Morgunblaðið - 26.02.1984, Page 12
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984
Við vorum næstum
komnir á áfangastað,
NEC-sýningarhöllina
fræ«u í Birmingham,
þegar óhappið varð. Simon Le Bon
hnerraði svo hraustlega, að smell-
urnar á svörtu buxunum hans
opnuðust. Það sem verra var, rifn-
að hafði út úr buxunum við smell-
urnar svo þær voru vart nothæfar.
í Ijósi aðstæðna var ekki hægt
að líta á þetta öðru vísi en sem
meiriháttar slys. Þarna stóð hann
í gangveginum í ríkulega búinni
langferðabifreið sveitarinnar með
opna buxnaklauf. Gvöð.
Þetta hlaut að vera ægilegt.
Þegar öllu var á botninn hvolft
var þetta Simon Le Bon sjálfur.
Söngvarinn í Duran Duran, ein-
hverjum vinsælasta poppkvintett
heims. Reyndar komu sönghæfi-
leikarnir honum á óvart, ekki síst
vegna þess, að hann losnaði ekki
af mútuskeiðinu fyrr en hann var
17 ára gamall. Strákurinn, sem
komst ekki á „séns“ fyrr en hann
varð 15 eða 16 ára, er nú eitthvert
helsta kyntákn popptónlistarinn-
ar. Myndir af honum prýða veggi
þúsunda ungpía um heim allan.
Kkki nein venjuleg sveit
Ef Duran Duran væri bara
venjuleg popphljómsveit hefði
ekki verið mikið mál fyrir Le Bon
að skipta um buxur að sviðsbaki.
En Duran Duran á tónleikaferða-
lagi um heimalandið, Bretland,
rétt fyrir jól er ekki nein venjuleg
poppsveit. Þriðja breiðskífa
flokksins, Seven and the Ragged
Tiger, sat á þessum tíma í efsta
sæti breska vinsældalistans og
hafði selst í rúmum milljón ein-
tökum í Bandaríkjunum innan
tveggja vikna frá útkomu hennar.
Gott dæmi til marks um vinsældir
sveitarinnar.
Sökum vinsældanna gripu
fimmmenningarnir til þess ráðs
að skipta um föt á hótelunum, sem
þeir gistu á, svo þeir gætu þeyst
inn og út úr tónleikahöllunum j
fyrir og eftir tónleika til þess að !
losna við að lenda í aðdáendahaf-
inu, sem að uppistöðu til er smá-
píur. Afstaða hljómsveitarinnar
ofur skiljanleg því spenningurinn
ber æsta aðdáendur iðulega ofur-
liði og þeir neyta allra bragða til
þess að verða sér úti um einhvern
minjagrip frá sveitinni. Skirrast
fæir þá ekki við að rífa spjarirnar
Duran Duran-flokkurinn í allri sinni
dýrð. Fremri röð frá vinstri: Andy
Taylor, Nick Rhodes, Simon ie Bon.
Aftari röð f.v.: John Taylor og Andy
Taylor.
DURAN DURAN
utan af hljómsveitarmönnum og
taka traustataki allt, sem þeir ná
í, og tengst getur átrúnaðargoðun-
um.
Nú voru góð ráð dýr. Stutt var í
að tónleikarnir hæfust og of lang-
an tíma tæki að snúa aftur til hót-
elsins til þess að sækja nýjar bux-
ur. Eitthvað varð að gera og það
strax ef kyntáknið Simon Le Bon
átti ekki að standa frammi fyrir
11.500 æstum aðdáendum með
opna buxnaklauf. Það var ekki um i
annað að ræða fyrir söngvarann í
en að hysja niður um sig brækurn- |
ar í snatri og fá þær búningakon-
unum tveimur í hendur. Tvær
ástralskar konur hafa þann starfa
einan að sjá um að búningar sveit-
arinnar séu í góðu lagi. Þær tóku
þegar í stað til við að sauma sam-
an rifuna.
Af Húgenottum
Það var í raun dálitið kyndug
tilfinning fyrir mig sem blaða-
mann að standa allt í einu fyrir
framan heimsfrægan söngvara,
þar sem hann var einungis klædd-
ur bol og bláum nærbuxum. Ekki
svo að skilja, að Le Bon, sem
reyndar segist vera kominn af
Húgenottum er flýðu til Englands
á 17. öld, sé einhver hasarkroppur.
