Morgunblaðið - 26.02.1984, Page 9

Morgunblaðið - 26.02.1984, Page 9
Jack var miklu meiri lestr- arhestur en nokkurt annað af okkur í fjölskyldunni — eða raunar nokkur annar, sem ég hef nokkurn tíma kynnzt. Þegar ég var í menntaskóla, rakst hann einu sinni, þegar hann sat við skrifborðið í herberginu mínu, á hið sögulega kvæði „John Brown’s Body“ um borgarastyrjöldina í Ameríku, eftir skáldið Stephen Vincent Benet. Um næstu helgi hafði hann svo lokið við að lesa bókina alla, með því að nota tím- ann, þegar hann sat í flugvélunum á leið til Washington og aftur norður til Hyannis Port til þess að lesa, svo og einnig þann tíma, sem gafst inni á milli allra annarra á þingmannsskrifstofunni hans. Ég stríddi honum með því að segja, að til þess að geta hafa lesið bókina svona fljótt, hlyti hann líka að hafa verið að lesa hana á þing- fundum. „Hún er vissulega betri en það, sem þeir hafa að segja þar,“ anz- aði hann þá. Hann vildi gjarnan ræða við mig um bókina og borg- arastyrjöldina, svo að fyrir mig táknaði það, að ég varð að flýta mér að lesa allt um þetta efni, sem ég komst yfir, áður en hann kæmi aftur til Hyannis. „John Brown’s Body“ varð ein af eftirlætisbókum Jacks og Borg- arastyrjöldin eitt af þeim sögu- legu áhugaefnum, sem hann átti eftir að velta fyrir sér mjög lengi og reyna að brjóta til mergjar. Eftir að hann var orðinn forseti Bandaríkjanna, fórum við oft síð- degis á sunnudögum með þyrlu frá Camp David yfir til ýmissa af orrustuvöllum borgarastyrjaldar- innar. Þegar við vorum að horfa út yfir Manassas, varð honum að orði: „Það var hér, sem einkasonur Daniels Websters var drepinn." Sömu örlög höfðu þúsundir ann- arra ungra manna hlotið á þessum stað. Hann staldraði við, en sagði síðan: „Þvílík sóun felst í styrj- öld.“ r Arið 1950 hóf ég svo nám í há- skóla. Ég tók með mér þau hefti, sem ég hafði skrifaö í afrit af rökræðum mínum við Jack, það efni, sem þær spönnuðu, náði allt frá ljóðlist, íþróttaiðkunum og yf- ir á hin ýmsu svið stjórnmála — það höfðu verið mér glitrandi björt ár lærdóms og léttrar lund- ar. Jack var bezti kennarinn, sem ég hef nokkurn tíma haft, og þetta voru hamingjurikustu ár ævi minnar. Mín fyrstu skref á braut stjórn- málanna tók ég um þær mundir, sem hann var að vinna að endur- kjöri sínu sem öldungadeildar- þingmaður árið 1958, en hann leit á væntanleg úrslit þeirra kosninga sem þýðingarmikinn prófstein á horfur sínar í hugsanlegu fram- boði til forsetaembættisins árið 1960. Hann útnefndi mig kosn- ingastjóra sinn árið 1958, en hið raunverulega ábyrgðarstarf, sem ég tókst þar með á hendur, var að ferðast vítt og breitt um Massa- chusetts-fylki sem staðgengill Jacks þá dagana, þegar hann varð að vera til taks í Wisconsin, Vestur-Virginíu og öðrum veiga- miklum fylkjum. Hann hafði þá úhyggjur af því, að kjósendur, sem væru honum hliðhollir f heima- fylki hans, myndu taka fjarveru hans á framboðsfundum mjög svo óstinnt upp, en auk þess vildi hann svo koma mér meira á framfæri opinberlega og láta reyna á þolrif- in í mér, áður en ég kynni að reyna sjálfur að bjóða mig fram til öld- ungadeildarinnar árið 1960. Jack var endurkjörinn þetta ár með næstum því einni milljón at- kvæða, en það var mesti kosn- ingasigur í sögu Massachusetts, og raunar líka stærsti kosningasigur- inn í gjörvöllum Bandaríkjunum það árið. Þegar ég var orðinn einn með honum eftir kosningafagnað- inn þessa nótt, lyfti ég glasi fyrir Jack og sagði: „Þetta er skál fyrir 1960 — ef þér skyldi takast það.“ Skjótur til svars eins og hann var jafnan, svaraði hann að bragði: „Og hér er skál fyrir árinu 1960, Kennedy öldungadeildarþingmað- ur, ef þér skyldi takast það.