Morgunblaðið - 26.02.1984, Síða 8

Morgunblaðið - 26.02.1984, Síða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 ogég man Jack eftir EDWARD KENNEDY, öldungadeildarþingmann Paö var í janúar 1932, þremur vikum áður en ég fæddist, og kvöldiö áöur en John Kennedy, sem þá var 14 ára, átti að taka miðsvetrarprófin, en hann var þá í níunda bekk Choate-skólans í Wallingford í Connec- ticut-fylki. Þegar hann eitt sinn tók sér hvfld frá bókun- um þetta kvöld, skrifaði hann fáein orð á miða til mömmu, en þetta bréfkorn hangir núna á einum veggn- um í þingskrifstofunni minni. Niðurlag bréfsins hljóðar á þessa leið: „P.S. Má ég fá að halda barninu undir skírn?“ Þetta var byrjunin á sérstöku sambandi, sem var á milli okkar Jacks alla tíð á meðan hann lifði; það hófst þannig jafnvel áður en ég fæddist og stóð þar til ég sá hann síðast, en það var helgina áður en hann dó. Margt og mikið er skrifað um Jack á þessari ártíð hans tuttugu haustum síðar. Við hrökkvum eins og ósjálfrátt við, þegar við gerum okkur ljóst, að svona langur tími er liðinn frá dánardægri hans árið 1963, og þessi undrun í viðbrögð- um okkar leiðir í ljós hve mjög líf hans snart líf mikils fjölda ann- arra manna. Mér verður ennþá mjög oft hugsað tii Jacks — um forsetann, atgervismanninn, um bróðurinn, sem ég þekkti og unni. Hvað mig snertir, mun sársaukinn yfir því að missa hann alltaf nísta mig, en samt eru minningar mínar um hann bjartar og ljúfar. Eitt það fyrsta, sem ég þykist muna, voru koddaslagirnir, sem við háðum á morgnana, þegar Jack var heima í fríi frá heima- vistarskólanum. Ég var aðeins þriggja ára þá, en eftir að við höfðum verið að tuskast og leika okkur fram undir morgunverðar- tíma, fór hann gjarnan með mig, eftir að við höfðum borðað, niður á strönd og sagði mér sögur um sjó- inn. Síðar á árum fór ég út að sigla með Jack á einum smábátanna, sem honum þótti svo vænt um — það var „Tenovus", — „Tíuokkar", skírður svo, af því að það voru þá tíu í fjölskyldunni, og svo kom báturinn „One More“, sem gefið var þetta heiti, eftir að ég fæddist. Við lok siglingadags var það svo mitt verk að taka saman seglin, brjóta þau saman og setja þau inn í geymslu. Þetta var mikil og drepleiðinleg vinna, og ég kvartaði undan þessu við Jack. „Ég varð að gera þetta fyrir Joe,“ sagði hann þá og átti við elzta bróður okkar. „Nú, en af hverju þarf þá Bobby ekki að gera þetta fyrir þig?“ spurði ég. „Ef Bobby þarf að gera þetta fyrir mig, þá þarft þú að gera það sama fyrir hann,“ svaraði Jack. Mörgum árum síðar, þegar hann stóð í miðri kosningabaráttunni vegna þingkosninga og svo um for- setaembættið, var ég oft sendur til einhvers afskekkts staðar til þess að tala þar á framboðsfundum fyrir hans hönd. „Teddy,“ var hann þá vanur að segja hlæjandi, „það er tími til kominn að fara að búa um seglin enn einu sinni.“ Jack manaði mig til að gera ým- islegt æðislegt, sem föður okkar fannst vera allt of mikil vogun fyrir sex eða átta ára gamlan dreng — það voru dáðir eins og að stökkva ofan af þakinu á bílskúrn- um okkar og þá með rúmlak sem fallhlíf eða að stinga sér af hárri, brattri klöpp ofan í sjóinn, þegar ég var rétt að læra að synda. „Það er svo langt niður!" æpti ég til Jacks, sem beið mín í sjónum. „Heldurðu að þú getir ekki treyst mér?“ svaraði hann þá. Ég var samt ennþá í nokkrum vafa, en ég greip fyrir nefið á mér og stökk út í. Jack plataði mig svo til að gera þetta aftur og aftur, og brátt kom að því, strax þetta sumar, að við vorum farnir að stinga okkur og synda saman báð- ir tveir. egar ég var orðinn níu ára, brauzt seinni heimsstyrjöld- in út, en fyrir mig táknaði það, að Joe og Jack og svo síðar Bobby, þeir hurfu allir að heiman og fóru í herþjónustu. Joe kom aldrei aft- ur. Þetta voru þeir erfiðustu og döprustu tímar hjá fjölskyldu okkar, sem ég hafði nokkurn tíma upplifað. Jack, sem aftur var kom- inn heim um þær mundir, eftir að hafa legið í sjúkrahúsi, þar sem gert hafði verið að sárum hans úr stríðinu, fór einu sinni með mig til flotaherstöðvar nokkurrar í Flor- ida og smyglaði mér þar um borð í hraðskreiðan fallbyssubát klukk- an hálf fimm að morgni. Þetta sumar og um óteljandi helgar öll næstu sumrin, sem á eftir fylgdu, vorum við Jack saman úti á sjó að sigla síðdegis og að spila fótbolta. Við vorum vanir að ganga sam- an eftir ströndinni og tala saman svo klukkutímum skipti, eða allt þar til við sáum orðið roðann frá sólinni, sem var að ganga til viðar, endurspeglast í þeim sporum, sem við mörkuðum, þegar við gengum í blautum fjörusandinum; en þá snérum við aftur heim á leið. „Á björtum, heiðskírum degi,“ sagði hann oft á tíðum um leið og hann einblíndi út yfir hafið, „sér maður írland." Og það kom ósjald- an fyrir á þessum gönguferðum okkar, að við næmum staðar, þeg- ar sjórinn var lygn og sléttur, og létum smásteina fleyta kerlingar út á sjóinn í áttina til eyju for- feðra okkar, Kennedyanna og Fitzgeraldanna. Næstum því tveimur áratugum síðar, þegar við vorum báðir í heimsókn á heimaslóðum í Hy- annis Port, eftir að hann var orð- inn forseti Bandaríkjanna, áttum við ennþá til að fara í þess háttar gönguferðir saman, og þá fór Jack aftur að grípa upp steinvölur til þess að láta þær fleyta kerlingar út yfir sjóinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.