Morgunblaðið - 26.02.1984, Page 18

Morgunblaðið - 26.02.1984, Page 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 Grein og myndir Úlfar Ágústsson Hljóðkokteill á Loftleiöum Á leiðinni út á flugvöll heyrum við tilkynningu í útvarpinu um 50% afslátt á fargjaldi sérleyfis- bifreiða vegna rútudagsins. Flott, segjum við Gísli, góð byrjun, en þegar við orðuðum þetta við miða- sölustúlkuna kannaðist hún ekk- ert við málið og sýndi augljósa andúð á að kynna sér það, svo ekki var um annað að ræða en slá upp gömlu amerísku orðatiltæki: „Pay and smile". Anddyrið á Hótel Loftleiðum er iðandi af lífi. Tung- ur framandi þjóða blandast í einn allsherjar hljóðkokteil, sem lét vel í eyrum og brosandi og þægilegt starfsfólk hótelsins setti afslapp- andi blæ á umhverfið. Keflavík — Chicago Svo hefst ævintýrið. Klukkan er 14 og áætlunarbíllinn til Keflavík- ur rennur úr hlaði. Hugurinn reikar fram á við. Hvað skyldi bíða í framandi borg- um Ameríku? Landi drauma og vonbrigða, auðlegðar og örbirgðar, ástar og haturs, sátta og svikráða? Á Keflavíkurflugvelli býður DC 8 63 þota Flugleiða full af farþeg- um nýkomin frá Luxemborg. Hér verða minniháttar farþegaskipti. Nokkrir koma í land og við ásamt öðrum blöndumst. í þann 250 manna alþjóðlega ferðahóp sem fyrir er. Áður en við vitum af, er Styrkár G. Sigurðsson flugstjóri búinn að lyfta þessu 200 tonna ferlíki í loft- ið og stefnan er tekin á Grænland. Ákvörðunarstaður O’Hare-flug- völlur við Chicago. Við austur- strönd Grænlands er enn mikill rekís og hálendið er að mestu snævi þakið, en strax og komið er inn yfir strendur Labrador tekur gróðurlendið við. Brosandi flug- freyjur bera okkur veitingar og (síðar) góðan málsverð. Eftir máltíðina fer ég fram á að fá að fara fram í flugstjórnarklefann til að sjá betur hvað framundan sé. Flugfreyjan hefur samband við flugstjórann og leyfi er fengið. Styrkár sýnir mér flugleiðirnar, en um tvær er að velja. Við fljúg- um nú vestari leiðina vegna mik- illa anna á austari leiðinni. Hann er gjörkunnugur flugleiðinni og bendir mér á mörg kennileiti á jörðu niðri. Jón H. JúKusson flugvélstjóri er sá eini þeirra í flugstjórnarklefanum sem hefur komið til Kaliforníu. Hann var þar um árið við þjálfun á DC 10 breiðþotu Flugleiða. Hann lét vel af veru sinni þar og sagði fólkið sérlega elskulegt og hálplegt. Nú heyri ég Otto Tynes aðstoðarflug- stjóra kalla: „O’Hare-flugumsjón flug 721 frá Keflavík óskar eftir heimild til aðflugs.” Framundan er Superior-vatn og sunnan þess Michigan-vatn, en við suðurenda þess er Chicago, glæpaborgin al- ræmda þar sem A1 Capone og fé- lagar gerðu garðinn frægan. Styrkár flugstjóri er önnum kafinn við að reikna út lokahluta leiðarinnar ásamt aðstoðar- mönnum svo ég þakka upplýs- ingarnar og hraða mér til sætis. I aðfluginu hugleiði ég næsta áfanga. Hvernig skyldi það vera þetta unga ævintýraflugfélag Jet America, sem ég hafði aldrei heyrt getið. Voru þeir e.t.v. að Ieika.sama leikinn og Loftleiðir í upphafi, að bjóða ódýr fargjöld vegna gamalla og úreltra flugvéla eða hvernig stendur á þessu ótrú- lega lága verði þeirra? Þegar við skiljum við okkar gamla góða flugfélag, sem áður fyrr komst með ævintýralegum hætti inn á alþjóðaflugleiðir, en