Morgunblaðið - 26.02.1984, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 26.02.1984, Qupperneq 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 ur rekst á í hinni daglegu blaða- mennsku í Bandaríkjunum. Við þekkjum takmörk okar, en ég held að þú verðir að viðurkenna, að bandarísk fjölmiðlun er einstæð í heiminum: áhugasamur lesandi í Bandaríkjunum fær á degi hverj- um hreint ótrúlegt magn af lesefni og þar með einstaka mynd af því sem er að gerast. Sjáðu Wall Street Journal, USA Today, Atl- anta Constitution og Athens Daily News. Fyrir allt þetta lesefni borgaði ég einn og hálfan dollar. Ég fylgdist einnig með fréttunum i CBS sjónvarpsstöðinni þegar ég var að fara á fætur á morgun. Segðu svo að ég sé ekki vel upp- lýstur! Er það þess virði? Auðvitað er það þess virði. Ég gæti jafnvel rekist á frétt um ís- land! Það er rétt, að ég les ekki allt lesmálið, en ég les forsíður allra blaðanna, ritstjórnargreinarnar og aðra greinadálka og restina leit ég yfir. Enginn maður les New York Times frá upphafi til enda, ekki einu sinni þeir sem gefa það út. En í blaðinu er fjölbreyttari og traustari fréttaflutningur en í nokkru öðru blaði í heiminum. Og það er staðreynd. Ferþað ekki fyrir brjóstið á þér, að þetta blað, sem sumir kalla besta dagblað í heimi, skuli ein- ungis vera prentað í 900 þúsund eintökum í 230 milljón manna landi? Nei, alls ekki. Ég held að New York Times-menn stefni að 1200 þúsund eintaka útbreiðslu og ég held þeir nái þvitmarki. Það er fullkomlega eðlilegt að úrvals dagblað af því tagi sé ekki lesið af fjöldanum. New York Times er ekki lyf sem menn verða að taka inn daglega. Það er hægt að kaupa framúrskarandi dagblöð í öllum ríkjum Bandaríkjanna og engin ástæða fyrir hinn almenna mann að velja New York Times í stað þeirra. Það má segja að New York Times sé gefið út fyrir þá sem marka stefnuna og þá á ég við á öllum sviðum þjóðfélagsins, i stjórnmálum, bókmenntum, list- um o.s.frv. Það er víst, að sú millj- ón manna sem jafnan les New York Times er það fólk sem er ráð- andi í landinu. Sama máli gegnir um Wall Street Journal og í Washington lesa allir Washington Post. Hvaða skoðun hefurðu á dag- blaði á borð við USA Today — er það dagblað framtíðarinnar? Ég hef ekki myndað mér end- anlega skoðun á USA Today: það er svo skammt um liðið síðan það byrjaði að koma út. Mér sýnist það vera að höggva í knérunn hinna vikulegu fréttatímarita og ætli sér að gefa út daglegt frétta- tímarit. USA Today mun ekki keppa við Athens Daily News eða Atlanta Constitution, heldur á blaðið að vera Iandsmálablað en þó skör lægra heldur en hin fág- uðu og virtu New York Times og Wall Street Journal. Útgefendur USA Today vita uppá hár hvað þeir eru að gera: þeir gerðu ítar- legar markaðsrannsóknir áður en þeir réðust í útgáfuna og öll fram- kvæmd þeirra hingað til ber vott um frábært skipulag og hug- kvæmni. USA Today er ný tegund dagblaðs, sem ekki reynir það sem New York Times og Wall Street Journal gera — og USA Today hefur slegið í gegn sem blað, en því er enn ósvarað hvort það getur sýnt framá lesendahóp, sem laðar að auglýsendur. Hin almennu blöð hafa einnig keppt í nokkrum mæli við tímarit- in: þau gefa út ýms sérblöð, þ.á m. litprentað tímarit á sunnudögum og einnig sérstakt blað þar sem þau rekja atburði liðinnar viku í máli og myndum. Það er rétt. Ég held að frétta- tímaritin eigi í miklum vandræð- um og þá sérstaklega Newsweek. Ég hygg að USA Today sé alvarleg ógnun við Newsweek. En þó ber að hafa í huga að blöðin gefa ekki út „Week in Review — Sections“ í sama gæðaflokki og fréttatímarit- in. New York Times kemst næst því. En USA Today ræðst gegn fréttarímaritunum með öðrum hætti en áður hefur veriðgert: það er t.d. prentað á besta fáanlega pappír: stórar litmyndir þess eru jafnvel skýrari en í fréttatímarit- unum og USA Today birtir stóra litmynd af Columbia-eldflauginni daginn eftir geimskotið, en frétta- rímaritið getur ekki birt sömu mynd fyrr en í næstu viku! Ef dæmið gengur upp, þá verður USA Today landsblað með jafna út- breiðslu um allt land og svipaðan lesendafjölda og