Morgunblaðið - 26.02.1984, Side 10
58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984
ríkur fundur, sem hann átti með
kirkjunnar mönnum í Houston,
þar sem hann hvatti menn ein-
dregið til trúarlegs umburðar-
lyndis. „Ég myndi ekki hafa unnið
án þeirrar ræðu, né án Texas-
fylgisins," sagði hann. Nú var
hann aftur á leið þangað til þess
*að bera vopn á klæðin í innbyrðis
deilum Demókrataflokksins í Tex-
as. Hann var eiginlega dálítið
miður sín vegna þess ástands, sem
ríkti innan flokksins í fyikinu, en
var hins vegar alveg sannfærður
um, að honum myndi takast að
vinna Texasbúa á sitt mál í þess-
um efnum. „Það er alltaf mikill
mannfjöldi samankominn að
fagna mér þar suðurfrá," sagði
hann. í þetta skipti áleit hann, að
mannfjöldinn myndi verða jafnvel
enn meiri, af því að Jackie ætlaði
að slást í för með honum. „Heyrið
þið, við ætlum að koma aftur til
Palm Beach um helgina, eftir að
við erum komin aftur frá Texas; af
hverju komið þið bara ekki með?“
spurði hann.
Jack gerði sér alla tíð vel
ljóst, hve allt mannlegt líf er
fallvalt, en það sem kom okkur
samt allra sízt í hug þennan dag,
þegar rökkrið tók að færast yfir,
var að dagar hans kynnu þegar að
vera taldir eða forsetatíð hans á
enda.
Ég held, að ef hann hefði haft
tækifæri til að setjast út á sval-
irnar á Hvíta húsinu og líta yfir
farinn veg í forsetaembættinu,
myndi hann hafa staldrað sér-
staklega við vissa þætti, sem hon-
um hafði tekizt að koma til leiðar,
og hafa jafnvel eflzt og hlotið auk-
ið gildi í áranna rás.
Fyrst og fremst lagði hann jafn-
an áherzlu á, að Bandaríkjamenn
geti bæði verið auðug þjóð og
einnig færir um að sýna þeim
samúð sína og hjálpfýsi, sem orðið
hafa undir í þjóðfélaginu. Bróðir
minn var vissulega enginn óraun-
sær hugsjónamaður, sem óð í villu
og svíma, eða maður, sem áleit, að
ríkisstjórn sé annaðhvort alltaf
góð eða þá öll af hinu illa; það sem
öllu fremur stóð honum fyrir
hugskotssjónum var virk, fram-
takssöm ríkisstjórn, sem hefði til
að bera ábyrgðartilfinningu og
stuðlaði þannig að bættum hag
verkamannafjölskyldna og mið-
stéttarfólks og veitti öllum þeim
mörgu, sem gleymzt höfðu í þjóð-
félaginu eða orðið útundan og
utanveltu, þá bráðnauðsynlegu að-
stoð, sem þeir þörfnuðust.
Hann áleit, að einn af marktæk-
ustu prófsteinum á gildi hvers
þjóðfélags væri það, hvernig búið
væri að hinum öldruðu, sjúku og
hinum snauðu. Það var þess vegna
sem hann barðist svo ákaflega
fyrir almennu sjúkratryggingar-
lögunum, almennri starfsþjálfun
og matvæladreifingu til þeirra,
sem bágast voru staddir, og hann
hafði á prjónunum eitt allsherjar
stríð gegn örbirgðinni í Banda-
ríkjunum, þegar hann lézt. Hann
hafði hreinlega orðið felmtri sleg-
inn, þegar hann leit alla þá ör-
birgð og eymd, sem víða ríkir í
sveitahéruðum Vestur-Virginíu,
og hann sá það djúpa vonleysi,
sem rist hafði rúnir sínar í svip
hundruða manna. Hann gat aldrei
gleymt þessu, og hann vildi ekki,
að Bandaríkjamenn létu eins og
þeir vissu ekkert um þetta. Það
var einmitt þetta, sem var megin-
kjarninn í hvatningu hans til
þjóðarinnar að spyrja fremur,
hvað við gætum gert fyrir land
okkar — og hver fyrir annan.