er nú orðið gróið og ráðsett meðal flugfélaga heimsins, sem þrátt fyrir sínar gömlu vélar hefur á að skipa fær- ustu flugstjórnarmönnum og bestu þjónustu sem völ er á í far- þegarými. Það er ánægjulegt að líta um þessa stóru vél þar sem 250 manns sitja, fólk á öllum aldri, af mörgum litarháttum og af A 4 Þyrnirósarhöllin í Disneylandi Leikvöllur ffyrir fullorðna, þar sem börn mega vera meö Styrkár G. Sigurðsson flug- stjóri reiknar út lokakafla leiöarinnar milli Keflavíkur og Chicago. Kalífornía gullna ríkið Á tímum óðaverðbólgu og kreppu á íslandi, þegar svartsýni og dapurleiki virðist vera ríkjandi ástand, er til slangur af mönnum, sem hafa bjartsýnina að leiðarljósi og segja, að skúrin sé aðeins undanfari uppstyttunnar (til þess að gera skinið sem á eftir kemur bjartara og fegurra). Meðal þessara bjartsýnismanna eru nokkrir ágætismenn hjá Flugleiðum sem sjá um ferðalög íslendinga til útlanda. Þeir hafa nú skipulagt nýja ferðaleið, í samvinnu við bandarískt flugfélag, sem flytur okkur á ótrúiega ódýran hátt til eftirsóttasta landsvæðis í heimi, Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkj- anna. Flogið er með Flugleiðum til Chicago, þar sem skipt er um vél og síðan áfram með Jet America til Long Beach, útborgar Los Angeles, en þar mun mannlífið fjölbreyttast á þessari jörð. En hvernig er ferðast, og hvað er að sjá þarna vestast í vestrinu? Flugleiðir buðu mér á sl. vori að fara slfka ferð, svo lesendur Morgunblaðsins gætu orðið nokkurs vísari um þetta fjarlæga land, þar sem fjöldi íslendinga býr. Ég tók Gísla Elís, 14 ára son minn, með til halds og trausts og ætla að segja þér, lesandi góður, hvað á daga okkar dreif. fjölda ólíkra þjóðerna og sjá ánægju skína úr hverju andliti. Við finnum til þjóðarstolts, að vita að þessi litla þjóð norður við ysta haf skuli marka spor á alþjóðleg- um ferðamálavettvangi. Týndur í kerfinu Flugstöðin á O’Hare-flugvelli við Chicago er dæmigerð amerísk alþjóðaflughöfn. Allir eru á þön- um við að aðstoða alla, án þess að nokkur fái aðstoð. Þannig byrjaði það allavega hjá okkur Gísla. Eft- ir þægilega tollskoðun fundum við fljótlega afgreiðslu KLM-flugfé- lagsins hollenska, sem annast þarna afgreiðslu fyrir Flugleiðir. Þar áttu að bíða min farmiðar með Jet America til Long Beach ásamt staðfestri hótelpöntun þar. En enginn kannaðist við málið og þar með hófst píslargangan frá Heródesi til Pílatusar. Fyrst burð- uðumst við með farangurinn frá KLM, sem er í norðurenda flug- stöðvarinnar, til Jet America, sem hefur aðstöðu í suðurendanum, en líklega er um kílómetraleið að fara. Hjá Jet America kannaðist heldur enginn við neitt, þó voru bókuð fyrir okkur tvö sæti með vélinni. Við skildum farangurinn eftir og tókum á rás aftur til KLM. Lét ég hafa upp á stöðvarstjóra KLM, Joe að nafni. Hann var ákaflega þægilegur og hringdi út og suður en ekkert gekk. Þá hafði hann samband við aðalskrifstofu Flugleiða í New York, en þar var Alex sá eini sem kannaðist við feðgana, en þar sem Alex er nú bara tölva þá gat hann ekkert gert í málinu. En nú var stund brottfarar flugs Jet America til Long Beach farin að náigast ískyggilega mikið, svo við feðgarnir tókum til fót- anna og hlupum kllómetrann á góðu