Morgunblaðið - 26.02.1984, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 26.02.1984, Qupperneq 36
84 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 Félag guðfræðinema AGNES Blaðamaður síðunnar brá sér upp á Klapparstíg á bisk- upsstofu og hitti þar að máli sr. Agnesi M. Sigurðardóttur. Agnes er æskulýðsfulltrúi kirkjunnar. Hvert er starf æskulýðsfulltrúa? Starf hans er að aðstoða og leiðbeina við æskulýðsstörf í söfnuðum landsins. Hinir þrír starfsmennirnir sjá um að út- vega efni fyrir barna- og æsku- lýðsstarf kirkjunnar. Þeir gang- ast fyrir námskeiðum fyrir þá sem sjá um þetta starf í söfnuð- unum og stuðla að eflingu sum- arbúðastarfs. Hver er tilgangurinn með æsku- lýðsdeginum 4. mars? Fyrsti sunnudagur í mars hef- ur lengi verið æskulýðsdagur í kirkjunni. Tilgangur hefur ætíð verið sá að vekja athygli æsk- unnar á kirkju og kristni og hvetja hana til að feta í fótspor Jesú Krists. Einnig er tilgangur- inn sá að minna þá sem fermdir eru á að halda við því heiti er þeir játuðu á fermingardaginn. Það er að hafa Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Foreldrar eru einnig hvattir til að ala börn sín , upp í ljósi fyrirheitis skírnarinn- ar. Hvað gerir kirkjan til að mæta unglingum? Fyrir utan fermingarfræðsl- una eru starfrækt æskylýðsfélög víða um land, eða í kringum tuttugu. Nú í vetur hefur sam- starf aukist milli félaganna, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hefur samstarf aukist milli kirkjunnar og annarrar æskulýðsstarfsemi og þess að vænta að vegna árs æskunnar 1985 muni verða énn meiri sam- vinna milli allra þeirra er að æskulýðsmálum vinna. Fer presturinn í bikini í sund? Nei, bikiníið er orðið of lítið. HUGVEKJA 2. sunnudagur í 9 vikna föstu Jóh. 12:25—43 „Nú er sál mín skelfd, og hvað á ég að segja?“ spyr Jesús, „faðir, frelsa mig frá þessari stundu? Nei, til þessa er ég kominn að þessari stundu: Faðir, gjör nafn þitt dýrlegt!" Jesús átti í harðri baráttu. Hann hafði ferðast um, læknað fólk og sýnt því umhyggju á allan hátt en svo sorglega fáir hlustuðu á hann og samstarfsmenn hans skildu seint og illa hver hann í rauninni var. Átti hann að gefast upp, láta fólkið bara eiga sig? Nei, hann lét ekki yfirbugast heídur lét Guð ráða. Hann fórnaði lífi sínu fyrir Gyðingana, heiðingjana og okkur. Texti okkar í dag segir okkur líka frá höfðingjum í Israel, háttsettum mönnum, sem trúðu á Jesúm en þorðu ekki að viðurkenna það vegna almenningsálitsins. Þeir hafa gert sér grein fyrir því að hér var á ferð mikill maður, suma hefur grunað að hann væri sonur Guðs, Messías sjálfur, sem beðið var eftir. En þegar til átti að taka kostaði það of mikil óþægindi og fórnir að viðurkenna trúna og tala um hana við aðra. Þetta er ekkert skrítið. Það er dáiítil áhætta að játa trú sína fyrir öðrum. Kannski finnst fólki óþægilegt að hlusta á kristileg viðhorf eða bara asnalegt, sumum finnst maður vera hræsnari, aðrir væna mann um trúarofstæki. En Jesús var ekki með neitt hálfkák. Með hans hjálp getum við lært smám saman að hætta að læðast með veggjum. Við getum Iært það að orðstír manna er minna virði en dýrð Guðs. Þá getum við fylgt Jesú og þjónað honum. Hann sagði: Minn þjónn verður þar sem ég er, og þeir sem mig elska fá vegsemd hjá mér. Ég lifi æ og þér munuð lifa, og sá sem lifir og trúir skal dauðann ei sjá.“ Næsta sunnudag, eftir viku, verður æskulýösdagur kirkjunnar. Þá mun kirkjan reyna að höfða sérstaklega til unglinganna. Að þessu sinni er yfirskrift dagsins „líf í trú“. En hvað er það? Hér er til umfjöllunar spurningin um hvað það felur í sér að lifa sem kristinn einstaklingur í dag. Er nokkur munur á lífi í trú og öðrum lífsstíl? í fyrstu kann svo ekki að virðast vera. Hinir trúuðu lifa sem aðrir, vinna, skemmta sér, en fara ef til vill í kirkju á sunnudögum. Fæstir bera trúna utan á sér (ef frá eru taldir þeir sem eru svo „frelsað- ir“ að þeir brosa allan tímann). En þó er mikill munur