Hvergi var þessi siðferðilega
áskorun þó jafn brýn eins og
að því er varðaði fullt og óskorað
jafnrétti. Jack var fyrsti forseti
Bandaríkjanna, sem nokkurn tíma
hafði haft orð á því, að almenn
réttindi þegnanna væru grund-
vallaratriði „siðferðilegs málstað-
ar“ og meðhöndlaði þau líka þann-
ig. Hann var fús til að leggja vin-
sældir sínar að veði til þess að ná
fram því jafnræði, að svörtu fólki
væri heimilt að setjast í hvaða
bandaríska skóla, sem það óskaði
eftir og til að fjarlægja öll skilti
með áletruninni „Aðeins fyrir
hvíta menn“, sem hvarvetna höfðu
verið eins og til sérstakrar háð-
ungar við „Frelsisyfirlýsingu [
Bandaríkjanna", þar sem segir
m.a. „allir menn eru skapaðir
jafnir".
Þess skal svo að lokum getið, að
Jack barðist fyrir því, að Banda-
ríkjamenn hefðu nægilegan styrk
sjálfum sér til varnar og eihs til
að berjast fyrir málstað friðarins.
Honum urðu á mistök eins og
hann sjálfur varð fyrstur manna
til að játa eftir atburðina við Bay
of Pigs. Hann sýndi okkur fram á,
að forseti Bandaríkjanna er fær
um að setja Sovétmönnum stólinn
fyrir dyrnar eins og hann gerði í
deilunni um staðsetningu sov-
ézkra eldflauga á Kúbu, án þess að
leggja á nokkurn hátt fyrir róða
þær grundvallarhugsjónir, sem
þjóð okkar hlýtur ætíð að standa
vörð um.
í Rómönsku Ameríku kom hann
á fót Bandalagi til framfara, í stað-
inn fyrir hið aldalanga bandalag
til kúgunar, sem þar hafði ríkt.
Hann hafði bjargfasta trú á
málstað fullra, almennra mann-
réttinda, og það er fyrir þær sakir,
að myndir af honum, sem klipptar
hafa verið út úr dagblöðum og eru
núna orðnar krypplaðar af elli,
hanga ennþá uppi um allan heim í
kofum hinna fátækustu og í
sveitaþorpum.
Frá því að hann leið, hef ég
séð minningu hans heiðraða
á þennan hátt, bæði oft og víða,
allt frá ofnum veggtjöldum til
minningar um hann í raðhúsum í
Dyflinni og til gatna heitinna í
höfuðið á honum i afskekktustu
sveitahéruðum Indlands. Núna á
síðastliðnu vori komum við, Pat-
rick sonur minn og ég, til eyju
einnar úti fyrir strönd Panama, en
þarna býr hinn örsnauði þjóð-
flokkur San Blas-indíána. Meðal
þeirra er það ævaforn hefð að
skíra börn sín í höfuðið á ein-
hverjum, sem þeir dást að. Á þess-
ari eyju hittum við fyrir heilu
hópana af drengjum, sem allir
hétu John Fitzgerald Kennedy, en
sumir þeirra voru aðeins tveggja
eða þriggja ára gamlir. Heilli kyn-
slóð síðar er Jack ennþá hetja á
þessum fjarlæga, afskekkta stað,
þar sem fæstir meðal indíánanna
skilja jafnvel ensku.
Hann bjó yfir feikilegri hæfni
til að vaxa af hverjum vanda, til
að læra meira og til forystu. Hann
hafði boðið sig fram til forseta-
kjörs árið 1960 og lagt megin-
áherziuna á „eldflaugaekluna", en
átti svo eftir að verða sá forseti
Bandaríkjanna, sem handan allra
deilna við Sovétmenn greindi
gleggst möguleikana og nauðsyn-
ina á að viðhalda friði á kjarn-
orkuöld.