ólympýulágmarki og rétt náðum að kaupa okkur miða á uppsprengdu verði, því nú giltu engin lágfargjöld á leiðinni, þar sem ódýru fargjöldin eru samn- ingsbundin fargjöld milli flugfé- laganna tveggja. Og í loftið vorum við komnir á ný, en ekki aldeilis í neinni gam- alli druslu heldur splunkunýrri DC-9 Super 80 þotu. Allt var óskaplega fínt og flott og flugfreyjurnar ákaflega þægi- legar og yfirlætislausar, en það vantaði afslappaða andrúmsloftið og öryggistilfinninguna úr gömlu Flugleiðavélinni. Við fljúgum ofar skýjum í kvöldhúminu yfir slétturnar miklu og Klettafjöllin og lendum í Long Beach kl. 10.15 að kvöldi laugardags rúmum 14 tímum eftir að við lögðum upp frá Loftleiða- hótelinu. Eins og á ísafjarðarflug- velli fyrir 10 árum Afgreiðslan á Long Beach-flug- velli er ákaflega einföld, eða eins og á Isafjarðarflugvelli fyrir 10 árum. Dráttarvagn kom keyrandi með farangurinn frá flugvélinni, svo gramsaði hver farþegi í bunk- anum þar til hann hafði fundið sitt. Á afgreiðslu Jet America var sama sagan, þar kannaðist enginn við feðgana, en afar þægileg stúlka, afgreiðslustjóri flugfélags- ins á flugvellinum, útvegaði okkur gistingu á Holiday Inn-hótelinu við flugvöllinn og bað okkur að koma næsta morgun, þá ætlaði hún að vera búin að athuga málið nánar. Bíll frá hótelinu kom og sótti okkur, en það er þjónusta, sem öll stærri hótelin í Ameríku bjóða uppá endurgjaldslaust. Við sváfum vel, en þar sem veðrið var svo óskaplega fallegt um sunnudagsmorguninn eins og það reyndar er oftast, þá ákváðum við að ganga yfir á afgreiðsluna þar sem hótelið stóð við flugvöll- inn. En það reyndist nú samt um klukkutíma gangur. Fallegi afgreiðslustjórinn er kominn til starfa, en hún hefur engar upplýsingar getað fengið vegna helgarinnar og segir okkur að bíða mánudagsins og hafa þá samband við aðalskrifstofurnar sem eru þarna í nágrenninu. Við ákváðum þá að fá okkur bílaleigu- bíl og nota daginn til að heim- sækja vini okkar, Báru og Ed Rog- ers, sem búa í Encintas skammt sunnan Los Angeles. Við völdum okkur tvennra dyra Buick Regal, silfurlitaðan með leðursætum og fjögurra rása stereo og ókum af stað. Encintas virðist vera rétt sunn- an við LA (ell-ei á máli inn- fæddra), við vorum samt 4 tíma á leiöinni með smá stoppi á bað- strönd einhversstaðar miðsvæðis. 1 glæsilegu einbýlishúsi þeirra Báru og Ed hittum við einnig Haddý og Karl Friðriksson, sem hafa búið í Kaliforníu í 15 ár að mig minnir. Ég spurði hvort þau langaði aldrei heim. Nei, ekki var það nú, en Haddý trúði mér fyrir því, að upphaflega hefðu þau flutt til Kanada, þar sem þau bjuggu í um eitt ár, þar kvaðst hún hafa grátið daglega af heimþrá, svo þau fluttu heim aftur en undu sér ekki, svo fljótlega var aftur haldið vest- ur um haf og þá til Kaliforníu og heimþráin hefur ekkert látið á sér kræla síðan. Hjá Báru og Ed og dætrum þeirra, Margréti og Kathy, var okkur boðið í nuddpott úti í garði. Það var notalegheita tilfinning að sitja þarna undir suðrænni sól í svölum pottinum með góðu fólki og njóta höfgra veitinga. En eftir þriggja tíma dvöl vor- um við komnir á hraðbrautina aft- ur á norðurleið til LA. San Diego og Mexikó sem eru þarna aðeins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.