Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 Lev Alburt skákmeistari í samtali við Morgunblaðið: Minni áhrif Sovétmanna innan skákhreyfingarinnar æskileg 1979 bað sovéski skákmeistarinn Lev Alburt um hæli sem pólitískur flóttamaður að loknu skákmóti í Köln í Vestur- I»ýskalandi. Hann settist síðan að í Bandaríkjunum þar sem hann á nú ríkisborgararétt, virtur skákmaður sem kennir og skrifar auk þess um skák. Hann er nú staddur hér á landi til aö tefla, fyrst á Búnaðarbankaskákmótinu sem haldið var fyrir skömmu og síðar á Reykjavíkurskákmótinu, en á því móti sigraði Alburt fyrir tveimur árum. Blaðamaður Morgunblaðsins átti nýverið viðtal við Lev Alburt og fer það hér á eftir. Það fór vart framhjá skák- áhuKamönnum sem fylgdust með Búnaðarbankaskákmótinu á dög- unum að skákmeistarinn, flótta- maðurinn frá Sovétríkjunum, Lev Alburt tefldi þar undir getu. Hvaða skýringar hafði Alburt á fremur slakri frammistöðu sinni á mótinu? — Hann viðurkenndi, að hann væri óánægður með frammistöðu sína, skýringarnar væru vafalaust ýmsar og mætti þar nefna að hann hefði verið töluvert upptekinn við aðra iðju en skákina á undan- gengnum mánuðum, greinaskrif, kennslu o.fl., sem allt hefði áhrif á gengi sitt við skákborðið. Þetta væri hins vegar allt tilviljunum háð og Alburt var á þeirri skoðun að gengi hans í fyrra mótinu væri enginn fyrirboði um hið síðara. „Ég gæti allt eins orðiö ofarlega þar,“ sagði Alburt. Við snerum okkur þessu næst að því að ræða um landflóttann og þá hvers vegna hann hefði valið Bandaríkin sem samastað. — Alburt flýði að loknu skák- móti í Köln í Vestur-Þýskalandi, labbaði inn á lögreglustöð og bað um hæli sem pólitískur flóttamað- ur. Allir tóku honum vel og voru tilbúnir að aðstoða hann, en nokk- urn tíma tók að ganga frá forms- atriðunum varðandi réttinn til þess að setjast að í öðru landi. Auðvitað þurfti að yfirheyra hann og fá fullvissu fyrir því að full al- vara væri að baki. Á meðan á þessu stóð þótti Alburt nóg um öryggisgæsluna sem hann fékk frá vestur-þýsku lögreglunni, og hann kvaðst fyrst hafa tekið að óttast um eigið líf þegar hann sá hversu varkárir og jafnvel taugaveiklaðir gæslumenn hans voru. Þeir sögðu honum reyndar síðar, að þessi mikla gæsla væri ekki síður til þess að vernda hagsmuni og álit þýsku lögreglunnar en líf Alburts, þar sem það væri ekki óalgengt að flóttamönnum frá Sovétríkjunum væri „rænt“ frá lögreglunni. Þarna væru KGB-menn að verki, og kæmu þeir síðan viðkomandi flóttamanni aftur til Sovét- ríkjanna, þar sem hann væri pínd- ur til að gefa yfirlýsingar um að sér hefði verið rænt af leyniþjón- ustu viðkomandi lands, pyndingar, lyfjagjöf o.þ.h. hafi átt sér stað, í því sjónarmiði að fá aumingja manninn til að yfirgefa föðurland sitt. Þannig reyndu Sovétmenn að snúa málinu sér í hag í áróðurs- legu tilliti. Þessi hætta mun þó vera mest strax eftir að flótta- maðurinn hefur leitað hælis og áð- ur en málið hefur verið gert heyr- inkunnugt. En hvers vegna Bandaríkin? — Alburt nefndi nokkrar ástæður þess að hann ákvað að setjast að í Bandaríkjunum frekar en í Evrópu. 1 fyrsta lagi réðu stjórnmálalegar ástæður. Alburt, sem er mjög pólitískur, fannst Bandaríkin bjóða upp á miklum mun skemmtilegri stjórnmála- legar aðstæður, þar væri frjáls- lyndið mest, þaðan væri upp- sprettu hugmyndanna helst að vænta, þar væri m.