r
Aður en hann hélt af stað til
fundar við Nikita Krúsjtsjov
árið 1961, kom hann einn síns liðs
til Hyannis Port. Við tveir tókum
þá tal saman í húsinu hans þar á
staðnum og ræddum margt og
mikið, allt frá Berlínardeilunni til
atburða á stjórnmálasviðinu í
Boston. Á eftir gengum við svo
gegnum þokumistur kvöldsins yfir
til húss foreldra okkar til þess að
borða kvöldmatinn hjá þeim. Á
þeim fáu mánuðum, sem hann
hafði þá gegnt embætti forseta
Bandaríkjanna, hafði hann öðlazt
skýra nærmynd af þeim ógn-
þrungna gjöreyðingarmætti sem
kjarnorkusprengjan býr yfir. „Ég
vona, að Krúsjtsjov skilji það
líka,“ sagði hann.
„Hvernig eigum við að vita,
hvort fundurinn gengur vel?“
spurði faðir okkar. „Þið skulið
fylgjast með og sjá, hvort ég gef
honum skipið," sagði Jack, en þá
átti hann við nákvæmt skipslíkan,
sem hann ætlaði að taka með sér
sem gjöf handa sovézka leiðtogan-
um.
Þegar hann átti að fara að
leggja af stað næsta morgun, fann
hann mikið til í bakinu. Á meðan
þyrlan beið eftir honum, staulað-
ist hann inn í dagstofuna til þess
að móðir okkar gæti sett plástur á
bakið á honum. Hann kvartaði þá
yfir því, að hann hefði ekki haft
tíma til þess að raka þann hluta
baksins, þar sem líma átti plástur-
inn, og þegar hann væri kominn
til Vínarborgar, „myndi það verða
alveg logandi sárt að toga þetta af
sér“.
„Vertu nú ekki svona mikil
linka, góði minn,“ svaraði móðir
okkar. „Þú ert forseti Bandaríkj-
anna.“
Pabbi fylgdist vel með þróun
mála á Vínarfundinum. Eftir
fyrsta daginn sagði hann: „Nú,
jæja, Jack er ekki búinn að gefa
honum skipið."
En á síðasta viðræðufundi
þeirra kvikmynduðu sjónvarps-
myndavélarnar afhendingu gjaf-
arinnar, og pabbi dró þá ályktun
af þessu: „Eg býst við, að þetta
hafi allt gengið mun betur en
blöðin segja."
Fáum dögum síðar var Jack
kominn aftur til Hyannis Port, og
hann sagði við okkur með eftirsjá
í röddinni: „Ég vildi óska, að ég
hefði sjálfur haldið skipinu."
Um það leyti, sem Jack undir-
ritaði samninginn um bann
við tilraunum með kjarnorku-
sprengjur í andrúmsloftinu árið
1963, hafði faðir okkar fengið
heilablóðfall og gat ekki talað. Én
á hverjum föstudegi fór hann í
hjólastólnum sínum út á verönd-
ina fyrir framan húsið og sat þar
og beið eftir því, að þyrla sonar
hans tyllti sér niður á grasflötina
við húsið. Leyniþjónustan hafði
verið ákaflega mótfallin þessum
lendingarstað, en Jack hafði lagt
allt kapp á að fá þetta samþykkt,
vegna þess að hann vissi, að pabbi
bjóst við honum þarna og beið
hans. Jack útskýrði bannið við
kjarnorkutilraununum í einstök-
um smáatriðum, á meðan pabbi
sat og hlustaði á mál hans og
kinkaði ákaft kolli til hans. Pabbi
vissi, að þetta var eitt af þeim
stórmálum, sem Jack var hvað
hreyknastur af að hafa leitt far-
sællega til lykta sem forseti
Bandaríkjanna.