P’jarri því. Sléttur og felldur með-
aijón hvað líkamsbygginguna
snertir, reyndar með feita fætur
og smábumbu. Rétt um það bil,
sem langferðabifreiðin renndi í
hlaðið bakatil við NEC-sýn-
ingarhöllina, afhentu saumakon-
urnar Iæ Bon buxurnar á ný. Það
mátti vart tæpara standa.
Full höll áheyrenda beið spennt
eftir goðunum sínum, en í anddyr-
inu notuðu fjögur ungmenni, nán-
ast eins og afsteypur meðlima
hljómsveitarinar að sjá, tækifær-
ið, stilltu sér upp fyrir myndatök-
ur og veittu eiginhandaráritanir í
gríð og erg. Slíkur var eldmóður-
inn hjá þeim aðdáendum, sem enn
höfðu ekki komið sér fyrir í saln-
um, að þeir (nær væri að segja
þær því yfirgnæfandi meirihluti
áhorfenda var ungpíur) kölluðu á
eftirhermurnar með skírnarnöfn-
um fimmmenninganna í Duran
Duran. „Simon", „John“, „Nick“
glumdi við í anddyrinu. Úr því
ekki er hægt að ná í stjörnurnar
sjálfar...
Allt vitlaust
Um leið og slökkt var í salnum
ætlaði allt um koll að keyra. Þó
hafði hljómsveitin ekki látið heyra
í sér. Þetta er reyndar gömul saga
og ný. Þannig hafa viðbrögð
áheyrenda verið allt frá því Frank
Sinatra var að feta sig eftir frægð-
arbrautinni. Ungpíur sungu,
ungpíur grétu og ungpíur féllu í
yfirlið. Hávaðinn var á köflum
slíkur, að þótt heyra mætti í
hljómsveitinni sjálfri var ómögu-
legt að einbeita sér að því að
hlusta á tónlistina. Svo var að sjá,
sem stórum hluta áheyrenda væri
sama þótt tónlistin færi fyrir ofan
garð og neðan.
Andy Taylor, gítarleikari
hljómsveitarinnar, sagði nokkrum
dögum síðar: „Okkur hefur verið
sagt, að við gætum alveg eins
mætt upp á svið og leyst vind.
Hrifningin yrði alveg sú sama.
Það er kannski eitthvað til í
þessu."
En enginn skyldi halda því
fram, að tilburðir Duran Duran
væru svo auvirðilegir á sviði. Með
æskuhetjurnar að leiðarljósi;
Queen, David Bowie og Roxy Mus-
ic, eru fimmmenningarnir í sveit-
inni einhuga um að skila sínu á
eins fullkominn máta og frekast
er kostur. Á þessu umrædda tón-
leikaferðlagi um Bretland var allt
lagt í sölurnar til að tónleikarnir
yrðu sem glæsilegastir. Auka-
hljóðfæraleikurum var bætt við;
ásláttarleikara, saxófónleikara,
svo og tveimur „back-up“-söng-
konum. Þá vó ljósabúnaðurinn
hvorki meira né minna en sex
tonn.
Á þessum tónleikum fengu
áhangendur Duran Duran eins
mikið fyrir peningana og frekast
var hægt að hugsa sér. Fimm-
menningarnir kyrjuðu öll vinsæl-
ustu lögin sín við takmarkalausa
hrifningu gesta. Hápunktur tón-
leikanna hafði þó ekkert með tón-
listina að gera. Á miðjum tónleik-
unum varð Simon Le Bon að taka
til fótanna út af sviðinu til þess að
fá smáaðstoð. Buxnasmellurnar
höfðu gefið sig á ný.
„Þetta er skfytinn heimur,“
sagði Andy Taylor á heimili sínu í
útjaðri Wolverhampton, útborgar
Birmingham, eftir tónleikana.
„Fyrir ári hefðum við ekki einu
sinni getað selt egg í Bandaríkjun-
um, hvað þá heldur plötu."
Taylor býr í rándýrri íbúð í
Wolverhampton, auk þess sem
hann á glæsilega íbúð í London og
lítinn bóndabæ og nokkra hektara
lands skammt frá Birmingham.