjölskyldan er reyndar líka með hest og stefnir að því að eignast fleiri, en Áslaug þvertekur fyrir að þeir verði hýstir á heimilinu, þó að Guðmundur taki ekki ólíklega í þá uppástungu. Það kemur líka á daginn að dýraáhuginn er upp- haflega frá honum kominn, þó að Áslaug hafi smitast og sé nú spennt fyrir öllum dýrum nema köttum, að eigin sögn. Guðmundur er búfræðingur og húsasmiður að mennt, en slasaðist á hendi og fór þá að keyra strætó í Kópavoginum. „Ég hef alltaf verið viðloðandi dýr frá því að ég var með yrðlinga sem krakki i sveit hjá afa mínum og ömmu að Böð- móðsstöðum í Laugardal," segir hann. „Það eru sennilega mistök, að maður varð ekki bóndi í sveit." Þegar við höfum innbyrt kaffi og með því og hlýtt á Jakob flytja nokkrar stólræður af bandinu, fylgir Trýni okkur að hliðinu og þegar þangað er komið heyrum við ekki betur en að sá grái sé farinn að herma eftir okkur — í eigin persónu. Músafesti. (Ljósm. Friðþjófurl „Mikki og Mína urðu fleiri“ „Fyrst voru bara Mikki og Mína, en nú eru þær orðnar fleiri,“ segir Jóhannes Friðrik, níu ára, og hefur alveg rétt fyrir sér; Mikki og Mína eru „orðin fleiri“, reyndar svo mörg, að varla verður tölu á komið við fyrstu sýn, enda ein hvít mús annarri lík, þekki maður þær ekki því betur. Mýsnar hans Jóhannesar eru reyndar ekki nema þrettán um þessar mundir. Þær voru nokkru fleiri en hann hefur verið örlátur á þær við vini sína að undan- förnu og því hefur fækkað í hópnum. Jóhannes og fjölskylda láta vel af músunum, segja þær t.d. miklu hreinlegri en hamstra og önnur nagdýr. Það er helst að gamanið kárni þegar þær týnast og því er alltaf talið á kvöldin. Annars er labradortíkin Píla einna nöskust á að finna þær ef þær sleppa og sem betur fer er Pílu vel við mýs. „Mýs eru eiginlega einu dýrin sem ég fékk ekki að vera með Systkinin Halldóra Gyða og Jó- hannes Friðrik með heimilisdýrin. Jóhannes sér um mýslurnar en Halldóra er með tvo úndúlata á sinni könnu. Tíkin Pfla sýnir öllum smádýrunum ntikið umburðar- lyndi. þegar ég var að aiast upp,“ segir mamma Jóhannesar, Fríða Proppé. „Þegar ég fór fram á að fá þær líka hótaði pabbi að flytja á hótel," bætir hún við. „Ég held að það sé mjög þroskandi fyrir börn, að umgangast dýr. Þau kynnast ýmsum staðreyndum lífsins á eðlilegan hátt og einnig dauðanum. Það var t.d. mikil sorg á heimilinu þegar uppá- haldspáfagaukurinn dó, en líka lífsreynsla fyrir börnin, sem ég held að hafi verið þeim holl. Og mýsnar hans Jóa eru líf, sem hann ber ábyrgð á og hugsar um,“ segir Fríða. En varla eru allar mæður jafn skilningsríkar á músabúskap. A.m.k. horfa sumir vinir Jóhannesar svolítið forvitnilega á mömmu hans þeg- ar þeir eru búnir að biðja um landvistarleyfi fyrir eina eða tvær heima hjá sér og fá þvert nei. Jóhannes er hins vegar far- inn að velta fyrir sér offjölgun- arvandamálum mannkynsins upp á síðkastið eftir að hafa kynnst því af eigin raun hvað viðkoman er ör í músabyggðum. sólarhringurinn skiptist i tólf tíma ljós og tólf tíma myrkur og þar sem flestir fiskarnir eru hita- beltisfiskar, er best að miða birtu- skilyrðin við það. Flestir fiskanna koma úr ósöltu eða lítið söltu vatni, en skrautfiskar sem lifa í sjó eru oft fallegastir allra fiska — það er bara svo erfitt að fá þá til að halda lífi í búrum. En þegar um er að ræða svona blöndu af fiskum eins og ég er með, er ágætt að hafa sýrustigið í vatninu 7ph, sem er hlutlaust. Einu sinni þótti hollráð að setja salt út í vatnið ef útlit var fyrir að fiskunum liði ekki nógu vel. En sú skoðun er á undanhaldi. Ef vel er að staðið, er í búrinu viss bakt- eríuflóra, sem brýtur niður óæski- leg efni og breytir i æskileg og menn ættu að varast að vera að demba alls kyns efnum, sem rjúfa' lífkeðjuna, út i vatnið. Svo er mikilvægt að þekkja sjúkdómana, sem geta komið upp,“ segir Stefán. „Ég var í krufningu langt fram eftir nóttu nýlega þeg- ar þeir fóru að veikjast hjá mér um daginn. í þessu tilfelli dugði lyf, sem er notað við þvagfærasýk- ingu í mönnum. Áukaverkanir þess eiga reyndar að