á. Það er eins og svart og hvítt eða ljós og myrkur. Trúin veitir okkur styrk. Hún hjálpar okkur að ná áttum í hringiðu mannlífsins. I stað myrkurs, vonleysis, ótta og tómhyggju er komin von, eitt- hvað til að lifa fyrir og stefna að. Líf í trú er ekki líf í einhverri trú heldur líf í trú á þann Guð sem Jesús sagði okkur frá. Elska skaltu ... „Elska skaltu Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu, af allri sálu þinni, af öllum huga þínum og af öllum mætti þínum. Og þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Þessi fleygu orð eru nokkurs konar stefnuræða krist- indómsins. Flestir mundu taka heils hugar undir seinni hlutann, þetta með að elska náungann. En gáum að. Það að elska Drott- in Guð er mjög sterklega undir- strikað í textanum. Það þýðir að við eigum að tilbiðja Guð, þjóna honum og hlusta á hvað hann vill við okkur segja í bók sinni, Biblíunni. Að trúa á Guð er ekki það að eiga hönk upp í bakið á honum þegar eitthvað bjátar á. Heldur á Guð að vera númer eitt, allstaðar og alltaf í lífinu. Þegar Guði er gleymt og eitt- hvað annað, hvort sem það eru peningar eða vöðvabúnt, á hug okkar allan þá gerumst við sek um dýrkun skurðgoða. Við höf- um sett tilbúna og forgengilega hluti í sæti Guðs. Því aðeins hef- ur seinni setningin, að elska náungann, gildi, að þeirri fyrri sé játað og hún tekin alvarlega. Sá sem trúir á Guð sem skapara allra manna játar jafnframt að við erum öli bræður og systur. Krossir.n er tákn kærleikans. Hann á sér tvær víddir eða er samsettur úr tveimur hlutum. Lóðrétti hlutinn vísar upp til Guðs og er það annar farvegur kærleikans. Þvertré krossins er hin lárétta leið elskunnar og hún beinist að náunganum. Nú kann einhverjum að finn- ast að það sé lítið upp úr því að hafa að rétta náunganum hjálparhönd nema þá vonin um gagnkvæma aðstoð og samtrygg- ingu. I heiminum er litið svo á að sá sem gefi af auðlegð sinni, tíma eða sjálfum sér, sé um leið að tapa af einhverju. Þess vegna eru orðin „sælla er að gefa en þiggja" argasta heimska í aug- um prangarasálar. En þó eru þau sannleikur. Maðurinn upp- götvar sjálfan sig aðeins í sam- félagi við aðra menn. Með því að setja egóið til hliðar og snúa sér til samfélags við aðra finnur maðurinn fyrst sjálfan sig. Til- gangur lífsins er í samfélagi við Guð og menn. Svo orð Krists um að „hver sem týni lífinu hans vegna muni finna það“ eru speki og viska. Einmana Það er næsta hlálegt að á sama tíma og byggð stækkar og vegalengdir minnka skuli ein- manaleiki og einstæðingsskapur færast í aukana. Það er eins og enginn sé eins einsamall og í mannmergð stórborgarinnar. Þetta stafar af því hversu óper- sónulegt þjóðfélagið er. Það er litið á fólk sem númer og frekar spurt hvað maðurinn geri heldur en hvaðan hann sé og hverra manna. Heimilin standa jafnvel auð. Foreldrarnir vinna úti, börnin eru í skólanum. Á kvöldin er sjónvarpið. Og gamla fólkið. Verður ekki bara að setja það á elliheimili? Það er jú einskis virði á vinnumarkaðinum. Yfir þessari auðn svífur andi Guðs. Kirkjan er send til að boða þjóðum lausn. Hún á að vera vin í eyðimörk ómennskunnar. Griðastaður þar sem fólk hittist og á saman samfélag hvort við annað og við Guð. Krossinn er annars vegar merki um bæna- samfélag við Guð. Það er hinn lóðrétti farvegur náðar og hjálp- ar Guðs. Kærleiksverkin við náungann eru hin hliðin. Þannig gerum við kærleika Guðs að raunveruleika í heiminum. Það er líf í trú. Biblíulestur fyrir vikuna 26.2 — 3.3. 1984 Sunnud. 26.2. Efesusbréf 1:3—14: Útvalin fyrir trú. Mánud. 27.2. Efesusbréf 2:1—10: Hólpin til góðra verka. Þriðjud. 28.2. Galatabréf 2:15—21: Trúin réttlætir fyrir Guði. Miðv.d. 29.2. Galatabréf 5:13—16: Trúin í kærleika/ líf skv. anda Guðs. Fimmtud. 1.3. Jóhannes 1:9—13: Trúin upplýsir alla. Föstud. 2.3. Matteus 5:13—16: Hinn trúaði: Saltur og bjartur. Laugard. 3.3. Jóhannes 3:18—21: Líf í trú — líf í ljósi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.