“ Meðan á kosningabaráttu hans stóð vegna framboðs- ins til forsetaembættisins, fór ég með Jack til bókstaflega allra fylkja Bandaríkjanna, og var aft- ur tekinn til við að halda fram- boðsræður fyrir hann, oft á af- skekktum stöðum, þangað sem hann hafði ekki tíma aflögu til að fara. Við eitt slíkt tækifæri, þegar ég stóð við innganginn á kolanámu einni í Vestur-Virginíu og var að taka í höndina á námumönnunum, sem voru að koma á morgunvakt- ina sína klukkan sjö, birtist skyndilega lögreglubill á mikilli ferð og stanzaði þarna hjá okkur. Jack var þá búinn að missa rödd- ina, orðinn þegjandi hás, svo að mér var ekið í skyndi til næsta flugvallar og flogið með mig til Ravenswood, þar sem næsti kosn- ingafundur hans átti að verða. Þarna sat hann svo steinþegjandi á meðan ég flutti ræðustúfinn hans með miklum tilþrifum og fundarmenn kvittuðu fyrir með háværum fagnaðarlátum, sem ætluðu engan enda að taka. Það var stór stund fyrir mann, sem ekki var nema rétt 28 ára að aldri. En í fagnaðarlátunum miðjum stóð Jack svo upp og gat sagt með hásu hvísli: „Teddy, þú verður að bíða með framboð þitt til forseta, þangað til þú ert orðinn þrjátíu og fimm ára.“ Næstu dagana héldum við kosn- ingabaráttunni áfram á þennan hátt, þar til Jack hafði endur- heimt röddina á ný. Þá leit hann á mig og sagði: „Okey, Teddy, þú getur farið núna.“ Og næsta morg- un var ég aftur kominn þar sem frá var horfið við námugöngin og var að heilsa upp á námumennina, sem voru að fara á morgunvaktina klukkan 7 að morgni, og þetta var nákvæmlega sama náman aftur. Við embættistöku Jacks fáum mánuðum síðar, gat ég ekki varist því að leiða eins og ósjálf- rátt hugann að því, hve langt hann hefði þegar náð frá því aðeins fáum árum áður að vera bundinn við sjúkrarúmið svo mánuðum skipti. Hann var þá ungur þing- maður og við dauðans dyr eftir að hafa gengist undir uppskurð á baki vegna þeirra áverka sem hann hafði hlotið í stríðinu. Ég hafði þá setið hjá honum lang- dvölum og fylgzt grannt með því, hvernig hann barðist við að kom- ast aftur til heilsu, en það tók hann langan tíma. Á morgnana vann hann gjarnan að bók sinni „Profiles in Courage“, sem hann átti svo eftir að hljóta Pulitzer- verðlaunin fyrir. Síðdegis dag hvern sátum við einhvers staðar saman, báðir tveir, og máluðum í gríð og erg með olíulitum, og svo um kvöldið, áður en setzt var að kvöldverðarborði, stilltum við myndunum okkar upp á trönur og báðum meðlimi fjölskyldunnar og vini okkar að segja sitt álit, hvor myndanna þeim þætti betri. Þá kom reyndar fyrir, að það var ég sem vann. Jack var, eins og ljóðskáldið Robert Frost komst að orði, „kunnugur nóttinni," þekkti til sárra kvala og dauðans hættu. Ég er sannfærður um, að þetta veitti honum fágæta tilfinningu fyrir víðara samhengi hlutanna, þegar hann hóf feril sinn sem forseti Bandaríkjanna. Einn vina hans hafði á orði, að Jack hafi árið 1960 „virzt standa á sama“ um niðurstöðurnar í at- kvæðagreiðslunni um val fram- bjóðanda í Oregon-fylki. Reyndin var hins vegar sú, að hann gat ver- ið all kaldhæðinn og kankvís í orði um sjálfan sig, en það er vissulega óvenjulegur þáttur í fari stjórn- málamanns. Samt var það svo, að hann lét sér afar annt, ekki svo mjög um sjálfan sig, heldur um vissar hugmyndir og málefni. Af honum, fremur en af nokkrum öðrum manni, hef ég lært að taka málefnin af fullri alvöru en hins vegar aldrei að taka okkur sjálfa allt of alvarlega. r Aþeim árum sem Jack sat í Hvíta húsinu, eftir að ég var orðinn þingmaður í Washington, hitti ég hann oft síðla dags. Ég smeygði mér þá inn um bakdyr Hvíta hússins, og væri það að sumarlagi, þá settumst við gjarn- an tveir einir út á svalirnar á þriðju hæð hússins, horfðum í sólarlagið og röbbuðum saman um atburði dagsins. Hugsanir Jacks stefndu alltaf fram á við — til þeirrar stundar, þegar hann gæti fagnað samþykkt þingsins á lög- unum um almenn þegnréttindi og lögunum um almennar sjúkra- tryggingar í Bandaríkjunum, og hann horfði fram til kosninganna 1964, þar sem hann bjóst ákveðið við að bæta við sig þó nokkru af því fylgi, sem hann hafði ekki haft í kosningunum 1960. Síðdegis dag einn haustið 1963, þegar við vorum stödd á setri for- eldra okkar í Palm Beach i Flor- ida, fór hann að tala um fyrirhug- aða ferð sína til Texas næstu viku. Við röbbuðum aðeins lítillega um ferðina, án nokkurs minnsta hug- boðs um, að eitthvað voveiflegt kynni að vera yfirvofandi. Hann minntist á kosningaferðalag sitt um Texas árið 1960, en hápunktur þess ferðalags hafði verið áhrifa- SJÁ NÆSTU SÍDU~

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.