ö.o. miðstöð stjórnmálanna. Alburt tjáði blaðamanni, að þeir stjórnmála- menn sem hann hefði hvað mest álit á væru Franz-Josef Strauss frá Vestur-Þýskalandi og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti. Reag- an hefði margt gott gert og það mætti örugglega segja, að með til- komu hans í forsetastól hafi dreg- ið úr styrjaldarhættu milli stór- veldanna. I öðru lagi er miklu auð- veldara að falla inn í hið banda- ríska þjóðfélag en evrópsk. Þetta skýrist með því, að svo margir þjóðflokkar búi í Bandaríkjunum að þar sé í raun enginn yfirgnæf- andi meirihluti einhvers þjóðar- brots gagnstætt því sem við á í mörgum Evrópulöndum. Þetta hefur stundum verið sett fram þannig, að í Bandaríkjunum finn- ist hverjum og einum hann vel- kominn, hann stingur ekki í stúf, er strax viðurkenndur sem hluti hins bandaríska þjóðfélags. Hvað skákina varðar, þá þýddi val Alburts það að hann gaf upp á bátinn þann möguleika að fá meiri peninga fyrir skákiðkun sína í Evrópu. Þar er það algengt, að skákmeistarar fái tryggða fasta upphæð fyrir að koma á mót, og er þá verðlaunaféð undanskilið, en svo er ekki í Bandaríkjunum. Ennfremur er fleiri sterk mót hægt að sækja í Evrópu en í Bandaríkjunum. Nefndi Alburt tvo góðvini íslenskra skákunn- enda, þá Hort frá Tékkóslóvakíu og Miles frá Englandi sem dæmi um skákmeistara sem lifðu þannig á því að ferðast á milli og tefla skák, með betri afkomu en hann gæti vænst í Bandaríkjunum. Alburt var þá spurður að því hvernig tekist hefði að aðlagast breyttum aðstæðum í Bandaríkj- unum — var veruleikinn í sam- ræmi við vonina? — Alburt kvaðst vilja svara því bæði já og nei. Hann hefði haft nokkuð góða hugmynd um hvernig lífið væri í Bandaríkjunum, þrátt fyrir það að hann hefði aldrei komið þangað fyrr, þannig að á heildina litið væri flest í samræmi við það sem við mátti búast. Því væri þó ekki að leyna að í einstök- um atriðum hefði hann komið af fjöllum, sumt var betra og annað verra en hann gerði sér í hugar- lund. Meðal þess sem kom Alburt þægilega á óvart var hversu heilsugæslu var miklu betur kom- ið í Bandaríkjunum en í Sovétríkj- unum, meiri gæði fyrir lægra verð. Þá væri almannatryggingakerfið í raun miklu betra og fólk hefði það einnig betra að lokinni starfsævi í Bandaríkjunum en nokkurn tíma í Sovétríkjunum. Á hinn bóginn kvaðst Alburt hafa orðið fyrir vonbrigðum með það helst hversu menn eru almennt illa að sér um Sovétríkin, fólkið, valdhafana og eðli stjórnskipulagsins. Þessa gætti ekki síður meðal þeirra manna innan bandaríska stjórn- kerfisins sem fjalla um Sovétmál- efni. í þessu sambandi mætti nefna að tiltölulega lítið væri gert í því að nýta sér þekkingu þeirra þúsunda sem þekkja þjóðskipulag- ið þar eystra af eigin raun og hefðu eitthvað til málanna að leggja. Þetta væri hættulegt, sök- um þess að hafi menn ranghug- myndir um Sovétkerfið, þá væru öll samskipti þar með út frá röng- um forsendum, sem að mati Al- burts hölluðu á Bandaríkin við nú- verandi aðstæður. Því væri fræðsla, út frá réttum forsendum, um Sovétskipulagið grundvallar- forsenda þess að í samskiptum stórveldanna hallaði á hvorugan. Almennt um aðlögunina í Bandaríkjunum sagði Alburt, að það væru bæði jákvæðir og nei- kvæðir þættir í öllum þjóðfélög- um, að vísu í mismunandi hlutföll- um, en þegar dæmið væri gert upp væri hann hæstánægður með ver- una í Bandaríkjunum. Um iðju sína fyrir utan skák- borðið sjálft, nefndi Alburt það að hann ritaði fasta skákdálka í „New York Tribune", svo og í önn- ur blöð, en auk þess hefur hann skrifað bækur um skák. Þá rekur hann vísi að skákskóla i New York-borg. Sovétmenn of áhrifa- miklir í skákheiminum í samtalinu við Lev Alburt kom í ljós að hann hefur mjög ákveðn- ar skoðanir á því hvernig þróa beri skákmálefnin með það fyrir augum að styrkja stöðu vestrænna skáksambanda og skákmanna á næstunni. Alburt heldur því fram að ein meginforsendan sé sú að viðhorf vestrænna skákáhuga-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.