kannski Time: lesendur USA Today verður fólk sem hefur meðaltekjur og þaðan af hærri — og það er trúlegt að þetta blað, með sínum stóru lit- myndasíðum, muni keppa beint við fréttarímaritin um auglýsend- ur. Eru dagblöðin þeir „varðhund- ar“ sem þau þykjast vera? Dagblöð ofmeta vafalaust gagn- ið af þessu hlutverki sínu sem varðhundar þjóðfélagsins, en það er áreiðanlegt að það væri fleira misjafnt í samfélagi okkar, ef blaðanna nyti ekki við. Dagblöðin hafa haldið mönnum við efnið og bægt frá margri spillingunni. Það þýðir ekki að þjóðfélag okkar sé hvítþvegið himnaríki, síður en svo, en Watergate hefði t.d. aldrei orð- ið það sem það varð, ef ekki hefði verið fyrir tilstilli Washington Post og annarra dagblaða. Jú, það var í gangi opinber rannsókn á málinu, en það voru blöðin sem fylgdu málinu eftir og vöktu at- hygli almennings á því hversu al- varlegt mál var hér á ferðinni. Heldurðu að opinberir starfs- menn í Washington séu smeykir við blöðin ? Já. Þeir eru mjög á verði gagn- vart blöðunum, því að þeir vita að blöðin fylgjast með þeim. Og samt er spillingin engu minni í þessu landi heldur en ann- ars staðar, nema síður sé ... Hvernig geturðu fullyrt það? Þú getur ekki fullyrt neitt í þessum efnum og ég ekki heldur. Við vit- um ekki nóg til þess að slá fram slíkum fullyrðingum. Það eina sem við vitum er það að ástandið væri margfalt verra ef blöðin vofðu ekki yfir. Og þá á ég ekki einungis við hina svonefndu „spill- ingu“, heldur einnig, að skóla- stjórn barnaskólans í Athens reynir að halda skikkanlega á sín- um málum, því hún veit að blöðin greina frá hvað gerist á fundum hennar. Almenningur getur ekki fylgst með slíku af eigin reynd en fulltrúi hans, fréttamaður Athens Daily News, gerir það. Það er þetta sem ég á við með varðhunds- hlutverkinu. En lítur fólk á blaðamenn sem fulltrúa sína ? Það var meira um það áður, en nú á seinni árum hefur myndast dálítil gjá, það er rétt, á milli dagblaða og lesenda þeirra. Skýr- ast dæma um það, er hversu mjög það hefur færst í vöxt í seinni tíð að lögsækja blöð fyrir ónákvæmni og mistök í fréttaflutningi. Og ef slíkt skaðabótamál fer fyrir kvið- dóm er líklegt að það verði dæmt blaðinu í óhag og jafnframt ákveðnar svimandi háar skaða- bætur. Æðri dómstólar, sem dæma eftir landslögum, breyta svo venjulegast þessum dómum, en þetta sýnir að viðhorfið til fjöl- miðla hefur breyst hjá almenn- ingi, sérílagi eftir tilkomu sjón- varpsins. Hvað blöðin varðar er sökin vafalaust okkar: við höfum verið hrokafullir, blaðamenn, og í sumum tilvikum misnotað vald okkar og ekki haldið nægilegum tengslum við fólkið í landinu. Ertu ekki hlynntur þvi, að dagblöð séu gerð ábyrg gerða sinna ? Einungis ef þau brjóta lög. Ef við brjótum lögin, þá á að refsa okkur. Ég er viss um að Guð al- máttugur mun refsa okkur ef við breytum rangt — en það er á milli okkar og Guðs. Þú getur sagt mér hvað er ólöglegt og hvað ekki, en ekki reyna að skýra fyrir mér hvað er rétt og rangt, þvi við mun- um ekki verða sammála, segir Conrad Fink og brosti útundir eyru. Stórkostleg bylting ígólfefnum! Penstorp, 7mm þykkgólfboró, semhaegteraó leggja beint á gamla gólf iö! Nýju Perstorp gólfborðin eru satt að segja ótrúleg. Þau eru aðeins 7 mm á þykkt og þau má leggja ofan á gamla gólfið - dúk, teppi, parket eða steinsteypu. Það er mjög einfalt að leggja Perstorp gólfborðin og 7 mm þykktin gerir vandamál þröskulda og hurða að engu. Perstorp gólfborðin eru líka vel varin gegn smáslysum heimilis- lifsins eins og skóáburði, naglalakki, kaffi, te, kóki og logandi vindlingum. Þú færð Perstorp aðeins hjá okkur. Kalmar SKEIFUNNI 8.SIMI 82011 Klarum , vezkið til siðasta nagla. Frá sökklum til útihurða. Við hjá byggingafélaginu Höfða veitum alhliða byggingaþjónustu og gerum tilboð í öll byggingastig ef óskað er. Við sláum húsinu upp, og á verkstæði okkar framleiðum við hurðir og glugga og klárum verkið til síðasta nagla. Leitið upplýsinga og hagstœöra tilboða. ■ ■ BYGGINGAFÉLAGIÐ HÖFÐIf Vagnhöfði 9,110 Reykjavík, sími 686015, nnr 4452-2691

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.