vera höfuð- verkur og svimi, en það varð ekki á fiskunum séð hvort það ætti líka við um þá. Annars er ég með sér- stakt búr, sem er spítali. Þar legg ég þá inn ef þeir veikjast og í því er ekkert nema hitari og loft- streymi svo það er auðvelt að sótt- hreinsa það milli „sjúklinga". En það er alveg nauðsynlegt að hafa svona búr. Ég þarf einmitt að fara að leggja einn inn núna. Það sem er að honum er auð- læknanlegt. Hann hefur fengið á sig sníkjudýr, sem er auðvelt við- ureignar en getur þó verið ban- vænt sé því ekki náð af,“ segir Stefán og er spurður hvort hann framkvæmi e.t.v. líka skurðað- gerðir á fiskunum ef svo ber undir. „Nei, ekki er það nú,“ segir hann. „Þær voru nú reyndar að stríða mér, stelpurnar á Landa- koti þar sem ég vinn og spyrja hvort ég ætlaði ekki að fara að gefa þeim í æð o.s.frv. En ég hef matað ál í gegnum slöngu. Það var eldáll, sem ekkert vildi éta og var búinn að vera í löngu svelti þegar ég fékk hann. En það kom fyrir ekki. Hann dó. Sá sem lifði étur ekkert nema lifandi ánamaðka og rækjur og það þarf alltaf að mata hann, því hann er botnfiskur og hinir ætu frá honum áður en hann kæmist að, væri ekki að honum rétt.“ Stefán segir að starfandi sé fé- lag íslenskra skrautfiskaáhuga- manna, auðvitað skammstafað F.I.S.K. og sé það nokkuð virkur félagsskapur; stendur fyrir funda- höldum og fyrirlestrum, en þyrfti helst að eignast smásjá. „Suma fiskana er hægt að temja í lófann á sér,“ segir hann, að- spurður um skapferli skjólstæð- inga sinna, „en aðrir eru alltaf jafn styggir. Einum næ ég alls ekki upp úr, þótt ég feginn vildi — því hann er algjör terroristi. Það er glersugan. Hún eltir aðra fiska og sýgur sig fasta á þá, eða reynir að gera það, að því er virðist bara til þess að fá ókeypis far um búrið og ergja þá. Ég var í þrjá tíma um daginn að reyna að ná henni upp úr, en gekk ekkert. Það versta við hana er, að hún virðist versna í skapi með árunum. Þær voru tvær en hin stökk upp úr um daginn og ég var því fegnastur. En margir þeirra eru þrælgáf- aðir, t.d. festemum," segir Stefán og bendir á einn röndóttan. „Hann gæti svarað nafni. Svo er botnfisk- urinn ægilega forvitinn, kemur og gónir um leið og einhver nálgast búrið. Líkt og flestir áhugamenn um dýraríkið, hefur Stefán átt fleiri en eina tegund kykvenda um dag- ana. M.a. skjaldbökur og naggrísi og eina slöngu. Hún hét Jónas og var lítið eitruð, af evrópsku högg- ormakyni og kunni best við sig í hlýju umhverfi s.s. í sængurfötum. „Einu sinni var ég líka með köngu- lær og stúderaði þær mikið. Komst m.a. að því, að það eru til tvær tegundir af fjallaköngulóm; gular, sem eru stærri og gráar, en þær eru hugaðri. Skemmtileg dýr, köngulær, þær skiptu orðið þús- undum hjá mér. En þetta var þeg- ar ég var krakki í sveit og ég fékk ekki að fara með þær heim.“ Við fellum talið um margfætl- urnar og snúum okkur aftur að sporðunum. „Ég stefni á stærra búr,“ segir Stefán, „mér finnst þetta vera að verða of lítið. Það verður að vera rúmt um þá, lágmark einn lítri á sentimetra af fiski segir gömul þumalfingurregla. Svo eru margar tegundir, sem gaman væri að bæta við sig,“ segir hann og talið berst að einum dökkbláum, líkum hnifs- blaði í laginu, sem indíánarnir við Amazón-fljótið neita að veiða sök- um hjátrúar og er því afar sjald- gæfur. „Oft er verið að gefa krökkum einn og einn fisk, jafnvel í sultu- krukku," segir Stefán. „En í raun og veru er þetta hávísindalegt áhugamál, ef á að stunda það af einhverju viti — og dýrt. Ég er búinn að koma mér upp vísi að bókasafni, því það veitir ekki af að lesa sér til. Þegar um er að ræða tuttugu til þrjátíu tegundir af skrautfiskum frá mörgum heimsálfum, verður að vera á hreinu hvernig vatnið, gróðurinn og birtan á að vera, jafnvel hvernig búrið á að vera í laginu," sagði þessi fjölfróði fiska- búrseigandi að lokum. NÆSTA SUNNUDAG. Starrinn talandi, hraðfleygar bréf- dúfur, fjölskyldulíf dverghænsna, Maris og glersugan, artemían frá lltah, ástir apahjóna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.