f síðasta sinn, sem við Jack
komum fram saman á opinberum
vettvangi, var hinn 20. október ár-
ið 1963, einum mánuði áður en
hann dó. Tilefnið var einn heljar-
mikill og eldfjörugur pólitískur
hádegisverðarfundur, haldinn í
Commonwealth Armory í Boston í
því augnamiði að safna fé í kosn-
ingasjóð flokksins. Jack stóð þá á
hátindi valdaferils síns og naut
meiri vinsælda en nokkru sinni
áður, og hann kom með ósköp
meinlausar skrýtlur um Barry
Goldwater, sem þótti líklegur
keppinautur hans við forsetakosn-
ingarnar árið 1964. Því næst snéri
hann sér að mér og sagði stríðnis-
lega við gestahópinn, hve mikið
það kostaði menn að leggja fram
fé, bæði til að styrkja sig í
kosningabaráttunni og eins til að
standa straum af minni kosn-
ingabaráttu. Hvað hann sjálfan
snerti, þá yrði 1964 síðasti stóri-
slagurinn hans, en hins vegar
kynni ég að eiga eftir að fara í ótal
framboð til öldungadeildarinnar í
framtíðinni. Hann brosti um leið
og hann sagði: „Lokabarátta mín
kann að verða háð mjög bráðlega,
býst ég við — en Teddy er til alls
líklegur, og svona hádegisverðir
geta því haldið áfram enn um
langan aldur, eða jafnvel í það
óendanlega."
r
Eg er núorðið sannfærður um,
að það sem halda mun áfram
i það óendanlega, er sá kraftur og
það aðdr.áttarafl, sem felst í póli-
tískri arfleifð hans. Hann var leið-
togi, sem gaf mönnum innblástur
og vakti traust manna, ekki einn
af þessum neikvæðu mönnum, sem
leitast við að styrkja völd sín með
því að færa sér í nyt óánægju ann-
arra, tortryggni og eiginhags-
munastreð.
Hann sagði, að Ameríka gæti
orðið betra land, og hann hafði
líka bjargfasta trú á að svo yrði,
en hann minnti jafnframt á, að til
þess þyrfti hvert einasta okkar að
leitast við að leggja sig allt fram.
Hann kallaði okkur til starfa og til
að leggja fram okkar skerf. Hann
höfðaði til rausnarskapar okkar
og gjafmildi með stofnun friðar-
sveitanna og til ímyndunarafls
okkar með geimferðaáætluninni.
Hann eftirlét okkur þá föstu
sannfæringu, að við gætum hvert
um sig á einhvern hátt, hvort sem
við nú erum stór eða smá, látið
muna um okkar framlag — og að
okkur öllum bæri siðferðileg
skylda til að reyna. Nærri því
helmingur bandarísku þjóðarinn-
ar eins og hún er nú á dögum, var
ýmist smábörn eða þá enn ófædd-
ur, þegar hann dó; en samt finnst
líka milljónum þessara Banda-
ríkjamanna, að einnig þeir hafi
orðið fyrir persónulegum missi og
líta á æviferil hans sem persónu-
lega hvatningu sér til handa.
Bróðir minn gerði okkur öll stolt
af því að vera Bandaríkjamenn.
John Fitzgerald heyrir ekki
ennþá sögunni til, því hann
lifir ennþá í vonum okkar og
hjörtum okkar.
Það sem gerði dauöa hans svo
þungbæran, var sú staðreynd, að
það voru svo margir i Dallas, í
Bandaríkjunum og alls staðar i
heiminum, sem dáðust að honum
og þótti jafnvel innilega vænt um
hann. Hinir þúsund dagar valda-
tíma hans sem forseta Bandaríkj-
anna eru einna likastir liðnu
kvöldi, en þeir eru ekki gleymdir.
í augum fjölskyldu sinnar, vina
sinna og allra þeirra, sem þekktu
hann, var hann einna líkastur
björtu leiftri í lífi okkar, ljós, sem
núna er slokknað. í hugum tuga og
hundruða milljóna manna um all-
an heim, sem aldrei hittu hann, en
fannst samt að þeir þekktu hann,
lifir minningin um hann áfram, og
bjarminn frá þeirri birtu, sem
hann bar með sér, nær jafnvel að
lýsa inn í dimmustu afkima mann-
legrar tilveru. Tuttugu árum síðar
glampar enn á neistann frá lífi
hans — og ég trúi því ekki, að sá
neisti muni kulna og slokkna.
Jack er bróðir minn og ég ann
honum.
c 1983 Parade Publications, Inc.